Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 23

Morgunblaðið - 09.01.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 23 ERLENT Sprengju- tilræði í Alsír TUTTUGU manns létust og 111 manns, að minnsta kosti, slösuðust þegar tvær bíl- sprengjur sprungu með fárra klukkustunda millibili í Alsír í fyrradag. Alsírsk dagblöð greindu frá þessu í gær. Sam- kvæmt frásögn annars als- írsks dagblaðs aftengdu als- írskar öryggissveitir í síðast- liðinni viku 17 sprengjur, sem komið hafði verið fyrir í bílum eða á öðrum stöðum. Liberté segir hinn 27 ára gamla mú- slímska skæruliða Abu Sal- mane standa að baki sprengjutilræðunum. Hann er sagður hafa hótað í nýársá- varpi að skæruliðar hygðust standa að 50 sprengjutilræð- um á næstunni. Prins hvattur til að kvænast RAINIER fursti af Mónakó hvatti í gær son sinn og vænt- anlegan arftaka, Albert prins, sem nú er 38 ára gamall, til að finna sér kvonfang. Prinsinn, sem þykir einn eftirsókn- arverðasti piparsveinn Rainier heimsins, fursti þarf að mati furstans, sem er orðinn 73 ára, að gera ýmislegt áður en hann geti tekið við af sér, og æski- legast væri að hann kvæntist. Furstinn lét þessi orð falla í viðtölum sem hann veitti í gær í tilefni þess, að Mónakó fagn- ar á þessu ári 700 ára afmæli sínu. Þess á að minnast á verð- ugan hátt með ýmiss konar hátíðahöldum. Stuðningur vex við kon- ungdæmi BREZKA konungsQölskyldan fékk í gær aukna ástæðu til að taka gleði sína á ný eftir að hafa lengi verið hrjáð af neikvæðri umljöllun fjölmiðla, er úrslit nýrrar sjónvarps- skoðanakönnunar voru birtar. Tvær og hálf milljón sjón- varpsáhorfenda hringdi inn álit sitt á meðan á umræðu- þætti um hlutverk og framtíð konungsfjölskyldunnar stóð. Niðurstaðan var sú, að tveir þriðju hlutar svarenda sögð- ust fylgjandi því, að konungs- fjölskyldan ætti sér framtíð sem sh'k, einn þriðji var á móti. Meirihluti skozkra áhorfenda studdi þó konung- dæmið ekki. Tilræði í Madríd LIÐSFORINGI í spænska hernum var skotinn til bana af ungri árásarkonu í Madríd síðdegis í gær. Virðist sem um skæruliðatilræði hafi verið að ræða. Sprengja sprakk í bif- reið skömmu seinna fyrir utan verzlunarmiðstöð í borginni. Einn maður slasaðist. Grun- semdir eru uppi um að skæru- liðar þjóðfrelsishreyfingar Baska standi að baki tilræðun- um. Fyrirætlanir um að senda evrópska og afríska málaliða til Zaire Neitar aðild að „hvítri hersveit“ París. Reuter. FYRRVERANDI yfirmaður í sveit- um sem gæta öryggis Frakklands- forseta neitaði í gær fréttum um að hann væri að safna saman sveit málaliða til að beijast við hlið stjórnarhers Zaire gegn upp- reisnarmönnum sem njóta stuðn- ings stjórnar Rúanda. „Það sam- rýmist ekki vinnureglum mínum að ráða málaliða," sagði Alain Le Caro, fyrrum ofursti í öryggissveit- unum en þær skipa lögreglumenn sem hlotið hafa herþjálfun. Hann lét af störfum árið 1994. í fyrradag birti franska blaðið Le Monde frétt þess efnis að Caro væri í austurhluta Zaire þar sem hann hygðist fá til liðs við sig nokk- ur hundruð málaliða í „hvíta her- sveit“. Le Caro sagði fréttina upp- spuna frá rótum, hann væri í París en ekki Afríku og hefði engin tengsl við leiðtoga Zaire. Raunar hefði hann ekki komið þangað frá árinu 1982. Að sögn Le Caro hefur hann starfað sem ráðgjafi stjórnvalda í Burkina Faso og á Fílabeinsströnd- inni. Le Monde sagði hann nú vera í samstarfi við annan fyrrum liðs- mann öryggissveitanna, Robert Montoya, sem stýrði herferð gegn hryðjuverkamönnum en varð að yfirgefa sveitirnar fyrir áratug vegna hneyklis sem tengdist ólög- legum hlerunum. Blaðið segir að nú þegar hafi 2-300 málaliðar gengið til liðs við tvímenningana en að búist sé við að þeim muni fjölga hratt á næstu vikum er fyrrverandi hermenn víðs vegar að úr Evrópu haldi til Zaire til að slást í hóp málaliða frá Suð- ur-Afríku Frakklandi, Belgíu, Bret- landi, Angóla og Mósambík. Samstarfsráðherra Frakklands, Jacques Godfrain, staðfesti á þriðjudag að málaliðar frá nokkrum Evrópuríkjum væru nú í Zaire en neitaði nokkrum tengslum franskra stjórnvalda við þá. Franska stjórnin styður forseta Zaire, Mobutu Sese Seko, en venga alþjóðlegs vopna- sölubanns á landið mega Frakkar ekki veita Mobutu hernaðaraðstoð. 10.-19. janúar Þessa daga bjóðum við mikið úrval af góðum notuðum bílumm I Líttu við því þú getur verið viss um að gera góð kaup. Lyklarnir okkar ganga aðeins að góðum notuðum bílum. ATHUGIÐ! Opið til kl. 21 á virkum dögum. Laugard. 10-17. Sunnud. 13-16. NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI 581 4060 með góðum afslætti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.