Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 B 23 ATVINNUAUGl YSINGAR Skólastjóra vantar við Grunnskóla Djúpavogs til afleysinga frá 1. febrúar 1997 eða fyrr og út þetta skólaár. Skólinn er með um 100 nemendur og er hann í fögru umhverfi. Nánari upplýsingar gefur Anna, skólastjóri, í síma 478 8836. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Djúpavogshreppur Laust starf til umsóknar Um er að ræða starf þar sem krafist er almennrar þekkingar á prentiðnaði. Ráðið verður í starfið frá og með 1. febrúar nk. Umsóknarfrestur er til 30. des. nk. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl., merkt- ar: „J - 882“. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og þeim öllum svarað. Fjárfestar Upplýsingakerfi - tölvutækni. Óskum eftir að komast í samband við fjárfesta - fyrirtæki sem áhuga hafa á fjárfestingum til ræktunar óplægð en afar frjósams akurs. Uppskeran er forysta á hratt vaxandi mark- aði fyrir nýja tækni og kerfislausnir. Vinsamlegast hafið samband við Halldór Magnússon hjá Bókhaldi og Ráðgjöf í síma 567 4930 næstu daga. Fullum trúnaði heitið. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Heilsugæslustöð Selfoss óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga til afleysinga í eitt ár. Einnig óskum við eftir sjúkraliðum við heima- hjúkrun og fleira. Störf við heilsugæslu eru fjölbreytt og gefandi. Uppiýsingar gefur hjúkrunarforstjóri heilsu- gæslu í símum 482 1300 og 482 1746. F.h. heilsugæslustöðvar Selfoss, hjúkrunarforstjóri. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Óskum eftir að ráða starfsmenn til ræstinga og hreingerningarstarfa í eldhús FSA. Um er að ræða tvær 36% stöður. Vinnutími er frá kl. 17.00-21.00. Ráðningartími er frá 1. janúar nk. eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Verkalýðs- félagsins Einingar. Nánari upplýsingar veitir bryti í síma 563 0832. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri - reyklaus vinnustaður - Áfangaheimilið Fjólan, Akureyri, auglýsir eftir forstöðumanni Um er að ræða 50% starf. Herbergi og faeði fylgir starfinu. Norðurlandsdeild SÁÁ rekur Fjóluna, sem er áfangaheimili fyrir karlmenn, sem lokið hafa áfengis- og fíkniefnameðferð. Umsóknir sendist í pósthólf 44, 602 Akureyri, fyrir 20. desember nk. Framkvæmdastjórn SÁÁ-N. ÍSLANDSBANKI Sérfræðingur - viðskiptastjóri í fyrirtækjaþjónustu íslandsbanki hf. óskar eftir að ráða tvo sér- fræðinga / viðskiptastjóra í nýstofnaða fyrir- tækjaþjónustu bankans. Starfið felur í sér að afla viðskipta við og þjónusta stærri innlend og erlend fyrirtæki, stofnanir og sjóði. Viðskiptastjóri er sjálf- stæður í starfi og ber ábyrgð á viðskiptum við tilgreindan markhóp. Áuk hefðbundinna innlána og útlána nær þjónustan til útgáfu skuldabréfa og hlutabréfa og aðstoðar við allskonar verkefni og fjármálum fyrir fyrr- greinda aðila. Umsækjandi þarf að hafa lokið háskólaprófi í viðskiptafræði, hagfræði eða verkfræði. Mikilvægt er að viðkomandi hafi þekkingu á rekstri fyrirtækja, starfsreynslu á fjármála- markaði og geti lagt faglegt mat á láns- hæfni. í aðra af tveim auglýstum stöðum er ætlunin að ráða mann með haldgóða þekk- ingu á sjávarútvegi. Nánari upplýsingar veitir Birgir Ómar Har- aldsson, forstöðumaður fyrirtækjaþjónustu. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. og skal umsóknum skilað til Guðmundar Eiríks- sonar, starfsmannastjóra, Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Lögfræðingur Yfirskattanefnd óskar eftir að ráða lögfræðing til starfa hjá nefndinni. Helstu verkefni eru gagnaöflun, undirbúningur mála til meðferðar fyrir nefndinni og samning álitsgerða. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Stéttar- félags lögfræðinga. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist formanni yfirskattanefndar, Laugavegi 118, Reykjavík, í síðasta lagi 31. desember nk. Hann veitir og nánari upp- lýsingar um starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Yfirskattanefnd. MENNTASKÓLINN ( KÓPAVOGI Ferðamálaskóiinn - Hótel- og matvælaskólinn - Leiðsöguskólinn Digranesvegur • IS 200 Kópavogur • ísland Simi / Tel: 544 5530, 544 5510 • Fax. 554 3961 Kennarar Menntaskólinn í Kópavogi auglýsir eftir kenn- urum í eftirtaldar greinar á vorönn 1997: Ensku 18 stundir. Sögu 12 stundir. Félgsfræði 20 stundir. Bakaraiðn 1/2 staða. Launakjör skv. launakerfi Hins íslenska kennarafélags og ríkisins. Umsóknarfrestur er til 20. desember. Nánari upplýsingar veitir skólameistari eða aðstoðarskólameistari í síma 544 5510. Skólameistari. >.$ p: I HEIMILISIÐNAÐARFELAG ISLANDS ISLANDS HUSFLIDSSELSKAB ÍCELANDIC HANDICRAFTS ASSOCIATION LAUFÁSVEGI 2 ■ 101 REYKJAVÍK • SÍMI +354-551 7800 ■ FAX +354-551 5532 Heimilisiðnaðarfélag íslands er félag áhugafólks, stofnað 1913. Markmið með starfi þess er að halda við þjóðlegum heimilisiðnaði, efla hann og þróa. Félagið rckur verslunina íslenskan Heimilisiðnað og Heimilisiðanaðarskólann. Ársrit þess er Hugur og Hönd auk þess sem nefndir starfa að málefnum þess. Félagið óskar eftir að ráða i eftirfarandi stöður. FRAMKVÆMDASTJÓRI Framkvæmdast jóri mun annast rekstur félagsins og verkefni er lúta að stefnumörkun og þróun, eflingu innra starfs og samhæfingu á starfsemi einstakra rekstrareininga, áætlanagerð og kostnaðareftirlit auk þess að annast bókhald og umsjón með skrifstofúhaldi. kynningarstarf út á við og öflun styrkja. samskipti við erlenda aðila og skólastjómun. Hæfniskröfur em að uinsækjendur séu menntaðir á sviði reksturs og viðskipta auk þess að hafa revnslu af sambærilegu. Áltersla er lögð á skipulagshæfni, útsjónarsemi, sjálfstæði í vinnubrögðum styrk í inannlegum sainskiptuin og gott viðskiptavit. VERSLUNARSTJÓRI Verslunarstjóri mun annast rekstur verslunarinnar íslenskur Heimilisiðnaður. hafa umsjón með innkaupum og framsetningu vöm, starfsmannahaldi auk annarra þeirra starfa er lúta að verslunarstjórn. Hæfniskröfur em að uinsækjendur hafi innsýn í handverk og listiðnað, séu með markaðsþekkingu og reynslu af rekstri auk þess að vera með góða tungumálakunnáttu. Áhersla er lögð á hugmyndaauðgi, fmmkvæði og skipulagshæfileika ásamt lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknarfrestur vcgna ofangreindra starfa er til og með 10. janúar 1997. Ráðningar verða sem fyrst. Fyrirspurnum svarar Guðný Harðardóttir. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl. 10-16, en viðtalstímar eru frá kl. 10-13. STRAllGAIIXJP STARFSRÁÐNINGAR Mörkinni 3,108 Reykjavík Síini: 588 3031, bréfsimi: 588 3044 MI Guðný Harðardóttir \\ iij p

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.