Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 32
** 32 SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Minningarathöfn um ástkæra eiginkonu
mína, dóttur, móður okkar, ömmu og
tengdamóður,
MARÍU KRÖYER,
Calgary,
Kanada,
verður haldin í Fríkirkju Hafnarfjarðar
fimmtudaginn 6. febrúar kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu,
er bent á Krabbameinsfélag (slands.
Jón Páll Guðmundsson,
Ingi H. Kröyer,
Valgerður Jónsdóttir Braun, Cal Braun,
Guðmundur Ingi Jónsson, Bjarney O. Gunnarsdóttir,
íris Jónsdóttir, Gísli Harðarson,
Marfa Dröfn Jónsdóttir, Gunnar S. Auðunsson,
Þór Viðar Jónsson
og barnabörn.
t
Fyrrverandi sendiherra Þjóðverja á ís-
landi,
RAIMUND HERGT,
lést þann 21. janúar 1997 í Munchen
í Þýskalandi 81 árs að aldri. Raimund
Hergt gegndi strafi sendiherra á íslandi
1974-1981 og eignaðist hér fjölda vina
og kunningja. Eiginkona hans, Belinda
Hergt, lést fyrir nokkrum árum.
HAFDÍS
ING VARSDÓTTIR
+ Hafdís Ingyars-
dóttir var fædd
í Vestmannaeyjum
2. mars 1935. Hún
lést á heimili dóttur
sinnar þann 26. jan-
úar sl. Foreldrar
Hafdísar voru Ing-
var Þórólfsson, d.
13.4. 1975, og Þór-
unn Friðriksdóttir,
d. 13.7. 1972. Haf-
dís var sjöunda í
hópi tíu systkina.
Þau eru: Þórhildur,
gift Baldvin Einars-
syni. Þórunn, gift
Asgeiri Sigurjónssyni. Friðrik,
kvæntur Grace Ingvarsson.
Hulda, ekkja Reynis Berndsen.
Vigfús, kvæntur Guðrúnu Sig-
ríði Ingimarsdóttur. Hafsteinn,
kvæntur Ragnheiði Jónsdóttur.
Ingi, kvæntur Helgu Margréti
Guðmundsdóttur. Jóna, gift
Guðna Marelssyni. Þórólfur,
kvæntur Jónheiði Pálmey Þor-
steinsdóttur. ÖU systkini Haf-
dísar eru á lifi. Hafdís giftist
Gesti Karlssyni og
átti með honum tvö
börn, Hafþór, f.
21.5. 1954, og Aðal-
heiði, f. 20.10. 1963.
Hafþór er kvæntur
Emmu Guðlaugu
Eiríksdóttur. Dæt-
ur þeirra eru:
Sandra Dís, Eyrún
og Karen Dröfn.
Auk þeirra átti Haf-
þór eina dóttur fyr-
ir, Theódóru Anný.
Hún á tvo syni,
Andra Þór og Krist-
ján Hauk. Aðalheið-
ur er gift Sigurði Þór Sigurðs-
syni. Synir þeirra eru Emir
Rafn og Jökull. Fyrir átti Aðal-
heiður Hafþór Fjalar og Arne
Sigvald. Hafdís og Gestur slitu
samvistum. Síðar giftist Hafdis
Jóni Má Gestssyni. Jón Már lést
árið 1991.
Útför Hafdísar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju mánudag-
inn 3. febrúar og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Þýska sendiráðið.
t
Útför eiginmanns míns, föður, tengda-
föður og afa,
HJARTAR ÞÓRÐARSONAR,
Seljahlíð,
áðurtil heimilis að Garðastræti 34,
verður gerð frá Fossvogskirkju þriðju-
daginn 4. febrúar kl. 13.30.
Áslaug Gunnarsdóttir,
Hrafnhildur Hjartardóttir, Pétur Ástbjartsson,
Hjörtur Pétursson,
Magnea Ásta Pétursdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HAFDÍS INGVARSDÓTTIR,
Austurströnd 2,
Seltjarnarnesi,
verður jarðsungin frá Seltjarnarnes-
kirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30.
Aðalheiður Gestsdóttir, Sigurður Þór Sigurðsson,
Hafþór Gestsson, Emma G. Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
GUÐNÝ PÁLSDÓTTIR,
Hvassaleiti 101,
Reykjavík,
verður jarðsett þriðjudaginn 4. febrúar
kl. 13.30 frá Grensáskirkju.
Þeim, sem vildu minnast hennar er
bent á líknarstofnanir.
Margrét Halldóra Sveinsdóttir, Ásgeir Hallsson,
Kjartan Sveinsson, Hrefna Kristjánsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR,
siðast til heimilis í
Seljahlíð,
lést í Landspítalanum 23. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Þökkum auðsýnda samúð.
Alma S. Guðmundsdóttir, Ragnar Leó Jusic,
Gunnar Tryggvi Guðmundsson
og barnabarn.
Fyrir rúmum áratug lágu leiðir
okkar Hafdísar saman. Við urðum
vinnufélagar á skrifstofunni hjá
Granda. Hafdís vann störf sín óað-
finnanlega, hvort sem það var á
skrifstofunni að deginum eða þegar
hún fór í fiskinn á kvöldin. Oft
vann hún tvöfaldan vinnudag, án
þess að láta nokkum bilbug á sér
finna. Það var ekki annað hægt en
að dást að dugnaðinum og kraftin-
um í henni. Fljótlega tókst með
okkur vinátta og sem félagar í vinn-
unni trúðum við hvort öðru fyrir
ýmsum persónulegum málum.
Það hefur stundum verið sagt
við mig, að til þess að menn geti
verið vissir um verðandi konuefni
sitt, þurfi þeir fyrst að kynnast til-
vonandi tengdamömmu. Án þess
að ég hafi verið neitt sérstaklega
að hugsa um þessi „góðra manna
ráð“, þá atvikaðist það þó einhvern
veginn að ég kynntist dóttur Haf-
dísar.
Þótt ég væri orðinn tengdasonur
Hafdísar og faðir ömmubarnanna
hennar, breyttist hennar viðmót
ekki neitt gagnvart mér. Hún hélt
áfram að vera vinnufélagi og vinur.
Reyndar var það sjálfsagt ekkert
skrýtið, því hún var nákvæmlega
eins gagnvart dóttur sinni. Hún var
henni miklu frekar vinur og félagi
heldur en móðir. Hafdís féll ein-
hvem veginn aldrei inn í „tengdó“-
ímyndina. Hafdís gaf okkur hjónun-
um oft góð ráð, gagnrýndi fyrirætl-
anir okkar og ræddi málin. En að
hughreysta okkur, var eitthvað sem
hún taldi okkur ekki hafa þörf fyr-
ir. Hún var hörð af sér og gerði
sömu kröfur til annarra. Hún fékk
til að mynda að ráða nafngift
yngsta sonar okkar, sem heitir Jök-
ull. Hún sagði sjálf að Jökull væri
nafni hennar.
Hafdís var geysilega vinsæl og
átti fjölmarga vini, á öllum aldri.
Við sáum það best eftir að hún var
orðin veik, hversu margir reyndust
henni vel og studdu við bakið á
henni.
Síðasta árið sem hún lifði ein-
kenndist af baráttu við illvígan
sjúkdóm. Á þessu eina ári kynntist
hún fjölskyldu okkar á annan hátt
en áður, sérstaklega eftir að hún
féllst á að flytja heim til okkar.
Þótt veikindin væru erfið, var
tíminn sem hún dvaldi hjá okkur
ómetanlegur, að minnsta kosti fyrir
okkur. Hafdís var sjöunda í röðinni
af tiu systkinum, sem öll lifa Haf-
dísi. Systkini hennar eru mjög sam-
rýnd og fyrir Hafdísi var það mikil
upplyfting að komast til Hafsteins
og Ragnheiðar á Bakkaflötina eða
á Bústaðaveginn til Huldu systur
sinnar.
Það eru margir sem finna til tóm-
leika, nú þegar Hafdís hefur yfir-
gefið þessa jarðvist. Ég votta dóttur
hennar og syni, ásamt systkinum
og nánasta vinafólki mína dýpstu
samúð.
Sigurður Þór.
Þorrinn boðaði komu sína með
nöprum vetrarstormi hér í Reykja-
vík. í kjölfar óveðursins barst okk-
ur fréttin um andlát Hafdísar Ing-
varsdóttur. Frétt, sem við vinnufé-
lagar hennar höfðum ef til vill
hugsað til að gæti borist okkur
hvenær sem væri, en var þó sem
ávallt um slíkar fregnir, þungbær
og erfið. í 11 ár höfum við fengið
að verða Hafdísi samferða í starfi
á skrifstofu Granda hf. Þar hefur
hún gegnt því hlutverki að sjá um
símavörslu fyrirtækisins, og sem
slík verið að vissu leyti bæði and-
lit og rödd þess út á við. Því hlut-
verki sinnti hún af stakri trú-
+
Alúðarþakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför
ÁSBJARNAR J. GUÐMUNDSSONAR
frá Höfða.
Áslaug Haraldsdóttir,
Guðrún Ásbjörnsdóttir,
Sigurður Ásbjörnsson,
Jóhannes H. Ásbjarnarson.
Guðmundur Ásbjörnsson,
Jón Ásbjörnsson,
Ólöf Ásbjörnsdóttir,
Linda Ásbjörnsdóttir,
Arnbergur Ásbjörnsson,
tengdabörn og barnabörn.
mennsku og samviskusemi. En
gott samstarf skapast ekki af því
einu að allir starfsmenn gangi
áhugasamir að sínum verkum, þó
mikilvægt sé, í góðu samstarfi
myndast góð vinátta og samhugur
milli vinnufélaganna. Við minn-
umst Hafdísar sem góðs félaga,
sem tók þátt í sorgum okkar og
gleði af heilum hug. Hún var hrók-
ur alls fagnaðar á góðri stund,
Hafdís var mikill fagurkeri og hafði
mikið yndi af tónlistarflutningi
hvers konar. Á sínum yngri árum
var hún virkur félagi í Pólýfón-
kórnum og minntist þess tíma
ávallt sem gleðigjafa í lífi sínu.
Einnig hafði hún mjög næmt auga
fyrir litum og myndlist, og lagði
mikið upp úr því að hafa fallega
hluti í kringum sig. Hún var ekki
margorð um einkahagi sína, og gaf
sig ekki alla við fyrstu kynni, en
þegar skyggnst var undir yfirborð-
ið, sáu menn fljótt, að innifyrir bjó
viðkvæm lund og hlýtt hjarta.
Síðastliðið ár höfum við fylgst með
baráttu hennar við krabbameinið,
og verður orða vant til að lýsa
kjarki hennar og æðruleysi. Síðast
nutum við samvista við hana, er
hún tók þátt í jólahlaðborði með
okkur í desember, þá orðin fársjúk.
Sú stund er okkur öllum dýrmæt í
minningunni. Að leiðarlokum þökk-
um við Hafdísi samfylgdina, böm-
um hennar og ættmennum öðrum
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi minningu henn-
ar.
Samstarfsfélagar á
skrifstofu Granda hf.
Hafdísi hitti ég fyrst í fermingar-
veislu, síðla vetrar 1975. Ég, tiltölu-
lega nýorðin mamma. Gelgjuleg og
óframfærin. Hún, afasystirin,
glæsileg og ung og áberandi fallega
klædd. Brosandi spurði hún mig
hvort hún mætti ekki halda á litla
frænda. Svo fór að strákurinn var
í góðu yfirlæti í faðmi frænkunnar
meira og minna það sem eftir var
kvöldsins. Fór strax vel á með Haf-
dísi og litla ómálga frændanum.
Þegar sonur minn komst á ungl-
ingsár og fór að leita sér að sumar-
vinnu, kom Hafdís frænka til hjálp-
ar. Hún hafði þá unnið í ísbirninum
í nokkur ár og unglingurinn fékk
vinnu þar. Þau endurnýjuðu kynnin
og urðu miklir vinir. Strákurinn fór
í heimsóknir til hennar eins og
hinna kunningjanna og þegar hann
eignaðist bíl var strax ekið til Haf-
dísar til þess að sýna henni gripinn.
Aldursmunurinn virtist ekki plaga
þau.
Það er ómetanlegt að eiga góða
samferðamenn. Hafdís fór ekki
frekar en aðrir varhluta af erfiðleik-
um lífsins, en hún gaf okkur hinum
fordæmi. Glaðvær, hlý og hrein-
skiptin. Hafdís var góður samferða-
maður.
Ég þakka henni samfylgdina.
Hulda Hákon.
Kæra vinkona, það er komið að
kveðjustund. Minningar sækja á,
eins og ævinlega, þegar góður vinur
er kvaddur.
Okkar leiðir lágu saman, allt frá
því er við sátum í kjöltum mæðra
okkar, við eldhúsborðin á Hvann-
eyri og í Birtingaholti, úti á Vest-
mannabraut í leik og leiddumst
hönd í hönd á leið í skólann í fyrsta
sinn.
Á unglings- og fullorðinsárum
skiljast oft leiðir, en vináttan var
alltaf til staðar og ávallt söm við
hvern endurfund.
Þú varst mikil hetja í þeim skóla
sem lífið er, ekki síst undanfarið
ár, sjúkdómurinn, sem þú barðist
við, náði ekki að bijóta niður þinn
sterka persónuleika og þitt heil-
brigða viðhorf til lífsins og dauðans.
Hann náði þó að lokum að sigra
líkamann, en eftir stendur minning
um heilsteypta persónu, sem var
sterk í mótlæti, umburðarlynd í
umhyggjunni fyrir sínum nánustu
og hrókur alls fagnaðar á gleði-
stundum.
Þú áttir góða að í baráttunni,
börn, tengdabörn, barnabörn og