Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKIR sjónvarpsáhorfend- ur muna vafalaust vel eftir grín- istanum Dave Allen, sem sagði helst ekki brandara nema þeir fjölluðu um kirkjuna eða kynlíf. Oft hvort tveggja. Enda var Al- len ákaflega umdeildur. A sjö- unda áratugnum varð að klippa út brandara sem hann sagði um írska jarðarför í „Ed Sullivan Show“ vegna þess að orðið „la- vatory“ eða klósett kom fyrir. Þegar hann tók viðtal við Pet- er Cook og Dudley Moore í ástr- alska sjónvarpinu árið 1967 voru auglýsingahléin farin að fara svo í taugarnar á honum að hann tók þáttaframleiðandann i bakaríið í beinni útsendingu og var bannað- ur í áströlsku sjónvarpi i eitt ár fyrir vikið. Algjörlega siðblindur Árið 1971 fékk hann sinn eigin þátt á BBC „Dave Allen At Large" og byrjaði að henda gam- an að Mary Whitehouse og ka- þólsku kirkjunni. Þegar hann lét páfann dansa og fækka fötum í einum þættinum lýsti Whiteho- use honum sem „algjörlega sið- blindum". Meira að segja árið 1990, þeg- ar hann var löngu hættur með þættina „Dave Allen At Large“, tókst honum að hneyksla almenn- ing í Bretlandi. Þá notaði hann orðið „fuck“ siðla kvölds í þætti á BBC og hafa aldrei borist fleiri kvartanir til sjónvarpsstöðvar- innar heldur en eftir það. Vakti ALLEN segir stoltur að hann sé sestur í helgan stein vegna þess að hann sé letihaugur. þetta uppátæki einnig umræðu á breska þinginu. Óþarfa leynd yfir kynlífi „Ég hef aldrei lagt mig í líma við að hneyksla fólk,“ segir Al- len. „Hins vegar hef ég alltaf kunnað að meta gamanmál sem snertir viðkvæma strengi í fólki, t.d. hvað varðar trúarbrögð. Ég sótti kaþólskan skóla á Irlandi og þar var tuggið ofan í okkur að við mættum ekki skopast að trúarbrögðum. Þess vegna var það einmitt það fyrsta sem mér datt í huga þegar ég byrjaði á þáttunum." Allen segir að það sama sé uppi á teningnum með kynlíf: „Ég hef aldrei þolað þá leynd sem hvílir yfir kynlífi. Enginn má segja neitt. Ég hef alltaf stað- ið í þeirri trú að maður eigi að tala hreint út og segja: „Hún var með fallegan rass,“ eða „Hún er með alveg dásamleg bijóst.“ Orðinn hálfgerður forngripur Að sögn Allens er mjög auð- velt að vekja hlátur með því að fjalla um kynlíf. Hann segir ástæðuna vera þá að þar séu all- ir frekar óöruggir um eigin getu. Samt eigi kynlífið að vera full- komið. Þess vegna sé best að segja brandara til að létta spenn- una. Núorðið er mesta breytingin á gamanefni Allens sú að hann fjallar meira og meira um það að eldast. „Sem er skiljanlegt," segir hann, „vegna þess að ég er sjálfur orðinn hálfgerður forngripur. Ég þarf að búa við að vera orðinn gráhærður, sjónin er farin að daprast, hár vex úr eyrunum og ég er kominn með ístru. Hundar kunna ekki að lesa Stundum sé ég sjálfan mig í búðarglugga og hugsa með sjálf- um mér: „Hvað er þetta kauðska gamalmenni að glápa á.“ Síðan geri ég mér grein fyrir að ég er að horfa á sjálfan mig. Það er hræðileg tilfinning. En það kem- ur sér vel fyrir grínista vegna þess að það víkkar sjóndeildar- hringinn." Allen segist byggja gamanmál sín að mestu á flónsku náung- ans. Hann nefnir sem dæmi fal- legan lystigarð hinumegin göt- unnar við heimili hans. Þangað fari fólk með hundana sína, sem skiti um allan garðinn. Það hafi orðið til þess að reistur var hund- akamar. „Þetta var útikofi með áletr- uninni: „Hundakamar“,“ segir Allen. „Eina vandamálið var það að hundar kunnu ekki að lesa. Svo þeir héldu bara áfram að skíta i sandkassann þar sem börnin léku sér.“ ^0 DAVE Allen eins og hann leit út á sjónvarpsskjánum á áttunda áratugnum. 1 ............................. Fataefni og gluggatjaldaefni 30-50% afsláttur við kassa Vinnið gegn fíla- penslum og bólum Dúkar, diskamottur og handklæði 30-50% afsláttur við kassa i, 50x90 á 77 kr. i, 70x130 á 160 kr, silicol skin Sjlicol skin i, 150 kr. metrinn Viðurk@nnd lausn víð húðvandamálum Endurteknar rannsóknir hafa staðfest árangur Silicol skin í baráttunni gegn fílapenslum, bólum og feitri húð. íslenskar leiðbeiningar fylgja. Fæst í flestum apótekum. búðirnar MYNDBOND/KVIKMYIMDIR/UTVARP-SJONVARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.