Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
RAÐAUGÍ YSINGAR
Rakari
Öldrunarstofnun á höfuðborgarsvæðinu
óskar eftír rakara í hlutastarf.
Þeir, sem hafa áhuga, sendi umsóknir til
afgreiðslu Mbl., merktar: „J - 1005“,
fyrir 28. nóvember.
Bókari
Óskum eftir reyndum og röskum bókara í
fullt starf við fjárhagsbókhald og almenn
skrifstofustörf.
Góð laun fyrir góðan bókara.
Reyklaus vinnustaður.
Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl.,
merktar: „Bókari - 18185“.
Suðurveri - Mjódd,
símar 533 3000/557 3700
Óskum eftir hressu og duglegu fólki
í eftirfarandi störf:
Afgreiðslustörf í verslunum okkar.
Aðstoð í framleiðslusal.
Bílstjóra í útkeyrslu og önnur verkefni.
Reyklaus vinnustaður.
Upplýsingar veittar á staðnum í verslun
okkar í Mjódd miðvikudag til föstudags
milli kl. 13.00 og 15.00.
Vantar matsvein
á 70 tonna eikarbát, sem stundar dragnót
frá Hornafirði.
Góð aðstaða um borð.
Upplýsingar í símum 478 2052 og 854 5780.
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsmenn athugið!
Umsóknir um lán vegna náms á
vormisseri 1997 þurfa að berast LÍN
fyrir 1. desember nk.
Umsóknir, sem berast eftir 1. desember, taka
gildi fjórum vikum eftir að þær berast sjóðnum.
Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur
1996-97 fást í afgreiðslu sjóðsins, hjá náms-
mannasamtökunum, lánshæfum skólum hér-
lendis, útibúum banka og sparisjóða og í
sendiráðum íslands. Auk þess er hægt að
nálgast úthlutunarreglurnar á internetinu,
slóðin er http://www.itn.is/lin/
Skrifstofa LÍN.
Skrifstofa sjóðsins er við Laugaveg 77 í Reykjavík. Hún er opin frá
kl. 9.15 til 15.00 alla virka daga. Símanúmer sjóðsins er 560 4000
og grænt númer 800 6665. Bréfasími er 560 4090. Skiptiborðið er
opið frá kl. 9.15 til 12.00 og frá kl. 13.00 til 16.00.
Starfsmenn lánadeildar veita upplýsingar og ráðgjöf í sfma og með
viðtölum. Símatími lánadeildar er alla virka daga frá kl. 9.15 til 12.00.
Viðtalstími er alla virka daga frá kl. 11.00 til 15.00.
Lánasjóður íslenskra námsmanna,
Laugavegi 77, 101 Reykjavík.
Til sölu
rótgróin vinnuvélaleiga, sem leigir þunga-
vinnuvélar. Heppilegt fyrir tvo starfsmenn.
Góð verkefnastaða framundan og góð við-
skiptasambönd.
Áhugasamir sendi nafn og síma til afgreiðslu
Mbl., merkt: „Vinnuvélar - 31 “, fyrir 30. nóv.
Starfshópur
GEÐHJÁLP
um stefnumótun
í geðheilbrigðismálum
1. fundur hópsins er í Félagsmiðstöðinni,
Tryggvagötu 9, í kvöld kl. 20.00.
Starfshópurinn er opinn öllum félagsmönnum.
Stjórnin.
Aðalfundur
íþróttafélagsins Fylkis og deilda félagsins verð-
ur haldinn í samkomusalnum á Fylkisvegi 6
fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20.00.
Dagskrá:
1) Venjuleg aðalfundarstörf.
2) Lagabreytingar.
3) Önnur mál. st/tfm/n.
MENNTASKÓUNN I KÓPAVOGI
Ferðamálaskólinn ■ Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskólinn
Digranesvegur • IS 200 Kópavogur • fsland
Simi /Tel: 544 5530, 544 5510 • Fax: 554 3961
Raungreinakennarar
Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir 1 V? stöðu
kennara í stærðfræði og raungreinum á vo-
rönn 1997
Um launakjör fer eftir samningum ríkis og
Hins íslenska kennarafélags.
Umsóknir berist skólanum í síðasta lagi
4. desember.
Nánari upplýsingar veitir aðstoðarskóla-
meistari í síma 544 5510.
Skólameistari
KÓPAVOGSBÆR
Foreldrar!
Hafið þið tíma fyrir börn í viðbót
öðru hvoru?
Við á fjölskyldudeild Félagsmálastofnunar
Kópavogs óskum eftir að kynnast fjölskyldu,
sem finnst gaman að sinna börnum.
Til okkar leita foreldrar sem hafa af ýmsum
ástæðum þörf fyrir stuðningsfjölskyldu á
þann hátt, að barn þeirra geti öðru hvoru
dvalið hluta úr degi eða helgi hjá annarri
fjölskyldu.
Hafir þú áhuga á að vinna með börnum,
getur hér verið um að ræða kjörið hlutastarf
fyrir þig.
Vinsamlegast hafðu samband við Kristínu
Friðriksdóttur, félagsráðgjafa, eða Kristínu
Hallgrímsdóttur, sálfræðing, á Félagsmála-
stofnun Kópavogs í síma 554 5700.
Starfsfólk fjölskyldudeildar
Félagsmálastofnunar Kópavogs.
JKIPUL A g r í k i s i n s
Auglýsing um mat
á umhverfisáhrifum - frumathugun
Sultartangavirkjun
Skipulag ríkisins kynnir mat á umhverfisáhrif-
um Sultartangavirkjunar í Þjórsá við Sandfell.
Tillaga að ofangreindri framkvæmd og
skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar
liggur frammi til kynningar frá 20. nóvember
til 27. desember 1996 á Skipulagi Ríkisins,
Laugavegi 166, Þjóðarbókhlöðunni, Arn-
grímsgötu 3, Reykjavík, skrifstofu Ása-
hrepps, skrifstofu Djúpárhrepps, skrifstofu
Gnúpverjahrepps, skrifstofu sveitarstjóra
Holta- og Landssveitar og versluninni
Árborg, Árnesi.
Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina
og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir
skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en
27. desember 1996 til Skipulags ríkisins,
Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þar fást enn-
fremur nánari upplýsingar um mat á um-
hverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 63/1993.
Skipulagsstjóri ríkisins.
Fallegur veitingastaður
til sölu
Nýstandsettur og fallegur veitingastaður,
miðsvæðis í Reykjavík (póstnúmer 105).
Vel búinn tækjum. Tekur 60 manns í sæti.
Góð aðstaða fyrir veislueldhús.
Fullt vínveitingaleyfi.
Meiriháttar tækifæri fyrir tvær samhentar
fjölskyldur.
Meðeigandi kemur einnig til greina.
Afhending eftir samkomulagi.
Aðeins traustir kaupendur koma til greina.
Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., með upp-
lýsingum um nafn, kennitölu og símanúmer
í lokuðu umslagi, merkt: „Sala - veitinga-
hús", fyrir 26. nóvember.
Stórt atvinnuhúsnæði
til leigu
1000-4000 fm með góðri lofthæð, 5-7 m,
við miklar umferðaræðar.
Allt að 130 bílastæði.
Upplýsingar í síma 568 6911 kl. 10-12.
KENNSLA
Námskeið
með Önnu og Braga
Laugardaginn 23. nóvember verður nám-
skeiðið „Listin að elska og njóta“ haldið
á Scandic Hótel Loftleiðum.
Námskeiðið stendur frá kl. 13.00-18.00.
Skráning á námskeiðið er í síma 511 2400 frá
kl. 10.00-17.00.
auglýsingar
FELAGSLIF
I.O.O.F. 9 = 1781120872 =
□ Glitnir 5996112019 II - 5
I.O.O.F. 7 = 1781120872 =BKv.
□ Helgafell 5996112019 IV/V 2
Frl.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
REGLA MIISTLRISRIDDARA
Hekla
20.11 .-SAR-MT
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 58-60
Samkoma í kvöld kl. 20.30
i Kristniboðssalnum.
Ræðumaður: Katrín Þ. Guðlaugs-
dóttir.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Lofgjörð, bæn og bibliulestur
í kvöld kl. 20.00.
Ræðumaður Svanur Magnússon.
Allir hjartanlega velkomnir.
Pýramídinn -
andleg
miðstöð
Miðtun
Skyggnilýsingarfundur
Björgvin Guðjóns-
son, miöill, verður
með skyggnilýs-
ingarfund fimmtu-
dagskvöldið 21.
nóv. kl. 20.30.
Húsið opnað kl.
19.30. Forsala aðgöngumiða í
Pýramídanum og við inngang-
inn. Einnig eru örfáir einkatímar
lausir.
Símar 588 1415 og 588 2526.