Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík 130 ára
STJÓRN Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík í dag. Frá vinstri: Ásgrímur Jónas-
son, Ólafur Jónsson, Guðmundur Kristjánsson, Siguroddur
Magnússon og Örn Guðmundsson.
GISSUR Símonarson (t.v.) var kjörinn heiðursfélagi Iðnaðarmannafélagsins á síð-
asta aðalfundi þess. Þórður Krisljánsson afhendir honum skjalið. Aðrir núlifandi
heiðursfélagar eru Ingólfur Finnbogason, Haraldur Ágústsson,
Björgvin Frederiksen og Helgi Hallgrímsson.
Stofnað til að
styrkja samheldni
iðnaðarmanna
TILGANGUR Iðnaðar-
mannafélagsins í Reykja-
vík sem á morgun fagnar
130 ára afmæli sínu var
orðaður þannig við stofnun en í ár-
daga þess var það nefnt Handiðna-
mannafélagið í Reykjavík: Að koma
upp duglegum handiðnamönnum,
efla og styrkja samheldni meðal
handiðnamanna á Islandi og innlent
iðnaðarlíf taki framförum og enn-
fremur að styðja að gagnlegum og
þjóðlegum fyrirtækjum. Fjöldi stofn-
enda var 31, þeir voru orðnir 100
nokkru fyrir fertugsafmæli félagsins,
hafa sjaldan verið fleiri en 300 en í
dag eru félagsmenn kringum 220.
Elsta gjörðarbók félagsins týndist
en aðrar heimildir greina að stofnda-
gurinn hafi verið 3. febrúar 1867.
Þótt nafnið hafi í upphafi verið
Handiðnamannafélagið var félagið
iðulega nefnt Iðnaðarmannafélagið
og með lagabreytingu árið 1882
ákveðið að svo skyldi vera enda þótt
fyrra heitinu bregði fyrir oft eftir
það. Talið er að félagið sé stofnað
í húsi Landsprentsmiðjunnar en það
hús var arfur frá iðnveri Skúla fóg-
eta, brautryðjanda iðnrekstrar á Is-
landi. Gísli Jónsson á Akureyri ritaði
sögu félagsins á aldarafmæli þess
og segir hann að í byijun síðustu
aldar hafi aðeins fjórir iðnaðarmenn
verið starfandi í Reykjavík. Um
miðja öldina eru þeir orðnir 40 en
þeir höfðu lengi átt erfitt uppdráttar
sökum fámennis staðarins, „en upp
frá þessu tekur hagur þeirra að
vænkast, og verða margir þeirra
efnaðir og vel metnir borgarar. Tek-
ur þá brátt að þróast með þeim sá
metnaður og ásetningur að gera veg
starfs síns og stéttar sem mestan,
svo að ekki þurfi að leita til erlendra
iðnðarmanna, hvenær sem einhver
stórvirki skuli leyst af höndum. Til
þess að hefja hag stéttarinnar þurfí
samtök, menntun og framkvæmdir.
Það varð hlutskipti félags iðnaðar-
manna í Reykjavík að stuðla að
þessu,“ segir í bók Gísla.
Segja má að aðalviðfangsefni Iðn-
aðarmannafélagsins hafí verið menn-
ingarmál af ýmsu tagi og fræðslumál
en félagið varð aldrei stéttarfélag. í
áratugi stóð félagið fyrir iðnfræðslu
og sinnti í raun stefnumótun hennar
í nærri heila öld eða þar til fræðslu-
lög voru samþykkt 1966. Félagið
reisti iðnskólahús við Lækjargötu
sem margir þekkja og hafði forgöngu
um byggingu Iðnskólans á Skóla-
vörðuholti sem yfírvöld hafa nú yfír-
tekið. Þá stóð félagið fyrir fímm iðn-
sýningum á árunum 1883 til 1949,
árið 1977 var haldin sýning á mynd-
verkum félagsmanna og árið 1980,
á ári trésins, var sett upp list- og
nytjamunasýning. Hefur stjómin í
hyggju nú að efna á næstu misserum
til listsýningar.
Þá samþykkti félagið á félagsfundi
árið 1906 að standa straum af full-
vinna styttuna af Ingólfí Amarsyni
sem Einar Jónsson gerði. Segir í grein
Jóns Böðvarssonar í afmælisriti sem
gefíð var út fyrir 10 ámm að ríkis-
þing Dana hafí heykst á að gefa ís-
lendingum styttuna og í framhaldi
af því hafí Iðnaðarmannafélagið tek-
ið að sér verkið. Leiðin hafí reynst
löng og torsótt en 24. febrúar 1924
hafí félagið fært ríkisstjórn landsins
styttuna og hún afhjúpuð af Jóni
Halldórssyni trésmið sem flutt hafði
tillöguna á félagsfundinum.
Guðmundur Kristjánsson
Höfum alltaf verk að
vinna í menningar-
og menntamálum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FORMAÐURINN Guðmundur Kristjánsson er hér í baðstof-
unni. Við hlið hans er lampi sem Ríkharður Jónsson skar út
og var það eina sem varðveittist í brunanum árið 1986.
OTJÓRNIN hefur rætt það
LJ nokkuð að undanförnu að
tímabært væri að koma aftur upp
sýningu á listaverkum iðnaðar-
manna því meðal iðnlærðra
manna eru fjölmargir listamenn
sem hafa ýmislegt; fram að færa.
Þetta er eitt af því sem við munum
vinna að á næstunni, segir Guð-
mundur Kristjánsson formaður
Iðnaðarmannafélagsins í Reylqa-
vík í samtali við Morgunblaðið,
aðspurður um það sem á döfinni
væri hjá félaginu.
Það væri þá ekki í fyrsta sinn
sem félagið efndi til slíkrar sýn-
ingar því árið 1977 stóð það fyrir
sýningu á málverkum, högg-
myndm og skúlptúrum iðnaðar-
manna og hafði forgöngu um
fyrstu iðnsýninguna þegar árið
1911. Guðmundur Kristjánsson er
veggfóðrarameistari og er nýlega
hættur störfum sem slíkur eftir
50 ára feril bæði á höfuðborgar-
svæðinu og víða út um landið. -Ég
hef starfað við iðnina allar götur
frá því ég útskrifaðist, hætti þeg-
ar ég var 74 ára, en hlutverk
okkar eru jöfnum höndum vegg-
fóðrun og dúkalagnir. Veggfóðr-
un hefur löngum verið sveiflu-
kennd, komið í miklum bylgjum
og er heldur í lægð um þessar
mundir en dúkalögn hefur alltaf
verið nokkuð jöfn, segir Guð-
mundur ennfremur. -Þar er farið
að leggja miklu meiri og vand-
aðri vinnu í allar samsetningar,
þær eru nú soðnar og vinyl hefur
að mestu leyti horfíð fyrir linole-
um dúk sem þykir í dag sterkara
efni og meira fyrir augað.
Guðmundur segir að meira sé
líka um hvers kyns mynstur og
skreytingar við dúkalagnir. En
hveijir teikna mynstrin? -Það eru
ýmist við sem Ieggjum eða arki-
tektar en í náminu fá veggfóðr-
arar og dúklagningamenn nám-
skeið í teikningum rétt eins og
margir aðrir iðnaðarmenn, segir
Guðmundur og kveðst hann ekki
óttast að fagið leggist niður þrátt
fyrir minni verkefni við veggfóðr-
un þessi árin, nokkur ásókn sé
að komast í námið en í dag starfa
um 80 manns við fagið. En aftur
að Iðnaðarmannafélaginu og Guð-
mundur er spurður hvort hann
hafi lengi verið félagsmaður:
-Ég dróst nú fljótt inn í félags-
mál fyrir okkar stétt, var formað-
ur og um tíma einnig fram-
kvæmdastjóri fyrir Meistarafé-
lagið og hef lengi verið í Iðnaðar-
mannafélaginu einnig. Ég hugsa
að það sé sanlmerkt okkur í félag-
inu að við höfum flestir starfað
fyrir sérgreinafélögin. Iðnað-
armannfélagið hefur alla tíð haft
verk að vinna, aðallega að menn-
ingar- og menntamálum iðnaðar-
manna, stutt stofnanir sem starfa
í þágu þeirra, haft sjóð sem styrk-
ir menn til framhaldsnáms og á
hveiju vori verðlaunar félagið þá
sem skara framúr í Iðnskólanum
í Reykjavík fyrir teikningar og
ástundun.
Forgöngumenn
Iðnaðarmannafélagið reisti Iðnó
í Reykjavík 1895-1996 en þá hafði
lengi verið talað um þörf á alhliða
samkomusal fyrir Reykvíkinga.
Leikfélag Reylqavíkur fékk þar
inni og segir Guðmundur hafa
verið minnt á þetta framtak og
frumkvæði Iðnaðarmannafélags-
ins þegar fagnað var 100 ára af-
mæli L.R. Minnti hann einnig á
að af 19 stofnendum L.R. hafi 8
komið úr röðum iðnaðarmanna.
Félagið sá um rekstur Iðnskólans
allt til ársins 1954 er ríkið tók við
honum og flutt var í nýtt hús á
Skólavörðuholtinu en gamla iðn-
skólahúsið við Lækjargötu var síð-
ar selt og andvirði þess lagt í Hús
iðnaðarins við Hallveigarstig en i
þvi á félagið rúman fímmtung.
-Við höfum þó áfram umráða-
rétt yfir baðstofunni sem svo er
kölluð og þar höldum við félags-
fundina og tökum stundum á
móti ýmsum sem vilja heimsækja
okkur og segjum frá sögu húss-
ins, segir Guðmundur. -Reylqa-
víkurborg keypti húsið af okkur
1965 þegar menn höfðu hugmynd-
ir um að reisa ráðhús borgarinnar
þar en það var sem betur fer fall-
ið frá því og um leið fengum við
aðgang að baðstofunni meðan
húsið stendur. Það hlýtur að geta
orðið nokkuð lengi því nú er búið
aðfriðahúsið!
FÉLAGIÐ er bæði fyrir sveina
og meistara og nokkrir
kennarar í Iðnskólanum eru
einnig félagar en alls er tala
þeirra nú um 220. Þeim hefur
farið hægt fjölgandi en það er
kannski helst á tímamótum sem
þessum þegar eitthvað fréttist
af félaginu að nýir menn ganga
inn og það er ánægjulegast þeg-
ar okkur tekst að yngja félagið
svolítið upp, segir Siguroddur
Magnússon rafvirkjameistari
sem er ritari í stjórn Iðnaðar-
mannafélagsins.
Siguroddur hefur starfað við
iðn sína allt frá árinu 1938 er
hann hóf námið: -Lítið var en
lokið er, sagði hann um dags-
verkið og mælir af hógværð en
fyrir utan það að vera rafverk-
taki frá árinu 1952 með nokkra
menn í vinnu hefur hann haft
margháttuð afskipti af félags-
og menntamálum rafvirlqa, ver-
ið í stjórn sérgreinafélags síns,
setið í prófanefnd um árabil og
í stjórn Iðnaðarmannafélagsins
í 23 ár. -Ég átti fáa en góða
kúnna, segir Siguroddur, -starf-
aði til dæmis mikið fyrir Bygg-
ingafélag verkamanna og lagði
í húsin við Stórholt, Stangar-
holt, Nóatún og Stigahlíð og síð-
ar í Fossvoginum og var í þess-
um almennu raflögnum lengst
af.
Nýjungar í rafvirkjun sagði
hann hafa skilað sér nokkuð vel
til rafvirlqa ekki síst eftir að
Rafiðnaðarskólinn kom til en
hann hefur þau mál á sinni
könnu í dag. -Skólinn er stolt
okkar rafiðnaðarmanna og við
höfum átt mikið og gott sam-
starf við bræðrafélög okkar á
Norðurlöndum, meðal annars í
Danmörku og mér finnst hafa