Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 27
26 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 27
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
DANMERKURFÖR
FORSETA ÍSLANDS
ENGRI ÞJÓÐ eru íslendingar tengdir nánari böndum
en Dönum og því er sjálfsagt og eðlilegt, að fyrsta
opinbera heimsókn nýkjörins forseta íslands utan lands-
steinanna skuli vera til Danmerkur. Forsetahjónin, herra
Ólafur Ragnar Grímsson og frú Guðrún Katrín Þorbergs-
dóttir, hafa verið boðin innilega velkomin af gestgjöfum
sínum og er ljóst af móttökum öllum, að Margrét II drottn-
ing, jafnt sem danska ríkisstjórnin, vilja sýna forsetahjón-
unum og íslendingum öllum hinn mesta sóma í hvívetna.
Það er til marks um, hversu mikla rækt Danir vilja leggja
við frændsemi þjóðanna og vináttu.
í ræðu, sem Margrét drottning hélt í kvöldveizlu til
heiðurs forsetahjónunum, lýsti hún aðdáun á íslendingum,
sem hefðu lært að búa í sátt og samlyndi við náttúruöfl-
in. Jafnframt rifjaði hún upp sameiginlega sögu landanna
og heimsóknir sínar til íslands, síðast á fimmtíu ára af-
mæli lýðveldisins 1994. Þá sagði drottning, að Danir
mætu það mjög mikils, að danska væri fyrsta erlenda
tungumálið, sem kennt væri í íslenzkum skólum. í svar-
ræðu sinni minnti Ólafur Ragnar Grímsson á, að Dana-
drottning bæri íslenzka nafnið Þórhildur, svo og að þjóðirn-
ar væru ekki aðeins tengdar böndum sögunnar heldur
gætu þær einnig margt af hvor annarri lært.
Á ýmsu hefur gengið í aldalöngum samskiptum íslands
og Danmerkur, en fyrri væringar þjóðanna eru nú gleymd-
ar og má með sanni segja, að endir hafi þar verið á bund-
inn með afhendingu handritanna árið 1971. Stórhugur
Dana og vinarþel í garð íslendinga, sem þá lýsti sér, verð-
ur seint fullþakkað.
Samskipti þjóðanna tveggja eru enn samtvinnuð og
mikil. Verzlun og viðskipti hafa blómgazt og menningar-
samstarf er víðtækt. Enn þann dag í dag leita fjölmargir
íslendingar til náms í Danmörku og undanfarin ár hafa
margir flutzt þangað í leit að atvinnu. íslenzkir ferða-
menn heimsækja gjarnan Danmörku eða koma þar við á
leið sinni til fjarlægra landa.
Pólitískt samstarf Dana og íslendinga er mjög víðtækt,
fyrst og fremst í norrænu samstarfi, en einnig innan
NATO og Evrópska efnahagssvæðisins. Eitt deilumál land-
anna er óleyst, en það er staða Kolbeinseyjar við ákvörð-
un fiskveiðilögsögunnar. Danska ríkisstjórnin hefur hins
vegar lýst yfir fullum vilja til þess að leysa það mál með
samningum sé þess nokkur kostur.
STARFSEMIRIKIS-
ENDURSKOÐUNAR
FORSETI ALÞINGIS, Ólafur G. Einarsson, skýrði frá
því á þingfundi fyrir helgina, að brezka ríkisendur-
skoðunin hefði fallizt á beiðni ríkisendurskoðanda, Sigurð-
ar Þórðarsonar, um úttekt á starfsemi Ríkisendurskoðun-
ar. Sú vinna mun hefjast á fyrrihluta næsta árs.
Ríkisendurskoðun starfar á vegum Alþingis og gegnir
ákveðnu eftirlitshlutverki með framkvæmdavaldinu.
Stofnuninni er m.a. falið að gera úttektir á starfsemi og
rekstri ríkisstofnana og því er mikilvægt, að starfshættir
hennar njóti fyllsta trausts. Borið hefur við, að ráðherr-
ar, þingmenn og aðrir, sem sætt hafa gagnrýni og ábend-
ingum Ríkisendurskoðunar, hafi fundið að vinnubrögðum
hennar. Erfitt er fyrir stofnunina sjálfa að svara slíkri
gagnrýni, enda er hún bundin ákveðinni þagnarskyldu.
Það hlýtur því að teljast ávinningur, að jafn virt stofnun
sem brezka ríkisendurskoðunin er, skuli hafa fallizt á að
gera úttekt á starfsemi og starfsháttum þeirrar íslenzku.
Þá kom jafnframt fram hjá forseta Alþingis, að fyrirhug-
uð er breyting á lögum um Ríkisendurskoðun til að marka
með skýrari og fyllri hætti en fyrr hlutverk og heimildir
hennar. Væntanleg breyting á þingsköpum mun fella í
fastari skorður en áður umfjöllum þingsins um skýrslur
hennar og verður væntanlega sett á laggirnar fastanefnd
til þess og álit hennar þá koma til umræðu í þingsölum.
Ríkisendurskoðun hefur mikilvægu aðhalds- og eftirlits-
hlutverki að gegna. Allar ráðstafanir, sem gerðar eru til
að auka trúverðugleika hennar og vægi, eru þvi af hinu
góða.
+
Reiknaður kostnaður
TR af lyfjakaupum
6,7 milljörðum minni
Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna lyfjakaupa hefur auk-
ist um liðlega 10% á ári að undanfömu, skrifar Helga Kr. Einars-
dóttir. Hugmyndin er sú að spara 400 milljónir í útgjöldum vegna
lyflakaupa á næsta ári, til dæmis með aukinni samkeppni í lyijainn-
flutningi og sölu lyfja með samningum eða útboðum.
HLUTUR Tryggingastofn-
unar ríkisins í lyfja-
kostnaði er reiknaður
rúmum 6,7 milljörðum
króna minni frá 1991 til 1996 ef
miðað er við að reglum um greiðsl-
ur almannatrygginga þar að lútandi
hefði ekki verið breytt. Lyfjakostn-
aður fyrir 1996 er áætlaður 5,2
milljarðar og að þátttaka Trygg-
ingastofnunar í honum sé rúmir 3,3
milljarðar, samkvæmt útreikning-
um skrifstofu lyfjamála í heilbrigð-
isráðuneyti.
Meðalhækkun lyfjakostnaðar hjá
Tryggingastofnun var 13% á ári frá
1984-1990 og er gengið út frá sömu
þróun ár hvert í útreikningum skrif-
stofu lyfjamála. Hins vegar hefur
heildarlyfjakostnaður vaxið um
10% árlega þrátt fyrir ráðstafanir
og er stefnt að því að lyijakostnað-
ur næsta árs vaxi ekki umfram 9%.
Þá er miðað við 400 milljóna króna
sparnað í lyfjaútgjöldum.
Haft var eftir aðstoðarmanni
heilbrigðisráðherra, Þóri Haralds-
syni, í Morgunblaðinu fyrir skömmu
að til skoðunar væru ýmsar fleiri
leiðir til að stemma stigu við sjálf-
virkum vexti lyfjaútgjalda. Meðal
annars væri áformað að skoða frá
grunni lista yfir öll lyf sem ríkið
tekur þátt í að greiða.
Umræður um háan lyfjakostnað
hófust að ráði árið 1986 og skipaði
þáverandi tryggingamálaráðherra,
Ragnhildur Helgadóttir, nefnd til
að gera úttekt á forsendu álagning-
ar á lyfjum og tiihögun hennar,
samkvæmt upplýsingum frá heil-
brigðisráðuneyti.
Ari síðar útvíkkaði Guðmundur
Bjarnason heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðherra verksvið nefnd-
arinnar verulega og fól henni að
gera úttekt á ýmsum þáttum lyfja-
mála. Árið 1989 var álit nefndar-
innar um lækkun lyijakostnaðar
gefið út og skipaði Guðmundur
Bjarnason vinnuhóp um tillögur
nefndarinnar, sem meðal annars
Gerðar voru tillögur um breyt-
ingar á reglugerð um greiðslu al-
mannatrygginga í lyfjakostnaði
semtókugildi hinn l.júlí árið 1991.
Meðal helstu nýmæla var breyting
á flokkun lyfja sem sjúkratrygging-
ar greiða að fullu, að hluta eða alls
ekki. Einnig var fastagjald sjúkl-
ings hækkað um 13%, úr 750 krón-
um í 850 krónur, og elli- og örorku-
lífeyrisþega úr 230 krónum í 250.
Fastagjald fyrir svokölluð bestu-
kaupalyf var lækkað um 9%, úr 550
krónum í 500 fyrir aðra en ellilífeyr-
isþega en sambærilegt gjald þeirra
lækkaði úr 170 krónum í 150.
Einnig breyttist greiðslufyrir-
komulag nokkurra lyfjaflokka
þannig að almannatryggingar taka
ekki lengur þátt í kostnaði þeirra
og má nefna sem dæmi svefnlyf,
róandi lyf, neflyf, hálslyf, hóstalyf,
kveflyf, hægðalyf og algeng sýkla-
lyf. Var gert ráð fyrir að breyting-
arnar gætu dregið úr útgjöldum
heitalyf og íjölnotalyfseðlar leyfðir.
Almenna reglan varð sú að sjúkl-
ingar greiddu 25% af verði lyfs, upp
að 3.000 krónum en elli- og örorku-
lífeyrisþegar 10%, eða mest 700
krónur, og gilti hún um lyf sem
áður báru fastagjald. í lok 1992
varð ljóst að greiðslur almanna-
trygginga vegna lyfja stefndu á 3
milljarða ef ekkert væri að gert en
miðað við í fjárlagafrumvarpi að
útgjöld yrðu 2,55 miiljarðar. Auk
þess var gert ráð fyrir flutningi á
helmingi þess hala sem skilinn var
eftir frá síðasta ári, eða 200 milljón-
um króna. Því var áætlað að ná
fram 650 milljóna króna sparnaði.
Ný reglugerð 1993
Árið 1993 tók gildi ný reglugerð
um greiðslu almannatrygginga á
lyfjakostnaði. Helstu breytingar
voru þær að fyrir lyf sem áður voru
greidd af sjúkratryggingum, gegn
framvísun lyfjakorts eða af sjúkl-
Þrátt fyrir þessar ráðstafanir
héldu útgjöld almannatrygginga
fyrir lyf áfram að hækka og í febr-
úar 1993 náði heilbrigðis- ogtrygg-
ingamálaráðherra fram lækkun á
álagningu lyfja. Lækkaði heild-
söluálagning úr 13,5% í 13% og í
smásölu að meðaltali um 1 pró-
sentustig en þar er álagning nú
mismunandi eftir því hversu hátt
heildsöluverðið er, eða 20-58%. Var
áætlað að þessi lækkun á álagningu
svaraði til um það bil 50 milljóna
króna lækkunar á kostnaði árlega.
Einnig var ákveðið að reyna að
draga úr ört vaxandi kostnaði af
nýjum, dýrum sveppalyfjum, geð-
deyfðarlyfjum og sársjúkdómslyfj-
um með því að takmarka hámarks-
magn nokkurra þeirra við 30 daga
skammt.
Endurgreiðsla reiknuð út frá
viðmiðunarverði
Hinn 1. ágúst í fyrra tók gildi
í þeim fyrsta eru lyf sem Trygg-
ingastofnun greiðir að fullu, í öðr-
um og þriðja flokki eru lyf sem
Tryggingastofnun greiðir að hluta
og í fjórða flokknum eru lyf sem
stofnunin greiðir ekki. Fyrir lyf,
sem sjúkiingum er talin brýn nauð-
syn að nota að staðaldri, greiða
þeir nú fyrstu 600 krónurnar, í stað
500 króna áður, og síðan 16% af
verðinu umfram 600 krónur í stað
12,5% áður, þó aldrei meira en
1.500 krónur, líkt og áður. Fyrir
lyf í 3. flokki greiða sjúklingar
fyrstu 600 krónurnar af smásölu-
verði í stað 500 króna áður. Einnig
greiða þeir 30% af smásöluverði
umfram 600 krónur í stað 25%
áður, þó aldrei meira en 3.000 krón-
ur.
Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiða nú fyrstu 200 krónurnar af
smásöluverði lyfja í 3. flokki, í stað
150 króna, og 12,5% af verðinu
umfram 200 krónur í stað 10%, þó
ekki meira en 800 krónur.
Fyrir lyf í 2. flokki greiða elli- og
örorkulífeyrisþegar fyrstu 200
krónurnar og síðan 8% af verðinu
umfram það, í stað 5%, en þó aldr-
ei meira en 400 krónur. Greiðslu-
hlutfall sjúklinga af lyfjaverði er
nú um 33% samkvæmt upplýsing-
um frá ráðuneytinu.
Nýjar reglur, samkeppni aukin
o g útboð vegna lyfjakaupa
Hinn 1. apríl var ákveðið að
Tryggingastofnun hætti að taka
þátt í greiðslu undanþágulyfja, eða
óskráðra lyfja sem flutt eru inn á
undanþágum. Það hefur hins vegar
ekki gengið eftir að fullu því mörg
lyfjanna eru það dýr að sjúklingar
hafa ekki ráð á þeim en farið er
nákvæmar yfir þær greiðslur en
áður, að sögn Eggerts Sigfússonar
deildarstjóra á skrifstofu lyfjamála
í heilbrigðisráðuneyti. Einnig voru
minni háttar breytingar gerðar á
lyfjaflokkum með tilliti til endur-
greiðslu og annað hvort hætt að
Verðmæti í millj.kr. á apóteksverði með vsk á verðlagi hvers árs og hlutfallsbreytingar á milli ára (%)
Lyfjaflokkur 1989 1990 '89/'90 1991 '90/'91 1992 '91/'92 1993 '92/'93 1994 '93/‘94 1995 '94/'95
Meltingafæralyf 691 762 10% 778 2% 782 0% 738 -6% 723 -2% 766 6%
Blóðlyf 211 258 22% 260 1% 297 14% 299 1% 342 14% 369 8%
Hjarta- og æðalyf 609 641 5% 621 -3% 688 11% 637 -7% 674 6% 667 -1%
Húðlyf 196 216 10% 226 5% 264 17% 311 18% 363 17% 372 3%
Þvagfæralyf 186 216 16% 223 3% 270 21% 317 17% 402 27% 472 17%
Hormónalyf 74 80 8% 88 10% 107 22% 109 1% 119 10% 131 10%
Sýkingalyf 544 616 13% 559 -9% 533 -5% 580 9% 615 6% 547 -11%
Æxlishemjandi lyf 96 122 27% 129 6% 144 12% 163 13% 206 27% 219 6%
Vöðvasjúkdómalyf 245 260 6% 223 -14% 239 7% 229 -4% 243 6% 253 4%
Tauga- og geðlyf 640 716 12% 793 11% 993 25% 1.065 7% 1.265 19% 1.463 16%
Sníklalyf 16 18 16% 18 0% 20 8% 21 8% 25 19% 28 12%
Öndunarfæralyf 302 346 14% 393 14% 425 8% 426 0% 516 21% 606 18%
Augn- og eyrnalyf 88 107 22% 113 5% 114 2% 127 11% 134 6% 141 5%
Ýmis lyf 105 124 18% 129 4% 142 10% 166 16% 182 10% 174 -4%
SAMTALS 4.003 4.4811 12% 4.553 2% 5.019 10% 5.186 3% 5.809 12% 6.209 7%
Hlutur Tryggingastofnunar ríkisins
í lyfjakostnaði
Tölur frá 1984 til 1991
leiðréttar miðað við vísitölu 1991
Ejj|g Áætlun miðað við að engar aðgerðir
til lækkunar hefðu verið gerðar
Tryggingagreiðslur
s
r—m
m I
Meðalhækkun um 13% á.
1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994
leiddu til þess að álagning í heild-
sölu og smásölu var lækkuð, þak
var sett á álagningu dýrustu lyfja,
apótekum var gert að gefa TR stig-
hækkandi afslátt eftir veltu og gef-
inn var út samheitaverðskrá lyfja.
Starfshópur sparaði
100 milljónir
Þá var gefinn út listi með skrá
yfir ódýrustu sambæriiég lyf og
sjúklingagjald hækkað út 550 krón-
um í 750 krónur ef keypt var lyf
sem ekki var á bestukaupalista og
reynt að hvetja til notkunar ódýrari
lyfja og minni lyfjanotk-
unar með auglýsingum.
Var talið á sínum tíma að
framangreindar aðgerðir
starfshóps Guðmundar
Bjarnasonar hefðu sparað
um 100 milljónir af 514
milljóna króna sparnaði Trygginga-
stofnunar árið 1991.
Ný ríkisstjórn samþykkti í maí
1991 að reynt yrði að stemma stigu
við sívaxandi lyfjakostnaði og skip-
aði Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra starfshóp sem hann
fól að vinna tillögur um lækkun
hans. Taldi starfshópurinn að væn-
legasta leiðin til þess að auka kostn-
aðarvitund lækna og almennings
væri að sjúklingar greiddu hlutfall
af kostnaði við lyf.
Umræður um
háan lyfja-
kostnað tíu
ára gamlar
TR vegna lyfjakaupa um 350-400
milljónir króna á ári miðað við
óbreytta notkun.
Samdráttur í lyfjanotkun
siðari hluta 1991
I kjölfarið varð verulegur sam-
dráttur í lyfjanotkun og þar með
kostnaði seinni part ársins 1991.
Lyfjakostnaður sjúkratrygginga
vegna sjúklinga utan sjúkrahúsa
var 2,6 milljarðar árið 1990 og
hafði verið búist við að hann yrði
rúmir 2,9 milljarðar árið 1991 í ljósi
reynslunnar. Útgjöldin stefndu hins
vegar lægra, eða um 2,8
milljarða, þegar ríkis-
stjórnin gerði samþykkt
sína í byijun maí 1991.
Kostnaður sjúkratrygg-
inga vegna lyfja árið
1991 varð 2.386 milljónir
króna, eða 514 milljónum minni,
og mátti rekja um 414 milljónir til
breytingar á reglugerð 1. júlí það
ár, samkvæmt upplýsingum frá
skrifstofu lyfjamála.
í lok ársins 1991 og upphafi árs-
ins 1992 dró úr áhrifum aðgerð-
anna og kostnaður jókst og því var
gripið til þess að taka upp hlutfalls-
greiðslur TR og sjúklinga í lyfja-
kostnaði í stað fastagjalds, læknum
gert skylt að taka afstöðu til þess
hvort afgreiða megi ódýrasta sam-
ingum sjálfum, greiddi sjúkra-
tryggður fyrstu 500 krónur af verði
lyfs fyrir hveija lyfjaávísun. Þá
greiddi hann 12,5% af verði umfram
500 krónur en aldrei meira en 1.500
krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar
greiddu fyrstu 150 krónur af hverri
lyfjaávísun og 5% af verði umfram
það en aldrei meira en 400 krónur.
Fyrir önnur lyf sem sjúkratrygg-
ingar tóku þátt í að greiða greiddi
sjúkratryggður fyrstu 500 krónur
af verði lyfsins og 25% umfram það
en aldrei meira en 3.000 krónur.
Elli- og örorkulífeyrisþegar greiddu
fyrst 150 krónur og 10% af verði
umfram það og aldrei meira en 800
krónur.
Loks voru nokkur lyf sem sjúkra-
tryggingar greiddu áður færð yfir
í svokallaðan núll-flokk svo sjúkl-
ingar greiddu þau að fullu en gert
ráð fyrir því áfram að sjúkratrygg-
ingar greiddu að fullu lyf sem lífs-
nauðsynlegt er að nota að stað-
aldri. Með þessum breytingum
hækkaði hlutdeild sjúklinga í heild-
arlyfjakostnaði lyfseðilsskyldra
lyfja úr 24-25% í 31-32% og hlut-
deild sjúkratrygginga í lyfjakostn-
aði lækkaði að sama skapi. Var
hlutur sjúklinga á íslandi þá talinn
vera orðinn svipaður og hann er
að meðaltali í öðrum löndum Evr-
ópu.
ný reglugerð um greiðslur al-
mannatrygginga í lyfjakostnaði og
er aðalnýmælið það að endur-
greiðsla almannatrygginga á sam-
heitalyfjum miðast að hámarki við
viðmiðunarverð sem fundið var út
með því að bæta 5% ofan á lægsta
verð í hveijum samanburðarflokki,
þar sem eru lyf með sama lyfjaefni
en frá mismunandi framleiðendum.
Fljótlega eftir það fór ráðuneyti að
berast umsóknir frá umboðsmönn-
um lyfjafyrirtækja um skráningu
verðlækkana sem mið tóku af við-
miðunarverðinu. Almannatrygg-
ingar greiða sinn hlut eft-
ir sem áður en hámark
greiðslu er nú viðmiðunar-
verðið og ef sjúklingur
velur samheitalyf sem er
dýrara en það, greiðir
hann umframkostnað
sjálfur.
Meðalgreiðsluhlutfall almanna-
trygginga í lyfjakostnaði var í upp-
hafi árs 70,5% en 67% árið 1993.
Ástæður breytts hlutfalls eru
hækkandi lyfjaverð og hlutfallslega
dýrari lyf og var ákveðið í heilbrigð-
isráðuneyti að lækka hlutfallið aft-
ur niður í 67%. Hinn 1. febrúar síð-
astliðinn var reglum um greiðslu-
þátttöku almennings í lyfjaverði
breytt á ly^jum í 2. og 3. flokki en
þeim er skipt í fjóra flokka.
greiða fyrir tiltekin lyf eða hlut-
deild í kostnaði minnkuð. Loks var
5% viðbótin á lægsta viðmiðunar-
verð samheitalyfja afnumin.
Um þessar mundir eru nýjar regl-
ur um verðlagningu lyfja og
greiðsluþátttöku almannatrygg-
inga í undirbúningi að Eggerts
sögn. Gert er ráð fyrir því í fjárlög-
um næsta árs að skera lyfjakostnað
niður um 400 milljónir króna frá
því sem orðið hefði að óbreyttu, til
dæmis með aukinni samkeppni í
lyfjainnflutningi og sölu lyfja með
samningum eða útboðum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá
heilbrigðisráðuneyti gæti
lyfjakostnaður Trygg-
ingastofnunar orðið 3,5
milljarðar í ár og miðað
við í fjárlögum 1997 að
hann verði 3,6 milljarðar.
Þá er fyrirhugað að ráðast í
gæða- og kostnaðarkynningu fyrir
lækna sem vísa á lyf og gefa út
nýja lyfjalista sem greiðsluþátttaka
almannatrygginga miðist við. Ly-
fjalistar hafa verið settir saman
fyrir Landspítala og er hugmyndin
sú að miða útboð við lista tiltekinna
lyfjategunda sem spítalarnir nota
að sögn Eggerts. Slíkir lyfjalistar
eiga að geta orðið hluti af væntan-
legum þjónustusamningum við heil-
brigðisstofnanir.
IMýjar reglur
um verðlagn-
ingu lyfja í
undirbúningi
EINN hollensku björgunarbátanna sem Slysavarnafélag íslands er að festa kaup á um þessar mundir.
SVFÍ kaupir þrjá björg-
unarbáta frá Hollandi
Slysavamafélag íslands hyggst kaupa þrjá
notaða björgunarbáta frá Hollandi. Gunnar
Tómasson, forseti félagsins, segir að efnt verði
til sérstakrar fjáröflunar vegna kaupanna.
SLYSVARNAFÉ-
LAG íslands er
að ráðast í
kaup á þremur
björgunarbátum frá
systurfélagi SVFÍ í Hol-
landi, en þar er verið að
taka bátana úr rekstri
vegna endurnýjunar á
bátaflota hollenska fé-
lagsins. Bátamir em
smíðaðir árið 1965 og
eru þeir sambærilegir
björgunarbát SVFÍ í
Reykjavík, Henry A.
Hálfdanarsyni. Að sögn
Gunnars Tómassonar,
forseta SVFÍ, eru bát-
arnir í mjög góðu standi
og nánast sem nýir að öllu leyti.
Gert er ráð fyrir að fyrsti báturinn
komi til landsins í næsta mánuði og
hefur verið ákveðið að hann fari til
Neskaupstaðar. Annar báturinn
kemur svo um mitt næsta ár og fer
hann líklega til Siglufjarðar, en þriðji
báturinn kemur í lok næsta árs og
er óvíst með staðsetningu, en m.a.
hefur verið rætt um að hann verði
á Rifi. Gunnar sagði að endanlegt
kaupverð bátanna lægi ekki fyrir,
en hann sagði ljóst að það yrði sann-
gjamt.
Sérstök fjáröflun
vegna kaupanna
SVFI hefur stofnað sérstakan sjóð
sem heitir Björgunarbátasjóður
slysavarnafélagsins og er hann, að
sögn Gunnars, fyrst og fremst fjár-
magnaður af hagnaði sem verður af
happdrætti félagsins ásamt framlagi
úr félagssjóði og öðrum fjáröflunum.
„Vegna kaupanna á hollensku
bátunum er síðan meiningin að halda
sérstaka fjáröflun, bæði á landsvísu
og í þeim landshlutum þar sem þess-
ir bátar verða. Fyrsti báturinn fer
til Neskaupstaðar, en ekki hefur
endanlega verið ákveðið hvert hinir
tveir fara. Samkvæmt áætlun félags-
ins á að staðsetja björgunarbáta í
Neskaupstað, á Siglufirði og Rifi,
en þegar eru komnir stærri bátar í
Reykjavík, Sandgerði, Grindavík og
á Isafirði. Þetta er samkvæmt sér-
stakri áætlun sem var
gerð á þingi félagsins í
Hafnarfirði árið 1990
og með kaupum á þess-
um þremur bátum telj-
um við okkur vera að
ná því markmiði sem þar
var sett,“ sagði Gunnar.
Bátasjóði Slysa-
varnafélagsins er ætlað
að standa undir kaupun-
um á björgunarbátunum
og rekstri þeirra. Að
sögn Gunnars hefur fé-
lagið kostað rekstur
björgunarbáta félagsins
hingað til og hefur
rekstrarkostnaðurinn
farið úr um tveimur
milljónum króna á ári í rúmlega átta
milljónir, hvað varðar þá björgunar-
báta sem nú eru í landinu, og reikn-
að er með að reksturinn eigi eftir
að kosta félagið enn meira á kom-
andi árum. A hveijum bát er, að
sögn Gunnars, reiknað með 5-6
mönnum auk viðbótaráhafnar og eru
störf þessi að mestu unnin í sjálf-
boðavinnu, en þó hafa verið ráðnir
menn í hlutastörf til að annast við-
hald og umhirðu bátanna
Endurnýjun elstu
bátanna fyrirhuguð
Hollensku bátarnir eru 52 brúttó:
tonn og um 20 metrar að lengd. I
bátunum eru, að sögn Gunnars, tvær
140 hestafla vélar og er ganghraði
þeirra um 10,5 hnútar. Þeir búnir
fullkomnustu siglingartækjum og
öflugum lensidælum og brunadæl-
um. Þá eru þeir búnir tveimur
stjómpöllum, þ.e. einum innandyra
og öðrum úti, og góðu dekkplássi.
Björgunarbátar SVFÍ eru nú 25
talsins og þar af eru fjórir yfir 12
metrar. Gunnar sagði að SVFÍ hefði
hug á að kaupa fleiri björgunarbáta
á næstunni og í því skyni hefði félag-
ið átt í viðræðum við systurfélag sitt
í Þýskalandi með það fyrir augum
að kaupa af því tvo björgunarbáta.
Þeir em svipaðir björgunarbát fé-
lagsins í Sandgerði og er ætlunin
að þeir komi í staðinn fyrir eldri
báta félagsins.
Gunnar
Tómasson
„Við höfum til dæmis rætt um að
taka úr rekstri björgunarbátinn Gísla
J. Johnsen, sem félagið fékk 1956,
þar sem hann sé nú kominn til ára
sinna þótt honum hafi verið mjög
vel við haldið í gegnum tíðina og
hann hafi reynst mjög vel. Hann
hefur verið í Reykjavík, Hafnarfirði,
Hornafirði og nú síðast á Rifi,“ sagði
Gunnar.
Öflugt starf unglingadeilda
Skráðir félagsmenn í Slysavarna-
félagi íslands eru, að sögn Gunnars,
nú um 20 þúsund talsins og í björg-
unarsveitunum era skráðir rúmlega
þrjú þúsund félagar sem tilbúnir eru
í útköll á hverjum tima.
„Starf björgunarsveitanna hefur
sem fyrr verið það leitar- og björgun-
arstarf sem til fellur á hveijum tíma
bæði til sjós og lands. Auk þess ann-
ast þær æfingar, námskeiðahald og
fjáröflun til uppbyggingar og tækja-
kaupa sem hvílir á sveitunum og er
geysileg vinna, en sveitirnar leggja '
mikið á sig til að halda þessu starfi
gangandi," sagði Gunnar.
Hann sagði að veruleg aukning
hefði orðið í slysavarnastarfi deilda
SVFÍ þar sem tekin hafa verið sér-
staklega fyrir slys á börnum, slys í
landbúnaði, sjóslys, slys á ferðalög-
um og nú síðast slys á öldruðum.
„Það hefur verið verulegur vöxtur
í þessu, en kannski er mesti vöxtur-
inn í félaginu í dag í unglingadeildun-
um. Þeim hefur fjölgað úr tveimur
árið 1982 í 36 í dag, en í síðasta
mánuði hafa verið stofnaðar þijár
nýjar unglingadeildir í Reykjavík,
Borgarnesi og á Selfossi. I hverri
deild eru 20-30 unglingar og byggist
starf deildanna bæði á slysavarna-
starfínu og björgunarstarfinu. Ann-
aðhvert ár hafa verið haldin lands-
hlutamót og hitt árið landsmót þar
sem unglingarnir safnasta saman. Á
fyrsta landsmótinu voru um 100
þátttakendur, en á síðasta móti voru
500-600 manns og er búist við enn
meiri fjölda á næsta landsmóti sem
verður næsta sumar.
Þessu starfi unglingadeildanna
hefur fylgt verulegt samstarf við
ungt fólk í Evrópu, en menntamála-
ráðuneytið hefur haldið utan um það
verkefni. Það byggist á tengslum
milli íslenskra unglinga og unglinga
annars staðar í Evrópu og gagn-
kvæmum heimsóknum. Hingað hafa
komið hópar og hópar frá okkur
hafa farið utan. Þetta er því mjög
öflugt og blómlegt mannræktarstarf
sem unnið er í þessum unglingadeild-
um,“ sagði Gunnar Tómasson.