Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Talsmenn banka setja ýmsa fyrirvara við samanburð í skýrslu OECD um rekstur banka Mikilvægt að leita allra leiða til að lækka kostnað TALSMENN viðskiptabanka og sparisjóða setja ýmsa fyrirvara við þann samanburð sem fram kemur í nýrri skýrslu OECD á rekstri banka og sparisjóða í aðildarríkjunum. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær gefa tölur OECD til kynna að íslenska bankakerfið sé dýrara í rekstri og óhagkvæmara en bankar og sparisjóðir á hinum Norðurlöndunum. Talsmenn bankanna benda á í þessu sambandi að taka þurfti tiilit til þess að langtímalán til atvinnufyrirtækja kunni að vera hluti af banka- kerfinu erlendis, en hér séu þessi lán hjá sérstök- um fjárfestingarlánasjóðum. Þá sé ísland stijál- býlt land og því dýrt að reka útibúanet á landinu. Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenskra viðskiptabanka, benti á í samtali við Morgunblaðið að í skýrslu OECD væni hlutfallstölur reiknaðar út frá niðurstöðu- tölu efnahagsreiknings. „Það skiptir því megin- máli hvernig efnahagsreikningurinn er samsettur og hversu stór hann er. í því sambandi má spyija hvort verkefni bankakerfisins í mismunandi lönd- um séu hin sömu. T.d. er hægt að benda á að hér á landi er mjög stór hluti af langtímalánum til atvinnufyrirtækja í fjárfestingarlánasjóðum at- vinnuveganna sem eru utan bankakerfisins. Þetta gerir það að verkum að efnahagsreikningur banka og sparisjóða er minni en ella. Aftur á móti er mjög líklegt að stór hluti af hliðstæðum lánum erlendis séu innan bankakerfisins. Eins þarf að hafa í huga hvort húsnæðislán séu innan bankakerfisins eða í sérstökum sjóðum eins og hér á landi. Þetta vitum við ekki nákvæm- lega og það kann að skekkja samanburð af þessu tagi. Ef íbúðarlánakerfið eða fjárfestingarlána- starfsemin væri inni í bankakerfinu yrði efnahags- reikningurinn stærri og kostnaðarhlutföll þar með hagstæðari fyrir ísland." Kostnaður við útibúanet þungur baggi Finnur segir hins vegar að bankarnir hafi áhyggjur af kostnaðartölum og mikilvægt sé að leita allra leiða til að ná niður kostnaði. „Við horfum einkum á þrennt sem við teljum að myndi stuðia að lækkun kostnaðar. í fyrsta lagi er það fækkun eininga og samruni fjárfestingarlánakerf- isins við bankakerfið. í öðru lagi þarf að leita leiða til að hagræða í útibúanetinu því kostnaður við það er þungur baggi á bankakerfínu. í þriðja lagi þarf að ýta enn frekar undir notkun rafrænn- ar greiðslumiðlunar, þannig að mannshöndin þurfi sem minnst að koma nærri greiðslumiðlun. Reyndar hafa bankar og sparisjóðir unnið að því að reyna að draga úr kostnaði á undanförnum árum. T.d. má benda á að stofnunum hefur fækk- að, sérstaklega hjá sparisjóðunum, en einnig með samruna fjögurra banka í íslandsbanka. Starfs- fólki hefur fækkað töluvert. Það var var flest um 3 þúsund árið 1988, en er núna rúmlega 2.500. En auðvitað þarf að reyna að gera betur.“ Finnur kvaðst einnig vilja vekja athygli á því að íslensku bankarnir kæmu ekki illa út úr saman- burði OECD-skýrslunnar þegar litið væri til hlut- falls ýmissa rekstrarliða af heildartekjum. „Heild- arrekstrargjöld sem hlutfall af rekstrartekjum voru Langtímalán og húsnæðislán kunna að vera hluti af banka- kerfinu á Norðurlöndum t.d. 73% í Danmörku á árinu 1994, 67% á ís- landi, 63% í Noregi, 81% hjá viðskiptabönkunum í Svíþjóð og 68% hjá sparisjóðunum í Svíþjóð. Það styður ennfrekar þá staðreynd að hinn smái efna- hagsreikningur banka hér á landi gerir þennan samanburð óhagstæðan fyrir okkur,“ sagði Finnur. Um samanburð á útlánaafskriftum banka í ein- stökum löndum benti Finnur á, að það skipti verulegu máli hvenær einstök lönd hefðu gengið í gengum bylgju útlánaafskrifta sem réðu miklu um afkomuna. „Þegar litið er til Norðurlandanna þá luku bankar í þessum löndum við afskriftir á mismunandi tíma. íslenskir bankar eru að kom- ast í gegnum þetta tímabil, þannig að búast við að arðsemi og afkoma bankanna batni. Tölur frá bönkunum yfir fyrri hluta ársins sýna að afkom- an er betri í ár heldur en í fyrra þó að það megi gera ennþá betur." Reikningar greiddir yfir afgreiðsluborðið Þór Gunnarsson, formaður Sambands íslenskra sparisjóða og sparissjóðsstjóri Sparisjóðs Hafnar- fjarðar, bendir á að íslenski markaðurinn sé lítill og sparifjármyndun lítil í samanburði við mark- aði erlendis. „Þá skiptir svokallað „flot“ í banka- kerfinu hundruðum milljarða erlendis, en það eru peningar sem bankakerfið hefur til umráða vaxta- laust í 3-5 daga áður en þeir eru greiddir út. Hér á landi er öllum peningum á leið milli aðila skilað samdægurs. Þá eru nánast allir fjárfestingarlánasjóðir á Islandi aðskildir frá bankakerfinu en víða erlend- is eru þeir hluti af bönkum og sparisjóðum. Sama á við um verðbréfamarkaðinn. Mér sýnist einnig á því samanburðartímabili sem þarna er um að ræða, að þá séu bankar og sparisjóðir á Norður- löndum komir upp úr öldudalnum, en við séum ennþá niðri í honum.“ Einnigþarf að hafa í huga að greiðslumiðlunar- kerfin á Islandi kalla á álagstoppa í byijun hvers mánaðar. íslendingar nota ekki svokallaðar skuld- færslubeiðnir í gírókerfinu og koma þar af leið- andi og greiða yfir afgreiðsluborðið. Slík færsla kostar 25 norskar krónur í Noregi fyrir hvern greiðsluseðil sem afgreiddur er. Ef reikningar eru settir í umslag með skuldfærslubeiðni og skilað til bankans, þá kostar færslan ekkert. Allur þorri fólks í þessum samanburðarlöndum hefur þennan hátt á. Þannig skapast mjög góð nýting á starfs- fólki í afgreiðsludeildum og bakvinnslu." Þór benti einnig á að gera þyrfti sambærilega könnun á því hver hlutfallslegur kostnaður væri af rekstri Seðlabanka á íslandi og á Norðurlönd- um. Svipaða könnun mætti gera á rekstri alþing- is og ríkisstjórnar. Landið er stórt og fámennt Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbankans, bendir á að við nánari athugun á skýrslu OECD komi í ljós að starfsmannakostnaður sé mjög svipaður hér á landi og t.d. í Noregi, ef miðað sé við hlutfall af vaxtatekjum, en ekki hlutfall af efnahagsreikningi. Miðað við vaxtatekjur bank- anna á öllum Norðurlöndunum séu íslensku bank- arnir nálægt meðallagi. Hlutfallið sé 33% á ís- landi, en 45% í Danmörku, 31% í Noregi og 25% í Svíþjóð. „Það hefur einnig áhrif hér á landi að landið er stór og fámennt. Fólkið gerir kröfu til banka- þjónustu um allt land, þannig að einingarnar verða í öllum tilvikum tiltölulega smáar og dýr- ar. Það er dýrara að reka bankastarfsemi í jafn fámennu og stóru landi.“ Stefán benti einnig á að starfsmannakostnaður í bankakerfinu hefði farið lækkandi hér á landi undanfarin tíu ár. Starfsmönnum hefði t.d. fækk- að um 20% frá árinu 1988 hér, um 28% í Finn- landi, 27% í Noregi og minna á öðrum Norðurlönd- um. „Engin ný sannindi“ Ingimundur Friðriksson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, segir að engin ný sannindi séu í þeim tölum sem komið hafi fram í skýrslu OECD. Þetta hafi meðal annars komið fram í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands árið 1993. Hann bendir á þetta sé í fyrsta skipti sem ísland sé með í samanburðaryfirlitum OECD og það hafi verið leitast við að hafa tölurnar eins sam- bærilegar og nokkur kostur sé, en aldrei hægt að gera það fullkomlega. Ýmsa fyrirvara þurfi því að hafa á þessum samanburði, eins og gert hefði verið í frétt Morgunblaðsins, en þær breyti engu um þær vísbendingar sem fram komi í tölunum. Þá sagði Ingimundur að afstöðu Seðlabankans til þessara mála sé lýst í haustskýrslu bankans frá því í október. Þar er m.a. bent á að þrátt fyrir bætta afkomu sé ljóst að arðsemi viðskipta- bankanna sé enn of lítil. Viðskiptabankarnir þrír sýni 6,7% arðsemi eigin fjár á fyrri helm- ingi ársins 1996. Arðsemin hafi verið 5% árið 1995. „Með aukinni samkeppni er vandséð að bankarnir auki tekjur sínar með auknum vaxta- mun eða þjónustutekjum, enda hafa hreinar rekstrartekjur farið lækkandi. Verulegra breyt- inga á rekstrarafkomu íslenskra banka er því vart að vænta nema með aukinni hagræðingu, t.d. í útibúaneti eða með nýjum þjónustuþáttum sem geta gefið tekjur. Breyting ríkisbankanna í hlutafélög myndi vafalaust auðvelda slíka þró- un og því brýnt að henni verði hraðað," segir í skýrslunni. Umræða á alþingi Ágúst Einarsson, þingmaður, hefur óskað eftir utandagskrárumræðu á Alþingi í dag um rekstur bankakerfisins í alþjóðlegum samanburði. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, verður til andsvara. Umræðan hefst kl. 15.30. VISA ísland Breyting á inn- flutningi „posa“ ÁFORM eru uppi hjá VISA íslandi um að hætta sjálft inn- flutningi og útleigu á svonefnd- um posum en eftirláta þann markað sjálfstæðum innflytj- endum. Engin breyting er þó fyrirhuguð á eignarhaldi eða fyrirkomulagi þjónustu við þá posa, sem nú þegar eru í eigu VISA ísiands, og varðar breyt- ingin því aðeins nýjar vélar. Posi er það tæki, sem greiðslukortum er rennt í gegn- um við búðarkassa vegna raf- rænna viðskipta til að ganga úr skugga um að úttektarheim- ild eða innistæða sé fyrir hendi. VISA ísland á og leigir nú þeg- ar út um sex þúsund posa til verslana og annarra þjónustu- aðila og segir Einar S. Einars- son, forstjóri fyrirtækisins, að þjónustu við þessar vélar verði sinnt eins og verið hefur og eins verði hugbúnaðurinn og svonefnd rásþjónusta áfram á hendi VISA eða Greiðslumiðl- unar hf., sem er ábyrg fyrir ráskerfinu fyrir hönd banka og sparisjóða. Hins vegar hafi það verið til skoðunar að eftirláta öðrum innflutning á nýjum posavélum. „Innflutningur á posum er ekki hlutverk fyrir- tækisins í raun og það er eðli- legt að breyta því fyrirkomu- lagi áður en ný öld gengur í garð. Eins kemur til greina að þeir posar, sem eru í eigu VISA, verði boðnir kaupmönnum og öðrum söluaðilum til kaups. Við höfum verið með posa frá tveimur erlendum fyrirtækjum, Verifone og Hypercom, en nú eru komnir sérstakir umboðs- menn fyrir þau, sem gætu tek- ið við þessari þjónustu. Menn gætu einnig orðið sér úti um fleiri tegundir posa frá öðrum fyrirtækjum en þeir yrðu að vera tengjanlegir við okkar kerfi og viðurkenndir af VISA íslandi. Þess má geta að marg- ir posar eru nú þegar í eigu verslananna sjálfra þar sem þeir eru innbyggðir í búðar- kassanna, t.d. hjá Hagkaupum og hefur það fyrirkomulag gef- ist vel.“ Einar segir margt benda til þess að af þessum áformum verði og ákvörðunar sé að vænta snemma á næsta ári. Morgunblaðið/Ásdís VILHJÁLMUR Egilsson, alþingismaður og formaður EDI-félagsins, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, voru meðal þátttakenda á ráðstefnu um pappírslaus viðskipti á vegum EDI- félagsins og ICEPRO í gær. Tollur og Tryggingastofn- un pappírslaus áríð2000 RÍKISTOLLSTJÓRAEMBÆTTIÐ stefnir að öll tollafgreiðsla verði pappírslaus hinn 1. janúar árið 2000. Hingað til hafa einungis innflutn- ingsfyrirtæki fengið pappírslausa afgreiðslu, en að sögn Karls F. Garð- arssonar, forstöðumanns rekstrar- sviðs ríkistollstjóra, er búist við því að útflutningsfyrirtæki geti enn- fremur átt í pappírslausum viðskipt- um við ríkistollstjóra í ársbyijun 1998. Þetta kom meðal annars fram i máli Karls F. Garðarssonar á ráð- stefnu EDI-félagssins og ICEPRO um pappírslaus viðskipti á Hótel Sögu í gær. Að hans sögn eru um 100 inn- flutningsfyrirtæki í pappírslausum viðskiptum við tollstjóraembættið í dag eða um 30% af innflutnings- pappírum sem afgreiddir eru hjá embættinu og undanfarið ár hefur þeim fjölgað mjög mikið, þá aðallega stórum fyrirtækjum. Tryggingastofnun rafræn 1. janúar1998 Að sögn Karls Steinars Guðnason- ar, forstjóra Tryggingastofnunar ríkisins, verður Tryggingastofnun tilbúin til rafrænna samskipta hinn 1. janúar 1998 við alla þá aðila sem senda inn vottorð og umsóknir, t.d. til læknadeildar stofnunarinnar. „Ávinningur Tryggingastofnunar ríkisins af þessu er stórminnkun á innslætti gagna, stytting á vinnslu- tíma einstakra mála, skjalaleit vegna mála hverfur, vinna starfsmanna færist yfir á faglega úivinnslu frá kerfisbundinni handavinnu, styttri boðleiðir innan stofnunarinnar sem utan og viðhaldskostnaður vegna hugbúnaðar minnkar." Að sögn Karls Steinars var fyrst hugað að lyfjahluta Tryggingastofn- unar þegar hugmyndir um breyting- ar í pappírslaus samskipti Trygg- ingarstofnunar komu upp. „í mars sl. var gert samkomulag við Ápótek- arafélagið um að útbúa lyfjaeftirlits- kerfi. Kerfið er tilbúið frá okkar hendi og eru hafnar prófanir á því og vonandi fer kerfið fljótlega af stað. Þessar breytingar koma öllum til góða bæði Tryggingastofnun og apótekunum þar sem allar færslur eru miklu öruggari og við getum fylgst með því hvort réttum lyfjum sé ávísað.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.