Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 23 Fatnaður fyrir árshátíðir og þorrablót. Dragtir, síð svört pils og fl. Enn meiri afsláttur af útsölufatnaði orraarion Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 565 1147 Það er til mikils að vinna að fá viðurkenn- ingu JAA, því annars eru menn nánast úr leik ekki smávélum meira en raun ber vitni? „Svarið við því er einfalt. Það var mikill innflutningur á árunum 1984-85, en eftir það var lagður virð- isaukaskattur á slíkar vélar. Þær urðu þá svo dýrar að innflutningur, lagðist svo að segja af. Við keyptum tvær nýjar kennsluvélar til landsins í fyrra og það voru þær fyrstu sem komu hingað nýjar í 15 ár! Önnur þeirra er Katana DV-20, eins hreyf- ils, afar skemmtileg vél sem er mun hagkvæmari í rekstri en Cessnumar sem floti okkar samanstendur að mestu af. Umfram allt er Katana-vél- in hljóðlát. Hin vélin er af gerðinni Trinidad TB-20. Við eru með 14 vélar, mest Cessna 152 og 172. Stefnan er að skipta þeim hægt og rólega út fyrir Katana- vélamar. Það má kannski nefna það núna, en við ætlum að reyna við nýtt heimsmet í flugtímum með Kat- ana-vélinni ákomandi sumri. Síðasta sumar gátum við nánast flogið upp á hvem einasta dag og ef það verður eitthvað viðlíka næsta sumar náum við þessu.“ Eru þá allir þessir nýju flugmenn flugvélalausir? „Já, en menn þjarga sér og Flug- tak hefur einmitt komið til móts við þennan vaxandi hóp. Margir fljúga auðvitað tiltölulega fáa flugtíma á ári, kannski 10-30 tíma sér til skemmtunar. Við höfum stofnað flugklúbb fýrir einkaflugmenn. Þeir borga 30.000 króna árgjald og 3.500 krónur fyrir hvem flugtíma og fjöru- tíu em um hverja vél. Þeir láta vita hvenær þeir vilja fljúga og bóka sig. Þetta er eins og að sækja um veiði- leyfi.“ Hver er saga Flugtaks og annað ... rekur þú skólann einn? „Flugtak er gamalt fyrirtæki og nær nokkuð langt aftur sem flug- skóli. Ekki þekki ég alla þá sögu, eigendur hafa verið ýmsir, en Höldur keypti Flugtak að mig minnir 1989 og rak um tíma. Ég hef starfað við fyrirtækið sem framkvæmda- og skólastjóri í sjö ár. Með mér í þessu er Baldvin Birgisson flugmaður hjá Flugleiðum. Saman eigum við Flug- skólann ehf. sem á þrjár vélar, en afganginn leigjum við af eignarfélagi íslandsflugs. Matthías Amgrímsson er mín hægri hönd og sér mikið um daglegan rekstur Flugtaks. Sjálfur er ég flugmaður í fullu starfi hjá íslandsflugi. Ég flýg mest næturflug til Bretlands fyrir DHL, en einnig flýg ég nokkuð í innanlandsflugi." Hvenær er sofið? „Bara svona þegar færi gefast." Er tími fyrir fjölskyldu? „Já, mér hefur nú tekist það. Eig- inkonan mín heitir Vala Rós Ingvars- dóttir og við eigum tvö böm, Þór- unni Sif, sem er 8 ára, og Sigurð Brynjar, sem er 2 ára. Stærstir á Norðurlöndum? Vindum okkur aðeins aftur að Flugtaki, því hefur verið fleygt að skólinn sé sá stærsti á Norðurlönd- um. Er það rétt og ef svo er, hvem- ig er það mælt? „Já, það er rétt, þ.e.a.s. stærsti einkarekni skólinn. Það er einn stærri, sem er á vegum SAS í Sví- þjóð. Síðasta sumar vomm við með fímm fasta flugkennara og þegar mest gengur á erum við með 11-12 kennara, en við höfum menn utan fyrirtækisins sem við getum leitað til. Auk þess sköpum við nokkmm flugvirkjum vinnu. En stærð skóla er mæld í flugvélafjölda, fjölda flug- tíma sem flognir eru á tilteknu tíma- bili og fjölda útskrifta á flugmönnum. Þegar það er mælt kemur í Ijós að við eram stærstir. Það er þá allt eins og blómstrið eina í rekstri Flugtaks og framtíðin björt? „Það hefur verið gott starfsum- hverfí í þessari grein í seinni tíð og það er gott að vinna hérna þótt starf- ið sé jafnframt erfítt og krefjandi. Það hafa margir farið á hausinn en, sjö-níu-þrettán, okkur hefur gengið vonum framar. Eins og ég kom að áðan em miklar breytingar framund- an og við þurfum að bregðast við þeim. Það þolir enga bið, tíminn flýg- ur. Framtíðin er að miklu leyti í okk- ar höndum.“ Höfum opnað afsláttur af öllu í versluninni í dag Opiðí dag kl. 13-18 ÖðtoUÚÍ UúfýÖýH Fákafeni 9, sími 568 2866 í nýrri og glœsilegri 600 fm verslun í Fákafeni 9 Opnunartilboð 20%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.