Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ermarsundsgöngum lokað vegna eldsvoða í flutningalest Skelfing greip um sig er eldurinn blossaði upp Calais, London, París. Reuter. ÖRYGGISRAÐSTAFANIR I ERMARSUNDSGONGUNUM Átta manns voru fluttir á sjúkrahús með reykeitrun eftir eldsvoða í járnbrautarlest í Ermarsundsgöngunum. Það er fyrsta stórslysið í göngunum frá því opnuðu fyrir tveimur árum. Öryggiskerfi Ermarsundsganganna eru hönnuð til að göngin standist jarðskjálfta, sprengjutilræði hryðjuverkamanna og ásókn sýktra hunda. Oryggisráðstafanir • Reykingar bannaðar. • Bannað að lyfta húddi og vinna í vél meðan á ferð stendur. Eldvarnir ® Froða og handslökkvitækjum beitt gegn smáeldum. • Lífshættulegir eldar slökktir með veiku halógengasi. • Eldvarnarhurðir sem halda reyk og báli í skefjum í hálftíma. • Lagnir frá báðum gangnamunnum tryggja óhindrað flæði til brunahana. Fjarstýrðir eða handstýrðir þjónustuvagnar. Geta ferðast í báðaráttir og eru hannaðir ýmist til að flytja slökkviliðsmenn, til sjúkraflutninga eða til lögreglueftirlits. REUTERS ÁTTA manns voru færðir á sjúkra- hús, tveir illa haldnir, vegna reykeitr- unar í kjölfar elds í bílflutningalest í Ermarsundsgöngunum í fyrrakvöld. Er það fyrsta stórslysið í göngunum, sem opnuð voru fyrir umferð fyrir tæpum tveimur árum, og í fyrsta sinn, sem loka verður þeim vegna neyðarástands. Gert er ráð fyrir að takmörkuð umferð verði leyfð um göngin í dag. Eldur kviknaði í lestinni er hún hafði ekið 17 kílómetra, eðaþriðjung leiðarinnar frá Frakklandi til Bret- lands. Augljóst þykir, að hann hafi brotist út í einum flutningabílanna, en ekki er vitað hvers vegna. Óstað- festar fregnir herma, að í honum hafi verið farmur af eldfímu einangr- unarplastefni. Sjötíu og fimm sér- þjálfaðir enskir og franskir slökkvi- liðsmenn börðust við eldana og tókst að slökkva þá um nóttina. í flutningalestinni voru 34 menn, áhöfn hennar og bílstjórar flutninga- bílanna. Greip mikil skelfing um sig þegar lestin staðnæmdist vegna brunans. „Þarna voru monthanar, sem brotnuðu saman og lögðust á bæn,“ sagði einn bílstjóranna. Starfsfélagi hans sagði hópinn hafa fleygt sér niður á gólf og emjað af hræðslu. „Eg kúrði í einu horninu og reyndi að búa mig undir dauð- ann. Þóttist viss um að eiga ekki afturkvæmt," sagði hann. Að sögn talsmanna Eurotunnel, sem rekur göngin, gekk björgun fólksins, sem varð innlyksa er lestin stöðvaðist, að óskum. Allir hefðu verið komnir út 28 mín. eftir að eldurinn kviknaði. Nokkrir bílstjórar kvörtuðu þó undan skorti á öndunar- búnaði og vatnsúðurum í lestinni. Rafmagnskaplar og aðrar lagnir í jarðgöngunum eyðilögðust af Völdum eldsins í jámbrautarlestinni og var talið, að viðgerð gæti tekið nokkrar vikur. I lestinni eyðilögðust sex vöru- bílar. Kviknaði eldurinn aftarlega í Iestinni, sem var 730 metra löng en hún getur flutt allt að 28 stóra vöru- flutnignabíla samtímis. Óljóst er hvers vegna eldurinn kviknaði en atvikið átti sér stað á tíunda tímanum í fyrrakvöld. Farþegum, sem bókað áttu far með Ermarsundslestunum í gær, var komið á leiðarenda með feijum eða flugvélum. Talsmenn frönsku ríki- sjámbrautanna (SNCF) sögðust myndu endurgreiða þeim öllum far- gjaldið þar sem ferð þeirra milli áfangastaða tæki lengri tíma en þijár stundir, sem er ferðatíminn með lest- unum milli Parísar og London. Atvikið virtist ekki hafa skotið neinum skeik í bringu. Farþegar á Waterloo-lestarstöðinni í London, sem biðu þess að verða fluttir með öðrum hætti til Parísar en um göng- in, luku upp einum rómi og sögðust reiðubúnir að fara um þau strax og opnað yrði fyrir umferð. „Ég hef engar áhyggjur, fór um göngin í maí og það var stórkostleg upplifun," sagði eftirlaunaþegi. „Slysin eiga sér stað alls staðar," bætti hann við. „Það var einvörðungu vegna lest- arinnar sem ég keypti farmiða til Parísar, annars hefði ekki hvarflað að mér að fara þangað. Og ég fer frekar með lest en flugvél," sagði leigubílstjóri, sem ætlaði að halda upp á afmæli konunnar með Parísarferð. Víðtækt öryggiskerfi er í Ermar- sundsgöngunum, sem m.a. voru hönnuð til að þola gífurlega öflugan jarðskjálfta. Eurotunnel-fyrirtækið heldur því fram, að 25 sinnum örugg- ara sé að fara með neðansjávarlest- unum en hefðbundnum járnbrautar- lestum. Öryggiskerfin voru hönnuð þannig að göngin stæðust meðal annars stórbruna og hryðjuverka- árás. Ennfremur að flökkuhundar kæmust ekki til baka lifandi voguðu þeir sér inn í þau. Neðanjarðarlestarnar eru sagðar eldtraustar og í þeim fullkomnir eld- varar og brunavarnabúnaður. Lest- arstjórarnir geta öllum stundum skoðað hvern vagn að innan með innanhússmyndavélum. Hermt var, að öryggisbúnaður ganganna hafi reynst vel í fyrrinótt. NATO hættulaust Rússum ÍGOR Rodínov, varnarmálaráð- herra Rússlands, sagði í Moskvu í gær, að hann teldi ekki, að örygi Rússlands staf- aði lengur nein hætta af NATO, Atlantshafsbandalaginu. Oleg Grínevskí, sendiherra Rúss- lands í Svíþjóð, sagði hins veg- ar í Stokkhólmi í gær, að yrði NATO stækkað í austur án samráðs við Rússa, myndi það leiða til þess, að þeir reiddu sig meira en nú væri á kjarnorku- varnirnar. Myndi jafnt Banda- ríkjunum em Evrópu stafa auk- in hætta af því. Ciorbea nýr oddviti VICTOR Ciorbea, borgarstjóri í Búkarest, verður forsætisráð- herra nýrrar stjórnar í Rúme- níu. Var það tilkynnt í gær á fréttamannafundi, sem Bænda- flokkurinn boðaði til, en hann er nú stærsti fokkurinn á þingi. Emil Constantineseu, sem sigr- aði í forsetakosningunum um síðustu helgi, er bændaflokks- maður. Ciorbea bar sigurorð af Ilie Nastase, frambjóðanda flokks fyrrverandi kommún- ista, í borgarstjórnarkosning- um í Búkarest í júní. Lofa algeru banni BRESKI Verkamannaflokkur- inn hét því í gær að setja al- gert bann við skammbyssueign í landinu komist hann til valda í næstu kosningum en frum- varp þar að lútandi var fellt á breska þinginu í gær. Þess í stað var samþykkt tillaga stjórnarinnar um að leyfilegt verði að eiga skammbyssur með hlaupvíddinni .22 svo fremi þær séu geymdar í húsa- kynnum skotfélaga. Foreldrar barnanna, sem myrt voru í Dunblane í mars sl., og breskir fjölmiðlar réðust hart gegn stjórninni vegna þessa máls í gær. I I I ) ( I > l I I I ft Brotlending V alu J et-þ otunnar í Flórída Skelfingaróp farþega er eldur breiddist út London. Daily Telegraph. HRYLLINGUR síðustu fjögurra mínútnanna í lífi 110 manns sem fórust með DC-9 þotu bandaríska flugfélagsins ValuJet í Everglad- es-fenjasvæðinu í Flórída 11. maí sl. kemur berlega í ljós á hljóðrita þotunnar, segul- bandsupptöku í stjórnklefa hennar. Afrit af því sem þar heyrðist var birt opinberlega vegna vitnaleiðslna, sem hófust í Washing- ton í fyrradag. Skelfingaróp farþega um eld í þotunni heyrast á upptökunni og einnig örvæntingar- fullar tilraunir flugfreyja til að fá súrefnis- grímur til að falla. Sömuleiðis kemur fram hvernig flugmennirnir missa smám saman vald á þotunni þar sem stjórntæki hennar og stýrifletir brunnu og urðu óvirkir í hönd- unum á þeim. Þotan steyptist beint á nefið ofan í fenjasvæðið Talið er, að eldur hafi kviknað í vörulest þotunnar og hafi smám saman breiðst út. Grunur leikur á, að eldinn megi rekja til gamalla súrefniskúta, sem verið var að flytja til Atlanta til endurnýtingar, en þeir hefðu aldrei átt að vera um borð í farþegaflugvél. Allt virtist eðlilegt fyrstu sex mínútur ferðar þotunnar, sem var á leið frá Miami til Atlanta. En þá byija torkennileg smá- hljóð að heyrast í stjórnklefanum og í hátal- arakerfi þotunnar. „Hvað er þetta?“ spyr flugstjórinn. „Veit það ekki“ svarar flugmaðurinn að bragði. „Það er eitthvað að rafkerfinu," segir flugstjórinn nokkrum sekúndum seinna. „Já, hleðslumælirinn slæst til og frá. Ó, við eigum..." „Það er allt að bila,“ gellur í flugstjóran- um. í sama mund heyrist í flugumferðarstjóra á Miami-flugvelli, sem kveður glaður í bragði og biður flugmennina að skipta yfir á aðra flugstjórnarrás. „Við þurfum, við þurfum að snúa við og koma aftur til Miami,“ svarar flugstjórinn. Sekúndu eftir það heyrast hróp farþega aftan úr þotunni. Augnabliki síðar gellur í FRÁ rannsókn á brotlendingu ValuJet- þotunnar í Everglades-fenjasvæðinu. Braki hefur verið safnað saman í flug- skýli og fremst liggja hreyflar þotunnar. konu: „Eldur, eldur, eldur, eldur.“ Og karl- mannsrödd bætir strax við: „Það er kviknað í, það er kviknað í.“ Viðvörunarhljóð yfirgnæfa Viðvörunarhljóð, svipað viðvörun frá lend- ingarbúnaði, yfirgnæfir þau í þrjár sekúnd- ur. Flugvélin fær heimild til að snúa aftur til Miami og eru flugmennirnir beðnir um að lækka flugið í 7.000 fet. Hróp farþega hljóðna. Nokkrum sekúndum síðar spyr flugturn- inn í Miami hvers konar vanda flugmennim- ir eigi við að glíma. „Eldsvoða,11 svarar flug- stjórinn og meðan á þessum samskiptum stendur hvín í flautum í stjórnklefanum. Aðstoðarflugmaðurinn kemur í talstöðina og bætir um betur: „Það er reykur í farþega- klefanum ... reykur í stjórnklefanum." „Ég skil,“ svarar flugumferðarstjórinn. Enn heyrast hvers kyns hljóð, m.a. sex bjölluhljóð. Flugfreyja kemur fram i og seg- ir: „Við þurfum á súrefni að halda, súrefnis- kerfið aftur í virkar ekki.“ Eftir nokkrar sekúndur spyr hún hvort engin leið sé að prófa hvort tækin séu biluð og heyrist síðan ^ ræskja sig og hósta. p Flugumferðarstjóri biður nú um að þotan JL breyti örlítið um stefnu og lækki flugið í ™ 5.000 fet. Er þá liðin rösk mínúta frá því dró til tíðinda um borð, samkvæmt hljóðrit- anum. Hrópin deyja út Hróp úr farþegaklefanum heyrast nú að nýju á segulbandinu. Heyrist nú flugfreyja tilkynna, að flugvélin sé alelda. Hrópin úr p? farþegaklefanum deyja út og aðstoðarflug- maðurinn heyrist stynja hálft orð en margs konar hljóð yfirgnæfa allt annað. Tuttugu ^ sekúndum seinna kallar flugmaðurinn í tal- stöðina og segist þurfa fá að lenda á þeim flugvelli sem næstur sé. „Þeir eru reiðubúnir að taka á móti ykk- ur. Þið getið skipulagt...“ og síðan heyrist ekkert í 72 sekúndur. Að því búnu heyrast hljóð á upptökunni að nýju, ýmist þytur eða smellir. Hálfri mínútu seinna stöðvast upp- takan. Liðu svo 25 sekúndur þar til ValuJet- { þotan, sem var af gerðinni DC-9, brotlenti p, í fenjunum. Þá voru fjórar mínútur liðnar ^ frá því flugstjórinn spurði aðstoðarflug- ™ manninn um hljóðin torkennilegu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.