Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 20.11.1996, Blaðsíða 52
<<3<3Y1JNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA m Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 ■ FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL<SCENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 MIÐVIKUDAGUR 20. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forystumenn ASI-fólks í störfum hjá hinu opmbera Morgunblaðið/Soren Steffen (Nordfoto) Hlýjar móttökur í Kuge ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, og kona hans frú Guðrún Katrín Þorbergs- dóttir fengu hlýjar móttökur, þrátt fyrir hryssingslegt veður, er þau komu til bæjarins Kege á Sjálandi í gær. Börn veifuðu íslenzkum fánum og heilsuðu forsetahjónin upp á nokkra Kogebúa af yngri kynslóðinni. Forsetahjónin fóru einnig að Stórabelti í gær og skoðuðu hin miklu samgöngumannvirki, sem þar eru í smíðum. Ólafur Ragnar varð fyrsti erlendi þjóð- höfðinginn til að fara um nýju járnbrautargöngin, sem liggja samhliða Stórabeltisbrúnni á kafla. ■ Fyrsti þjóðhöfðinginn/6 Ætla ekki að sætta sig við lakari lífeyriskjör Morgunblaðið/Ámi Sæberg Víkingar við Ægisgarð ÞESSIR sægarpar renndu að Ægisgarði í Reykjavíkurhöfn í gær á víkingaskipinu Islendingi. Þarna voru á ferð tólf ára börn í Seljaskóla, en frá í haust hafa um 1.200 nemendur Grunnskóla Reykjavíkur farið í stuttar sjó- ferðir á íslendingi um sundin blá í boði Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Reykjavíkur- hafnar. Skipstjóri er Gunnar Marel og undir stjórn hans stýrðu krakk- arnir og reru knálega að víkinga- sið. „Tvo tólf ára nemendur þurfti á stærstu árarnar en þeim gekk greiðlega með þær minni,“ sagði Gunnar. Björk fær tónlistar- verðlaun Norður- landaráðs SÖNGKONAN Björk Guðmunds- dóttir fær tónlistarverðlaun Norð- urlandaráðs árið 1997. Tilkynnt var um niður- stöðu dómnefnd- ar seint í gær- kvöldi. í frétt frá dómnefndinni segir, að Björk hafi þróað sinn eigin stíl og ævinlega verið trú hugsjónum Björk sínum. Henni Guðmundsdóttir hafi tekist að þróa list sína í mörg ár með „há- marksástríðu“ og vinsældir hennar út um allan heim væru miklum tónlistarhæfileikum að þakka. Arni Harðarson, sem átti sæti í tilnefningarnefnd vegna verð- launaveitingarinnar, sagði í sam- tali við blaðið á miðnætti að þessi ákvörðun sýndi mikla breidd í dómnefndinni og myndi eflaust vekja athygli. Verðlaunin eru að upphæð krónur 350.000 danskar og verða þau afhent 3. mars á næsta ári í Ósló. Verðlaunin komu síðast í hlut íslendings árið 1986 þegar Hafliði Hallgrímsson hlaut verð- launin. Lyfjareikningur til TR aldrei hærri en í október LYFJAREIKNINGUR til Tryggingastofnunar rík- isins vegna þátttöku í kostnaði af lyfseðilsskyldum lyflum var 301 milljón fyrir október. Það er 22 milljónum meira en í júlí þegar útgjöld stofnunar- innar voru hærri en þekkst hafði áður fyrir einn mánuð, að sögn Kristjáns Guðjónssonar, deildar- stjóra í sjúkratryggingadeild TR. Þrátt fyrir þetta er hlutur Tryggingastofnunar ríkisins í lyfjakostnaði reiknaður rúmum 6,7 millj- örðum króna minni á tímabilinu 1991 til 1996 ef miðað er við að reglum um greiðslur almanna- trygginga þar að lútandi hefði ekki verið breytt. Lyfjakostnaður fyrir 1996 er áætlaður 5,2 milljarð- ar og að þátttaka Tryggingastofnunar í honum sé rúmir 3,3 milljarðar. Lyfjareikningur til Tryggingastofnunar var 2,9 milljarðar árið 1995 eða 241 milljón króna á mánuði að meðaltali að Kristjáns sögn. „Reikning- urinn fyrir október sló öll fyrri met, sem við viljum rekja til auglýsingaflóðs og afsláttartilboða lyfja- búðanna,“ segir hann. Kristján segir að þótt læknar verði að ávísa á lyf sem Tryggingastofnun tekur þátt í að greiða aukist þrýstingur á þá að gefa út lyfseðla við þessar kringumstæður. Lyfjareikningur til TR í júlí var 279 milljónir og var aukningin skýrð með því að ný lyf og dýrari væru á markaði auk þess sem kostnaður fellur á stofnunina við aukna aðhlynningu sjúkra í heimahúsum en ekki á spítalana. Kristján segir aðspurður hvort innkaupsverð lyfja sé hærra hér en í nágrannalöndum að slíkt hafi verið kannað. Tíu lyf hafi fundist sem reynd- ust umtalsvert dýrari hér en á Norðurlöndum og hafi verðlækkunar verið krafist. „Lyfjaverðs- nefnd er með það á sínu borði. Þetta voru hins vegar miklu færri lyf en við bjuggumst við.“ Hann segir ennfremur að sjúklingar séu ekki einir um að hafa notið góðs af lækkunum því Tryggingastofnun hafi samið um tiltekinn afslátt við félag lyfsöluleyfishafa frá 1. ágúst til ára- móta. Samið var um þak þannig að afslátturinn yrði ekki meiri en 85 milljónir á samningstímanum og segir Kristján að því hafi verið náð með lyfja- reikningum fyrir september og október. „Það hefur sýnt sig í heilbrigðisgeiranum að eftir því sem framboð eykst, eykst eftirspurnin, öfugt við venjuleg hagfræðilögmál. Eftir því sem lyfjabúðum fjölgar, verður selt meira. Það er okk- ar skoðun. Auglýsingarnar hafa bein og óbein áhrif til aukinnar sölu á öllum lyfjum," segir Krist- ján loks. ■ Reiknaður kostnaður/26 FORYSTUMENN stéttarfélaga og sambanda innan ASI sem hafa félagsmenn í störfum hjá ríki og sveitarfélögum telja að nýgert samkomulag ríkisins og samtaka opinberra starfsmanna um breyt- ingar á Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins muni valda umtalsverðum vandræðum í komandi kjaravið- ræðum. Ekki verði við það unað að starfsmenn innan ASÍ sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum búi við lakari kjör þegar ákveðið sé að bæta kjör og lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna. Verður tekið upp í kjaraviðræðum Gert er ráð fyrir því í samkomu- lagi ríkisins og opinberra starfs- manna að lífeyrisiðgjald _ ríkisins hækki úr 6% í 11,5%. Á annað þúsund félagsmanna í starfs- mannafélaginu Sókn starfa hjá hinu opinbera. Þórunn Sveinbjöms- dóttir, formaður Sóknar, segir að fljótt á litið virðist ætlun stjóm- valda vera sú að nýja lífeyriskerfið standi ekki opið fyrir Sóknarkon- um. Hún segir það sína skoðun að ef eigi að mismuna Sóknarkonum að þessu leyti sé það brot á jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar. Þórunn segir að þessi mál verði skoðuð mjög rækilega á næstunni og þau verði tvímælalaust tekin upp í komandi kjaraviðræðum. „Þessu verður mætt af mjög mikl- um þunga,“ segir hún. Veldur flækjum hjá Pósti og síma Nokkur hundmð félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu starfa hjá ríki og sveitarfélögum og þar af eru á þriðja hundrað rafíðnaðar- manna við störf hjá Pósti og síma. „Þetta á eftir að flækja málin mikið til dæmis hjá Pósti og síma. Við erum að afla okkur upplýsinga um hvaða réttindi er þarna að ræða. Við áttum okkur ekki fylli- lega á hvað vakir fyrir mönnum með þessu,“ segir Guðmundur Gunnarsson, formaður sambands- ins. „Póstur og sími hefur sett fram óskir um að gera einn kjarasamn- ing fyrir allt sitt starfsfólk. Það gengur ekki upp að hluti starfs- manna eins og sama fyrirtækisins séu í lífeyrissjóði sem veitir mun betri réttindi en annar hluti starfs- fólksins býr við. Ef í ljós kemur að þarna er um slíkan mun að ræða á milli opinbera lífeyris- sjóðsins og SAL-sjóðanna hlýtur það að leiða til þess að þeir sem ekki njóta þess að vera i þeim sjóði geri kröfu um að fá það borgað út í launum,“ segir Guð- mundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.