Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 41 < 4 4 4 ( 4 ( < 4 < < BRÉF TIL BLAÐSINS Verktakar og vinnuskilti þeirra - Varúð Frá Guðrúnu Jóhannsdóttur: AÐ KVÖLDI 22. október sl. var leiðindaveður, rok og rigningar- mistur. Faðir minn ók Nissan Micra-bfl sínum, AP-325, austur Miklubraut og Vesturlandsveg að frárein að Reykjanesbraut. Við þessa hliðarakrein er lítil eyja og höfðu framkvæmdir átt sér stað af allmörgum verktökum á vegum borgarinnar. Þar sem bíllinn kemur akandi í áttina að fráreininni og ætlar inn á Reykjanesbraut, lendir „felga“ undir bflnum, lyftir honum upp að framan og framdrifínn bíll- inn lendir stjómlaus upp á áður- nefnda eyju. Þegar að er gáð, kem- ur í ljós að á felgunni er festur rörbútur með áfestu skilti neðar- lega á rörinu „þrenging til vinstri". Þá lá þetta skilti á götunni með merkið niður, þannig að engin leið var að koma auga á það á blautri götu í þessu skyggni. Það skal tekið fram að bíllinn ók á fullkomlega löglegum hraða. Undirvagn bílsins skemmdist töluvert og varð af þessu allmikið tjón. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu gatnamálastjóra var um nokkuð marga verktaka að ræða á þessu svæði, en viti menn! - enginn vildi eiga skiltið. Og ekki borgin heldur. En einhvertók það samt til handargagns. Það voru tvö vitni að þessum atburði sem staðfestu skriflega framburð ökumannsins um að- stæður og sáu hvað gerðist en sáu engin skilti heldur fyrr en allt var um garð gengið. Þar sem enginn veit, eða getur sannað skiltið á eiganda sinn eða hvar það er nið- urkomið núna, lendirtjónið á öku- manni skv. úrskurði tryggingafé- lagsins, sem reyndar er sama tryggingafélag og Reykjavíkur- borg notar. Borgin er ekki heldur ábyrg fyrir verktökum sínum og athöfnum þeirra að þessu leyti. Sem sagt, það er alveg sama hvernig umferðarskiltin eru stað- sett úti í umferðinni, á götunni, hvort hægt sé að koma auga á þau yfirleitt á ferð eða ekki; skilt- ið er alltaf í rétti, sérstaklega ef enginn vill eiga það! GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Hrafnhólum 6, Reykjavík. GAUTLAND 9 Opið hús - Opið hús Björt og falleg 2ja herb. í íbúð í Fossvogi til sölu jf&J og sýnis á sunnudag milli kl. 14-17. á Verið velkomin. Ársalir ehf. - fasteignasaia Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 533-4200, 892- 0667, 567-1325. IMtrgamlblalíilr -kjarni málsins! hefst á morgun 10-70% afsláttur Franz Schu- berts minnst Frá Baldri Símonarsyni: ÞEGAR þessar línur eru ritaðar, 31. janúar, eru liðnar tvær aldir frá fæðingu Franz Schuberts. Fátt hefur veitt mér unaðslegri ánægju- stundir en að hlýða á tónlist hans, og ég veit að ég er ekki einn um slíka reynslu. Ríkisútvarpið minnist afmælis- ins með veglegum hætti alla þessa viku í þættinum Tónstiganum, með síðasta lagi fyrir fréttir, í síðdegis- þættinum Víðsjá og víðar. Einka- reknu stöðvarnar sem senda út sígilda tónlist láta sitt ekki eftir liggja. En hvað gerir áhrifamesti fjölmiðillinn, íslenska sjónvarpið? Á dagskrá þess í kvöld er Mynd- bandaannáll 1996. Sveiattan! Vel hefði verið unnt að senda út stutt- an sjónvarpsþátt með tónlist Schu- berts síðdegis nú á sunnudag, ef vilji og áhugi væru fyrir hendi. Við eigum fjölmarga söngvara og hljóðfæraleikara sem eru svo hand- gengnir Schubert, að sómi er að túlkun þeirra á verkum meistarans. Reyndar þykir mér hér vera á ferð einungis enn eitt einkenni þess almenna og algera menning- ar- og metnaðarleysis sem ein- kennir íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi. Það er óþarfi að líta á dagskrá ruglstöðvanna, sem ég held að Markús Örn Antonsson hafi kallað myndbandaleigur með heimsend- ingarþjónustu. Forvitnilegt væri að fá skýringar frá forsvarsmönnum íslenska sjón- varpsins. BALDUR SÍMONARSON, lífefnafræðingur og tónlistarunnandi. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrír WINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: W\ KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun ,c/n 0r<u>eítScarulúumia/ Heimili að heiman í Kaupmannahöfn „Nokkrar vikur lausar" Enn eru nokkrar vikur lausar í vönduðum ferðamannaíbúðum miðsvæðls í Kaupmannahö/h. Allar íbúðimar eru með sér baði 03 eldhúsi. Haföu samband við ferðaskrifstofuna þína eða In Travel Scandinavia Fredriksberssade 34 1459 Kaupmannahöfn K Slmi+45 3312 3330 • Telefax 3312 3103 Einkaumboð fyrir Siemens á íslandi Nú á sérstöku kynningarverði: _______39.900,- Itr- stgr. Bjóðum fjölbreytt og vandað úrval símabúnaðar- símstöðvar, símtæki, GSM-farsíma og þráðlausa síma fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki. Metnaðarfull þjónustudeild. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 Nýjasti GSM-farsíminn frá Siemens, S6, er einstaklega léttur (165 g), þunnur (16/22 mm) og meðfæriiegur. Hljómgæðin í S6 eru framúrskarandi. SIEMENS Nýjajsti GSM; íarsiminn íra Siemeps en einn sa pilra nettasti a markaðnum. textil line wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Faxafeni 12»Sími: 588 1160 Fasteignasalan Suðurveri ehf. Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík Sími 581 2040 Fax 581 4755 Fersk fasteignasala Einar Örn Reynisson, Reynir Þorgrímsson, Helgi Hákon Jónsson, viöskiptafr. og löggiltur fasteignasali. Vantar atvinnuhúsnæði á söluskrá. Vantar 2ja til 3ja herb. íbúðir. Vantar sérhæðir á skrá. Seltjarnarnes. Ótrúlega vel viðhaldið parhús á tveimur hæðum ásamt tvöföldum bílskúr. Hvor hæð er rúml. 100 fm og mætti hugsanlega skipta i tvær íbúðir. Hafnarfjörður. Verslunar- og iðnaðarhús samtals 377,6 fm. Skiptist í 4 sjálfstæða eignarhluta, sem skiptast í tvö verslunarrými, iðnaðar- og geymslurými auk 40 fm bílageymslu. Húsnæðið er allt í leigu og selst gjarnan í einu iagi. Ásett verð kr. 16 millj. IBUÐ A EFRI HÆÐ Ákveðið er að halda áfram verkefninu íbúð á efri hæð. Tilgangurinn með verkefninu er að breyta auðu og illa nýttu húsnæði í miðborg Reykjavíkur í íbúðir. --------• Miðað er við svæðið frá Hlemmi að Aðalstræti - Grettisgötu að Skúlagötu. Húseigendur sem áhuga hafa á þátttöku í verkefninu sendi umsóknir til skrifstofu Þróunarfélags Reykjavíkur, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 1997. Þróunarfélag Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.