Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR m Kolbrún Jónsdóttir, Guðberg Kristinsson, Hrafnhildur Jónsdóttir, Georg Arnason, Edda Kristfn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GABRIELE JÓNASSON, f. Graubner, áðurtil heimilis á Þinghólsbraut 3, Kópavogi, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Grafar- vogi, sunnudaginn 2. febrúar. Sigrún Matthíasdóttir, Björn Matthiasson, Heiðrún Hulda Guðmundsdóttir, Margrét Matthfasdóttir, Guðmundur Bjarnason, Dagbjört Matthíasdóttir, Jón Þorleifur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG ÞÓRARINSDÓTTIR (Ebbý), Háagerði 31, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala Hringsins. Ragnar Bjarnason, Dfana Ragnars, Þorsteinn Kárason, Sigurbjörg Laufey Þorsteinsdóttir, Eyþór Guðmundsson, Ragna Huldrún Þorsteinsdóttir, Andri Lindbergsson og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, HALLDÓR GUÐJÓNSSON fyrrverandi skólastjóri í Vestmannaeyjum, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtu- daginn 30. janúar 1997. Útför hans verður gerð frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elín S. Jakobsdóttir, Halldóra M. Halldórsdóttir, Heiðar Þ. Hallgrímsson, Sigurður G. Halldórsson. t Systir mín og frænka, GUÐRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR, áðurtil heimilis á Reynimel 40, er andaðist þriðjudaginn 28. janúar sl., verður jarðsungin frá Neskirkju mið- vikudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Gyða Þórðardóttir, Þórður Ág. Henriksson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi okkar og sonur, SVEINBJÖRN BENEDIKTSSON, Gunnarsbraut 40, Reykjavík, lést á Landspftalanum sunnudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 15.00. Auður Jónsdóttir, Hlín Sveinbjörnsdóttir, Hávar Sigurjónsson, Hrólfur Þeyr Þorrason, Sveinbjörn Hávarsson, Auður Hávarsdóttir, Róshildur Sveinsdóttir. + Hildur Sólveig Arnoldsdóttir (Hilde S. Henckell) fæddist í Hamborg í Þýskalandi 6. ág- úst 1939. Hún lést á Landspítalanum 27. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Arn- old Henckell, kaup- maður, f. 22.8. 1911, d. 1.1. 1996, og María Bjarna- dóttir Henckell, f. 25.6. 1911. Systir Hildar var Helga Guðrún Henckell, f. 9.5. 1937, d. 14.4. 1963. Hildur giftist árið 1969 Siguijóni Helgasyni verkfræðingi, f. 16.4. 1937. Börn þeirra eru Helga Guðrún, f. 12.6. 1969, og Hjalti, f. 14.2. 1974. Skömmu eftir fæðingu Hild- ar skall heimsstyrjöldin á og faðir hennar var kvaddur til Ljósmyndin af sjö ára bekknum okkar í Landakotsskóla sýnir að við sátum saman við fremsta borðið fyrir miðju. Fimmtán árum síðar hóf ég kennsluferil minn við hlið Guðrúnar Jónsdóttur, sem var sá kennari í Landakoti sem okkur þótti vænst um og við bárum mesta virð- ingu fyrir, að öllum öðrum ólöstuð- um, prestum sem nunnum. Þá sagði fröken Guðrún mér að hún hefði vísað okkur til sætis á fremsta bekk vegna þess að við vorum lægstar í loftinu af bekkjarfélögunum. Auk þess hefði Hilde varla kunnað orð í íslensku en reyndar verið undra- fljót að verða vel læs og skrifandi á móðurmálinu. Þú varst nýkomin til landsins, hafðir átt heima í Hamborg á styij- aldarárunum. Mamma þín, Maria Bjamadóttir, komst með ykkur systurnar, Helgu Guðrúnu og þig, heim til íslands með Esjunni. Arn- old Henckell, pabbi þinn, hafði ver- ið kvaddur í herinn. Það fréttist ekkert af honum hingað heim lang- tímum saman. Síðan heimtuð þið hann úr helju og hann flutti inn til tengdaforeldra sinna og ykkar á efstu hæð Útvegsbankahússins við Lækjartorg. Á sama tíma missti ég pabba minn. Við urðum algjörar samlokur, ég herþjónustu, en dæturnar voru með móður sinni í Þýskalandi öll stríðsárin. Að stríð- inu loknu komu þær til íslands, og frá 1947 bjó öll fjöl- skyldan hér á landi. Hildur varð stúd- ent frá MR 1960 og tók kennarapróf ári síðar. Um árabil kenndi hún við Langholtsskóla í Reykjavík. Um skeið stundaði hún nám við Háskóla Islands, en var síðan eingöngu heimavinnandi á meðan börnin uxu úr grasi. Frá árinu 1984 til ársloka 1995 kenndi hún við Safamýrar- skóla, fyrst sem forfallakenn- arij en síðar í föstu starfi. Utför Hildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. man raunar ekki eftir neinum degi sem við vorum ekki saman alla okk- ar bamaskólatíð, fyrir utan helgi- daga og svo sumrin, þegar við vomm sendar í sveit hvor í sína áttina. Þá fórst þú löngum til frænku þinnar Elínar og fjölskyldu hennar að Sand- læk í Gnúpveijahreppi en ég upp í Borgarfjörð. Það var gaman að koma til ykkar í Útvegsbankann, þangað bauðstu mér t.d. einu sinni á jólaball bankamanna þar sem Sig- fús Halldórsson spilaði undir dansi - ekki í kot vísað. Svo fluttuð þið á Amtmannsstíg. Á þeim slóðum og á Landakotshæð- inni lékum við okkur mest. Við fór- um reyndar oft saman á skauta á veturna, stöku sinnum á skíði. Þú varst ofurhugi. Gekkst upp á topp- inn á fjallinu inn af Skíðaskálanum í Hveradölum, stóðst þar dágóða stund og beiðst færis. Þá renndirðu þér niður, beint af augum, stóðst eins og drottning, en ég fékk hjart- slátt af ótta við að þú myndir detta og fótbijóta þig. í bréfí frá þér sem þú skrifar 22. 7. 1954 frá Langholti segir svo: „Á sunnudaginn fór ég í langan reiðtúr með ungmennafélaginu í Gnúp- veijahreppi. Erlingur reddaði því nú auðvitað eins og venjulega - það var ægilega gaman. Við fómm í ein tólf skipti yfír Laxá og seinast fór ég á undan öllum hinum (til þess að prófa ána) og fór svo djúpt að það flaut undir mig þar sem ég sat í hnakknum og klárinn farinn á rokna sund.“ Og hressilegar lýs- ingar þínar á landslagi, hrossum og fólki halda áfram. Eg man hvað mér fannst þor þitt mikið. Það var ein íþróttagrein sem við þróuðum á mjög hátt stig þegar við vomm á Landakotsámnum, hún nefndist þrautakóngur. Önnur fór fyrir, klifraði upp á háan vegg eða bílskúrsþak og gerði einhveijar jafnvægisæfingar eða aðrar kúnstir sem andinn innblés. Hin reyndi að herma eftir. Og svo var skipt um þrautakóng. Stundum voru fleiri krakkar með. En þetta voru oft æði glæfralegir fímleikar. Mæður okkar þekktust frá því þær voru ungar á Akureyri. Maja, mamma þín, varð eitthvað vör við þessar æfíngar okkar og hafði samband við mömmu mína. Þær reyndu að tala um fyrir okkur. Pabbi þinn var svo mildur og stutt í spékoppana í kinnunum á honum að hann reyndi sjaldan að setja ofan í við okkur. Við létum okkur ekki segjast og mæður okkar nefndu okkur veggja- lýs fyrir bragðið. Eitt sinn vomm við miklir glann- ar, fetuðum okkur eftir mjög háum vegg sem lá meðfram hallanum niður að húsi. KFUM. Klakklaust komumst við út á enda veggjarins. Þá blasti við okkur sjón sem við höfðum ekki séð fyrr og varð star- sýnt á: Inn um glugga á litlu húsi sáum við allsnakta karla sem okkur sýndust nokkuð við aldur. Þetta reyndust vera nemendur Mennta- skólans í Reykjavík í búningsklefa gamla íþróttahússins. Bert fólk bar ekki fyrir augu okkar á þessum árum, karlmenn stripluðust ekki heima hjá sér, alla vega ekki bræð- ur mínir! Ekki heldur konur, mér vitanlega. Við vorum ekkert að segja frá þessum undrum og stór- merkjum heima hjá okkur, höfðum vit á því. Einhveiju sinni ákvað bekkjar- systir okkar, Jóhanna Kristjóns- dóttir, að gefa út tímarit - í sem flestum eintökum. Mig minnir að hún hafi ætlað að selja eintakið á nokkra aura, markaðssvæðið var Melarnir. Við vorum miklir bóka- ormar en ekki tókst Jóhönnu að gera okkur að rithöfundum. I'jölskylda þín sigldi reglulega til Þýskalands. Þið systurnar áttuð eitt og annað fágætt. Þið fenguð t.d. forláta fín hjól, Hildchen svart og Helgalein (eins og pabbi ykkar kall- HILDUR SOLVEIG ARNOLDSDÓTTIR Á TILBOÐI 10-30% afsláttur ef pantað er í febrúar. 15% afsláttur af skrauti. Graníl HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 ŒE HL ALLT AD 3« ■3H1 RAOCREIOSLUR TÖ-MUÍTl -OD OMUÍIIMJÍ um ÍWIDÍTOUÍ 4JÖT-EL ÍOK DfHflUftilHT • Cflff Upplýsingar í s: 551 1247
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.