Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 52
YDDA F69.99/ SÍA 52 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Shemmtun vetrarins ÍSúlnasal Það verður franskt fjör á laugardagskvöldum í Súlnasal, frá og með 15. febrúar. Frábærir skemmtikraftar koma fram og láta ekkert franskt framhjá sér fara: — Egill Ólafsson, Sigrún Eva Ármannsdóttir, fulltrúar frá hinni óborganle^u Spaugstofii: \ ________Örn Arnason og Karl Agúst Ulfsson og Tamlasveitin. Einnig sýna dansarar eldfjörug dansatriði, ekki hvað síst í can can og öðrum frönskum sporum undir stiórn Helenu lónsdóttur. Aggi SLe og Tamlasveitin leika fyrir dansi til kl 3.00. I Þríréttuð kvöldmáltíð: Estragon kryddað laxakrem og laxatartar með soyavattu salati Sinnepsgljáður lambahryggur með hvítlaukskryddaðri brauðskel og nautahryggssneið, framreitt með léttsteiktu grœnmeti, Lyonnaise kartöflum og Búrgundarsósu Súkkulaðimousse og ávaxtasátt í kampavínshlaupi meðfranskri vanillusósu itiiviu nRAiu n IVI i IV VISUIVV Ansi mynd Hattadeildin(Mu//)o//and Falls) Spcnnumynd ★ ★ 90 mín. Bandarísk. Largo Ent- ertainment/Myndform 1996. Leik- stjóri: Lee Tamahori. Handrit: Pete Dexter. Kvikmyndataka: Haskell Wexler. Tónlist: Dave Grusin. Aðal- hlutverk: Nick Nolte, Chazz Pal- minteri, Melanie Griffith, John Malkovitch, Michael Madsen, Chris Penn, Andrew McCarthy og fleiri góðir. ANNAÐ verður ekki sagt um kvikmyndina Mulholland Falls en að hún sé smekklega unnin í alla staði. Til þess sá leikstjórinn Lee Tamahori, en flestir kannast við kvikmynd hans Once We Were Warriors sem sýnd var hér á landi við metaðsókn. Nú hefur hann feng- ið til liðs við sig marga stórstjörn- una sem skilar sínu frekar vel, sem og flestir aðstandendur myndarinn- ar. Viðfangsefnið er nú fengið úr hinum dæmigerða bandraríska kvikmyndaheimi, en Mulholland Falls er skringileg blanda af mafíu- mynd og rannsóknarlögreglumynd. Hún hefst á dæmigerðu mafíuatr- iði, en tekur svo óvænta stefnu, og smart, en . . . má spyqa sig hvort handritahöf- undur hefðu ekki betur haldið sig við annan hvorn stílinn. Kvik- myndatakan og sviðshönnun öll eru mjög flott og tekst jafnvel að hylma yfir stílbreytinguna með því augna- konfekti. Þrátt fyrir að öll þessi stjörnuljós Hollívúddar séu samankomin í einni mynd, þá hefur hún ekki notið mik- illar athygli. Nick Nolte leikur hér foringja í lögguklíku á sjötta ára- tugnum, en starfsaðferðir hennar eru í anda mafíósanna sem þeir eiga í höggi við. Virðist allt ganga þeim í hag þar til viðhaldið hans finnst myrt. Það er gaman að sjá Nick Nolte í hlutverki aðaltöffarans og er hann ansi flottur og sannfær- andi þótt þar sé ansi grunnt á því góða. Eina litríka persónan er fé- lagi hans Coolidge sem hinn frá- bæri leikari Chazz Palminteri túlk- ar, en þó er eins og botninn detti úr honum þegar líða tekur á, auk þess sem hlutverk hans verður veigaminna en tilefni gefa. Melanie Griffith leikur eiginkonu Nolte. Hún er krúttleg en ósköp lík sjálfri sér, og gaman hefði verið að sjá hana gera meira úr eiginkonuhlutverk- inu. í klíkunni með þeim félögum eru Chris Penn og Michael Madsen, og er hálfgerð synd að þeir fái ekki meira að láta ljós sitt skína, eins Chazz Palminteri og Nick Nolte þungt hugsi. og þeir eiga það nú til að vera skemmtilegir. Veiki punktur myndarinnar er án efa sagan. Vel er haldið utan um þróun mála, og allt virðist í góðum gír, en málalok valda vissu- lega vonbrigðum. Auk þess hefði lokaatriðið milli félaganna Nolte og Palminteri átt betur við í dæmi- gerðu melódrama, og var algerlega óþarft. Vandræðalegur og væminn endir á ansi smart mynd. í hana vantar líka sterkari persónur. Meira hefði mátt gera úr tilfinningum Nolte, og samskiptum hans við eig- inkonu sína og Malkovitch sem einnig var ástmaður hinnar myrtu. í stað þess er lögð áhersla á töffara- skapinn, og hefur þá mörgum ung- um kvikmyndaunnendanum þótt vanta blóðugt ofbeldi og hnyttin tilsvör sem nú eru svo mjög í tísku þegar að glæpamyndum kemur. Því ber þó fagna. Mulholland Falls er ágætis af- þreying og falleg á að líta, og hefði betri endir og kröftugri leikstjórn gert hana að mjög góðri mynd. Hildur Loftsdóttir H í 4 I 4 i i i i i ( ( < HÖFRUNGURINN Flipper og Elijah Wood í hlutverkum sínum. Misheppn- að sumar- ævintýri Flipper (Flipper)__ Fjölskyldumynd ★r 93 mín. Bandarísk. Universal/CIC myndbönd 1996. Leikstjórn og handrit: Alan Shapiro, byggt á sögu Arthur Weiss. Kvikmyndataka: Bill Butler. Tónlist: Joel McNeely. Aðal- hlutverk: Paul Hogan og Elijah Wood. AÐ verður seint sagt um íjöl- skyldumyndina Flipper að þar séu frumlegheitin látin sitja í fyrir- rúmi. Öll höfum við áður séð mynd um unglingsdrenginn sem ekkert vill heyra og sjá nema rokktónlist og tölvuspil. Hann lendir í þeim hörmungum (að honum fínnst í fyrstu) að vera sendur yfir sumarið til frænda síns sem býr við frumleg- ar aðstæður við ströndina. Frænd- inn tekur drenginn í karphúsið, og með hjálp góðra kunningja (þar með talinnar sætrar unglings- stúlku), höfrunga og töfra náttúr- unnar tekst honum að lækna dreng- inn af fylgni hans við hin „ónáttúru- legu“ gildi unga fólksins í dag. Margar góðar afþreyingar- og ævintýramyndir hafa verið gerðar með heldur þunnum og fyrirsjáan- legum söguþræði. Galdurinn við þær myndir er að aðstandendurnir kunna sitt fag; að fá áhorfandann til liðs við aðalsöguhetjurnar og ná þannig fram hjá honum hinum ýmsu hughrifum. Persónusköpun er þá oftast góð, og atburðarás sannfærandi. Það á alls ekki við hér; klunnaleg og flöt persónu- sköpun ásamt gloppóttri framvindu sögunnar verður til þess að áhorf- andinn getur setið rólegur í sínu sæti án þess að þurfa að æsa sig yfir einu né neinu. Tónlistin hefur hins vegar fengið það hlutverk að láta áhorfandann vita hvort um spennu eða hugnæmi sé að ræða, en þar sem klisjukennd atriðin ná ekki að undirstrika þær tilfinning- ar, rennur allt út í sandinn. Paul Hogan birtist hér aftur í hlutverki hrjúfa náttúrubarnsins, og er ágætur sem slíkur, þó að hann sé kannski ekki eins fyndinn og vanalega. Allir leikararnir standa sig þokkalega, og hefðu sjálfsagt gert betur ef handrit og leikstjórn hefðu gefið tilefni til. Kvikmyndatakan er ágæt í flesta staði, en framleiðandinn hefði þó átt að splæsa í alvöru neðansjávar- tökur, í stað þess að pukrast í stúdíói, það hefði þá alltént verið þess virði fyrir náttúruunnendur að fara út á leigu og fá sér Flipper. Hildur Loftsdóttir • • Onnur mynd Kubricks LEIKSTJÓRINN Stanley Kubrick, sem nýlokið hefur gerð myndarinnar, „Eyes Wide Shut“, sem er fyrsta mynd hans í langan tíma og mikil leynd hefur hvílt yfir, gefur sér lítinn tíma til að kasta mæðinni því hann hefur þegar hafið gerð næstu myndar, „Art- ificial Intelligence", en sú mynd verður ekki eins stjörnum prýdd og „Eyes Wide Shut“ en í henni fara þau Tom Cruise, Nicole Kidman, Jennifer Jason Leigh og Harvey Keitel með hlutverk. Vildi hita og Zorro ÁKVEÐIÐ hefur verið að flytja tökustað nýjustu myndar Melanie Griffith og Chazz Palminteri, „Largo ’s Reasonable Doubt“, sem upphaflega átti að taka í Washington D.C., til Los Angeles þannig að hin ný- bakaða móðir og brúður þyrfti ekki að þola frost- hörkur Washington-borg- ar. Einnig vildi hún vera nær eiginmanni sínum, Antonio Banderas, sem nú er að leika hinn grímu- og skikkjuklædda Zorro í myndinni „The Mask of Zorro“ sem verið er að taka í Mexíkó.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.