Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 41

Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 41 < 4 4 4 ( 4 ( < 4 < < BRÉF TIL BLAÐSINS Verktakar og vinnuskilti þeirra - Varúð Frá Guðrúnu Jóhannsdóttur: AÐ KVÖLDI 22. október sl. var leiðindaveður, rok og rigningar- mistur. Faðir minn ók Nissan Micra-bfl sínum, AP-325, austur Miklubraut og Vesturlandsveg að frárein að Reykjanesbraut. Við þessa hliðarakrein er lítil eyja og höfðu framkvæmdir átt sér stað af allmörgum verktökum á vegum borgarinnar. Þar sem bíllinn kemur akandi í áttina að fráreininni og ætlar inn á Reykjanesbraut, lendir „felga“ undir bflnum, lyftir honum upp að framan og framdrifínn bíll- inn lendir stjómlaus upp á áður- nefnda eyju. Þegar að er gáð, kem- ur í ljós að á felgunni er festur rörbútur með áfestu skilti neðar- lega á rörinu „þrenging til vinstri". Þá lá þetta skilti á götunni með merkið niður, þannig að engin leið var að koma auga á það á blautri götu í þessu skyggni. Það skal tekið fram að bíllinn ók á fullkomlega löglegum hraða. Undirvagn bílsins skemmdist töluvert og varð af þessu allmikið tjón. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu gatnamálastjóra var um nokkuð marga verktaka að ræða á þessu svæði, en viti menn! - enginn vildi eiga skiltið. Og ekki borgin heldur. En einhvertók það samt til handargagns. Það voru tvö vitni að þessum atburði sem staðfestu skriflega framburð ökumannsins um að- stæður og sáu hvað gerðist en sáu engin skilti heldur fyrr en allt var um garð gengið. Þar sem enginn veit, eða getur sannað skiltið á eiganda sinn eða hvar það er nið- urkomið núna, lendirtjónið á öku- manni skv. úrskurði tryggingafé- lagsins, sem reyndar er sama tryggingafélag og Reykjavíkur- borg notar. Borgin er ekki heldur ábyrg fyrir verktökum sínum og athöfnum þeirra að þessu leyti. Sem sagt, það er alveg sama hvernig umferðarskiltin eru stað- sett úti í umferðinni, á götunni, hvort hægt sé að koma auga á þau yfirleitt á ferð eða ekki; skilt- ið er alltaf í rétti, sérstaklega ef enginn vill eiga það! GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR, Hrafnhólum 6, Reykjavík. GAUTLAND 9 Opið hús - Opið hús Björt og falleg 2ja herb. í íbúð í Fossvogi til sölu jf&J og sýnis á sunnudag milli kl. 14-17. á Verið velkomin. Ársalir ehf. - fasteignasaia Lágmúla 5, 108 Reykjavík, sími 533-4200, 892- 0667, 567-1325. IMtrgamlblalíilr -kjarni málsins! hefst á morgun 10-70% afsláttur Franz Schu- berts minnst Frá Baldri Símonarsyni: ÞEGAR þessar línur eru ritaðar, 31. janúar, eru liðnar tvær aldir frá fæðingu Franz Schuberts. Fátt hefur veitt mér unaðslegri ánægju- stundir en að hlýða á tónlist hans, og ég veit að ég er ekki einn um slíka reynslu. Ríkisútvarpið minnist afmælis- ins með veglegum hætti alla þessa viku í þættinum Tónstiganum, með síðasta lagi fyrir fréttir, í síðdegis- þættinum Víðsjá og víðar. Einka- reknu stöðvarnar sem senda út sígilda tónlist láta sitt ekki eftir liggja. En hvað gerir áhrifamesti fjölmiðillinn, íslenska sjónvarpið? Á dagskrá þess í kvöld er Mynd- bandaannáll 1996. Sveiattan! Vel hefði verið unnt að senda út stutt- an sjónvarpsþátt með tónlist Schu- berts síðdegis nú á sunnudag, ef vilji og áhugi væru fyrir hendi. Við eigum fjölmarga söngvara og hljóðfæraleikara sem eru svo hand- gengnir Schubert, að sómi er að túlkun þeirra á verkum meistarans. Reyndar þykir mér hér vera á ferð einungis enn eitt einkenni þess almenna og algera menning- ar- og metnaðarleysis sem ein- kennir íslenska dagskrárgerð í sjónvarpi. Það er óþarfi að líta á dagskrá ruglstöðvanna, sem ég held að Markús Örn Antonsson hafi kallað myndbandaleigur með heimsend- ingarþjónustu. Forvitnilegt væri að fá skýringar frá forsvarsmönnum íslenska sjón- varpsins. BALDUR SÍMONARSON, lífefnafræðingur og tónlistarunnandi. BÓKHALDSHUGBÚNAÐUR fyrír WINDOWS Sjáðu nýjan frábæran hugbúnað: W\ KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 www.treknet.is/throun ,c/n 0r<u>eítScarulúumia/ Heimili að heiman í Kaupmannahöfn „Nokkrar vikur lausar" Enn eru nokkrar vikur lausar í vönduðum ferðamannaíbúðum miðsvæðls í Kaupmannahö/h. Allar íbúðimar eru með sér baði 03 eldhúsi. Haföu samband við ferðaskrifstofuna þína eða In Travel Scandinavia Fredriksberssade 34 1459 Kaupmannahöfn K Slmi+45 3312 3330 • Telefax 3312 3103 Einkaumboð fyrir Siemens á íslandi Nú á sérstöku kynningarverði: _______39.900,- Itr- stgr. Bjóðum fjölbreytt og vandað úrval símabúnaðar- símstöðvar, símtæki, GSM-farsíma og þráðlausa síma fyrir einstaklinga, heimili og fyrirtæki. Metnaðarfull þjónustudeild. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 5113000 Nýjasti GSM-farsíminn frá Siemens, S6, er einstaklega léttur (165 g), þunnur (16/22 mm) og meðfæriiegur. Hljómgæðin í S6 eru framúrskarandi. SIEMENS Nýjajsti GSM; íarsiminn íra Siemeps en einn sa pilra nettasti a markaðnum. textil line wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Faxafeni 12»Sími: 588 1160 Fasteignasalan Suðurveri ehf. Stigahlíð 45-47, 105 Reykjavík Sími 581 2040 Fax 581 4755 Fersk fasteignasala Einar Örn Reynisson, Reynir Þorgrímsson, Helgi Hákon Jónsson, viöskiptafr. og löggiltur fasteignasali. Vantar atvinnuhúsnæði á söluskrá. Vantar 2ja til 3ja herb. íbúðir. Vantar sérhæðir á skrá. Seltjarnarnes. Ótrúlega vel viðhaldið parhús á tveimur hæðum ásamt tvöföldum bílskúr. Hvor hæð er rúml. 100 fm og mætti hugsanlega skipta i tvær íbúðir. Hafnarfjörður. Verslunar- og iðnaðarhús samtals 377,6 fm. Skiptist í 4 sjálfstæða eignarhluta, sem skiptast í tvö verslunarrými, iðnaðar- og geymslurými auk 40 fm bílageymslu. Húsnæðið er allt í leigu og selst gjarnan í einu iagi. Ásett verð kr. 16 millj. IBUÐ A EFRI HÆÐ Ákveðið er að halda áfram verkefninu íbúð á efri hæð. Tilgangurinn með verkefninu er að breyta auðu og illa nýttu húsnæði í miðborg Reykjavíkur í íbúðir. --------• Miðað er við svæðið frá Hlemmi að Aðalstræti - Grettisgötu að Skúlagötu. Húseigendur sem áhuga hafa á þátttöku í verkefninu sendi umsóknir til skrifstofu Þróunarfélags Reykjavíkur, Kirkjutorgi 4, 101 Reykjavík. Umsóknareyðublöð liggja frammi á sama stað. Umsóknarfrestur er til 25. febrúar 1997. Þróunarfélag Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.