Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 23 Fatnaður fyrir árshátíðir og þorrablót. Dragtir, síð svört pils og fl. Enn meiri afsláttur af útsölufatnaði orraarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Það er til mikils að vinna að fá viðurkenn- ingu JAA, því annars eru menn nánast úr leik ekki smávélum meira en raun ber vitni? „Svarið við því er einfalt. Það var mikill innflutningur á árunum 1984-85, en eftir það var lagður virð- isaukaskattur á slíkar vélar. Þær urðu þá svo dýrar að innflutningur, lagðist svo að segja af. Við keyptum tvær nýjar kennsluvélar til landsins í fyrra og það voru þær fyrstu sem komu hingað nýjar í 15 ár! Önnur þeirra er Katana DV-20, eins hreyf- ils, afar skemmtileg vél sem er mun hagkvæmari í rekstri en Cessnumar sem floti okkar samanstendur að mestu af. Umfram allt er Katana-vél- in hljóðlát. Hin vélin er af gerðinni Trinidad TB-20. Við eru með 14 vélar, mest Cessna 152 og 172. Stefnan er að skipta þeim hægt og rólega út fyrir Katana- vélamar. Það má kannski nefna það núna, en við ætlum að reyna við nýtt heimsmet í flugtímum með Kat- ana-vélinni ákomandi sumri. Síðasta sumar gátum við nánast flogið upp á hvem einasta dag og ef það verður eitthvað viðlíka næsta sumar náum við þessu.“ Eru þá allir þessir nýju flugmenn flugvélalausir? „Já, en menn þjarga sér og Flug- tak hefur einmitt komið til móts við þennan vaxandi hóp. Margir fljúga auðvitað tiltölulega fáa flugtíma á ári, kannski 10-30 tíma sér til skemmtunar. Við höfum stofnað flugklúbb fýrir einkaflugmenn. Þeir borga 30.000 króna árgjald og 3.500 krónur fyrir hvem flugtíma og fjöru- tíu em um hverja vél. Þeir láta vita hvenær þeir vilja fljúga og bóka sig. Þetta er eins og að sækja um veiði- leyfi.“ Hver er saga Flugtaks og annað ... rekur þú skólann einn? „Flugtak er gamalt fyrirtæki og nær nokkuð langt aftur sem flug- skóli. Ekki þekki ég alla þá sögu, eigendur hafa verið ýmsir, en Höldur keypti Flugtak að mig minnir 1989 og rak um tíma. Ég hef starfað við fyrirtækið sem framkvæmda- og skólastjóri í sjö ár. Með mér í þessu er Baldvin Birgisson flugmaður hjá Flugleiðum. Saman eigum við Flug- skólann ehf. sem á þrjár vélar, en afganginn leigjum við af eignarfélagi íslandsflugs. Matthías Amgrímsson er mín hægri hönd og sér mikið um daglegan rekstur Flugtaks. Sjálfur er ég flugmaður í fullu starfi hjá íslandsflugi. Ég flýg mest næturflug til Bretlands fyrir DHL, en einnig flýg ég nokkuð í innanlandsflugi." Hvenær er sofið? „Bara svona þegar færi gefast." Er tími fyrir fjölskyldu? „Já, mér hefur nú tekist það. Eig- inkonan mín heitir Vala Rós Ingvars- dóttir og við eigum tvö böm, Þór- unni Sif, sem er 8 ára, og Sigurð Brynjar, sem er 2 ára. Stærstir á Norðurlöndum? Vindum okkur aðeins aftur að Flugtaki, því hefur verið fleygt að skólinn sé sá stærsti á Norðurlönd- um. Er það rétt og ef svo er, hvem- ig er það mælt? „Já, það er rétt, þ.e.a.s. stærsti einkarekni skólinn. Það er einn stærri, sem er á vegum SAS í Sví- þjóð. Síðasta sumar vomm við með fímm fasta flugkennara og þegar mest gengur á erum við með 11-12 kennara, en við höfum menn utan fyrirtækisins sem við getum leitað til. Auk þess sköpum við nokkmm flugvirkjum vinnu. En stærð skóla er mæld í flugvélafjölda, fjölda flug- tíma sem flognir eru á tilteknu tíma- bili og fjölda útskrifta á flugmönnum. Þegar það er mælt kemur í Ijós að við eram stærstir. Það er þá allt eins og blómstrið eina í rekstri Flugtaks og framtíðin björt? „Það hefur verið gott starfsum- hverfí í þessari grein í seinni tíð og það er gott að vinna hérna þótt starf- ið sé jafnframt erfítt og krefjandi. Það hafa margir farið á hausinn en, sjö-níu-þrettán, okkur hefur gengið vonum framar. Eins og ég kom að áðan em miklar breytingar framund- an og við þurfum að bregðast við þeim. Það þolir enga bið, tíminn flýg- ur. Framtíðin er að miklu leyti í okk- ar höndum.“ Höfum opnað afsláttur af öllu í versluninni í dag Opiðí dag kl. 13-18 ÖðtoUÚÍ UúfýÖýH Fákafeni 9, sími 568 2866 í nýrri og glœsilegri 600 fm verslun í Fákafeni 9 Opnunartilboð 20%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.