Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 11 FRÉTTIR Móðir stúlku sem bjargað var úr heitum potti í Hafnarfirði 0 Forseti ASI um áhrif Sleipnisdómsins Stærsti lottó- vinningur lífsins Þarf að ræða við viðsemjendur „ÞETTA er stærsti lottóvinning- urinn í okkar lífi,“ sagði Sigrún Ragnarsdóttir, móðir Elnu Jörg- ensdóttur, 8 ára, sem var bjarg- að meðvitundarlausri úr heitum potti í Suðurbæjarlaug á laugar- dag. Hún festi hár sitt í botnloka í pottinum og telur Vinnueftirlit- ið botnloka af þessari gerð hættulega. „Okkur var mjög brugðið þeg- ar við fengum fréttimar af slys- inu. Hún var meðvitundarlaus í skamma stund en gat fljótlega sagt simanúmer okkar. Pabbi hennar var heima og var kominn strax á staðinn. Hann er læknir og við töldum okkur geta haft hana heima,“ sagði Sigrún. Stúlkurnar tóku íhárið og hann íhöfuðið Hún sagði að Guðmundur Ólafsson hagfræðingur, sem var á staðnum þegar slysið varð, og stúlkur sem í pottinum voru, hefðu átt þátt í því að ekki fór verr. „Þessi tvö handtök sem þau unnu í sameiningu gáfu okkur stærsta lottóvinning lífsins. Guðmundur sagði okkur að hann hefði þurft að beita tölu- verðu afli til þess að ná henni lausri. Stúlkurnar tóku í hár hennar og hann í höfuðið og síðan rifu þau hana lausa. Það er ekkert sár á höfði hennar,“ sagði Sigrún. Stúlkan kom í heimsókn i Suðurbæjarlaug sl. sunnudag og fékk að skoða staðinn þar sem slysið varð. Hættulegur búnaður Daníel Pétursson forstöðu- maður Suðurbæjarlaugar sagði að hann hefði lokað pottinum strax í framhaldi af þessu, tæmt hann af vatni og kallað til Vinnueftirlitið. „Búnaðurinn sem er þarna er úttekinn og samþykktur af Vinnueftirlitinu og yfirfarinn á ný eftir óhöpp sem hafa orðið í sundlauginni," sagði Daníel. Hann kvaðst ekki opna pottinn fyrr en ljóst væri hvað hefði valdið slysinu. Grétar Þorleifsson hjá Vinnu- eftirliti ríkisins kannaði aðstæð- ur í Suðurbæjarlaug. „Við höf- um grun um að þetta sé ekki óalgeng tegund af botnventlum. Hún hefur verið talin nokkuð örugg fram að þessu. Ég óskaði eftir því að það yrði skoðað hvort hugsanlega gæti verið sog í þessum ventli. Það hefur kom- ið á daginn að við vissar kring- umstæður geti svo verið og við verðum að telja þetta hættuleg- an búnað,“ sagði Grétar. Hann sagði að pottinum yrði lokað meðan þessi búnaður væri í notkun. Vinnueftirlitið mælist til þess að aðrir sem eru með samskonar búnað í notkun fylg- Morgunblaðið/Árni Sæberg POTTINUM i Suðurbæjar- laug var lokað eftir slysið. ist mjög náið með þeirri niður- stöðu sem fæst í þessu máli. Víða hættuleg niðurföll' ~ ísetlaugum Slysavamafélag íslands bend- ir á að víða megi finna hættuleg niðurföll í setlaugum sem standa við hús manna. „Slysavamafélag íslands hef- ur oft áður bent á þessa hættu en vill nú aftur benda fólki á, sem er með setlaugar, að athuga hvort niðurföllin séu hættuleg. Öryggisniðurföll sem hindra að hár festist í þeim em fáanleg í verslunum hér á landi og hafa fengist lengi. Samkvæmt upplýs- ingum hjá félaginu varð sams- konar slys fyrir nokkmm árum og var þá farið að kanna þessi mál. f framhaldi af því kom út endurgert tækniblað hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins um ömggan frágang set- lauga, en þar er að finna upplýs- ingar um öryggisniðurföll," seg- ir í fréttatilkynningu frá Slysa- varnafélaginu. GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að verkalýðshreyfingin verði að setjast yfír það með viðsemjendum sínum ef það komi í Ijós að það stand- ist ekki lög að færa yfirborganir inn í kauptaxta. Verkalýðshreyfingin hafi margoft tekið þátt í að gera slíka samninga. Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, sagði í samtali við Morgunblað- ið um dóm héraðsdóms um yfirborg- anir starfsmanna hjá Kynnisferðum, að gera yrði greinarmun á persónu- bundnum samningum og öðrum yfir- borgunum þegar rætt væri um að færa kauptaxta að greiddu kaupi. Grétar var spurður út í þennan grein- armun. „Þessir samningar á vinnustöðum um einhvers konar viðbótarlaun eru með mjög mismunandi hætti, allt upp í það að vera mjög formlegir og klár- TILLAGA um framtíðarskipan sam- vinnu A-flokkanna í Reykjanesbæ og annarra sem aðhyllast jafnaðar- og félagshyggju var samþykkt á fyrsta sameiginlega fundi bæjar- málaráðs A-flokkanna í Reykja- nesbæ 20. janúar sl. Gerð var grein fyrir tillögum und- irbúningshóps um framkvæmda- nefnd um aukna samvinnu A-flokk- anna. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja fundi um dagskrá bæj- arstjómarfunda, að annast fjármál ir samningar. Ég geri ráð fyrir að það sé erfitt að hnika slíkum samn- ingum. Það kunna að vera uppi lög- fræðileg álitamál í sumum tilvikum og ég vil ekki vera með fullyrðingar þar um. Verkaiýðshreyfingin hefur til margra ára gert samninga þar sem yfirborganir hafa verið færðar inn í kauptaxta. Mér finnst með ólíkindum ef verkalýðshreyfmgin getur ekki tekið á svona málum. Hún hefur hingað tii talið sig geta það og okkar við- semjendur líka. Síðasta dæmið er úr samningunum 1995, en þá samdi t.d. Samiðn um að færa yfirborganir inn í kauptaxta og þá samninga þekki ég ákaflega vel. Ef er að koma í ljós almennt séð að þetta standist ekki þá er það viðfangsefni okkar og við- semjenda okkar að setjast yfir það og skoða það af mikilli alvöru.“ og útgáfumál, skipuleggja hverfa- fundi með íbúum Reykjanesbæjar, efla tengsl við grasrótarhreyfingu utan A-flokkanna og gera tillögur um framtíðarskipan samvinnu A- flokkanna, og annarra sem aðhyllast jafnaðar- og félagshyggju. I framkvæmdanefnd voru kosnir Theódór Magnússon, Ólafur Thor- desen, Eysteinn Eyjólfsson og Sæ- mundur Pétursson en auk þeirra munu bæjarfulltrúar, einn af hvorum lista, taka þátt í störfunum. Samstarf A-flokk- anna í Reykjanesbæ Nýsköpunarverðlaun forseta íslands veitt í annað sinn á Bessastöðum síðastliðinn laugardag Könnun meðal erlendra ferða- manna hlaut fyrstu verðlaun Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐ afhendingu Nýsköpunarverðlauna forseta íslands. Frá vinstri: Kjartan Benediktsson, Sigrún Erla Egilsdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir, Ásdís Jónsdóttir, Kristrún Halla Helgadóttir, Margrét Jónsdóttir sem tók við verðlaunum fyrir son sinn Davíð Bjarnason, Valdís Óskarsdóttir sem tók við verðlaunum fyrir dóttur sína Erlu Hlín Hjálmarsdóttur, Einar Skúlason og Ragnar Ólason. NÝSKÖPUNARVERÐLAUN for- seta íslands voru veitt í annað sinn síðastliðinn laugardag og hlutu þrír háskólanemar, þau Davíð Bjarnason BA í mannfræði, Einar Skúlason stjórnmálafræðinemi og Sigrún Erla Egilsdóttir BA í stjórnmálafræði, fyrstu verðlaun fyrir verkefnið „Erlent ferðafólk í náttúru íslands", en það var m.a. styrkt af Nýsköpunarsjóði náms- manna á liðnu sumri. Verðlaunin voru heiðursskjal sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, afhenti á Bessastöðum á laugar- dag. Að sögn Haraldar Guðna Eiðs- sonar umsjónarmanns Nýsköpun- arsjóðs námsmanna eru verðlaun- in veitt þeim námsmönnum eða námsmanni sem hefur unnið fram- úrskarandi starf við úrlausn verk- efnis styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna, en 134 verkefni fengu styrk frá sjóðnum á síðasta ári. Ragnar Ólason efnafræðingur hlaut önnur verðlaun fyrir verkefn- ið „PB Hitaveitulagnir" og Kristrún Halla Helgadóttir sagnfræðinemi hlaut þriðju verðlaun fyrir verkefn- ið „Rannsókn og flokkun Reykja- víkurbréfa frá 19. öld.“ Þá hlutu þijú verkefni sérstaka viðurkenningu, en þau eru: „Falleg borg sem hefur allt sem þú þarfn- ast“ unnið af Öglu Huld Þórarins- dóttur, Jónasi Gunnari Allanssyni, Lóu Birnu Birgisdóttur og Sigrúnu Erlu Egilsdóttur. Verkefnið „Ríkisútvarpið og íslensk menn- ing, viðhorf og móttökur" unnið af Ásdísi Jónsdóttur og loks verk- efnið „Flöktmælir“ unnið af Kjart- ani Benediktssyni. íslendingar ekki nógu góðir í umhverfismálum Einar Skúlason einn þeirra sem hlutu fyrstu verðlaun fyrir verk- efnið „Erlent ferðafólk í náttúru íslands" segir í samtali við Morg- unblaðið að um sé að ræða könn- un sem hafi verið gerð á meðal erlendra ferðamanna á Islandi síðastliðið sumar. „Markmiðið var að tala við ferðamennina í því umhverfi sem þeir voru þannig að við fengjum skýrari niðurstöð- ur heldur en hafa fengist úr þeim könnunum sem hafa verið gerðar inni á hótelherbergjum eða á flug- völlum,“ segir hann, en verkefni þetta var styrkt af ýmsum stofn- unum auk Nýsköpunarsjóðs, eins og til dæmis Landsvirkjun, Vega- gerðinni, Ferðamálaráði og Olíu- félaginu. Umsjónarmaður þess var Magnús Ásgeirsson markaðs- stjóri Ferðamálaráðs Islands. Einar segir að þau Erla Hlín, Davíð og hann hafi byijað á verk- efninu síðastliðið vor og unnið að hugmyndum, útfærslum og spurningum út frá áherslum þeirra aðila sem styrktu verkefn- ið. „Eftir það fórum við til ellefu vinsælla ferðamannastaða á land- inu og lögðum um 1250 spurn- ingalista fyrir erlenda ferðamenn, en 1171 af þeim töldust vera gild- ir,“ segir hann. Spurningalistinn var á þremur tungumálum, ensku, þýsku og frönsku og skiptist í þrennt eftir því á hvaða svæði viðkomandi ferðamaður var. Flestar voru spurningarnar 63 talsins. Að sögn Einars voru niðurstöð- ur könnunarinnar allviðamiklar og um margt athyglisverðar. „Okkur fannst til dæmis merki- legt að þeir ferðamenn sem töldu sig vita eitthvað um umhverfis- mál hér á landi töldu íslendinga vera svolítið hirðulausa í um- hverfismálum. Þeim fannst til dæmis íslendingar nota bíla allt of mikið og láta vélina ganga að óþörfu. Þá gerðu margir athuga- semdir við að ekki væri nein end- urvinnsla í gangi í kringum ferða- mannastaðina úti á landi og tóku eftir því að öllu ruslu var hent í sama gáminn en ekkert flokkað,“ segir Einar. Hann segir ennfremur að þau hafi lagt lokahönd á verkefnið á milli jóla og nýárs og hafi það reyndar tekið heldur lengri tíma en þau gerðu ráð fyrir í upphafi. Á hinn bóginn sé hann ekki í vafa um að þetta hafi verið mjög góð reynsla og að Nýsköpunarverðlaun forseta íslands séu mikill heiður. „Þá kemur það sér vel að hafa unnið að eigin rannsókn þegar maður fer að huga að framhalds- námi, en auk þess eiga Nýsköpun- arverðlaunin eftir að skipta miklu máli þegar sótt er um inngöngu í erlenda háskóla,“ segir Einar að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.