Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 56
Si ma b a n ki 560 6060 JMtffgunÞlfifrtb gjgtff aö koma póstinum fejggg^V PÓSTUR 1 þínum til skila 06 SÍMI | MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1997 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Hluti tölvukerfis Metró Norðman fannst við rannsókn á árás Árásarmenn taldir ásælast lausnargjald LÖGREGLA hefur til rannsóknar hvort árás sem gerð var á mann á heimili í Seljahverfi í fyrrakvöld teng- ist því að tölvukerfi byggingavöru- verslana Metró Norðman var stolið í innbroti og að verslunin hefur boð- ist til að greiða lausnargjald fyrir. Lögregla hafði þrjá menn í haldi vegna málsins í gær, þar á meðal þann sem varð fyrir árásinni. Aðal- varðstjóri lögreglu staðfesti í gær að talið væri að árásin tengdist inn- brotinu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins kom hluti af þýfinu frá Metró Norðman í leitimar í Heið- mörk og Hafnarfirði við rannsókn lögreglu á þessu máli í fyrrinótt. Árásin var gerð með þeim hætti að sex menn á tveimur bílum komu að húsinu og réðust á íbúa þar með golfkylfu að vopni. Mennirnir allir - árásarmennirnir og sá sem fyrir varð - hafa komið við sögu lögreglu vegna ýmissa mála. Heimildarmenn Morgunblaðsins innan lögreglunnar sögðu í gær að talið væri að árásarmennirnir hefðu haft í huga að nema manninn á brott með sér og þvinga hann til að sýna þeim þýfíð svo þeir gætu skilað því og innheimt „lausnargjaldið," sem verslunarstjóri fyrirtækisins kvaðst fús til að greiða en vélbúnaður í tölvukerfi fyrirtækisins var talinn allt að milljón króna virði, auk þeirra gagna sem þar voru geymd. Hjá aðalvarðstjóra lögreglu feng- ust í gær þær upplýsingar að óvenju- legar aðstæður hefðu valdið því að lögreglan gat brugðist óvenjuskjótt við þegar henni var tilkynnt um árás- ina. Átta lögreglumenn höfðu verið að feija lögreglubíla frá nýju lögreglu- stöðinni niður í miðbæ og voru á tveimur bílum í næstu götu og voru innan við mínútu á staðinn þegar útkallið barst. Tveir menn til viðbót- ar voru komnir á vettvang á þriðja bílnum innan fárra mínútna. Pjórum árásarmannanna var sleppt að loknum yfirheyrslum en tveir voru hafðir í haldi og yfirheyrð- ir í gær. Árásarþolinn var einnig settur í fangageymslur eftir aðhlynn- ingu á slysadeild. RLR tók við rannsókn málsins í gærmorgun en rannsóknin þar var að heflast um hádegi í gær. Fura hf. flytur út brotajárn til Evrópu Hagstætt verð vegna kulda Á VEGUM Furu hf. er verið að flytja út tæplega fjögur þúsund tonn af brotajárni til Bilbao á Spáni. Utflutningur á brotajárni er óvenjulegur á þessum árs- tíma, en vegna óvenju mikilla vetrarkulda í Evrópu er nú skortur á brotajárni í álfunni og það hefur leitt til verðhækk- ana. „Það hefur verið lægð í út- flutningi á brotajárni síðasta hálfa árið vegna þess að sala á Asíumarkað hefur dregist sam- an og vegna þess að gífurlegt framboð hefur verið á brota- járni frá Úkraínu. Miklir kuldar í Evrópu hafa valdið erfiðleik- um við að flylja brotajárn og einnig hefur gengið illa að flokka það og vinna. Við feng- um fyrirspurn um miðja þessa viku þar sem óskað var eftir kaupum á brotajárni strax. Við áttum á lager á fjórða þúsund tonn af efni og það vildi svo vel til að á Grundartanga var skip að losa hráefni sem við gátum fengið til að flytja efnið til Spán- ar,“ sagði Sveinn Magnússon hjá Furu hf. Sveinn sagði að vegna þess- ara sérstöku aðstæðna í Evrópu núna fengi Fura hf. hagstætt verð fyrir brotajárnið, en það er flutt út flokkað og að hluta til tætt. Frá því Fura hf. hóf starfsemi hefur fyrirtækið flutt út rúm- lega 55 þúsund tonn af brota- járni. Á síðasta ári nam útflutn- ingurinn um 13 þúsund tonnum. Fíkniefna- menn snerust til varnar TVEIR menn sem höfðu í fórum sín- um 35 grömm af amfetamíni, stolið myndbandstæki og hljómflutnings- tæki, snerust til varnar þegar lög- regla hugðist handtaka þá í húsi í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 9 í gærmorgun. Tveir rannsóknarlögreglumenn frá lögreglunni í Reykjavík höfðu upplýs- ingar um að fíkniefni gæti verið að fínna í húsinu og fóru á staðinn, að sögn aðalvarðstjóra. Tveir þekktir afbrotamenn voru í húsinu og veittu mótspymu. Beittu lögreglumennirnir svokölluðum maze-úða, sem verkar svipað og táragas á skynfæri manna, til þess að yfírbuga annan mannanna. í íbúðinni fundust auk 35 gramma af amfetamíni myndbandstæki, nýtt og ónotað, sem talið er að hafí verið stolið í innbroti, og hljómflutnings- tæki úr bifreið. Mennirnir tveir eru í haldi. Loðdýrabú á kafi í snjó Vaðbrekku. Jökuldal. LITLU munaði að þök á loðdýrahús- um á Teigaseli í Jökuldal hryndu undan snjóþunga á föstudag. Jóni Sigurðssyni bónda og nágrönnum hans tókst þrátt fyrir erfiðar aðstæð- ur að bjarga húsunum. Húsin eru þijú og byggð fyrir 300 refalæður. Loðdýrahúsin eru stálgrindarhús með timburlangböndum. Á föstu- dagsmorgun hafði skafíð svo mikið að húsunum að þakið var farið að Wfc* síga. A.m.k. eitt langband brotnaði. Heimamenn settu stoðir undir þakið þar sem snjóþunginn var mestur og mokuðu af þakinu. Aðstæður voru mjög erfiðár þar sem veður var slæmt og mikill skafrenningur. Vegurinn að húsunum var ófær og þess vegna var ekki hægt að koma að stórvirkum tækjum til að moka frá húsunum. Vegurinn opnaðist í gær og þá tókst að moka snjó frá húsunum. Morgunblaðið/RAX STARFSMENN Furu hf. hafa unnið hörðum höndum við að koma brotajárninu í skip, en kaupandinn á Spáni bíður eftir því. Könnun Samkeppnisstofnunar á kaupum VÍS á Skandia lokið Ekki gripið til aðgerða SAMKEPPNISSTOFNUN telur ekki ástæðu til aðgerða vegna kaupa Vátryggingafélags íslands á Skandia. Ekki er enn lokið at- hugun stofnunarinnar á kaupum Flugleiða á þriðjungshlut í Ferða- skrifstofu íslands. Markaðsráðandi staða? VÍS keypti þrjú félög Skandia í október á síðasta ári og ákvað Samkeppnisstofnun þá að kanna hvort kaupin kynnu að bijóta gegn ákvæðum samkeppnislaga um markaðsráðandi stöðu fyrirtækja, sem leiði til þess að samkeppni skerðist. Að sögn Guðmundar Sigurðs- sonar forstöðumanns samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar hefur VÍS verið tilkynnt að samkeppnis- yfirvöld telji ekki ástæðu til að- gerða. Samkeppnislög heimila sam- keppnisráði að ógilda samruna fyrirtækja eða yfirtöku fyrirtækis á öðru fyrirtæki telji ráðið að það leiði til markaðsyfirráða fyrir- tækisins, dragi verulega úr sam- keppni eða sé andstætt markmiði samkeppnislaganna. Þá getur ráð- ið sett sh'kum samruna eða yfir- töku skilyrði sem verður að upp- fylla innan tilskilins tíma. Samkeppnisstofnun ákvað einn- ig að kanna hvort nýleg kaup Flugleiða á þriðjungshlut í Ferða- skrifstofu Islands kynnu að bijóta gegn sömu ákvæðum samkeppnis- laga. Að sögn Guðmundar hefur niðurstaða ekki fengist en hennar sé að vænta eftir rúma viku. Yélsleða- menní snjóflóði SNJÓFLÓÐ féll í grennd við hóp vélsleðamanna sem voru á ferð við Hrafnabjargaháls í grennd við Skjaldbreið í fyrrinótt. Engan sakaði. Einn vélsieðamannanna var þó hætt kominn og dróst í átt að flóðinu en tókst að sigia ofan á flóðinu og komast út úr því með sleða sinn heilu og höldnu, að sögn lögreglu á Selfossi, sem hafði verið í símasambandi við mennina. Ekki náðist samband við vél- sleðamennina í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.