Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.12.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1996 B 15 ' með, snjó? Það er nú það eina sem við eigum nóg af hér þessa dagana. Bllftp' "'íftlllfc HVAÐ heldur maðurinn? Það væri gaman að fá að sjá matseðil japönsku hestanna. 118 % Hrossahlátur eftir Heiga Bjarnason HESTARNIR í Mývatnssveit ráku upp sannkallaðan hrossahlátur þeg- ar Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdist með sam- skiptum þeirra við japanskt ferða- fólk á dögunum. Þó annað mætti halda af svip hrossanna eru þetta ekki einu erlendu ferðamennirnir sem sést hafa í sveitinni í vetur. Óvenjumikið frost hefur verið í Mý- vatnssveit í vetur. Hafa komið þrír afar harðir frostkaflar og frost þá verið meira í sveitinni en nálægum héruðum og jafnvel meira en lengra inni á hálendinu. Hef- ur þetta verið í heiðskíru og lygnu veðri og einhvers konar kuldapollur myndast yfir vatninu. Fagrar skreytingar I frostunum sjást gufur stíga úr flestum gjót- um í hrauninu og mikil gufa stígur upp úr Mývatni með landinu að aust- anverðu, meðal annars hjá Vog- um. Þar rennur volgt vatn sem myndar mikla gufu við þessi veður- skilyrði. Gufan hefur stundum náð yfir töluvert svæði og á köflum hefur verið erfitt að sjá til við akstur á þjóðveginum. Þegar gufan byrgir ekki sýn er hins vegar afar fallegt í þessu veðri í Mý- vatnssveit. Gufan skilur eftir fagrar skreytingar á trjánum, þau eru eins og hvítkrómuð. Ekki er hægt að fá jafn fallegar jólaskreytingar í versl- unum höfuðborgarinnar. Og á kvöldin geta Mývetningar notið þess að fylgjast með norðurljósunum og stjörnuhimninum. „Þetta leggst bara vel í okkur. Þó frostið sé erfítt til lengdar er það skárra en rokið og snjókoman. Og það er ákaflega fallegt í svona veðri,“ segir Egill Steingrímsson, starfsmaður Hótel Reynihlíðar, í samtali við Morgunblaðið. Slæðingur að vetrinum Þó Mývatnssveit sé ein vinsælasta náttúruparadís landsins og dragi að sér ótrúlegan fjölda ferðamanna á sumrin, á fólk ekki von á mörgum erlendum ferðamönnum þar að vetr- inum. Þeir sjást þó af og til. Egill segir að ungt fólk sé áberandi og gjarnan einn eða tveir á ferð saman. Sumir gisti eina eða tvær nætur en flestir komi bara í dagsferðir. Hann segir að í fyrravetur hafi komið tölu- vert af fólki frá Evrópu, meðal ann- ars Hollandi og Sviss, og einnig Bandaríkjamenn og Kanadamenn. Norðurlandabúar sæjust hins vegar ekki í Mývatnssveitinni á þessum árstíma. Sérleyfisbílar Akureyrar eru með fastar ferðir í Mývatnssveit allt árið. Alltaf er farið þrisvar í viku. Fyrir- tækið auglýsir daglegar ferðir með leiðsögn og því er farið á hverjum degi ef einhver hefur pantað far. Það var hins vegar á leiðsögumanni að heyra að ekki væri skemmtilegt að þurfa að fara með einn eða tvo farþega, eins og oft þurfi að gera yfir veturinn. Tveir Japanir, ungur maður og stúlka, voru í rútunni þeg- ar fundum þeirra og kátu hestanna bar saman. Japanirnir flugu norður til Akureyrar með morgunvélinni og aftur suður um kvöldið eftir að hafa fengið nasasjón af fegurð Mývatns að vetri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.