Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 HEF OPNAÐ LÆKNASTOFU í SÍÐUMÚLA 7 TÍMAPANTANIR í SÍMA 568 6200 VIRKA DAGA KL. 13-17, NEMA FÖSTUDAGA KL. 13-15. KARL ANDERSEN, sérgrein: Lyflækningar og hjartasjúkdómar. Cdáú&dtélcvt Ef þig vantar vandaða og fallega eldhússtóla þá skaltu koma til okkar því við eigum til svo fjölbreytt úrval af eldhússtólum á hagstæðu verði. -Sjón er sögu ríkari- Verlð velkomln Komið í stærstu húsgagnaverslun landsins. Hjá okkur eru næg bílastæði og alltaf heitt kaffi á könnunni. tsst (j|) HÚSGAGNAHÖLUN Bíldshöfði 20-112 Rvík - S:587 1199 I DAG SKAK llmsj&n Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Hoogovens mótinu í Wijk aan Zee í Hollandi sem var að ljúka. Spánverjinn Miguel Illescas—Cordoba (2.635) hafði hvítt og átti leik, en Alexander Oní- sjúk (2.580), Úkraínu var með svart. 35. Rxb5+! — axb5 36. Hc6+ - Ke7 (Eða 36. - Kd7 37. Bxb5+) 37. He6+ - Kd8 38. Hxe8+ - Kxd8 39. h5 og svartur gaf þetta von- lausa endatafl, því hann tapar mann- inum til baka. Heimamaður- inn Jeroen Piket missti flugið á lokasprettinum og Rússinn Valery Salov marði sigur. Hann tapaði fyrir Piket í fyrstu um- ferð. Lokastaðan varð: 1. Valery Salov, Rússlandi 8 72 v. af 13 mögulegum, 2. -4. Jeroen Piket, Hol- landi, Alexander Onísjúk, Úkraínu og Ivan Sokolov, Bosníu 8 v., 5. Alex Yermol- insky, Bandarílqunum 7 v., 6.-7. Julio Granda Zunjiga, Perú og Jan Timman, Hol- landi 6 72 v., 8.—11. Viktor Kortsnoj, Sviss, Joel Lauti- er, Frakklandi, Nigel Short, Englandi og Loek Van Wely, Hollandi 6 v„ 12. Miguel Illescas—Cordoba, Spáni 5 72 v„ 13. Predrag Nikolic, Bosníu 5 v. 14. Igor Glek, Rússlandi 4 v. HVÍTUR leikur og vinnur. Með morgunkaffinu <Ht---- ÉG ætla að fá það sem þér fannst svo dýrt að þú varðst alveg skelfingu lostinn. dottið f hug að ég sæti hér f tvo tíma og horfði bara á þennan (jóta hvfta vegg, eða hvað? unnið hér f 16 ár án þess að fá launahækk- un, en það er einmitt ástæða þess að þú hef- ur verið hér f vinnu f 16 ár. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Refadráp KLARA er með fyrir- spum vegna refamálsins þar sem hjónin á Hær- ingsstöðum eru ákærð vegna refadráps. Hún spyr hver sé munurinn á því máii og hinu þegar ungir drengir sem drápu mink með steini voru í fjölmiðlum hylltir sem hetjur. Þakkir UM þessi mánaðamót, þegar ég hætti starfí við afgreiðslu heimtauga hjá RR, vil ég minnast þeirra ótalmörgu sem ég hef haft samskipti við síð- ustu tæp tuttugu ár. Ég hef eignast að vinum flesta þá sem byggt hafa hús og breytt, þar eru bæði verktakar, eigendur verslana og iðnaðarhúsa, starfsmenn opinberra stofnana að svo ógleymdum fast að tíu- þúsund almennum hús- byggjendum. Mér er mikið þakklæti í huga. Ég hlakka til að halda vináttu við fólk um ókomin ár og verð áfram starfsmaður RR. Helgi Ormsson, deildarfulltrúi. Tapað/fundið Lyklar fundust BÍLLYKLAR fundust í Trönuhjalla 15, Kópa- vogi, 28. janúar. Á lykla- kippunni er m.a. lykill að Subaru og er lyklakippan merkt með símanúmeri sem virðist vera í Finn- landi. Upplýsingar í síma 554-5537. Til ömmu frá Úrsúlu HLUTUR með þessari áletrun fannst í Mjódd- inni í ágúst sl. Hlutaðeig- endur hafí samband í síma 565 7888. Gleraugu fundust NETT kvenmannsgler- augu með gullsnúru fund- ust í Austurstræti sunnu- daginn 2. febrúar. Upp- lýsingar í síma 551 4706. COSPER NEI, það er ekkert partí hér, en ég fann þijár vískíflöskur. Víkveiji skrifar... HVAÐ er að verða um sam- keppnina á milli olíufélag- anna? í frétt hér í blaðinu í fyrra- dag kemur fram, að benzínverð er hið sama hjá þeim öllum. Ef ekið er um Evrópulönd kemur í ljós, að benzínverð er breytilegt frá einni stöð til annarrar. Hvers vegna ekki hér? Nú geta olíufélögin ekki lengur borið það fyrir sig, að þau verði að kaupa alla olíu og benzín frá Rússlandi vegna viðskiptasamn- inga íslendinga við Rússa. Nú koma þessar vörur annars staðar frá. Hvers vegna er engin raun- veruleg verðsamkeppni á milli þessara félaga? Ekki kaupa þau vöruna frá sama aðila? Þegar Olíufélagið keypti u.þ.b. þriðjung hlutafjár í Olís var sú skýring gefin að með því mundi takast að ná hagkvæmari inn- kaupum vegna þess að keypt væri inn í meira magni. Þess sjást eng- in merki að neytandinn njóti góðs af því. Verðið er það sama hjá Olíufélaginu og Olís annars vegar og Skeljungi hins vegar. Er öll verðsamkeppni úr sög- unni eftir að sú ógnun blasti ekki lengur við að Irving-feðgar hæfu hér olíu- og benzínsölu? Hvað veld- ur? XXX HINGAÐ til hafa talsmenn fijálsrar samkeppni haldið því fram, að með frelsi í viðskipt- um mundi verðlag verða hag- kvæmast fyrir neytandann vegna þess, að hinir útsjónarsömu inn- flytjendur og seljendur vöru og þjónustu mundu ná betri innkaup- um en aðrir. Ætla hefði mátt, að það sama mundi gerast hér, þegar þeirri kvöð var létt af olíufélögun- um að kaupa nánast alla olíu og benzín frá Rússlandi. En það virð- ist ekki hafa gerzt. Talsmenn olíufélaganna verða að útskýra fyrir viðskiptavinum sínum, hvernig beri að skilja þetta kerfi. Þeir verða að útskýra fyrir viðskiptamönnum sínum hvað valdi því að þeir eru með nákvæm- lega sama verð. Eru þeir enn að kaupa þessa vöru saman frá sama aðila? Eru þeir enn að flytja vör- una inn saman með sömu skipum? Eru þeir enn með sömu álagn- ingu, öll fyrirtækin þijú? Er ómögulegt að koma fijálsri sam- keppni og eðlilegum viðskipta- háttum á í olíu- og benzínviðskipt- um? xxx F SVARIÐ er að þau keppi innbyrðis í þjónustu, þá er það ekki nóg. Það er vissu- lega rétt að þjónusta er betri og meiri á benzínstöðvum en áður. Það er líka rétt að viðskiptavinir eiga nú kost á því að kaupa ýmiss konar matvöru á benzínstöðvum. Þetta er allt af hinu góða en skýr- ir hins vegar ekki kjarna málsins: Hvers vegna er sama benzín- og olíuverð hjá olíufélögunum þremur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.