Morgunblaðið - 19.01.1997, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Allt nýjar
vörur
aiao
Laugavegi 70, sími 551-4515.
Fasteignasalan Suöurveri ehf.
Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík
Sími 581 2040 Fax 581 4755
Fersk fasteignasala
Einar Örn Reynisson, Reynir Þorgrimsson,
Helgi Hákon Jónsson, uiöskiptafr. og löggildur fasteignasali.
Einbýlishús
Seltjarnarnes
Tjarnarstígur. Eldra parhús á
tveimur hæðum um 200 fm + tvöfaldur
bílskúr. 4 góð svefnherb., 2 saml. stofur.
Möguleiki á fleiri svefnherb. Góður garður.
V. 11,9 millj.
Bergstaðastræti - mikið
endurnýjað. Til sölu fallegt eldra
timburhús um 170 fm, Járnklætt hús á
þremur hæðum, kjallari, hæð og ris.
Sérbílastæði. Skipti möguleg. Verð 12,5
millj.
Grundarstígur. Hús á tveimur
hæðum sem nú eru tvær íbúðir tæp. 60 fm
hvor, selst í einu lagi, þarfnast endurbóta.
Fyrirtæki í eigin húsnæði
Hótel - veitinga-
staður. Höfum til sölu á
vesturlandi spennandi 1100 fm hótel
sem einnig er skemmtistaður. Fullt
vínveitingaleyfi. 26 herbergi - gisti-
aðstaða fyrir 50 manns + smáíbúð.
Gott eldhús. Veislusalur tekur 140
manns i sæti, hægt að skipta I þrjá
sali. Spennandi staðsetning sem
býður upp á óteljandi útivistar-
möguleika. Skipti koma til greina á
eign I Reykjavík.
Starengi - á einni hæð. tíi
sölu skemmtilegt og fallegt 138 fm
einbýlishús ásamt 40 fm bílskúr. Húsið
er tilbúið að utan en fokhelt að innan.
Telkn. á skrifst. Skuldlaust.
Erum að leita að einbýlishúsi í
Þingholtunum eöa gamla bænum í eldri
kantinum.
3ja-4ra herb.
Engihjalli - Kóp. Rúmgóð 3ja
herbergja ibúð 89,2 fm á 2. hæð I
lyftublokk. Tvennar svalir til vesturs og
norðurs. Parket á stofu. Flísar á gangi
og dúkur á herbergjum. Ekkert áhv. V.
6,7 millj. Vill gjarnan skipti á minni
íbúð, helst í Hamraborg Kópavogi.
Kleppsvegur. Góð 77 fm 3ja herb.
íbúð i lyftublokk, öll ný gegnumtekin.
Hugguleg íbúð. Suðursv. Litið áhv. V. 5,8
miilj.
Atvinnuhúsnæði
Álfaskeið - Hafnarfirði. Gott
verslunarhúsnæöi um 420 fm. Laust strax
og var þar rekin til margra ára
matvöruverslun, en hentar til margvíslegra
nota. Áhv. 6 millj. V. 21 millj.
Laugarneshverfi. Gott versi
unarhúsnæöi í verslunarmiðstöð um 100
fm meö kj. Hentar sérlega vel undir t.d.
fiskbúð, ísbúð með sælgætissölum,
pizzastað o.fl. Ekkert áhv. V. 6,3 millj
Laust strax, er staðsett við hliðina á
vinsælli 10-11 verslun.
Völvufell. Höfum til sölu 50 fm
verslunarpláss viö verslunarmiðstöð í
Fellagörðum, Reykjavík. Húsnæðið er í
útleigu en gæti mögulega losnað
fljótlega. Ekkert áhv. V. 2,4 millj.
Kópavogur. Til sölu ca 50 fm
húsnæði sem leigt er út í dag undir
söluturn. Langur leigusamningur sem
gefur um 55 þús. á mán. í leigutekjur. V.
3,5 millj. Skipti mögul.
Flugumýri. Iðnaðarhúsnæði, 180 fm
salur + 40 fm skrifstofuris og 40 fm
geymsluris. Mjög hátt til lofts, vegghæð
um 5 m og 8 m í mæni. Er í útleigu og gefur
um 77 þús. á mán. i leigutekjur. Eignin er
skuldlaus og ásett verð er 8,5 millj.
Óskum eftir m.a. þessum ákveðnu
eignum á söluskrá okkar:
1.
í Heimum eða nágrenni, tveggja herbergja fallegri íbúð í
skiptum fyrir fallega 3ja í sama hverfi.
í Hlíðahverfi, góðri 2ja til 3ja herbergja með 2 millj. kr.
samningsgreiðslu.
í Verslunarhúsnæði ca 200 fm við Laugaveginn eða
nágrenni, fjársterkur aðili.
4. í Iðnaðarhúsnæði 200-500 fm með góðum innkeyrslu-
dyrum.
5. í 50-100 fm skrifstofu í Ármúla eða Síðumúla.
2.
3.
- kjarni málsins!
ÍDAG
Með morgunkaffinu
Áster.....
... aðleiðast.
TM Reg U.S. Paf. Off. — aU rights reserved
(c) 1996 Los Angeles Times Syrxlicate
ÉG VEIT að þú gafst mér
bestu ár ævi þinnar, en
það var 1954 og 1955.
MAMMA! Gáðu hvort
þetta er tannkrem.
að heimilisbókhaldi og
tekjurnar stemma alveg
við útgjöldin. Þú þarft
bara að fá 50 þúsund
króna Iaunahækkun.
O
ÞÚ VEIST ekki hvernig
þessi dagur var hjá mér.
NEI, ég hef ekki lesið
Biblíuna og ætla ekki að
gera það fyrr en hún
verður sett á netið.
VIÐ ákváðum að halda innflutningspartýið núna, því
það er ekki víst að við höfum efni á því þegar húsið
verður tilbúið.
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: laugaÞmbl.is
Fyrirspurn til
Vegagerðar
RANNVEIG hringdi og
vill spyija Vegagerðina
hvort gerðar hafi verið
rannsóknir á því hvaða
áhrif malarflutningar í
Seyðishólum í Grímsnesi
hafi á slysahættu á þjóð-
veginum í nágrenninu.
Bækur óskast
ELIN hringdi og er hún
að leita að einhveijum
sem á bækurnar um
Tuma, Möggu og Emmu
sem viðkomandi gæti
gefið eða selt. Upplýs-
ingar í síma 552-3433.
Tapað/fundið
Pels tapaðist
BRÚNN pels tapaðist úr
bíl við Grettisgötu, helg-
ina 3.-5. janúar. Skilvís
finnandi hafíð samband
í síma 552-8037.
Fundarlaun.
Hvar eru
skórnir?
SKöMMU fyrir jól tapað-
ist poki. í honum voru
svartir nýlegir spariskór
með gylltri og svartri
skrautspennu. Hefur trú-
lega gleymst í verslun í
jólainnkaupunum á leið
um Austurstræti og
Laugaveg upp í Eskihlíð.
Skilvís fmnandi hafi
samband í síma
551-8643.
Hjól fannst
REIÐHJÓL fannst í
Fossvogsdal, Kópavogs-
megin, 15. janúar. Upp-
lýsingar í síma
564-1976.
4
:3
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
HVÍTUR leikur
og vinnur
STAÐAN kom upp á ísra-
elska meistaramótinu í vet-
ur. Alþjóðlegi meistarinn
Eduard Porper (2.425)
hafði hvítt og átti leik, en
Evgeny Rapoport (2.195)
var með svart.
32. Rxa5! — bxa5 33. Dxa5
(Hvítur hefur náð að tæta
sundur svörtu
kóngsstöðuna og
biskupapar hans
og hrókar eiga
nú greiða leið í
sóknina) 33. —
Rhf6 34. Bxc5 -
Rd6 35. Da7+ -
Kc8 36. Hbl -
Dh7 37. Hxb7!
- Rxb7 38.
Da8+ og svartur
gafst upp því
hann er óveijandi
mát í þriðja leik.
Hraðmót hjá
Helli mánudagskvöldið 20.
janúar kl. 20 í nýju hús-
næði Hellis hjá Bridgesam-
bandinu í Mjódd í Breið-
holti. Unglingaæfing á
sama stað kl. 17.15.
Víkverji skrifar..
GÍFRAÐ um geitarull kölluðu
áar okkar það þegar menn
fóru í hár saman út af smámunum.
Víkveija finnst á stundum sem gífr-
að sé um geiti rull í flestum dægur-
dálkum og lesendabréfum prent-
miðlanna, að ekki sé nú minnzt á
keisarans skegg í þjóðarsálinni. Hin
stóru málin liggja frekar í þagnar-
gildi á þeim vettvangi.
Það eru ekki margir sem kveða
sér hljóðs um stöðu móðurmálsins,
sem er hornsteinn stjórnarfarslegs
og menningarlegs fullveldis okkar,
og á í vök að veijast vegna ásóknar
annarra mál- og menningarsvæða
(sjónvarp, alnet o.s.frv.). Eða um
almenna og sérhæfða menntun
þjóðarinnar, en menntun og þekk-
ing ráða mestu um lífskjör þjóða í
bráð og lengd. Eða um stöðu okkar
í Evrópusamrunanum. Eða um
þjóðararðinn af sjávarauðlindinni,
sem er verðmætust sameign þjóðar-
innar, að sögn. Eða um jafnstöðu
fólks í kosningum til Alþingis. Eða
um nauðsyn fjölskylduvænna
skattaumhverfis.
Stóru málin vega lítið í hinni al-
mennu umræðu. Okkur fellur betur
að gífra um geitarull.
xxx
FLESTIR landsmenn hugleiða
kjaramál þessa dagana, enda
samningar lausir og allra veðra von
á vinnumarkaði. Víkveiji veltir fyrir
sér, hvernig við náum bezt þeim
markmiðum, sem allir góðir menn
vilja stefna að, það er viðunandi
afkomu fólks og atvinnuöryggi.
Við búum þegar við fullnýtta,
jafnvel ofnýtta fískistofna. Við bú-
um þegar við búvöruframleiðslu
umfram markaðseftirspurn. Hvar á
þá að leita fanga um fleiri störf,
til að útrýma atvinnuleysinu, eða
til að auka þjóðartekjur - stækka
skiptahlutinn á þjóðarskútunni?
Beinast liggur við að fjölga störf-
um og auka þjóðartekjur með því
að nýta þriðju auðlindina, orkuna í
vatnsföllum iandsins og jarðvarm-
anum. Það er með orkufrekum iðn-
aði. Að sjálfsögðu með beztu meng-
unarvörnum. Fleira kemur til, svo
sem ferðaiðnaður og margs konar
hugbúnaðar. Við sækjum hins veg-
ar ekki fram til atvinnuöryggis og
bættra lífskjara ef við nýtum ekki
það bjargræði sem forsjónin leggur
okkur upp í hendur. Og með því
að stórefla almenna og sérhæfða
menntun og þekkingu í landinu.
XXX
MEGINFORSENDA hamingju
hvers og eins er heilbrigði
til sálar og líkama. Enginn getur
að vísu alfarið siglt fram hjá sjúk-
dómum eða slysum, sem sjaldnast
gera boð á undan sér. Sérhver get-
ur á hinn bóginn haft ótrúlega mik-
il áhrif á heilsufar sitt, bæði líkam-
legt og andlegt, með lífsmáta sínum
einum saman.
Lyklarnir að líkamlegu heilbrigði
eru fyrst og fremst þrír: rétt fæðu-
val, hæfileg hreyfing, t.d. göngur
og sund og að hætta reykingum.
Þetta þarf ekki að kosta mikla fjár-
muni. Aðeins dulitla fyrirhyggju og
sjálfsaga.
Það er ekki síður mikilvægt að
leggja rækt við hugarfar sitt en lík-
ama. í þeim efnum er gott að huga
að gömlum gildum, trúarlegum og
siðfræðilegum. Fjárútlát eru nánast
óþörf. í flestum tilfellum er hæfileg
ganga frá heimiii að sóknarkirkju.
Það er óþarfi að fara yfir lækinn
til að sækja vatnið.
XXX
A
OÐINN Pétur Vigfússon segir
nýverið í grein í Degi-Tíman-
um: „Ég er búinn að vera erlendis
megnið af ævinni við nám og störf,
og þegar heim er komið undrast
ég allan þennan harmagrát;
kannski er nauðsynlegt að íslend-
ingar eignist sinn Grátmúr."
Gömlu mennirnir sögðu að sá
væri ekki búmaður sem ekki kynni
að beija sér. Grátmúrsþörfín er því
ekki ný af nálinni. Það er meira að
segja talað um grátkór kvótakónga
- í miðri kvótaverðsuppsveiflunni.
Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir
ætla sér leyfíst það. Og sumir leggja
jafnvel krókódílstár í púkkið!