Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 33 allan systkinahópinn. Við hjónin sendum þeim öllum hugheilar sam- úðarkveðjur. Við kveðjum þig, kæra vinkona, að sinni með söknuði og virðingu. Ingibjörg og Erling. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja, holla þel, sem hverfur ekki úr minning. Og hennar auðna og afl var trú á öllum lífsins gæðum, til röðulhallar byggði hún brú og bjó sig veizluklæðum. Á þessu bjargi stóð hún straum gegn stefnu í tímans fræðum; í reynsluheim hún réð þann draum, sem rætist guðs í hæðum. (E. Ben.) Kæra vinkona, þakka þér yndis- legar samverustundir og sú síðasta var á heimili dóttur þinnar og tengdasonar. Þar dvaldir þú þar til yfir lauk. Elsku Alla, Hafþór, makar, börn og aðrir aðstandendur. Það hlýtur að vera huggun í harmi að þið sýnd- uð móður ykkar svo endalausa hlýju, umvöfðuð hana ástúð sem aðeins gott fólk eitt getur gert. Ég veit að þið voruð gullmolarnir henn- ar. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar allra. Guðrún (Dollý). Kæra vinkona, Hafdís. Það var fyrir um það bil 12 árum, sem við kynntumst fyrst og þá aðeins í gegnum síma til að byija með. Þannig var að fyrirtækin sem við unnum hjá áttu í samskiptum og töluðum við því oft saman í síma. Ég man að ég hugsaði með mér hvað hún væri þægileg og elskuleg þessi stúlka sem svaraði í símann, ég hélt hún væri svona 17 eða 18 ára gömul. Við höfum hlegið mikið að þessu saman síðan þá, en þegar fyrirtæk- in okkar sameinuðst og við hitt- umst, kom í ljóst að þú varst engin smástelpa, heldur yndisleg kona, rúmum 20 árum eldri en ég. Með okkur tókst mjög góð vinátta frá fyrstu stundu, sem hefur varað æ síðan. Við upplifðum ýmislegt saman á þessum rúmlega 11 árum sem við þekktumst. Fórum meðal annars sem hásetar á einum frystitogara fyrirtækisins, sem var heilmikil upplifun fyrir mig, en þú hafðir nú farið á sjóinn áður. Þú varst kjark- mikil kona sem lést þig ekki muna um að vera á síldveiðum í Norður- sjónum, hérna áður fyrr. Þær hefðu ekki margar farið í skóna þína, Hafdís mín. Ég minnist líka allra stundanna, þegar við ræddum um allt milli him- ins og jarðar. Við unnum saman á daginn, en það var ósjaldan sem síminn var notaður á kvöldin til að ræða málin. Þú varst alltaf svo sam- viskusöm, að ekki mátti eyða of miklum tíma í spjall í vinnutíman- um, það var af og frá. Ekki má ég gleyma að þakka þér fyrir peysurnar, sem þú pijónaðir fyrir Björn Þór son minn, en honum varst þú alveg einstaklega hlý og góð. Þessar peysur bera vott um mikinn myndarskap í höndunum, enda voru margir sem dáðust að handverkinu og höfðu orð á hve fallegar peysurnar væru og vel unnar. Þú sagðir mér einu sinni að þú tryðir því, að ef þú sinntir þínu af alúð og sýndir fólki vingjarnleika, myndir þú fá það margfalt til baka í einhverri mynd. Oftar en einu sinni bentir þú mér á dæmi, sem sönnuðu þessa lífsspeki þína. Þetta lýsir þér svo vel og fáa þekki ég sem hafa þetta eins mikið að leiðarljósi í líf- inu og þú gerðir. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig og sýnt mér mikla um- hyggju og gefið mér góð ráð. Ég lít á það sem mín forréttindi að hafa fengið að kynnast þér svona vel og mun alltaf minnast þín sem sérstakrar vinkonu. Það var eins og það væri einhver þráður á milli okkar, við skildum alltaf hvor aðra. Ég sakna þín sárt og bið góðan Guð að passa þig vel, en einhvern daginn hittumst við svo aftur. Alveg til dagsins þegar mér var tjáð að þú hefðir verið kölluð burt, vonaði ég að þú yrðir frísk og kæmir til okkar aftur á skrifstof- una, þú myndir setjast í gamla sætið þitt og allt yrði eins og áður. Það er erfitt að sætta sig við það að þú sért horfin úr lífi okkar hér á jörðinni, en eftir sitja margar góðar minningar og það er ekki svo lítið. Fjölskylda mín sendir Öllu og Hafþóri og aðstandendum öllum innilegustu samúðarkveðjur. Minn- ingin um ljúfa og góða konu lifir. Hildur. Elsku amma Hafdís. Með þessum örfáu orðum langar okkur systurnar að kveðja þig í hinsta sinn. í hugum okkar er mik- il sorg og söknuðurinn er mikill, en jafnframt gleðjumst við yfir því að nú skuli veikindum þínum og þján- ingum vera lokið. Þú háðir hetjulega baráttu gegn sjúkdómnum sem lagðist svo þungt á þig og alltaf barstu höfuðið hátt. Við áttum kannski ekki eins margar stundir saman og við hefðum kosið en minningarnar um þær samveru- stundir sem við áttum með þér munum við alltaf geyma í hjörtum okkar. Okkur finnst þú hafa verið tekin burt frá okkur allt of snemma, aðeins 61 árs að aldri, en vissan um það að nú hefur þú öðlast eilíf- an frið gefur okkur styrk. Guð geymi þig, elsku amma okk- ar. Þínar Sandra Dís, Eyrún og Karen Dröfn. í sumar er leið þurfti ég, ásamt eiginmanni mínum, að dveljast um hríð á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði. Meðal fjölmargra sjúkra sem dvöldu þar sér til heilsubótar var kona sem stendur upp úr í minning- unni sakir einstakra mannkosta. Hún kom til mín á fyrsta degi, heils- aði og kynnti sig, og í samræðum okkar í framhaldi af því kom í ljós að hún þjáðist af krabbameini og hlyti þaðan af ekki bót sinna meina. Þessi kona var Hafdís Ingvarsdóttir sem í dag er kvödd hinstu kveðju. Hafdís var sárþjáð en mitt í eigin þjáningu var enginn eins næmur á þjáningar annarra og hún. Maður- inn minn, þreyttur og hrelldur á sálinni, var einn þeirra sem Hafdís lét sér annt um. Hún nálgaðist hann af næmni og kærleika þess sem skilur mannssálina og hikar ekki við að gefa af sjálfum sér. Ég fylgd- ist með hvernig hún á sinn einlæga og hispurslausa hátt dró hann örlít- ið út úr þeirri skel sem áralöng kvöl hafði lokað hann inni í. Saman fóru þau í kapelluna, kveiktu á fjór- um kertum og hún bað fyrir honum og hans nánustu. Við Hafdís heyrðumst síðast skömmu eftir jól. Hún hringdi tii að heyra hvernig okkur hjónum liði og við áttum langt, yndislegt samtal þar sem hún ítrekaði við mig það sem hún sagði svo oft í sumar, að láta ekki biturð og sorg lita líf okk- ar heldur kærleikann og gleðina. Ég er full þakklætis að hafa fengið að þekkja Hafdísi og njóta návistar hennar og lífssanninda. Aðstandend- um hennar sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur og bið guð að blessa þá hvern og einn. Mig langar að enda þessar línur á eftirlætisljóði eftir Einar Benediktsson. Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leynist strengur í bijósti sem brast við biturt andsvar, gefíð án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, sem aldrei verður tekið til baka. Bíbí og Tom Ilolton. + Kristjana Guð- mundsdóttir hjúkrunarkona fæddist á ísafirði 5. janúar 1927. Hún lést á Land- spítalanum 23. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Guðmundsdóttir og Guðmundur Björnsson kaup- maður. Hinn 29. desem- ber 1956 giftist Kristjana Guð- mundi Tryggvasyni lækni, f. 10. janúar 1931. Börn þeirra eru Alma, f. 18. maí 1957, myndlistarkennari, býr í Garðabæ, og Gunnar, f. 11. júlí 1960, flugvélvirki, búsett- ur í Danmörku. Útför Kristjönu fór fram í kyrrþey. Að loknu gagnfræðaskólaprófi hóf Kristjana nám í húsmæðra- skóla ísafjarðar, en 19 ára gömul innritaðist hún í Hjúkrunarkvenna- skóla íslands og lauk þaðan prófi. Að því loknu hóf hún nám í blóð- rannsóknum, sen nýlega var farið að kenna við Landspítalann og Háskóla Islands. Við kynntumst ungar á ísafirði og hélt sá kuningsskapur áfram þar sem við bjuggum saman á efstu hæð Landspítalans, ásamt öðrum nemum, en þar var þá heima- vist. Eftir að hún giftist Guðmundi hófu þau búskap í Bogahlíð 17. Á heimili þeirra eyddu margar okkar frídög- um, sem í minningunni eru ógleymanlegar ánægjustundir. Guð- mundur var einn af þeim sem flest var til lista lagt. Hann lék á píanó af mikilli snilld og málverkin sem prýddu heimili þeirra voru máluð af honum sjálf- um. Árið 1958 fluttu þau til Svíþjóð- ar, þar hélt hún áfram við rann- sóknarstörf, en Guðmundur tók sérgrein í skurðlækningum. Þarna bjuggu þau í átta ár, eða þar til Guðmundur dó aðeins 32 ára gam- all. Þá kom hún heim með börnin, starfaði fyrst á Sjúkrahúsi ísa- Qarðar, en flutti síðar suður og keypti íbúð á Háaleitisbraut 28, þar sem hún bjó börnum sínum gott heimili. Fyrir sunnan hóf hún störf hjá rannsóknastofu Krabbameinsfélags íslands og vann þar í áraraðir, ásamt störfum á fleiri sjúkrahúsum. Við sem þekktum Kristjönu náið vissum að hún átti lengi við mikla vanheilsu að stríða. Kristjana kom síðast til mín skömmu fyrir jól. Sagði hún mér þá að hún væri komin með krabbamein í lungun. Vafalaust höfum við báðar hugsað það sama, að dagar hennar væru brátt taldir. Ég kveð Kristjönu og þakka henni fyrir tryggð og vin- áttu sem aldrei bar skugga á. Börnum hennar, systkinum og öðru skyldfólki sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Jóhanna Hrafnfjörð. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudags- blaði ef útför er á mánudegfy er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir há- degi á föstudag. í miðviku- dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingar- dag. Berist grein eftir að skila- frestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Ef þú kaupir þvottavél. án þess að skoða AEG þvottavélar. Lavamat 9205 AEG Lavamat 6955 AEGlŒuSE!l3 AEG þvottavélar eru á um það bil 27.000 íslenskum heimilum. • AEG þvottavélar eru á tvöfalt fleiri heimilum. er næst algengasta þvottavélategundin. • Yfir 85% þeirra sem eiga AEG þvottavél, mundu vilja kaupa AEG aftur. Hvað segir þetta þér um gæði AEG þvottavéla? Eða AEG yfirteitt? ...er það eins og ferð til Egyptalands án þess að skoða I fjr ár Sh Gerð sn.pr. mín. Staðgr. LAVAMAT 508 850 sn. 66.500,- LAVAMÁT 9205 700- 1000 sn. 79.500,- LAVAMAT 9451 700- 1200 sn. 91.900,- LAVAMAT 6955 700- 1500 sn. 106.900,- BRÆÐURNIR Lágmúla 8 • Sími 533 2800 u m s m n n Þriggja ára ÁBVRGÐÁ ÖLLUM ÞVOTTAVÉLUM Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal. Vestfiröir: Geirseyrarbúöin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvik.Straumur.ísafiröi.Norðurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. KEA by99'ngavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufirði Kf. Þingeyinga, Húsavílc.Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfiröinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupsstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfirði. KASK, Höfn. Suöurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Jón Þorbergs, Kirkjubæjarklaustri. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavik. Rafborg, Grindavík. MIWNIGAR KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.