Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 24
* 1 24 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nýjar bækur • BARNABÓKIN Besta skóla- ár allra tíma er eftir Barböru Robinson í þýðingu Jóns Daníels- sonar. „Það verður alltaf allt vitlaust þegar Herdman-systkinin eru ann- ars vegar í skólanum, þvottahúsi bæjarins, slökkvistöðinni, pósthús- inu og út um allt. Þau eru sex talsins, eitt í hveijum bekk í skól- anum, ógnvaldar skólans og bæj- arins í heild.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin erl32bls. ogkostar 1.480kr. • HÖFÐINGJAHÓTELIÐ er eftir Agöthu Christie. Ragnar Jónsson þýddi. „Það er óvenjulejgur morgunn á Gossington-setri. Oþekkt stúlka finnst látin í bókaherberginu og íbúar í þorpi skammt frá sýna málinu áhuga, sérstaklega gömul piparmey, fröken Marple, sem beitir hyggjuvitinu af alkunnri snilld.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 166 bls. og kostar 2.480 kr. • BÆKURNAR Fuglafitjar og Uppáhaldsfiljar eftir CarmiIIu Gryski í þýðingu Auðar Styrk- ársdóttureru komnar út. í kynningu segir: „Hefur þig alltaf langað til að fara í fuglafit? Ertu búin(n) að gleyma hvernig þær eru gerðar? Viltu kenna barn- inu þínu þessar gömlu- og nokkrar nýjar? Svörin færðu í þessum tveimur föndurbókum þar sem tvö bönd fylgja með hvorri bók.“ Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 32 og 48 bls. og kostarhvor bók 980 kr. • FÖNDURBÓKIN Hárfléttur eftir Moira Butterfield í þýðingu Áslaugar Benediktsdóttur er komin út. í þessar bók er kennt á einfald- an hátt að flétta og skreyta hárið á marga vegu. Með bókinni fylgja skrautlega lituð bönd og perlur. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 24 bls. ogkostar 790 kr. • BÓKIN Leyndarmál Baldurs er eftir Jakob Wegelius. Jón Danílesson þýddi. „Leyndarmál Baldurs er afar sérstakt og því verður ekki ljóstrað upp hér. En ímyndið ykkur kindur að spila golf, tennis og fótbolta. Já, að gera eiginlega allt annað en það sem kindr gera venjulega." Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 28 myndskreyttar síður ístóru broti. Verð 1.240 kr. • STÓRA ævintýrabókin - Einu sinni var... er komin út. Hér eru sígild ævintýri saman komin í eina stóra og ríkuleg mynd- skreytta bók. Ævintýrin eru Allad- ín og töfralampinn, Hans og Gréta, Tumi þumall, Þrír litlir grísir, Stíg- vélaði kötturinn og mörg fleiri. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er246 bls. ogkostar 1.870 kr. • ÞEGAR mest á reynir eftir Danielle Steelí þýðingu Skúla Jenssonarer komin út. Bækur Danielle Steel njóta hvarvetna mikilla vinsælda, gefnar út í flestum löndum og hafa selst í meira en 300 milljónum eintaka. Þegar mest á reynir er sautjánda bókin sem kemur út á íslensku eftir þessa „drottningu ástarsög- unnar“. Útgefandi er Setberg. Bókin er 208 bls. ogkostar 2.230 kr. • ÚT eru komnar þijár harð- spjaldabækur fyriryngstu börnin. Listmyndir prýða hveija opnu og letrið er greinilegt. „Bækur fyrir lítil börn í leit að orðum,“ segir í kynningu. Bækumar heita: Bingó þekkir litina, Bingó lærir að telja, Bingó skoðar og lærir. Útgefandi er Setberg. Hver bók kostar 399 kr. Af póstmálum og landpóstum BÓKMENNTIR F r æ ð i r i < PÓSTSAGA ÍSLANDS 1776-1873 eftir Heimi Þorleifsson. Þjóðsaga ehf. 1996, 532 bls. í ÞESSARI efnismiklu bók er sögð saga póstmála á Islandi frá því að fyrsta póstferð var farin árið 1782 og uns nútímalegri skipan komst á við setningu Stöðulaganna svonefndu 1871. Þetta er mikil saga og á marga lund merkileg. Höfundur hefur lagt í hana geysimikla vinnu, unnið að henni í um það bil áratug og kannað öll býsn af skjölum og öðrum heimil- dagögnum. I fyrsta kafla.greinir frá tilhögun póstmála í ríki Danakonungs frá árinu 1624 er póstþjónusta hófst og til 1782. Sú saga er sögð í stuttu máli, en aðalatriðin koma þó vafalaust skýrt fram. Þegar þetta tímabil endar er að byija að_ vaxa fyrsti vísir að póstþjónustu á íslandi. Sú byijun var ósköp hægfara. Enda þótt tilskipun væri gefín út árið 1776 var fyrsta póstferð ekki farin fyrr en 1782. I sex köflum sem á eftir fara er síðan rakinn gangur póstþjóustunnar til ársins 1850. Segir höfundur að kaflaskiptingin fari „eftir almennu gengi póstþjónustunnar í landinu“. Tímabilin sem um ræðir eru 1782-86, 1786-90, 1790- 1808, 1808-1820, 1820-30 og 1830-50. Þama gætir tíma uppsveiflu, kyrrstöðu og aftur- farar. Þetta er mikil lesning, einar 250 bls. Kennir þar margra grasa. Sagt er frá einstökum póstferðum, sem margar hveijar voru ekki við aukvisa hæfí, bréfa- fjölda, afskiptum stift- amtmanns, amtmanna, sýslumanna og .presta, deili sögð á landpóstum og kjörum þeirra og reynt er að átta sig á hvaða leiðir þeir fóru. Að loknu þessu langa yfírliti kemur kafli um þær umræður og tillögur sem gerðar voru á árunum 1850- 1873. Lítið komst þó í framkvæmd fyrr en staða Islands í danska ríkinu hafði verið ákveðin með lögum árið 1871. Þá fyrst komst skriður á málin og póstmál voru endurskipulögð. Níundi kaflinn fjallar um póstferðir á árunum 1850-1873 og eins og í fyrri köflum er hver landsfjórðungur tekinn fyrir sig. Þá kemur síðasti bókarkaflinn, sá tíundi. Þar segir frá póstskipum sem voru í förum milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar á öllu þessu tímabili. Er það mikil frá- sögn, yfir 100 bls. Bókartexti endar með greinargóðu yfírliti. Á eftir fara miklar skrár og loks stutt „summary" á ensku. Mikill flöldi mynda er í þessu riti og eru þær fengnar víða að, eins og tilgreint er í myndaskrá. Skemmtilegt er hversu mikið er af hvers konar skjölum. Þá eru og allmörg póstleiða- kort. Póstsaga íslands gæti í fljótu bragði virst nokkuð þröngt og ein- hæft efni og ekki ýkja fysilegt al- mennum lesanda. En svo er þó ekki ef einhver snefill af sagnfræðilegum áhuga er fyrir hendi. Hér er vissulega sagður merkur þáttur ís- landssögur.nar. Les- andinn kynnist þvi vel hveijar voru helstu sam- gönguleiðir hérlendis og hveijum erfiðleikum það var bundið að koma upp- lýsingum um landið. Landpóstarnir, konung- legir embættismenn með lúður og merki, lögðu sig oft í mikla lífshættu — og fórust raunar stundum — komu kalnir og ör- magna til byggða og hlutu lítil laun fyrir allt sitt erfiði. Þungar voru oft byrðar þeirra, því að oft urðu þeir að fara gangandi í ófærð og veðurofsa. Þá er ekki síður áhrifamik- il saga af póstferðum með skipum yfír úthafíð. Þar urðu stundum hrakn- ingasamar sjóferðir og mikil sjóslys. Höfundur segir alla þessa sögu vel og skilmerkilega og án allra útúrdúra og málalenginga. Mikils þykir mér um vert hversu vel hann heldur sig að efninu. Hann þarf ekki að endur- segja íslandssögu þessa tímabils eða teygja lopann allt aftur á landnáms- öld, eins og sumum hættir til að gera. Hann heldur sig við sinn leist, póst- söguna, og fyllir þar í eyður sögunn- ar. Ekki rekur hann heldur æviferil landpóstanna gömlu fram yfir það sem nauðsynlegt er, þó að það kynni að vera freistandi. Um það efni má lesa í Söguþáttum landpóstanna. Eg hygg að Póstsaga íslands muni þykja vandað og gott heimildarit og eigi eftir að koma mörgum að gagni sem við sagnfræði þessa tímabils Is- landssögunnar fást. Sigurjón Björnsson Heimir Þorleifsson BÖKMENNTIR Skáldsaga DRAUMAR UNDIR GADDAVÍR eftir Elías Snæland Jónsson. Vaka- Helgafell, 1996,168 síður. Á EINUM stað í þessari sögu ligg- ur söguhetjan í túni og horfir á stjörnurnar. Hugur hans reikar aftur í tímann til þeirra sem gátu lesið úr himintunglum örlög manna og guða og „meitluðu mynd sína í þessa ódauðlegu hvelfingu náttheima" (161). Fyrir honum eru þessar sömu stjörnur hins vegar „einungis venju- legt sambland kletta og klaka, leik- soppar frosts og funa einsog jörðin sjálf“ (161). Sjálfur hafði hann trúað því að á bakvið þær væri himnaríki en nú liggur honum „við beiskum hlátri þegar hann minnist þess hversu skammt er liðið síðan guð og himnaríki voru álíka áþreifanleg fyr- irbæri í huga hans og grasið sem hann rífur reiðilega uppúr sverðinum með krepptum fingrum" (161-62). Það verður að teljast nokkuð óvenjulegt að slík sýn á heiminn skuli vera í forgrunni í skáldsögu sem sögð er út frá sjónarhorni unglings þótt ekki sé það einsdæmi. Alla jafna er fjallað um bemskuna sem suðu- pott skemmtilegheita, ævintýraver- öld sem minnið hefur gætt samhengi og umsvifalítið breytt í einn óslitinn sæludraum. í Draumum undir gaddavír eftir Elías Snæland Jónsson virðist höfundur að vissu leyti ætla sér að kollvarpa þessari blekkingu; lýst er erfíðri reynslu söguhetjunnar, veikindum og einsemd, sem verður til þess að hann gengur af barnatrú sinni. Sagan greinir frá stuttri vist fjórt- án ára gamals prestssonar, Jóns Mikaels, hjá frændfólki sínu suður með sjó í lok sjötta áratugarins. Hún hefst á því að hann er sóttur á ber- klaspítala þar sem hann hefur dvaiið síðustu tvö árin. Frásagnarbrot frá bernskuárum og spítalavist fleyga Óljósir draumar frásögnina af veru hans í námunda við ameríska herstöð og þannig er reynt að draga upp hlið- stæður milli fortíðar og nútíðar í því skyni að gefa okkur fyllri mynd af ævi söguhetjunnar. Þessir fleygar — sem eru stór hluti af sögunni — gefa annars vegar til kynna strangt og trúar- legt uppeldi Jóns en hins vegar lýsa þeir vist hans á spítalanum og þeim áhrifum sem ná- lægð dauðans hefur haft á þroska hans og viðhorf til lífsins. í sjáv- arþorpinu suður með sjó er Jón umkomuleysið holdi klætt, sem að vissu leyti má skýra með því að foreldrar hans hafa yfirgefið hann um stundarsakir þrátt fyrir veikindi hans og neytt hann til að takast í einsemd sinni á við tilvistarlegar spurningar. Fyrir höfundinum vakir án efa hið sígilda verkefni að skrifa einhvers konar þroskasögu. Sagan lýsir hins vegar ekki nema að litlu leyti ferlinu frá sakleysi til raunverulegrar þekk- ingar á heiminum þótt sagt sé frá fyrstu kynlífstilburðum söguhetjunn- ar og landnámi í nýrri veröld sem einkennist mjög af návígi við póli- tískt umrót kaldastríðsáranna og amerískan her: braggarnir, gijótið og gaddavírinn eru „óhagganlegir minnisvarðar um veruleika sem hann fær ekki breytt“ (17). Segja má að bygging sögunnar komi á vissan hátt í veg fyrir að hún springi_ út og öðlist fyll- ingu. Á köflum er eins og sú speglun sem reynt er að ná fram á milli fortíðar og nútiðar verði henni fjötur um fót, sviðin flækjast hvort fyrir öðru, þótt vissu- lega takist höfundi sums staðar vel upp í því að skapa tengsl á milli þeirra. Óljós per- sónusköpun Jóns verður einnig til þess að glíma hans við sjálfan sig og heiminn koðnar að miklu leyti niður. Við- leitni höfundar til að ná utan um tíðaranda sjötta áratugarins skyggir á hin sál- rænu átök og ýta söguhetjunni á vissan hátt út úr sinni eigin sögu; hvað þau varðar verður lesandinn að miklu leyti að geta í eyðurnar. Klisjurnar um herinn og tyggjóið, kvikmyndastjörnurnar og Elvis, mynda þegar allt kemur til alls um- gjörð kringum lítið efni; lesandinn bíður í raun alltaf eftir því að saga Jóns hefjist, að hin miklu örlög sem Bragi, fóstbróðir hans frá spítalanum talar um, grípi í taumana í hans eig- in lífi. Frásagnir á nútíðarsviði sög- unnar af hvaladrápi, flugslysi og sambandi stúlkunnar Sissu við amer- ískan dáta eru laustengdar þótt þær hafí flestar það markmið að lýsa vaknandi vitund Jóns um návígi lífs og dauða og hverfulleika ástarinnar. Einn stærsti galli sögunnar er sá, að það er ekki fyrr en í iok sögunn- Elías Snæland Jónsson Nýjar bækur • RAGNHEIÐUR Gestsdóttir hefur endursagt og myndskreytt Sögvna afHIina kóngssyni. Hlini týnist í skóginum, karls- dóttir fer að leita hans og sýnir mik- ið hugrekki og ráð- kænsku við að bjarga honum úr tröllahöndum og fær prinsinn og hálft konungsríkið að launum. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er prentuð í Danmörku og kostar 1.290 kr. Hún er24 bls. í sama broti og Karlssonur, Lítill, Trít- ill og fuglarnir sem kom út á síðasta árí í endursögn Ragnheiðar með myndskreytingu Ónnu Cynthiu Lepl- ar. Bókin er einnig fáanleg á ensku (The Story ofPrince Hlini). • MAJA, hvað er ferðalag? eftir Regine Schindler og Sita Jucker er komin út í þýðingu Kristjáns Oddssonar. „í kynningu segir: „Matti á vin- konu sem heitir Maja og saman eiga þau yndislegt leyndarmál. En þegar Matti sér óvart að Maja stingur sprautunál í handlegginn á sér breyt- ist allt. Ýmsar spurningar vakna. Af hveiju þarf hún éitrið? Hvað er ferðalag?“ Bent er á að bókin fjallar um málefni sem snertir alla og hafi ótví- rætt forvarnargildi. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er32 bls. í stóru broti. Verð 1.240 kr. • ÚT eru komnar bækurnar Alveg einstakur afi, Alveg einstakur eig- inmaður og Alveg einstök ást. Guðbrandur Sigurlausson og Hrafnkell Óskarsson þýddu. Bækurnar eru í flokki Viarella smábóka. Skjaldborg hefur sent frá sér fjórtán bækur í þessum bóka- flokki. Útgefandi er Skjaldborg. Hver bók er30 bls. og kostar 750 kr. stk. ar sem við fáum vitneskju um þá sáru reynslu frá spítalanum sem kemur í veg fyrir Jón verði fullgildur þátttakandi í sögunni; hann er í raun óljós skuggavera, óútfyllt ávísun á eitthvað sem aldrei kemur í ljós án þess að við vitum hina raunverulegu ástæðu fyrir því. Þótt reynt sé að skapa goðsögulegar hliðstæður milli nútímans og fornaldar með vísunum til rómantískra hetjubókmennta og grískra goðsagna, sem Bragi fræðir hann um, nær sú viðleitni ekki markmiði sínu. Ofuráhersla höfundar á að troða samtíðinni inn í söguna breytir henni í ímyndafargan þar sem hver gervigoðsögnin rekur aðra og vitnar um togstreitu á milli hins „bókmenntalega" og heilsteypta æv- intýraheims bernskunnar og veru- leika Jóns sem einkennist umfram allt af biturð og vonbrigðum. Aðrar persónur eru ekki dregnar skýrari dráttum. Félagar Jóns í hreppsvinnunni eru ekki annað en fulltrúar pólitískra skoðana, jafn trú- verðugt og það er þegar óharðnaðir unglingar eiga í hlut. Á milli þess sem þeir rífast um byggðastefnu og gagnsemi herstöðvarinnar sprengja þeir dúfnakofa í loft upp og syngja skátasöngva. Samtöl þeirra eru oft og tíðum vandræðalega yfírborðs- kennd og miða fyrst og fremst að því að draga upp klisjukennda mynd af samtímanum. Sama á við um kvenpersónumar sem deila húsnæði með Jóni. Þær eru eins og klipptar út úr lýsingum ástandsbókmennta fyrri áratuga á svokölluðum „kana- mellum" og tæplega hægt að tala um raunverulega persónusköpun í því samhengi. Allir þessir þættir gera það að verkum að Draumar undir gaddavír stendur varla undir nafni sem þroskasaga. Þótt ekki verði hér fund- ið að stíl, enda höfundur prýðilega ritfær maður, verður niðurstaðan sú að goðsögn og veruleiki takast á án þess að renna saman í eitt; útkoman verður togstreita sem ekki er leidd til lykta. Eiríkur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.