Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 11 hækkunar flutningsgjalda, eins og fram kom á þeim tíma í Morgunblaðinu. Við ætluðum þá að hefja samstarf við erlenda aðila og stefndum að því strax i upphafi. Hins vegar gátum við ekki tekið flutningana í gegnum E\rópu vegna þess að skip okkar voru of lít- il. Jafnframt voru tengingar okkar í Evrópu ekki nægjanlega góðar. Við þurftum því að stækka skipin og hófum að sigla til Brem- erhaven í stað Hamborgar áður. Á þessu ári hefur verið settur kvóti á veið- ar íslenskra skipa á Flæmska hattinum þann- ig að þær minnka fyrirsjáanlega úr 20 þús- und tonnum í 7 þúsund tonn á milli ára. Þessi 7 þúsund tonn verða varla flutt með flutilingaskipum þvi væntanlega munu frysti- skip veiða þau og sigla sjálf með aflann heim. I ofanálag eru íslenskar sjávarafurðir hf. að flytja sínar höfuðstöðvar og birgðastöðvar í Bandaríkjunum frá Gloucester og Harris- burg niður til Norfolk. Okkar skip hafa hins vegar ekki siglt niður til Norfolk. Við stóðum því frammi fyrir þvi að sigla á fjögurra vikna fresti í stað þriggja vikna og halda áfram að auka flutninga í gegnum Evrópu. Það hefði hins vegar þýtt að við hefðum tekið mikla fragt frá okkar aðalskipi til Bandaríkj- anna og þannig á vissan hátt verið í sam- keppni við okkur sjálfa. Við ákváðum því að ræða við þá tvo aðila sem sigla á þessari flutningaleið, Van Omm- eren og Eimskip sem reyndust báðir mjög áhugasamir um viðskipti við okkur. Fyrir höfðum við samning við Van Ommeren og nýtum allt þeirra rými sem ekki fer undir flutninga fyrir Varnarliðið. Van Ommeren bauðst til að hefja siglingar með stærra skipi og það kom mjög vel til greina. Eimskip bauð okkur hins vegar samning sem var án magntakmarkana og þeirra skilmála sem við vorum ósáttir við í síðustu samningaviðræð- um. Niðurstaðan var sú að hefja samstarf við Eimskip með þann hluta flutninganna sem við munum ekki taka í gegnum Evrópu. Við getum alveg kinnroðalaust keypt rými af Eimskip. Þetta er samningur til 18 mánaða þannig að hægt er að leita annarra leiða ef við teljum okkur standa frammi fyrir einhveij- um afarkostum." Samkeppnin í flutningum yfir N-Atlantshafið að aukast „Þessi markaður er stöðugt að breytast," segir Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs Eimskips, þegar hann er spurður um rökin fyrir samstarfínu við Sam- skip. „Það eru ýmis tilefni til þessa eins og t.d. það að flutningur á frystivöru til Banda- ríkjanna hefur frekar verið að minnka. I öðru lagi voru miklir flutningar í tengslum við veiðar íslenskra skipa á Flæmska hattinum á síðasta ári, en nú er fyrirsjáanlegt að þeir verða ekki á þessu ári. I þriðja lagi er sam- keppnin á Norður-Atlantshafinu stöðugt að aukast. Við erum einfaldlega að keppa í sigl- ingum beint frá íslandi við fyrirtæki sem sigla frá Evrópuhöfnum. Það kom því upp sú hug- mynd hvort hægt væri að auka hagkvæmni í flutningunum milli íslands og Bandaríkj- anna. Okkar viðskiptavinir auka stöðugt sínar kröfur og veita okkur mikið aðhald varðandi lækkun flutningsgjalda. Þær breytingar sem við höfum nú gert í Ameríkusiglingum eru liður í því að lækka kostnaðinn og hagræða í okkar rekstri.“ Eins og fyrr segir slitnaði upp úr samning- um Eimskips og Samskipa árið 1995, þar sem félögin komu sér hvorki saman um flutnings- rými eða flutningsgjöld. Því vaknar sú spurn- ing hvað hafi breyst nú. „Þessi samningur er byggður á öðrum skilmálum en sá fyrri og því verulega breyttur. Kjör í þessum samn- ingi eru i samræmi við það sem við stefndum að og því tókust samningar," svarar Þórður. Kaup á Hofsjökli komu ekki á óvart Það kom ekki mjög á óvart á flutninga- markaði þegar tilkynnt var um kaup Eim- skips á frystiskipinu Hofsjöki af dótturfélagi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH), Jöklum hf., á dögunum og að SH hefði sam- ið við Eimskip um að annast flutninga á fryst- um sjávarafurðum til Bandaríkjanna. Hofs- jökull var kominn til ára sinna og SH stóð frammi fyrir því að fjárfesta í nýrra skipi eða fela öðrum aðila að annast flutninga á afurð- um sínum til Bandaríkjanna. Jöklar hafa jafn- framt verið að taka við nýjum verkefnum frá SH, t.d. fjárfestingum í hlutabréfum sjávarút- vegsfyrirtækja og samningagerð. Þá blasir við að náin tengsl eru á milli SH og Eim- skips, eins og glöggt hefur mátt sjá af um- svifum fyrirtækjanna í tengslum við Útgerð- arfélag Akureyringa hf. Flutningar SH til Bandaríkjanna styrkja stöðu Eimskips á þessari siglingaleið, enda höfðu Jöklar um þriðjungs markaðshlutdeild frá árinu 1994, ef flutningar fyrir Varnarlið- ið eru undanskildir og flutningar til Kanada. Nemur árlegt flutningsmagn um 20 þúsund tonnum. Eimskip tók formlega við Hofsjökli af Jökl- um hf. á mánudag og fékk skipið nafnið Stuðlafoss. Það verður í siglingum milli Norð- ur-Noregs, Bandaríkjanna og Kanada með viðkomu á íslandi. Þórður Sverrisson segir að Eimskip hafi á síðasta ári verið með frystiskip í þessum siglingum frá því um mitt siðastliðið ár. Þar var um að ræða danskt leiguskip, Ice- bird, sem hefur verið skilað til eigendanna. „Þessar siglingar gengu ágætlega í fyrra og við ætlum að halda áfram að vinna á þessum mörkuðum. Hluti af frystivörunni héðan verð- ur fluttur með Hofsjökli, en við gerum ráð fýrir að meginhlutinn fari í gámum.“ Lakari afkoma af flutningum Það hefur vakið sérstaka athygli að skipa- félögin tvö lögðu á ný þjónustugjöld vegna inn- og útflutnings um svipað leyti og til- kynnt var um samstarf þeirra á Ameríkuleið- inni. Hjá Eimskip er um að ræða 460 króna afgreiðslugjald á hveija sendingu í flutningi stykkjavöru og 980 króna gámagjald í inn- flutningi. Hin nýju gjöld Samskipa eru nær hin sömu. Einnig innheimtir Eimskip nú 880 króna gjald fyrir að útbúa farmskjöl ef út- fyllt fyrirmæli fylgja, en annars er gjaldið 1.760 krónur. Innflytjendur hafa rifjað upp að Eimskip hafi einnig hækkað almenna flutningstaxta í nóvembermánuði um 2,9% og Samskip hafi skömmu síðar hækkað um 3%. Hafa líkur verið leiddar að því að þessa nýju gjaldtöku Eimskips megi rekja til þess að afkoma félagsins á árinu 1996 af flutning- um hafi verið lakari en árið 1995. Þrýstingur hafi verið á flutningsgjöldin á sama tíma og kostnaður hafi hækkað eða staðið í stað. I því sambandi má benda á að rekstrarafkoma Eimskips án tillits til fjármagnsliða varð um 160 milljónum lakari á fýrri helmingi ársins, en á sama tímabili á árinu 1995. Góð útkoma leiðis hafa fylgt í kjölfarið í þessu efni. í sjálfu sér er það ekkert óvanalegt á sambærilegum mörkuðum að minni aðilinn fylgi þeim stærri eftir við svona breytingar." Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri flutningasviðs Samskipa, sagði í sömu frétt að umboðsmenn skipafélaga erlendis inn- heimtu þjónustugjald fyrir póstburð, fax, síma og aðra slíka þjónustu. „Þetta er al- gengt í þessum viðskiptum erlendis en hefur ekki tíðkast hér á landi. Kröfur viðskiptavina hafa verið að aukast undanfarin ár um upp- lýsingar og þjónustu. Allir innfiytjendur fá tilkynningu senda á faxi og við tökum á okkur kostnað vegna DHL-sendinga. Hins vegar höfum við ekki treyst okkur til að leggja á slík gjöld einir, en töldum eðlilegt að fylgja í kjölfarið eftir að Eimskip hóf innheimtu þessara gjalda." Félag íslenskra stórkaupmanna og Kaup- mannasamtök íslands hafa nú þegar sent formlegar athugasemdir við nýju þjónustu- gjöldin til skipafélaganna og óskað eftir að Samkeppnisstofnun taki málið til athugunar. Telja samtökin Ijóst að hin nýju gjöld valdi hækkun heildarflutningskostnaðar, enda hafi ekki verið tilkynnt um samsvarandi lækkun annarra flutningsgjalda. Ekki hægt að loka landinu eins og fyrr á öldum En að þessu sögðu stendur eftir sú spurn- ing hvort þær breytingar sem orðið hafa und- anfamar vikur og mánuði á flutningamarkaðn- um kunni að vera undanfari minnkandi sam- keppni sem gæti komið fram í hækkandi flutn- ingsgjöldum. Þegar spurt er um hættu á minnkandi samkeppni bendir Þórður Sverris- son á að hægt sé að flytja milli íslands og Bandaríkjanna með Eimskip, en einnig flytji félagið fýrir Samskip svo og gáma fyrir Flutn- ingsmiðlunina Jóna. í öðm lagi sé hægt að fjármagnsliða gerði hins vegar gott betur en að vega þar á móti þannig að hagnaður af reglulegri starfsemi jókst milli ára um 10%. Þá er fullyrt að afkoma af rekstri Samskipa hafi verið lakari í fyrra en árið 1995. Þórður Sverrisson rökstuddi gjaldtökuna á þann veg í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag að félagið hafi tekið í notkun nýtt gjaldskrár- kerfi fyrir rúmu ári sem kynnt hafi verið rækilega hjá stórkaupmönnum og iðnrekend- um. „Gjaldskrárkerfin eru byggð þannig upp að menn greiða eingöngu gjald eftir þunga eða rúmmáli. Hins vegar er talsverður kostn- aður við hveija sendingu án tillits til magns og þess vegna töldum við eðlilegt að taka upp þjónustugjald fyrir hveija sendingu. Slíkt gjald er þekkt. í mörgum greinum, bæði hjá tryggingafélögum, bönkum og ýmsum öðrum þjónustufyrirtækjum. Þetta gjald settum við á núna í byijun ársins til þess að mæta vax- andi kostnaði við hveija sendingu. Samskip hafa fylgt í kjölfar okkar á ýms- an hátt á liðnum misserum og virðast sömu- flytja með banda- ríska skipafélag- inu Van Ommer- en og í þriðja lagi um Evrópuhafn- ir. „Ég vil einnig rifla það upp að ekkert gáma- skipafélag heldur uppi beinum sigl- ingum á milli Noregs og Bandaríkjanna. Það er heldur ekkert skipafé- lag sem heldur uppi beinum sigl- ingum milli Dan- merkur og Bandaríkjanna. Aðeins eitt skipafélag heldur uppi siglingum frá Gautaborg til Bandaríkjanna og því að- eins eitt félag á hinum Norðurlöndunum með sambærilega þjónustu eins og við hér á ís- landi. í þessum löndum talar þó enginn um einokun í flutningum til Ameríku. í okkar Ameríkusiglingum erum við einfaldlega í harðri samkeppni við stóru skipafélögin á Norður-Atlantshafinu. Það er því misskilning- ur að halda þvi fram að ekki sé samkeppni á þessari siglingaleið eins og öðrum til og frá landinu. Heimurinn er ekki lengur þannig að hægt sé að loka landinu eins og fyrr á öldum.“ Þá bendir Ólafur Ólafsson á að Samskip geti núna boðið sjö brottfarir í mánuði, þ.e. íj'órar ferðir með Maersk, eina ferð með Van Ömmeren og tvær með Eimskip. „Viðskipta- vinurinn hefur valkosti. Ef stórkaupmenn sem flytja með okkur vilja ekki láta flytja vöruna með Eimskip, þá getum við boðið upp á fimm ferðir í mánuði með öðrum aðilum.“ Hann bætir því við að flutningsleggurinn yfir hafíð sé einungis hluti af þjónustu félags- ins því Samskip eigi alla gámana, upplýsinga- kerfið, það sjái um alla forflutninga, söfnun innanlands, alla dreifingu erlendis o.s.frv. „Menn verða einnig að muna það að flutning- arnir til Bandaríkjanna eru innan við 5% af okkar viðskiptum og 95% af þeim eru annars- staðar. Flutningar okkar með flugi eru t.d. um 50% af Ameríkuflutningunum." Innflytjendur hræddir við að styggja skipafélögin Innflytjendur og útflytjendur reyndust ákaf- lega tregir til að tjá sig opinberlega undir nafni um viðhorf sín til skipafélaganna. All- margir aðilar í þessum hópi sögðu í samtölum við Morgunblaðið að þeir væru eðlilega mjög háðir skipafélögunum í viðskiptum og gætu ekki tekið þá áhættu að styggja þau með ummælum sínum. Þó kvaðst Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu hf., vera óhræddur við að lýsa skoðunum sínum á Eimskip og Samskipum. „Ég er mjög ósáttur við þróunina á flutninga- markaðnum. Hekla er í viðskiptum við bæði fyrirtækin og við erum mjög ánægð með þjón- ustu þeirra beggja. Hins vegar óttast ég að flutningsgjöldin eigi eftir að hækka vegna þess að engin raunveruleg samkeppni virðist vera markaðnum. Samkeppnin veitir fyrir- tækjum nauðsynlegt aðhald og hvetur þau til að leita alltaf hagkvæmustu leiða.“ Sigfús sagðist telja að hin nýju þjónustu- gjöld skipafélaganna væru afleiðing af minnkandi samkeppni, því það væru engin ný sannindi að í skjóli einokunar eða vegna skorts á samkeppni væru neytendur látnir greiða óeðlilega hátt verð fyrir vöru og þjón- ustu. „Fáar þjóðir þekkja betur en við Islend- ingar hveijar afleiðingar einokunar eru og satt að segja hélt ég að við sigldum inn í 21. öldina undir fánum frjálsrar samkeppni en ekki einokunar." „Dulbúin hækkun á flutningsgjöldum“ Aðrir innflytjendur og raunar einnig út- flytjendur, sem Morgunblaðið ræddi við, tóku í svipaðan streng og lýstu því yfir að mjög brýn nauðsyn væri á mikilli samkeppni á ís- lenska flutningamarkaðnum. Ef samkeppni yrði ekki fyrir hendi á milli tveggja eða fleiri íslenskra félaga yrði kallað eftir henni utan frá. Raunar var í einstökum tilvikum bent á að innflytjendur hefðu skipt flutningum sín- um milli skipafélaganna eingöngu til að leggja samkeppninrii Iið. Þar að auki kom fram að það sé engan veginn ákjósanleg staða fyrir Eimskip að búa við takmarkaða sam- keppni, því fylgifiskar slíkrar stöðu væri afar neikvæð umræða og tortryggni. Bent er á að mikil hagræðing hafi orðið í verslun á undanförnum árum. Þar ríkti mikil samkeppni á sama tíma og lítil samkeppni eða jafnvel einokun virtist nú ríkja á flutn- ingssviðinu. Samskip hefðu engan veginn getað beitt sér af krafti í samkeppninni vegna veikrar eiginfjárstöðu sinnar. Félaginu sé skömmtuð 25% markaðshlutdeild, en Eimskip ætli sér að halda öðrum flutningum og ráði lögum og lofum á markaðnum. Þessir aðilar segja þó margir hveijir jafnframt að þjónusta skipafélaganna sé góð, en nefnt var að þau væru sifellt að finna upp á nýjum gjöldum. Það virðist vera útbreidd skoðun í röðum innflutningsfyrirtækja að skipafélögin hafi verið búin að semja um það fyrirfram að leggja á ný þjónustugjöld á viðskiptavini sina núna í byijun ársins. Nýju gjöldin séu ekkert annað en dulbúin hækkun á flutningsgjöldum sem feli í sér talsverðan kostnaðarauka og verði á endanum velt út í verðlagið til neyt- enda. Gáfu menn lítið fyrir þá skýringu að verið væri að auka upplýsingagjöf því það væri almennt þróunin í viðskiptalífinu að auka upplýsingastreymi án þess að sérstak- lega væri rukkað fyrir það. Þá er á það bent að hin nýju gjöld hafi síðan margfeldisáhrif, einkum þegar um er að ræða hátollavöru á borð við bíla. Fragtin komi fremst í verðútreikningi, en þar ofan á leggist tollur, álagning og virðisaukaskattur. Eitt þúsund króna gjald geti á þennan hátt endað sem 2-3 þúsund króna viðbótarálögur. Mun neita að greiða gjöldin Þannig virðist ríkja mikil gremja meðal inn- flytjenda í garð skipafélaganna um þessar mundir og raunar kom fram í samtali við einn forsvarsmann hjá tiltölulega stóru og þekktu fyrirtæki að hann hygðist ekki greiða hin nýju gjöld. Fullyrti hann að mjög mikil and- staða væri að skapast meðal innflyljenda gegn hinum nýju gjöldum, enda skiptu þessar álög- ur milljónum króna. Þeir myndu bregðast við með tilteknum hætti þegar skipafélögin sendu út sína reikninga eftir þennan mánuð. Öll þessi sjónarmið munu væntanlega verða tekin til athugunar hjá samkeppnisyfirvöld- um. Þau hafa þegar hafist handa við að kanna aðstæður á flutningamarkaði og þurfa að komast að einhverri niðurstöðu um það hvort eðlileg samkeppnisskilyrði ríki á flutninga- markaðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.