Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ JENNA Jensdóttir. Að veita hollt veganesti Á jólum verður flutt sjónvarpsleikrit fyrir börn eftir sögu Jennu Jensdóttur. Og enn koma í jólabókunum sögumar um hana Öddu, vinsælar í hálfa öld. Elín Pálmadóttir komst að því að nær áttræðu er Jenna enn full af áhuga að veita ungmennum hollt veganesti. Jafnframt að þroska sjálfa sig og aðra. Er að pæla í ákveðnum heimspek- ingum og skáldum og sækir endurmenntun- arnámskeið um Ibsen í HÍ. t.d. ekki gleyma því svo iengi sem hún lifirþegar 15 áragamall dreng- ur grúfði andlitið í höndum sér og grét og grét af því að mamma hans var búin að reka pabba hans út. Ekki af öðru en að pabbi piss- aði utan við klósettið, þurrkaði ekki af sér og skildi gleraugun sín eftir hingað og þangað. Þetta var tilefn- ið í hans huga, hún var orðin með- vituð sem kallað er. En eins og við vitum hafðist margt gott upp úr kvennabaráttunni eins og allri ann- arri byltingu. En ég var alltaf hrædd þá og ég held að sá ótti sé komin til skila núna,“ segir Jenna. „Þetta máttu vel segja.“ Þetta er eins og í bókmenntun- um. Um tíma fengu Oddubækurnar ákaflega óvægna gagnrýni. Þær þóttu of góðar, efnið of jákvætt, krakkarnir kynntust ekki lífinu. Ekkert væri til dæmis skrifað um kynlífið í sambandi kærastann hennar Öddu. Á sama tíma tók danskur bókmenntafræðingur og læknir, Hans Ribe, þær allar fyrir og sagði þetta vera sjúklega póli- tíska áráttu. Þessar bækur voru skrifaðar handa börnum og við gagnrýnina fannst mér þær vera á réttri leið til að koma því fram sem ég taldi vera börnum til góðs í uppeldi. Mér fannst ekki eiga að skrifa til að kynna börnum kynlíf, ofbeldi og hvers kyns vandamál. Nú er hamast við biðja um þessar bækur, fólk búið að fá nóg af hinu. Ég vissi að allir hlutir fara hring- inn. Vildi þegja og gerði það. Nú er að koma í ljós að það hefur góð áhrif á börn að lesa það sem hefur uppeldislega gott gildi. Hinu kynn- ast þau. Við erum alltaf að taka frá þeim eitthvað, sem þau eiga að fá að kynnast sjálf og þroskast af því.“ Jenna og Hreiðar gáfu út 28 bækur og fengu öll barnabókaverð- laun sem veitt voru. Jenna hafði þó byijað að skrifa fyrr. Skrifaði smásögu sem birtist undir dul- nefni. 17 ára gömul fékk hún verð- Morgunblaðið/Kristinn laun fyrir sögu í útvarpinu, 25 krón- ur, sem hún lét föður sinn hafa. Það kom sér mjög vel fyrir fátækt heimili. Þá var hún nýbúin að missa móður sína. Þau bjuggu fyrir vest- an, i Dýrafirðinum. Jenna skrifaði þá fleiri smásögur sem birtust í tímaritum undir dulnefni og hefur aldrei gefið sig fram sem höfundur þeirra. Hún hefur síðan átt mikið af sögum og ljóðum í blöðum og tímaritum. 1975 gaf hún út ljóða- bók. Og nýlega gaf hún út litla bók með sögum og ljóðum, m.a. úr Kínaför sem hún fór í 1984. „Bók- in er bara fyrir mig, vini og kunn- ingja,“ segir hún. Kenndi börnunum nútímaljóð Margir fullorðnir úr öllum stétt- um þjóðfélagsins hafa oft sagt að þeir hafi fyrst lært að meta bók- menntir og fengið áhuga á ljóðlist hjá henni Jennu. Sennilega er kom- ið á fjórða áratug síðan viðmælandi hennar nú fékk að sitja inni í kennslustund hjá henni í Langholts- skóla, þar sem hún var að kenna 14 og 15 ára unglingum ljóðlist, sem var einsdæmi þá. „Ég fékk leyfi frá menntamála- ráðuneytinu til að kenna smásögur og ljóð, líka eftir nútímahöfunda. Mér fannst að börnin færu á mis við svo mikið,“ útskýrir Jenna. „Ljóðin hafði ég fyrri veturinn. Fékk bækur lánaðar á bókasöfn- unum. Væru börnin 28 tókum við fyrir 28 höfunda. Jóhannes úr Kötl- um var elsti höfundurinn og svo höfundar allt fram á þann dag. Ég tók fyrir nýjar bækur, kynnti höf- undana. Mér þótti vænt um að börnin skildu þetta. Þau fóru heim með bækurnar, hvert hafði sinn höfund. Þau lærðu ekki ljóðin, held- ur lásu sinn höfund, skrifuðu um hann og lásu upp. Hin hlustuðu á. Ég fékk í bekkinn tvo rithöfunda ÞEIR eru líklega orðnir æði margir sem hún Jenna Jensdóttir hefur með handleiðslu komið til nokkurs þroska. í áratugi kenndi hún börnum á öllum aldri, svo og fullorðnum, og enn er hún, 78 ára gömul, að færa ungmennum hollt veganesti, sem þau kunna vel að meta. Á annan jóladag verður frum- flutt sjónvarpsleikrit fyrir börn, byggt á sögunni Mýsla litla sem hún samdi fyrir tveimur árum. Egill Eðvarðson, höfundur sjón- varpshandritsins, nefnir myndina Músina Mörtu. „Ég skrifaði þessa sögu 1994 til að senda litlum vini mínum, honum Hrólfi Þorrasyni. Svo var hringt í mig frá Sjónvarpinu og ég sendi þeim söguna. Síðan var hún valin til að verða sjónvarpsmynd sem sýnd verður af íslands hálfu á Norðurlöndum. Mér þótti mjög vænt um þetta. Ég settist niður og betrumbætti söguna og bað um að Egill, sein ég þekki frá því hann lék sér með sonum mínum, gerði myndina. Mýsla litla hét sagan min. Músin Marta segir Egill að sé til komið af því að lagið sem Arnljótur syngur er úr óperunni Marta. Það er Arnljótur, sonur Sig- urðar Örlygssonar, sem leikur drenginn. Við að vera með þessu kvikmyndafólki við upptökurnar á Eyrarbakka sá ég inn í nýjan heim. Þetta er svo frábært fólk. Ég var líka í kirkjunni þegar þeir voru að taka upp í Fossvogskirkju. Það var alveg yndislegt." Öddubækurnar eftir Jennu og Hreiðar, sem voru 7 bindi, hafa verið að koma út í hálfa öld, alltaf jafnvinsælar. Komnar í yfir 50 þús- und eintökum. Ein þeirra kemur út fyrir þessi jól. „Þær eru raunar heldur eldri, sem liggur í því að ég á stærri hlut- ann í þeim. Við Hreiðar sömdum barnabækurnar saman, en þó var hann frekar með bækur fyrir stráka og ég með Öddubækurnar þótt við töluðum saman um efnið. Ég var tveimur árum áður búin að skrifa handritið að fyrstu Öddubókinni, sem við lásum fyrir börnin í Hreið- arsskóla á Akureyri. En það er rétt að 50 ár eru síðan fyrsta Öddubók- in var gefin út hjá Æskunni. Sög- urnar af Öddu byija þegar hún er lítil og enda á þessum venjulegu tímamótum þegar hún trúlofast. Börnin urðu útundan Allan þann tíma var Jenna sem kennari í nánum samskiptum við börn og unglinga. „Ég kenndi fyrst við barnaskóla á Akureyri, svo gagnfræðaskóla og eftir að ég flutti til Reykjavíkur þá bara unglingum og fullorðnu fólki, ekki bömum. En ungum börnum kynntist ég þeg- ar ég kenndi í Hreiðarsskóla á Akureyri. Hann var það sem þá var kallað smábarnaskóíi, fyrir 5 og_ 6 ára börn, eins og ísaksskóli. Ég brosi stundum þegar fólk stendur núna á öndinni yfír ýmsum nýjung- um í kennslunni, því það sama hafði verið í Hreiðarsskóla fyrir 50 árum og er enn í ísaksskóla. Hann hefur aldrei látið leiðast út í þynnku í kennslunni. Þetta voru heldur ekki nýjungar frá okkur. Það er ekkert nýtt undir sólinni,“ segir Jenna og kímir. Og hafa börnin þá ekki heldur breyst mikið? „Börnin eru í eðli sínu svipuð,“ svarar Jenna. „En nútím- inn og þessar miklu breytingar sem urðu þegar konurnar fóru svona mikið út að vinna held ég að hafi orðið til þess að börnin vildu gleym- ast. Mottóið varð: hugsaðu um sjálfa þig. Það gleymdist að það þurfti margt að gera áður. Ég held að það eigi stóran þátt í því hve börn eru í firrtri veröld núna. Þó held ég að ég sé virkileg kvenrétt- indamanneskja. En það er mín lífs- reynsla að allt sem fer offari, hvort sem það er samfélagið eða einstakl- ingurinn, skili sér í einhveiju sem maður glatar um leið, stundum meiru en vinnst. Þessar breytingar hefðu þurft að hafa meiri aðdrag- anda og öðruvísi. Það hugsaði eng- inn um börnin.“ Þessa urðu kennarar í nálægð við börnin oft varir. Jenna segist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.