Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 47
 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS „í fjarlægð“ Frá Sigríði Schiöth: SAGAN af Ijóðinu „Þig, sem í fjar- lægð fjöllin bak við dvelur" lag Karls O. Runólfssonar tónskálds við ofangreindan söngtexta er sérlega '! vinsælt og mjög oft flutt, bæði á konsertum og einnig í fjölmiðl- um. Mjög er á reiki hvaða höf- undur texta er tilgreindur. Oft er nafnið „Ces- ar“ notað en stundum er nefnt nafnið Valdimar Hólm Hallstað, - sem er hið rétta og P vil ég nú segja söguna um tilurð ljóðsins eftir frásögn höfundarins sjálfs. Þegar Berklahæli Norðurlands tók til starfa 1927 í Kristnesi fylltist það brátt af berklasjúklingum, því eins og kunnugt er, var þessi skæði sjúkdómur mjög útbreiddur á norð- urlandi. Féll þar margt ungmennið J í blóma lífsins af völdum þessa i skæða sjúkdóms. Árið 1932 kom á hælið ungur | maður frá Húsavík, Valdimar Hólm Hallstað að nafni. Hann var prýði- lega hagmæltur og var sí og æ að yrkja vísur og smákvæði og sagðist hann ekki hafa alltaf skeytt um að setja nafn sitt við kveðskapinn. Voru þessar vísur vinsælar og skrifaðar upp af sjúklingum og starfsfólki inn- an veggja hælisins. Um tíma lá þar á hælinu fyrri kona Karls 0. Runólfssonar tón- I skálds, Margrét Sigurðardóttir og lést hún í mars 1934. Þau hjón voru búsett hér í bæ um nokkurra ára skeið. Hún starfrækti hársnyrtistofu en Karl var tónlistarkennari og lék oft fyrir dansi í hljómsveit með Gunnari Sigurgeirssyni píanókenn- ara og fleirum. Ungi maðurinn frá Húsavík náði heilsu á ný, fluttist í sína átthaga og lifði þar langa ævi. Þar starfrækti hann fornbókaverslun og lést þar fyrir nokkrum árum. Árin 1976-1983 var ég, undirrit- uð, búsett á Húsavík. Var ég ráðin þar organisti og söngstjóri við Húsa- víkurkirkju. Þar var mér sögð sú saga að áður- nefndur Valdimar væri höfundur ljóðsins „Þig, sem í fjarlægð..“. Gerði ég mér ferð heim til hans og fékk að heyra söguna beint frá honum sjálfum. Sagðist hann hafa orðið undr- andi, er hann frétti að ljóðið hans væri komið á prent, við lag Karls 0. Runólfssonar og textahöfundur þar nefndur „Cesar“. Tvær konur/sem verið höfðu á hælinu samtímis honum, en fengið bata, vöktu athygli hans á málinu, því þær kunnu ljóðið og vissu sann- leikann. Sagðist hann. hafa látið kyrrt liggja enda ekki auðvelt að leiðrétta þetta, en allir sem vissu þetta, sögðu frá þessu, svo þetta komst í hámæli á Húsavík og þar um kring. Tilgáta mín er sú, að tónskáldið Karl 0. Runólfsson hafi fundið ljóðið í eftirlátnum munum eiginkonu sinnar og ekki vitað hver höfundur- inn var og þessvegna sett undir nafnið „Cesar“. Lag og ljóð fara vel saman og er þessvegna svo vinsælt sem raun ber vitni. Ofurlitla breytingu sagði Valdimar mér, að Karl hefði gert á ljóðinu, og set ég hér leiðréttingu „Heyrirðu ei - þig hjartað kallar á -? Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber“? Finnst mér tími til kominn að birta sannleikann í þessu máli og að hinn látni heiðursmaður eigi ljóðið sitt. Hann gaf út nokkrar ljóðabækur, en kunni ekki við að birta þetta ljóð, sem komið var á prent undir öðru nafni. Vil ég mælast til þess, að fram- vegis verði nafn hans tilgreint, ef flytja á „í fjarlægð" - lag eftir Karl O. Runólfsson, ljóð eftir Valdi- mar Hólm Hallstað. SIGRÍÐUR SCHIÖTH, Akureyri. Gœðavara Gjdfavara — inalar- og kafTislell. Allir veróflokkar. L. Heimsfrægir hönnuóir m.a. Gianni Versate. VERSLUNIN Langavegi 52, s. 562 4244. BÍINAÐARBANKI ÍSLANDS ALMENNT SKULDABREFAUTBOÐ Heildarnafnverð útgáfu: Útgefandi: Flokkur bréfa: Ávöxtunarkrafa á söludegi: Gjalddagar: Verðtrygging: Sölutímabil: Skilmálar: Uppgreiðsluákvæði: Söluaðili: Umsjón með útboði: Skráning: 6.000.000.000 kr. Búnaðarbanki íslands, Austurstræti 5, Reykjavík kt. 490169-1219. 96/5: 5 ára eingreiðslubréf, vaxtalaus: Allt að 1.000 mkr. 95/15: 15 ára árgreiðslubréf, 5,25% fastir vextir. Allt að 2.000 mkr. 95/25: 25 ára árgreiðslubréf, 5,25% fastir vextir. Allt að 3.000 mkr. Ávöxtunarkrafa 5 ára bréf: 5,75% Ávöxtunarkrafa 15 og 25 ára bréfa: 5,70% 96/5 einn gjalddagi 1. júlí 2001. 96/15 árlegir gjaldd. afborgana og vaxta 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1.7.97. 96/25 árlegir gjaldd. afborgana og vaxta 1. júlí ár hvert í fyrsta sinn 1.7.97. Bréfín eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs. 1. febrúar 1997 til 31. desember 1997. Lágmarksupphæð er að nafnvirði 100.000 kr. í flokki 96/5, en að lágmarki 1.000.000 kr. í öðrum flokkum. Útgefandi getur greitt upp flokka 96/15 og 96/25 frá og með 1.7.2001. Búnaðarbankinn Verðbréf og útibú Búnaðarbankans. Búnaðarbankinn Verðbréf. Sótt hefur verið um skráningu á Verðbréfaþingi íslands. Útboðs- og skráningarlýsing vegna ofangreindra skuldabréfa liggur frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréf. BÚNAÐARRANKINN VERÐBRÉF Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík, sími 525-6050, myndsendir 525-6059 Aðili að Verðbréfaþingi Islands. ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.