Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.01.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1997 23 ERLENT Sprengju- tilræði í Alsír TUTTUGU manns létust og 111 manns, að minnsta kosti, slösuðust þegar tvær bíl- sprengjur sprungu með fárra klukkustunda millibili í Alsír í fyrradag. Alsírsk dagblöð greindu frá þessu í gær. Sam- kvæmt frásögn annars als- írsks dagblaðs aftengdu als- írskar öryggissveitir í síðast- liðinni viku 17 sprengjur, sem komið hafði verið fyrir í bílum eða á öðrum stöðum. Liberté segir hinn 27 ára gamla mú- slímska skæruliða Abu Sal- mane standa að baki sprengjutilræðunum. Hann er sagður hafa hótað í nýársá- varpi að skæruliðar hygðust standa að 50 sprengjutilræð- um á næstunni. Prins hvattur til að kvænast RAINIER fursti af Mónakó hvatti í gær son sinn og vænt- anlegan arftaka, Albert prins, sem nú er 38 ára gamall, til að finna sér kvonfang. Prinsinn, sem þykir einn eftirsókn- arverðasti piparsveinn Rainier heimsins, fursti þarf að mati furstans, sem er orðinn 73 ára, að gera ýmislegt áður en hann geti tekið við af sér, og æski- legast væri að hann kvæntist. Furstinn lét þessi orð falla í viðtölum sem hann veitti í gær í tilefni þess, að Mónakó fagn- ar á þessu ári 700 ára afmæli sínu. Þess á að minnast á verð- ugan hátt með ýmiss konar hátíðahöldum. Stuðningur vex við kon- ungdæmi BREZKA konungsQölskyldan fékk í gær aukna ástæðu til að taka gleði sína á ný eftir að hafa lengi verið hrjáð af neikvæðri umljöllun fjölmiðla, er úrslit nýrrar sjónvarps- skoðanakönnunar voru birtar. Tvær og hálf milljón sjón- varpsáhorfenda hringdi inn álit sitt á meðan á umræðu- þætti um hlutverk og framtíð konungsfjölskyldunnar stóð. Niðurstaðan var sú, að tveir þriðju hlutar svarenda sögð- ust fylgjandi því, að konungs- fjölskyldan ætti sér framtíð sem sh'k, einn þriðji var á móti. Meirihluti skozkra áhorfenda studdi þó konung- dæmið ekki. Tilræði í Madríd LIÐSFORINGI í spænska hernum var skotinn til bana af ungri árásarkonu í Madríd síðdegis í gær. Virðist sem um skæruliðatilræði hafi verið að ræða. Sprengja sprakk í bif- reið skömmu seinna fyrir utan verzlunarmiðstöð í borginni. Einn maður slasaðist. Grun- semdir eru uppi um að skæru- liðar þjóðfrelsishreyfingar Baska standi að baki tilræðun- um. Fyrirætlanir um að senda evrópska og afríska málaliða til Zaire Neitar aðild að „hvítri hersveit“ París. Reuter. FYRRVERANDI yfirmaður í sveit- um sem gæta öryggis Frakklands- forseta neitaði í gær fréttum um að hann væri að safna saman sveit málaliða til að beijast við hlið stjórnarhers Zaire gegn upp- reisnarmönnum sem njóta stuðn- ings stjórnar Rúanda. „Það sam- rýmist ekki vinnureglum mínum að ráða málaliða," sagði Alain Le Caro, fyrrum ofursti í öryggissveit- unum en þær skipa lögreglumenn sem hlotið hafa herþjálfun. Hann lét af störfum árið 1994. í fyrradag birti franska blaðið Le Monde frétt þess efnis að Caro væri í austurhluta Zaire þar sem hann hygðist fá til liðs við sig nokk- ur hundruð málaliða í „hvíta her- sveit“. Le Caro sagði fréttina upp- spuna frá rótum, hann væri í París en ekki Afríku og hefði engin tengsl við leiðtoga Zaire. Raunar hefði hann ekki komið þangað frá árinu 1982. Að sögn Le Caro hefur hann starfað sem ráðgjafi stjórnvalda í Burkina Faso og á Fílabeinsströnd- inni. Le Monde sagði hann nú vera í samstarfi við annan fyrrum liðs- mann öryggissveitanna, Robert Montoya, sem stýrði herferð gegn hryðjuverkamönnum en varð að yfirgefa sveitirnar fyrir áratug vegna hneyklis sem tengdist ólög- legum hlerunum. Blaðið segir að nú þegar hafi 2-300 málaliðar gengið til liðs við tvímenningana en að búist sé við að þeim muni fjölga hratt á næstu vikum er fyrrverandi hermenn víðs vegar að úr Evrópu haldi til Zaire til að slást í hóp málaliða frá Suð- ur-Afríku Frakklandi, Belgíu, Bret- landi, Angóla og Mósambík. Samstarfsráðherra Frakklands, Jacques Godfrain, staðfesti á þriðjudag að málaliðar frá nokkrum Evrópuríkjum væru nú í Zaire en neitaði nokkrum tengslum franskra stjórnvalda við þá. Franska stjórnin styður forseta Zaire, Mobutu Sese Seko, en venga alþjóðlegs vopna- sölubanns á landið mega Frakkar ekki veita Mobutu hernaðaraðstoð. 10.-19. janúar Þessa daga bjóðum við mikið úrval af góðum notuðum bílumm I Líttu við því þú getur verið viss um að gera góð kaup. Lyklarnir okkar ganga aðeins að góðum notuðum bílum. ATHUGIÐ! Opið til kl. 21 á virkum dögum. Laugard. 10-17. Sunnud. 13-16. NOTAÐIR BÍLAR SUÐURLANDSBRAUT 12, SÍMI: 568 1200 BEINN SÍMI 581 4060 með góðum afslætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.