Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. DESEMBER 1996 B 15 Húsnæðisnefnd í Garðabæ VÖNDUÐ BÓK FRÁ ORMSTUNGU Embættismenn koma ekki í stað kjörmna fulltrúa JON Guðmundsson formaður hús- næðisnefndar Garðabæjar segir koma úr „hörðustu átt að Alþýðu- flokksmenn geri að tillögu sinni að embættismenn taki við af lýðræðis- lega kjörnum fulltrúum í húsnæðis- nefnd, sérstaklega fulltrúum laun- þegasamtaka, til þess að fjalla um málefni þeirra sem minna mega sín.“ Greint var frá því í Morgunblaðinu hinn 11. desember að fulltrúar í húsnæðisnefnd vildu að nefndin yrði lögð niður þar sem ekki fengjust lóðir í bænum til íbúðabygginga á vegum hennar. Var lagt til að bæjar- ritari annaðist eignir nefndarinnar þar til hún kæmi aftur saman. Jón segir hins vegar að varamaður Al- þýðuflokks í minnihluta bæjarstjórn- ar Garðabæjar, sem einnig situr í húsnæðisnefnd, hafi lagt tillögu þessa efnis fram á fundi bæjarstjórn- ar hinn 21. nóvember. Þessi tillögu- flutningur sé nefndinni algerlega óviðkomandi. „Það er bagalegt að kjörnir bæjar- fulltrúar, í þessu tilfelli fulltrúar minnihlutans, skuli ekki vera betur að sér í lögum og reglum sem gilda um störf jafn veigamikillar nefndar og húsnæðisnefndin er. Þeir virðast ekki hafa vitað að nefndinni er skylt að starfa sleitulaust og því andstætt lögum að senda nefndina í frí eins og tillöguflutningur þeirra gerði ráð fyrir,“ segir Jón. Hann segir ennfremur að hús- næðisnefnd sinni mörgum öðrum verkefnum. „Þótt erfitt reynist að kaupa íbúðir á hefðbundnum mark- aði til úthlutunar fyrir skjólstæðinga nefndarinnar hefur henni þó tekist að festa kaup á níu íbúðum á sið- ustu fimm árum og um þessar mund- ir eru kaup á tveimur íbúðum til viðbótar í burðarliðnum," segir Jón. Þá segir hann að nefndin hafi um- sjón með 56 íbúðum í bænum sem teljast til félagslega íbúðakerfisins og endurúthlutað er þegar þær losna, sem gerist oft. „Vissulega er bagalegt að lóðir hafi ekki fengist til bygginga á veg- um nefndarinnar síðustu misserin en eins og allir bæjarbúar vita er unnið ötullega að því á vettvangi bæjarstjórnarinnar að leysa þann vanda, ekki aðeins vegna þarfa nefndarinnar, heldur til framtíðar- lausnar fyrir þá fjölmörgu sem vilja búa í Garðabæ.“ s£ rallegir, léttir og þægilegir. Fóðraðir með svampi í botninn. Sólamir stamir og sveigjanlegir. Má þvo í þvottavél við 30°. Margar gerðir, fallegir litir og gott verð. Sölustaöir: Hagkaup Kringlunni • Hagkaup Skeifunni • Gullbrá Nóatúni • Jenny Eiðistorgi • Nettó Laupavegi Parísarbúðin Austurstræti • Saumalist Fákafeni • Útilíf Glæsibæ, • Draumaland Keflavík • Iris Selfossi Saumavélaþjónustan Akureyri • Kjallarinn Patreksfirði • Stefán Sigurjónsson Skósmiður, Vestmannaeyjum. „Fjölmóðs saga er skemmtileg aflestrar, atburðarás er hröð og uiðburðarík." Oddgeir Eysleinsson, Helgarpóslinum „Eins og iandsmenn þekkja er Kristinn R. Ólafsson afburða íslenskumaður og óhætt að segja að hann hefur afar gott vald á fornlegu orðfæri sögunnar." Anna G. Ólafsdóttir, Morgunblaðinu ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA Vort te Jcst KRISTINN RÓliAFSSON f að finita í^mjwm og frelsa l&ana? Fjörug og spennandi saga fyrir börn og unglinga - og fuilorðnafólkið líka. Sannkallaður tólftualdartryllir! VONDUÐ BOK FRA ORMSTUNGU Bráðskemmtileg og spennandi saga af ungum pilti utan af landi sem gerist svikamiðill í höfuðstaðnum. Lesandinn kynnist kostulegum hugmyndum og tungutaki andatrúarmanna fyrir hálfri öld og lýsingar höfundar á miðilsfundum eiga engan sinn líka. „Sagan dregur upp trúverðuga og litríka mynd af því ástandi sem spiritisminn á íslandi ól af sér. Litrík persónusköpun myndar meginuppistöðu þessarar frásagnar..." Jón Özur Snorrason, Morgunblaðinu ORMSTUNGA BÓKAÚTGÁFA Lyfjaverslun / Islands hf. hefur f engið nýtt símanúmer LYFJAVERSLUN ISLANDS H F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.