Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
SIGFÚSSON
+ Sigurður Sig-
fússon húsa-
smíðameistari
fæddist á Hofi á
Höfðaströnd 7. ág-
úst 1918. Hann and-
aðist í Reykjavík 8.
janúar síðastliðinn
78 ára að aldri. For-
eldrar hans voru
hjónin Sigfús Hans-
son bóndi síðast í
Gröf á Höfða-
strönd, f. 23. júlí
1874, d. 1946, og
Anna Jónína Jósa-
fatsdóttir hús-
freyja, f. 26. febrúar 1879, d.
1941. Sigurður var næstyngst-
ur níu barna foreldra sinna.
Elstur var Sigurður, f. 1897,
d. 1918, Jósafat, f. 1902, d.
1990, Ingibjörg, f. 1903, d.
1978, Jóhann, f. 1905, d. 1991,
Guðrún, f. 1906, d. 1986, Svan-
hildur, f. 1907, d. 1996, og
óskírður andvana bróðir árið
1919. Eftirlifandi bróðir hans
er Bjarni, f. árið 1916. Einnig
á hann eftirlifandi uppeldis-
bróður, Eðvald Gunnlaugsson,
f. 1923.
Sigurður var þríkvæntur.
Fyrsta kona hans var Helga
Guðrún Baldvinsdóttir, f. 28.
apríl 1918, d. 1978. Þau eignuð-
ust einn son, Frey Baldvin, f.
1943, rafvirkjameistara á
Siglufirði. Eiginkona hans er
Steinunn Jónsdóttir banka-
starfsmaður. Börn þeirra eru
1) Helga, eiginmaður
hennar er Gunnlaug-
ur Oddsson útgerðar-
maður og eiga þau
fjögur börn. 2) Sig-
urður, eiginkona
hans er Guðrún Haf-
dís Ágústsdóttir. 3)
Katrín, unnusti henn-
ar er Dagur Gunn-
arsson. Önnur kona
Sigurðar var Geir-
laug Helga Þorkels-
dóttir, f. 20. nóv-
ember 1922. Þau
eignuðust fjögur
börn, þau eru: 1)
Una, f. 1948 deildarstjóri flug-
freyjusviðs_ Atlanta. Eiginmaður
hennar er Ólafur Gíslason blaða-
maður. Börn þeirra eru Helga
og Gisli. 2) Sigfús Jón, f. 1951,
byggingariðnfræðingur í
Reykjavík. Eiginkona hans er
Ragnheiður Einarsdóttir deildar-
stjóri. Börn þeirra eru Sigurður
Daði og Sólveig Helga. 3) Zop-
hanías Þorkell, f. 1955, tækni-
sljóri Kringlunnar. Eiginkona
hans er Guðrún Ivars skrifstofu-
sljóri. Börn þeirra eru Svava og
Eva. 4) Alma, f. 1957 Háskóla-
nemi í Keflavík. Eiginmaður
hennar er Magnús Ægir Magnús-
son aðstoðarbankastjóri. Börn
þeirra eru Magnús Jón og Helga
Rut. Eftirlifandi eiginkona Sig-
urðar er Bára Sigrún Björnsdótt-
ir, f. 19. febrúar 1930. Foreldrar
hennar voru Björn Axfjörð Jóns-
son, bóndi að Felli í Sléttuhlíð,
t
Faöir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞORSTEINN S. THORARENSEN
fyrrverandi borgarfógeti,
Stigahlfð 4,
er lést 11. janúar síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík þriðjudaginn 21. janúar kl. 13.30.
Ástríður Thorarensen, Skúli Thorarensen,
Davfð Oddsson, Þorsteinn S. Thorarensen,
Þorsteinn Davíðsson, Hildur Thorarensen.
t
Elskulegur faðir, bróðir minn, mágur
og frændi,
RAFN STEFÁNSSON,
Fálkagötu 17,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðju-
daginn 21. janúar kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vin-
samlega bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Stefán Berg Rafnsson,
Þórey R. Stefánsdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR SIGFÚSSON
húsasmíðameistari,
fyrrv. fasteigna- og skipasali
frá Gröf á Höfðaströnd,
til heimilis í Safamýri 50,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavfk mánudaginn 20. janúar
kl. 15.00.
Bára Sigrún Björnsdóttir,
Birna Sigurðardóttir,
Sigurður Birkir Sigurðsson,
Pétur Þór Sigurösson,
Freyr Baldvin Sigurðsson,
Una Sigurðardóttir,
Sigfús Jón Sigurðsson,
Zophanías Þorkell Sigurðsson,
Alma Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ása S. Þrastardóttir,
Jónína Bjartmarz,
Steinunn Jónsdóttir,
Ólafur Gfslason,
Ragnheiður Einarsdóttir,
Guðrún ívars,
MagnúsÆ. Magnússon,
og Sigubjörg Tómasdóttir hús-
freyja á Felli. Börn Sigurðar
og Báru eru þijú: 1) Pétur Þór,
f. 1954, lögmaður í Reykjavík.
Eiginkona hans er Jónína
Bjartmarz lögmaður. Börn
þeirra eru Birnir Orri og Ernir
Skorri. 2) Birna Siguðardóttir,
f. 1964, sölumaður í Reykjavík.
Börn hennar og fv. sambýlis-
manns hennar eru Bára og
Anna. 3) Sigurður Birkir, f.
1969, málari á Akureyri. Unn-
usta hans er Ása Sigríður
Þrastardóttir leiðbeinandi.
Foreldrar Sigurðar fluttust
frá Hofi að Gröf á Höfðaströnd
árið 1921 og ólst hann þar upp.
Hann fór í trésmíðanám í Iðn-
skólanum á Siglufirði árið 1938
og lauk þaðan burtfararprófi
vorið 1941. Að því loknu fór
hann til Vestmannaeyja og lauk
þaðan sveinsprófi árið 1943.
Árið 1945 fluttist hann til Sauð-
árkróks og hlaut þar meistara-
bréf í iðn sinni. Á Sauðárkróki
var hann með umsvifamikinn
rekstur til ársins 1958, þar á
meðal byggingastarfsemi, tré-
smíðaverkstæði, verslun, fisk-
vinnslu og sláturhús. Árið 1958
flyst hann til Reykjavíkur og
stofnar þar Fasteignamiðstöð-
ina sem lengst af var staðsett
í Austurstræti. Hann starfaði
sem fasteigna- og skipasali í
tæp 30 ár eða til 1985. Sem
húsasmíðameistari stóð hann
fyrir byggingastarfsemi alla tíð
af mikilli atorku meðan heilsa
hans leyfði.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
á morgun, mánudaginn 20. jan-
úar, og hefst athöfnin klukkan
15.
Enn fækkar Grafarsystkinunum.
Sigurður Sigfússon móðurbróðir minn
er látinn og fyrir nokkrum mánuðum
fylgdum við Svanhildi systur hans til
grafar.
Mér er í fersku minni þegar Siggi
frændi minn kom með dótakassa sem
hann hafði smíðað handa okkur strák-
unum á Hlíðarvegi 19 á Siglufirði og
gaf okkur í jólagjöf áður en hann
hélt heim í Gröf til að halda jólin með
ömmu og afa. Þetta hefur verið fyrir
1940 en hann var þá að læra trésmíði
í Iðnskóla Siglufjarðar og hjá Guð-
mundi Jóakimssyni byggingameistara
á Siglufírði.
Það var mikill kraftur í Sigurði.
Mér er í bamsminni þegar hann kom
með hestastóð sem hann og fieiri
höfðu keypt í Skagafirði og ráku yfir
Siglufjarðarskarð til slátrunar á
Siglufirði. Áhuga á trésmíði fékk
hann þegar Bjarni bróðir hans og
Ólafur mágur hans byggðu húsið í
Gröf.
Sigurður fór að námi loknu til
Vestmannaeyja þar sem hann vann í
nokkur ár.
Árið 1945 flytur Sigurður til Sauð-
árkróks, hafði beðið Áma Jóhannsson
stjúpföður minn að koma í félag við
sig sem hann og gerði og fluttum við
þangað um haustið. Stofnuðu þeir
saman fyrirtæki, sem hafð bygginga-
starfsemi með höndum, og ráku tré-
smíðaverkstæði og verslun. Með Sig-
urði komu frá Vestmannaeyjum Ósk-
ar Einarsson nemi og Vilhjálmur
Hallgrímsson trésmiður. Óskar flutti
fljótlega suður aftur, en seinna stofn-
aði Vilhjálmur Trésmiðjuna Borg.
Auk Áma Jóhannssonar fékk Sig-
urður til starfa með sér Áma Guðjóns-
son byggingameistara, Jón Jóhanns-
son bifreiðastjóra og Jóhann Guðjóns-
son múrara.
Á þessu ári bjuggu rúmlega 937
manns á Sauðárkróki. Fyrirtækið óx
hratt, mikill framfarahugur var í
mönnum og víða þurfti að byggja upp
í sveitinni og Sauðárkrókur fékk
kaupstaðarréttindi 1947.
Á þessum ámm vora gagnfræða-
skóli og iðnskóli stofnaðir og fjöldi
ungra manna fékk tækifæri til þess
að stunda bóklegt nám og nema iðn-
greinar við aðstæður sem ekki höfðu
verið til staðar áður.
Sigurður útskrifaði marga trésmiði
og rak um tíma einnig húsgagnafram-
leiðslu á Skógargötu 1.
Á þessum tíma urðu umsvif Sigurð-
ar mikii. Byggðurlvar nýr bamaskóli
á Sauðárkróki og verkamannabústað-
ir sem vöktu athygli landsmanna fyr-
ir hagkvæmni og hversu ódýrir þeir
vora auk annarra bygginga bæði í
Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Héldu þeir úti vinnuflokkum, sem
í vora á tímabili a.m.k. 40 manns,
auk trésmíðaverkstæðis.
Mikla útsjónarsemi þurfti til að
láta öll verk ganga upp. Byggingar-
efni fluttu þeir inn sjálfir, bæði sem-
ent, timbur og jám. Þessi umsvif vora
ekki næg fyrir Sigurð. Hann byggði
frystihús og hóf slátran og fisk-
vinnslu og hann beitti sér fjnir fyrstu
togaraútgerð á Sauðárkróki með þátt-
töku í útgerðinni á Norðlendingi í
samráði við Ólafsfírðinga auk síldar-
söltunar.
Hafði hann þannig mikii áhrif á
framfarir á Sauðárkróki á þessum
árum og hafði fjölda manns í vinnu.
Þess má geta að þrír móðurbræður
Sigurðar unnu hjá honum. Ýmsir
ættingjar hans iærðu á hans vegum
og tveir bræður hans fluttu til Sauð-
árkróks og hófu störf við fyrirtækið.
Hann átti mjög auðvelt með að
laða til sín starfsfólk og hrinda af
stað framkvæmdum. Aldrei minnist
ég þess að hann hafi talað illa um
nokkum mann og ef hann vissi af
einhveijum í vanda var hann allur
af vilja gerður til að leysa hann.
Á þeim áram sem hann starfaði á
Sauðárkróki, frá 1945 til 1958, óx
staðurinn úr 937 íbúum í 1.105 og
breyttist úr þorpi í kaupstað.
Ég hef oft hugleitt það hvort at-
hafnaþörf Sigurðar hafi ekki verið
of mikil fyrir ekki stærra athafna-
svæði. Árið '1956 er Sigurður farinn
að svala sinni athafnaþrá með því að
byggja í Keflavík og Reykjavík. Hann
hættir starfsemi á Sauðárkróki 1958
og flyst til Reykjavíkur. í Reykjavík
starfar hann við byggingar og stofnar
Fasteignamiðstöðina 1958 sem hann
rekur til ársins 1985, m.a. í félagi
við Jóhann bróður sinn sem sá um
skipasölu. Jóhann lést 1991. Margir
þeirra sem lærðu hjá Sigurði og störf-
uðu stofnuðu fyrirtæki á Sauðárkróki
og búa sumir enn á staðnum. Naut
Sauðárkrókur þannig góðs af starf-
semi hans. Er ég þess fullviss að
þegar næsta bindi sögu Sauðárkróks
verður ritað mun árangri af starfí
hans á þessum árum verða gerð góð
skil.
Ég á ekkert nema góðar minningar
um frænda minn. Þegar fundum okk-
ar bar saman gaf hann sér alltaf tíma
í dagsins önn til að kasta öllu frá sér
og ræða málin. Hann Var mjög fljót-
huga og vildi gefa góð ráð. Ég minn-
ist þess þegar ég var í skóla í Reykja-
vík að ég hitti hann oft þegar hann
var í borginni. Eitt sinn vildi hann
láta mig fara að reka þvottahús fyrir
kunningja sinn. Hugur minn stóð nú
til annarra verka og mig langaði norð-
ur. Þá taldi Sigurður að ég ætti bara
að koma á Krókinn og stjórna físki-
mjölsverksmiðju sem hann var að
byggja árið 1957.
Ég rek ekki störf hans í Reykjavík.
Það munu aðrir gera. Verð ég þó að
segja frá því þegar ég bjó í Reykjavík
og ieigði um tíma hjá Sigurði Bemds-
en sem var alltaf að byggja hús og
selja eða leigja. Hann komst að því
að við Sigurður Sigfússon voram
frændur og sagðist hann verða að trúa
mér fyrir því að hann væri hættur að
láta steypa hús nema að hafa sam-
band við Sigga. Ef hann samþykkti
það taldi hann málið öruggt. Segir
þetta mikið um það traust sem hann
naut sem byggingameistari.
Siggi var mjög trúaður og líkt og
móðir mín átti hann bjargfasta trú á
annað líf og samband við framliðna.
Milli systkinanna frá Gröf var alla
tíð mikið og kærleiksríkt samband.
Nú lifa systkini sín Bjami og Edvald
fósturbróðir þeirra. Við niðjar þeirra
höfum reynt að halda við sambandi
t
Alúðarþakkir færum við vinum, vensla-
fólki og þeim fjölmörgu öðrum, sem
vottuðu okkur samúð sína, vinsemd og
virðingu við andlát og útför
BRAGA ERLENDSSONAR.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gott
og gleðiríkt nýtt ár.
Árnína Guðlaugsdóttir
og fjölskylda.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SIGVALDI KRISTJÁNSSON,
Skipasundi 12,
Reykjavik,
sem lést laugardaginn 11. janúar, verð-
ur jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn
20. janúar kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim,
sem vilja minnast hans, er bent á líknar-
félög.
Ingibjörg Guðbjörnsdóttir,
Guðbjörn Sigvaldason, Jónína Marta Árnadóttir,
Kristján Jóhann Sigvaldason,
Silja Hlín Guðbjörnsdóttir,
Gisli Freyr Guðbjörnsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, tengdadóttir og amma,
AÐALHEIÐUR HJARTARDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
Klyfjaseli 20,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðju-
daginn 21. janúar kl. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim,
sem vildu minnast hennar, er bent á
Seljakirkju.
Valgeir Ástráðsson,
Guðný Valgeirsdóttir, Þorvaldur Birgisson,
Ingibjörg Valgeirsdóttir, Sigurður Pétursson,
Jóhanna Valgeirsdóttir, Hjörtur Valgeirsson,
Ingibjörg Jóelsdóttir, Ástráður Sigursteindórsson,
Valgeir Þór og Pétur.