Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MASTER
HITABLÁSARAR
Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070
Æ9) SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þarfœrðu gjöfina -
Vitundarvígsla manns og sólar
Dulfræði fyrir þá sem leita.
Fæst í versl. BETRA LÍF í Kringlunni 4-6
Námskeið og leshringar.
Ahugamenn um Þróunarheimspeki
PóstKóIf 4124 124 Reykjavfk Fax 587 9777 Slmi 557 9763
Glæsilegt Vichy úr fylgir kaupum á Vichy vörum
ef keypt er fyrir kr. 2500 eða meina *
VICHY
UJ
u
z
<
aC
HEILSULIND HÚÐARINNAR
Fast eing&ngu í apátekum
KYIMNING í AUSTURBÆJARAPÓTEKI í DAG KL. 14-18
Glæsilegt Vichy úr fylgir kaupum á Vichy vörum
ef keypt er fyrir kr. 2500 eða meira *
VICHY
u
z
<
cC
u.
LABORATOIRES
HEILSULIND HÚÐARINNAR
Fæst eing&ngu f apótekum
I DAG
SKAK
llmsjón Margeir
Pétursson
Staðan kom upp á alþjóð-
legu móti í Loures í Portúg-
al í haust. Kanadíski stór-
meistarinn Kevin Sprag-
gett (2.530) hafði hvítt og
átti leik, en C.P. Santos
(2.340) var með svart.
21. e5! - dxe5 22. fxe5 -
Bxe3+ 23. Khl! (Svartur
er nú manni yfir en getur
ekki varist báðum hótunum
hvíts, e6+ og
Hxf6+) 23. -
Bd4 24. Hxf6+!
og svartur gafst
upp, því 24. —
Ke7 25. Dxg6 -
Bxd5 26. Hd6! er
vonlaust með öllu.
Þessi flétta var
send til umsjónar-
manns skák-
hornsins frá le-
sanda þess í
Portúgal, Luis
Santos. Hann
skipulagði einmitt
mótið í Loures.
Luis Santos er á meðal flöl-
margra innlendra og er-
lendra skákáhugamanna
sem fylgjast með skákhorn-
inu á alnetinu. Stöðumynd-
irnar birtast þar deginum
áður en þær koma í blaðinu
og þeim fylgir engin lausn.
Þetta hentar þeim vel sem
vilja sjálfir fínna besta leik-
inn. Það er Daði Öm Jóns-
son, umsjónarmaður ís-
lensku skáksíðunnar á al-
netinu, sem gerir þetta
mögulegt. Slóðin er
http://www.vks.is/skak/
combos.html
Með morgunkaffinu
SKRIFAÐU niður hjá þér:
Endajaxlar sjúklingsins
liggja óvenju aftarlega.
HÖGNIHREKKVÍSI
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Loftlausir
strætisvagnar
ELÍN Sveinsdóttir ferð-
ast mikið með strætó.
Hún segist mæla fyrir
munn margra þegar hún
segir að loftræstikerfi í
strætisvögum alveg
hræðilegt. Loftgluggar
mættu vera meira opnir,
segir hún, og þegar
margt fólk er í vagninum
er hér um bil ólíft þar
fyrir loftleysi. Hún vill
veka athygli á þessu svo
eitthvað verði gert í mál-
inu.
Þakklæti til
Sirkus Skara
skrípó
ELSA Pétursdóttir
hringdi:
„Við afi fórum með
tvö bamabörn okkar níu
og 12 ára á þtjúsýningu
hjá Skara skrípó í Loft-
kastalanum, sí. laugar-
dag. Þessi sýning kom
okkur skemmtilega á
óvart. Hvílík leikgleði og
kraftur. Ég var á fullu
að reyna að sjá út belli-
brögð sjónhverfmga-
mannsins sem ég sá svo
auðvitað alls ekki.
Sífellt fleiri og fleiri
atriði komu mér á óvart
og voru frábærlega vel
gerð. Það var mikill hraði
í sýningunni og sífellt
nýtt að gerast. Gaman
að sjá ný andlit á sviði
með glampa í augum.
Mikil litagleði í búning-
um, fallegt og skemmti-
legt lagaval vel útfært. ■
Hljómsveitin alveg stór-
kostleg, með öllum sínum
ijölbreyttu hljóðfæram.
Ékki spillti það ánægj-
unni að fá ferfætlingana
mjúku inn á sviðið.
Við skemmtum okkur
öll mjög vel og ég óska
öllum sem að sýningunni
standa til hamingju og
þakka fyrir okkur“.
Dúkastrekk-
ingar
SIGRÍÐUR Þorvalds-
dóttir hringdi til að fá
upplýsingar um dúka-
strekkingar. Hún biður
þann sem strekkir dúka
að hafa samband við sig
í síma 554-3740.
Tapað/fundið
Gullarmband
tapaðist
ÞRÍLITT, frekar grannt
gullarmband tapaðist á
Eplaballi Kvennaskólans
sem haldið var á Hótel
íslandi sl. miðvikudags-
kvöld. Skilvís finnandi
vinsamlega hafi sam-
band í síma 555-2324
og er fundarlaunum heit-
ið.
Gæludýr
Læða í óskilum
SVÖRT ómerkt læða
með hvíta sokka fannst
í Bökkunum í Breiðholti
fyrir rúmum tveim vik-
um. Eigandinn er beðinn
að vitja hennar í síma
587-2061.
COSPER
Víkveiji skrifar...
AÐ ER oft skemmtilegt að
kynnast því sem að baki býr,
þegar útlendingar fyllast áhuga á
Islandi, íslenskri tungu, menningu
og þjóð. Þannig mátti í sunnudags-
blaði Morgunblaðsins lesa tvær afar
athyglisverðar frásagnir tveggja
gjörólíkra manna, af því hvernig
áhugi þeirra fyrir landi og þjóð
kviknaði, þegar á unga aldri. Morg-
unbiaðið birti á sunnudag valda kafla
úr minningarbrotum Júrís Resetovp,
sendiherra Rússlands á íslandi, og
stórfróðlegt viðtal Elínar Pálmadótt-
ur blaðamanns við stærðfræðipróf-
essorinn Michael Fell. Ferill þessara
manna er gjörólíkur. Annar hefur
alla starfsævina unnið í utanríkis-
þjónustu, fyrst Sovétríkjanna og síð-
ar Rússlands, en hinn hefur verið
prófessor í stærðfræði í Bandaríkj-
unum, fyrst í Washington-fylki og
síðar við Pennsilvaníu-háskóla í
Philadelphíu í 25 ár eða þar til hann
settist í helgan stein, árið 1990.
BÁÐIR hafa mennirnir í áratugi
haft logandi áhuga á íslenskri
tungu og menningu og kveikjuna
að áhuga beggja má rekia til kenn-
ara þeirra á unga aldri. Ahugi Fells
kviknaði þegar hann var sextán ára
nemandi í Englandi við það að kenn-
ari hans, sem vandi komur sínar
hingað til íslands í því skyni að
veiða lax, vakti áhuga hans á ís-
lendingasögunum. Þá þegar ákvað
hann að hann skyldi heþmsækja
ísland, þótt ekki yrði af íslands-
heimsókn hans fyrr en hann
nálgaðist sextugsaldurinn. Res-
etovp fékk á hinn bóginn innblást-
ur sinn á háskólaárum sínum frá
kennara sínum, sem var, eins og
segir í einum kaflanum sem birtist
í blaðinu á sunnudag „lostinn eld-
ingu, það er yfirþyrmandi ást á
fornnorrænu máli því sem ýmist er
kallað gammel-norsk eða fornís-
lenska og gat ekki um annað hugs-
að eða talað“.
FELL hefur lokið starfsævi sinni
sem stærðfræðiprófessor í
Bandaríkjunum, en það kom glöggt
fram í áðurnefndu viðtali, að starf
hans sem þýðandi af íslensku yfir á
ensku er rétt hafið, þótt þrotlaus
vinna í 12 ár sé að baki. Það hlýtur
að vera mikill fengur að því að Fell
skuli hafa ákveðið vegna áhuga síns
á kristinni trú að þýða á ensku Vídal-
ínspostillu, sem kemur út í New
York eftir áramót. Jafnframt hefur
hann hafist handa við að skrifa
Kristnisögu á ensku og síðar hyggur
hann á þýðingu á sjálfsævisögu Jóns
Steingrímssonar. Það var jafnframt
ánægjulegt að lesa, að Michael Fell
og kona hans, Daphne, hafa tekið
svo miklu ástfóstri við ísland, sem
þau sóttu fyrst heim árið 1980, að
þau festu kaup á íbúð hér í Reykja-
vík árið 1990 og dvelja hér á landi
að jafnaði um fimm mánuði á ári
en hina sjö mánuðina eru þau í húsi
sínu í Philadelphíu.