Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 30
> 30 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
HÁSKALEG ATLAGA AÐ
VÍÐFRÆGRIOG EIN-
STÆÐRINÁTTÚRUPERLU
í MORGUNBLAÐINU 17. janúar
sl. birtist grein eftir Jakob Bjöms-
son, fyrrverandi orkumálastjóra,
sem nefndist „Brenglaðar hugmynd-
ir um áhrif orkunýtingar á miðhá-
lendi íslands". Meginmarkmið þess-
arar greinar er að koma því til skila
að hugmyndir Landsvirkjunar um
nýtingu miðhálendisins til raforku-
vinnslu fram til ársins 2030 feli að-
eins í sér 4% af heildarflatarmáli
landsins. Það séu 96% til annarra
nota.
Þessi útreikningur hefur lengi
verið ofannefndum manni hugleik-
inn. Til að mynda segir hann í Morg-
unblaðsgrein 11.3. 1995: „98% af
flatarmáli landsins verða ósnert af
tífaldri núverandi raforkuvinnslu.
Þau 98% munu geyma í ríkum
mæli hið ósnortna og upprunalega."
Og Jakob er ekki einn og óstuddur
í reikningskúnstinni því Þorsteinn
Hilmarsson, upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar, slær á sömu strengi
fyrir fáeinum dögum: „Þótt allar
helstu jökulár landsins yrðu virkjað-
ar nemur það land sem fer undir
vatn og mannvirki innan við einum
hundraðasta af flatarmáli Islands."
(Mbl. 23.1. sl).
„Fjallavötnin“
Það er ekki tilviljun að einsýnir
• ísafjörður • ísafjörður • ísafjörður •
*
%
Gjugghelgin 7. - 9. febrúar
á Isafirði
ísiand að vetri býður
upp á fjölmarga
möguleika til afþreyingar
og skemmtunar.
Skíðaferðir, fjallaskoðun,
listalíf, matur, menning og
skemmtun. Flugieiðir
innanlands bjóða flug, gistingu,
skemmtun og ævintýri á einstöku
Gjugg-verði fyrir einstaklinga, hópa
og fyrirtæki.
Lífgaðu upp á tilveruna í vetur og skelltu þér
í ógleymanlega helgarferð til ísafjarðar
ts\ með Flugleiðum innanlands.
ISAFJARrÐARBÆR QUEÐURf
I
Gjuggpakki fra kr
14.230
• Flug fram og til baka.
•e • Gitting í 2 nætur mað
5 morgunverði.
5 • Afsláttarhefti og flugvall-
arskattur innifalinn.
Verðpr. mann.
Osvikið vestfirskt þorrablót
Boðið upp á stórskemmtilega helgar-
dagskrá frá föstudegi til sunnudags, *
með ótal skemmtilegum uppákomum: _
• Siglingar
• Skíða- og sleðaferðir
• Þorrapizzur
•Tónleikar
• Hlaðborð til sjávar og sveita
• Smakkferð
n
X
1 -jflMBr
virkjunarsamherjar
hamri á þessum pró-
sentureikningi. Honum
er ætlað að afvegaleiða
fólk, brengla skilning
þess á því sem í húfi
er. Það er allt annar
reikningur sem gildir.
Sá reikningur sýnir ótv-
írætt að verði hug-
myndir Jakobs og sam-
heija hans að veruleika
munu miðlunarlón
drekkja 300-500 fer-
kílómetrum af hálendis-
gróðri. Reikna má með
að aðeins 20% af miðhá-
lendinu séu gróin. Um
fjórðungur af þessum
gróðri færi undir vatn
ef hemaðaráætlun Landsvirkjunar
næði fram að ganga! Þetta er sá
reikningur sem gildir þegar meta
skal „áhrif orkunýtingar á miðhá-
lendi íslands". Að því viðbættu að
þegar áform Landsvirkjunar á mið-
hálendinu hefðu verið framkvæmd,
væru sumar gróðurríkustu og sér-
stæðustu vinjar miðhálendisins
sokknar sem og margvísleg náttúru-
undur sem aldrei verða metin með
prósentu- og hlutfallareikningi. Þeg-
ar slíkum reikningi sleppir í þessu
efni reynir á heilbrigða og óbren-
glaða ást á náttúru landsins. Það
er erfitt að dæma um ástarsamband
manns og náttúru. En óneitanlega
virðist náttúmskynjun Jakobs
Bjömssonar meira brengluð en al-
mennt gerist. Um þau 20-30 miðl-
unarlón sem Landsvirkjun áformar
á miðhálendinu og færa myndu
fjórðung af gróðurþekju þess í kaf
segir hann í Morgunblaðsgreininni
1995: „Fjallavötn hafa ekki til þessa
þótt til óprýði í náttúrunni."!
Það er mögulegt að endurlífga
ofbeitt land og ofnýtt fiskimið en
gróður og náttúrudjásn sem fara
undir miðlunarlón em glötuð að ei-
lífu. Verði íjallavatnadraumsýn Jak-
obs Björnssonar og samheija hans
að veraleika glatast hundruð ferkíló-
metra af hálendisgróðri í dögun
nýrrar aldar. Frá hæðum og leitum
á miðhálendinu munu manngerð og
steingeld miðlunarlónin blasa við
auga. Stíflugarðar, línuvegir, há-
spennumöstur og raflínur fullkomna
sjónmengunina. Og allt yrði þetta í
nafni „hagkvæmustu virkjunar-
kosta“ og framsýni. Það er þetta sem
um er deilt. Prósentureikningur Jak-
obs Björnssonar og Þorsteins Hilm-
arssonar um hlutfallslega nýtingu
af heildarflatarmáli landsins til raf-
orkuvinnslu kemur ekkert málinu
við. En þessi málflutningur þeirra
eru í beinu samhengi við aðra blekk-
ingartilburði sem ætlaðir eru til þess
að sætta þjóðina við ískyggilega
aðför að náttúru landsins. Þannig
segir fyrrverandi stjórnarformaður
Landsvirkjunar, dr. Jóhannes Nor-
dal, í Morgunblaðinu 28.9. 1994: „Ef
ráðist yrði í virkjun jökulánna norðan
Vatnajökuls í framtíðinni þá yrðu
heildaráhrif hennar á mengun í
heiminum jákvæð hvort sem hún
yrði nýtt til iðnaðar innanlands eða
til orkuútflutnings um sæstreng."
Kokgleypir áróðurinn
Finnur Ingólfsson iðnaðarráð-
herra hefur kokgleypt þennan áróð-
ur. Hann er nýkominn til landsins
eftir viðræður í Hollandi um sæ-
streng. Þar í landi var sagt að hann
hefði lofað breiðum stuðningi við
slíkan raforkuflutning frá íslandi.
Heimkominn bar hann þetta af sér
og sagðist efast um að sá stuðning-
ur væri fyrir hendi,
meðal annars vegna
umhverfissjónarmiða.
„Á móti kæmi það sjón-
armið að útflutningur
raforku um sæstreng
til Evrópu gæti verið
mjög stórt framlag til
umhverfismála heims-
ins.“ Og hvað skyldi nú
þetta mjög stóra fram-
lag vera stórt? Svarið
er að finna í grein eftir
dr. Hilmar J. Malmqu-
ist vatnalíffræðing
(Mbl. 18.10 1995). Þar
segir: „Ef gengið er út
frá fullnaðamýtingu
alls tæknilega virkjan-
legs vatnsafls á íslandi,
um 60 TWst á ári, þá svarar það
til um 1% af þeirri raforkunotkun í
Evrópu í dag sem er aflað með kol-
um, olíu, gasi og kjarnakljúfum."
Með tilliti til vaxandi orkuþarfar
Evrópu á næstu áratugum yrði þetta
mjög stóra framlag Islands til að
minnka notkun mengandi orku 5
Evrópu „langt undir 1%, sem skiptir
nær engu máli í stærra samhengi."!
- Hvort skyldi nú vera meira virði
fyrir okkur og umheiminn, þetta
tittlingaskítslega framlag - sem
hefði í för með sér geigvænlegri
náttúmspjöll en áður hafa þekkst
hér á landi - eða það að eiga stór-
Stór hluti Þjórsárvera,
segir Birgir Sigurðs-
son, er enn í herkví
Landsvirkjunar.
fenglega og fágæta náttúru norðan
Vatnajökuls óspjallaða?
Fyrir rúmum aldarfjórðungi ráð-
gerði Landsvirkjun með dyggum
stuðningi ríkisstjórnarinnar að búa
til miðlunarlón í Þjórsárverum sunn-
an Hofsjökuls. Þar er eitt víðáttu-
mesta og fjölbreyttasta gróðursvæði
á miðhálendinu, um 140 ferkílómetr-
ar í skjóli fagurra jökla og hýsir
mesta heiðagæsavarp í heimi. Fyrir-
ætlun Landsvirkjunarmanna gengur
þvert gegn alþjóðlegum samþykkt-
um um náttúm- og fuglavernd en
þeir skeyttu því engu og töldu þjóð-
arnauðsyn að sökkva þessari nátt-
úruperlu. Þá upphófust mestu mót-
mæli gegn náttúmspjöllum sem orðið
hafa hér á landi. Þessi stórfellda árás
á náttúm landsins vakti einnig geysi-
hörð viðbrögð erlendra stofnana og
félaga á sviði náttúravemdar. Mót-
mælum rigndi yfir ríkisstjórnina. Hún
dró í land. Þjórsárver vora gerð að
friðlandi um áratug síðar.
Herkví Landsvirkjunar
Guðmundur Páll Ólafsson, sem
er höfundur dýrmætustu bóka sem
til em um náttúra íslands, rifjar
nýlega upp þennan merka sigur
náttúruverndar og skynsemi og seg-
ir að mönnum í Náttúraverndarráði
„hafi með hetjulegum hætti tekist
að bjarga einstæðri náttúruperlu í
heiminum, Þjórsárveram, frá því að
lenda undir miðlunarlóni Landsvirkj-
unar“ (Mbl. 19.1 sl.). En Guðmundur
fagnar einum of snemma. Því mið-
ur. Stór hluti Þjórsárvera er enn í
herkví Landsvirkjunar. Þegar Þjórs-
árver voru gerð að friðlandi neyddist
Náttúraverndarráð til að samþykkja
yfir sig þessa herkví: í auglýsingu
um friðlýsingu Þjórsárvera frá 3.12.
1981 segir: „Ennfremur mun Nátt-
úruverndarráð fyrir sitt leyti veita
Birgir
Sigurðsson
Landsvirkjun undanþágu frá friðlýs-
ingu þessari til að gera uppistöðulón
með stíflu við Norðlingaöldu allt að
581 m y.s., enda sýni rannsóknir að
slík lónsmyndun sé framkvæmanleg
án þess að náttúraverndargildi
Þjórsárvera rýrni óhæfilega að mati
N átiúruverndarráðs".
í skjóli ofangreinds undanþágu-
ákvæðis áformar Landsvirkjun að
leggja til atlögu við þessa náttúru-
paradís á ný. Úr launsátri í þetta
linn því atlagan er falin bak við hið
sakleysislega heiti „Norðlingaöldu-
niðlun" en þessi áformaða miðlun
er hugsuð í samhengi við Kvíslaveit-
ur á efri vatnasviðum Þjórsár og
nýsamþykkta Hágöngumiðlun. En
lónið við Norðlingaöldu yrði langtum
stærra en Hágöngumiðlunarlónið. í
tillögu Landsvirkjunar sem er miðuð
við 581 metra vatnsstöðu myndi stór
hluti þessa geysimikla miðlunarlóns
vera í friðlandi Þjórsárvera. Þá færu
16 ferkílómetrar gróins lands undir
vatn en áður hefur 5 ferkílómetrum
af grónu landi veranna verið sökkt
vegna Kvíslaveitu. Alls myndu því
22 ferkílómetrar gróins lands í Þjórs-
árveram (um 16%) lenda undir vatni
vegna raforkuvinnslu! Þetta sam-
svarar því að ellefu algrónar meðal-
jarðir (miðað við 200 ha) á Suður-
landi færu undir vatn! Þannig fyrir-
hugar Landsvirkjun að smeygja
gróðureyðingunni bakdyramegin inn
í þessa heimskunnu og dýrmætu
náttúruparadís á sama tíma og al-
menningur, stórfyrirtæki og stofn-
anir vinna með sívaxandi áhuga að
gróðurvemd og landgræðslu.
Ógnvænlegar afleiðingar
Þar með er þó ekki öll sagan sögð.
Sterkar líkur eru á að þessar fram-
kvæmdir geti haft enn háskalegri
afleiðingar. Það má ráða af skýrslu
um Þjórsárver sem dr. Þóra Ellen
Þórhallsdóttir grasafræðingur
samdi. Skýrslan var unnin sam-
kvæmt samningi Líffræðistofnunar
Háskólans og Landsvirkjunar og er
ávöxtur margra ára ítarlegra rann-
sókna. Skýrslan nefnist „Áhrif miðl-
unarlóns á gróður og jarðveg í Þjórs-
árverum". Hún var fullgerð árið
1994 og gefin út af Líffræðistofnun
Háskólans í maí það sama ár. í
skýrslu dr. Þóra kemur fram að
vegna breytilegrar vatnshæðar í lón-
inu verði til uppþomuð og gróð-
urvana belti umhverfís það. Þar með
eigi vindar og veður greiða leið að
geysimiklu fokefni sem sums staðar
er margra metra þykkt. Hún segir
að víða geti þessi gróðurvana belti
„sem a.m.k. tímabundið eru ofan
strandlínu, skipt tugum metra á
breidd og sums staðar orðið mörg
hundruð metra breið og að líklegt
sé að í sumum árum muni slík gróð-
urvana belti ná að þorna í byijun
sumars eða að hausti. Ég tel því
veralega hættu á að uppblástur geti
farið af stað við strendur lónsins.
Fari slíkur uppblástur af stað yrði
áreiðanlega erfítt og hugsanlega nær
ómögulegt að stöðva hann.“ - Þann-
ig er niðurstaða dr. Þóru í þessu efni.
Ekki þarf ýkjamikla þekkingu á
hræðilegri gróðureyðingarsögu ís-
lands til þess að gera sér grein fyrir
áhrifum þessa uppblásturs á við-
kvæman hálendisgróður ,og hvílík
áhætta væri tekin með þessum fram-
kvæmdum. En Landsvirkjun kýs að
láta sem þessi niðurstaða dr. Þóru
sé ekki til. Skýtur það í meira lagi
skökku við eftirfarandi málflutning
upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar í
Morgunblaðinu 23. janúar sl. Þar
segir: „Vandséð er hvernig vanda á
til verka í ákvörðunum er áhrif hafa
á náttúru landsins ef nota á bijóst-
vitið og tilfinningarnar en rannsókn-
ir og útreikningar era taldir mark-
lausir." Telur Landsvirkjun niður-
stöður og rannsóknir þessa virta vís-
indamanns marklausar? Svo er að
sjá því undanfarin ár hefur fyrirtæk-
ið reynt að þvinga Náttúruverndar-
ráð til þess að samþykkja þessi
hættulegu áform og hvergi gefið sig.
40-50%
eyðimerkurmyndun
17. júní árið 1994 var samþykktur
alþjóðlegur sáttmáli um baráttu
gegn myndun eyðimarka og Samein-
uðu þjóðirnar hafa lýst því yfír að
héðan í frá verði 17. júni helgaður
jarðvegsverndun. Það fer vel á því