Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997 41 ____BREF TIL BLAÐSIMS_ Nostradamus og gagnrýnandinn Frá Signýju Amilíu Hackett: ÞANN 19. desember síðastliðinn birti Morgunblaðið ritdóm um bók- ina Nostradamus og spádómarnir um ísland eftir Guðmund Sigurfrey Jónasson. Ritdómurinn, ef ritdómur skyldi kallast, á að mínu mati ekk- ert skylt við bókmenntagagnrýni. Höfundurinn, Geir Svansson, virðist telja vel til fallið að vera með skæt- ing, hártoganir og rangfærslur í umfjöllun sinni, í stað þess að leggja á sig þá vinnu sem þarf til að inna starf sitt sómasamlega af hendi. Eftir lestur „ritdómsins" er bersýni- legt að gagnrýnandinn hefur ekki lesið bókina í heild sinni heldur glefsur úr henni hér og þar. Hlýtur það að teljast forkastanleg vinnu- brögð. Franski spámaðurinn Mikaíl Nostradamus er aldrei nefndur ann- að en „Nostri" í umfjöllun gagnrýn- andans. „Nostri" þetta og „Nostri“ hitt. Er gelgjuskeiðshúmor af þessu tagi sæmandi fjölmiðli sem vill væntanlega láta taka sig alvarlega? í pistlinum fullyrðir gagnrýnand- inn að ekki sé hægt að finna í bók- inni fleiri ferskeytlur sem fjalla um ísland „en telja má á fingrum ann- arrar handar“. Ekki er mér kunn- ugt um hvað gagnrýnandinn hefur marga fingur á hendi en hitt veit ég að í kaflanum „Leiðtoginn frá Islandi" má finna alls fjórtán spá- dómsljóð sem vísa á ísland. Þau er einnig að finna í öðrum köflum bókarinnar og telst mér að fer- skeytlumar sem tengjast íslandi eða íslensku þjóðinni séu nærri tutt- ugu talsins. Gagnrýnandinn hefur hins vegar litla trú á framtíðarhlut- verki Islendinga og kýs að gera grín að sjálfri hugmyndinni og er honum það að sjálfsögðu í sjálfs- vald sett. Frumtexti og líkingarmál Nostradamusar Hann fullyrðir einnig að það komi ekki fram „hvort höfundur þýðir beint úr miðaldafrönsku, frönskum nútímaþýðingum eða jafnvel ensk- um“. í kaflanum „Nostradamus og Aldirnar“ segir höfundur hins vegar frá því að stuðst sé við frumtexta Nostradamusar, eins og hann birtist í ritverki Le Pelletier „Les Oracles de Nostradamus ..." sem kom út í París árið 1867. í formála bókar- innar kemur einnig fram að höfund- ur hafi notfært sér „internetið með skjótum aðgangi að gagnabönkum og grískum, latneskum og fom- frönskum orðasöfnum". Bendir það til þess að þýðingin sé úr nútíma- frönsku eða jafnvel ensku? Gagnrýnandinn finnur einnig að því að stundum sé „meint líkingar- mál spámanns túlkað beint inn í þýðinguna í spádómsljóðinu". Hann getur þess hins vegar ekki að höf- undur bókarinnar gagnrýnir aðra þýðendur fyrir að gera litla sem enga tilraun til að túlka líkingarmál Nostradamusar. Höfundur segir (á bls. 47): „Spádómsljóðin eru yfir- leitt þýdd orðrétt, án tillits til hvaða merking liggur til grundvallar. Fyr- ir vikið verða þau óaðgengileg og jafnvel illskiljanleg hinum almenna lesanda“. Ástæðan fyrir því að þýð- ingu spádómanna fylgir frumtexti ferskeytlanna, ásamt orðaskýring- um, er einmitt sú að gefa lesandan- um kost á því að sjá hvernig líking- ar spámannsins eru útlagðar. Er eðlilegt að gagnrýna höfund fyrir að gera einmitt það sem hann ein- setur sér? Leiðtoginn frá íslandi Gagnrýnandinn segir á einum stað: „Hægt er að túlka og þýða (spádómsljóðin) býsna fijálslega: sumir mundu segja eftir vild. Túlk- unardæmi: „Þjóðskörungur fæðist á íslandi. Alþingi sett á Þingvöllum. Styrjöld í Austurlöndum." En þessi útlegging er fengin úr eftirfarandi: Þar sem þijú höf liggja að landi fæðist sá/ sem gerir Þórsdag að hátíðisdegi. Frægð hans,/ völd og vegsauki mun vaxa þegar Asía/ riðlast vegna styijaldar á sjó og landi. Augljóst, ekki satt?“ Gagn- rýnandinn lætur þess þó ekki getið að Guðmundur Sigurfreyr útskýrir túlkun sína: ísland er úthafseyja og að því liggja þijú höf; Atlants- hafið að sunnan, Grænlandshaf að vestan og íslandshaf að norðan og austan. A sama hátt og sunnudagur er helgidagur kristinna manna og föstudagur helgidagur múhameðs- trúarmanna var fimmtudagur (Þórsdagur) helgasti dagur land- námsmanna. Alþingi til forna var alltaf sett á fimmtudegi, deginum sem helgaður var Þór, en það var guðinn sem mestur átrúnaður var á og almennastur var. Túlkun höf- undar er þess vegna ekki svo galin, þótt vissulega sé hún frumleg. Auk þess má finna fleiri ferskeytlur hjá Nostradamusi sem renna stoðum undir umrædda túlkun. Nasismi og nýaldarbókmenntir Gagnrýnandinn hneykslast einnig á hugtakinu „yfirmannkynsþjóð" og vænir höfund bókarinnar um að boða „hættulegan messíanisma“ ef ekki séríslenska útgáfu af nasisma Þriðja ríkisins. Hann getur þess þó ekki að hugtakið „yfirmannkyns- þjóð“ er hvergi að fínna í texta Guðmundar Sigurfreys sjálfs, heldur birtist það á einum stað í orðum sem höfð eru eftir þýskri spákonu frá árinu 1919. Á þeim tíma var hugtak- ið haft yfir fólk sem bjó við hátt menningarstig, en ekki skilið þeim skilningi sem gert er í dag. Gagnrýn- andinn fínnur einnig að því að tilvitn- anir sem hafðar eru í upphafi hvers hluta og sumra kaflanna séu „hver úr sinni áttinni og oft algerlega ósamstæðar“. Til þess að skilja sam- hengi tilvitnana þarf aftur á móti að lesa kaflana í heild sinni en það hefur gagnrýnandinn bersýnilega ekki gert. Það vekur til dæmis furðu, að jafnvel þótt stór hluti bókarinnar hafi að geyma spádóma Nostrada- musar, sem höfundur - oft á snilld- arlegan hátt - sýnir fram á að hafi ræst, þá minnist gagnrýnandinn ekki einu orði á þennan þátt verks- ins. Sama gildir um öll önnur spá- dómsljóð sem vísa á framtíðina, önn- ur en þau er lúta að íslandi. Ber það vott um þá „skynsemishyggju o g rökstuddu vinnubrögð“ sem gagnrýnandinn stærir sig af? I lok pistilsins lýsir gagnrýnand- inn síðan því yfir að allar svonefnd- ar „nýaldarbókmenntir" séu í reynd húmbúkk! Það vekur þess vegna furðu hvers vegna í ósköpunum maður með slík viðhorf er fenginn til þess að gagnrýna slíkar bók- menntir. Hefur Morgunblaðið þá yfirlýstu stefnu að gera lítið úr öllu því sem flokkast undir „nýaldarbók- menntir" eða stendur viðkomandi gagnrýnandi í persónulegri ófræg- ingarherferð gegn öllum þeim sem hafa önnur viðhorf til lífsins en hann sjálfur? SIGNY AMILIA HACKETT, Framnesvegi 25, Reykjavík. Opið hús Kringlan 15 — endaraðhús Milli kl. 14 og 17 í dag ertil sýnis glæsilegt 175 fm hús auk bílskúrs á þessum vinsæla stað. Verið velkomin að skoða eignina. Verð hennar er 16,4 millj., áhvílandi eru hagstæð lán við Byggingarsjóð ríkisins 3,5 millj. Húsið, fasteignasala, Suðurlandsbraut 50, sími 533 4300. hOLl FASTEIGNASALA 5510090 OPIÐ HÚS í DAG FRÁ KL.15 - 17 Dofraborgir 32 í dag býðst þér og þinni fjölskyldu að skoða þetta glæsilega 167 fm raðhús á þessum mikla útsýnisstað. í húsinu eru 3 svefnher- bergi, stofa og borðstofa, innbyggður bílskúr o.fl. Eignin verður seld fullbúin að utan, lóð grófjöfnuð og tilbúin til innréttinga að innan og er til afhendingar strax í dag. Ásmundur sölumaður á Hóli sýnir eignina á milli kl. 15 og 17 og verður hann með teikn- ingar af eigninni og allar nánari upplýsingar á reiðum höndum. Skipti möguleg á minni eign. Verð 10,4 milljónir. Ásgarður. Vorum að fá í sölu gullfallega 58 fm 2—3 herbergja íbúð á jarð- hæð í nýlegu húsi á þessum vinsæla stað. Parket og vandaðar innréttingar. Möguleiki á sérinngangi. Áhv. hagstæð lán. Verð 5,4 millj. íbúðin getur losnað strax (2007). Fornaströnd 15 — Seltjn. Oið hús í dag kl. 13—17 Vandað 260 fm einbýli á einum besta stað á Seltjnesi. Frábært útsýni. Húsið er klætt að utan með í-múr, nýlegt þakjárn, þakk- antur og rennur. Rúmgóð ræktuð eignarlóð með matjurtagarði. Verðhugmynd 18,5 millj. eða tilboð. Skipti möguleg á ódýrari. Áhugasömum er velkomið að líta inn milli kl. 13 og 17 í dag. Valhöll, fasteignasala, Mörkinni 3, sími 588 4477. Iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Skeiðarás Arnarnesvogi, Garðabæ Höfum fengið í einkasölu fyrir Sparisjóð Hafnarfjarðar atvinnu- húsnæði, einkar hentugt sem trésmíðaverkstæði, vélaverkstæði, bátaverkstæði, heildverslun o.s.frv. Húsnæðið er byggt 1961 og er tvískipt. Annars vegar er um að ræða stálgrindarhús sem skiptist í ca 300 fm atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum ásamt 300 fm skrifstofuhúsnæði á 2. hæð. Hins vegar er um að ræða áfast ca 240 fm steypt atvinnuhúsnæði. Húsnæðið stendur á sérlóð við sjó. Stærð lóðarinnar er ca 2.360 fm. Ekkert áhvílandi en möguleiki á að fá langtímalán fyrir hluta kaupverðs. Verð 26 milljónir. Fasteignasala, Strandgötu 25, Hfj. Árni Grétar Finnsson, hrl. Stefán Bj. Gunnlaugsson, hdl. Símar 555 1500, 896 4211, bréfsími: 565 2644. hjá H&M I Evrópu. Minnst 40% afsláttur. Hefst á morgun, mánudag. m KCWELLS Kringlunni 7, sími 588 4422. .. FYRIR ALLA í ► FJOLSKYUHINM <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.