Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚRVERINU Air France vill einkavæðast Morgunblaðið. Montpellier. STJÓRNARFORMAÐUR franska flugfélagsins Air France, Christian Blanc, hefur lýst stuðningi sínum við einkavæðingu félagsins fyrir næstu þingkosningar í Frakklandi, sem haldnar verða árið 1998. Tími hans til að sannfæra ríkisstjórn landsins um verðleika þessarar hug- myndar er því heldur knappur, eða rétt rúmlega ár. Þrátt fyrir að rekstur fyrirtækis- ins hafi batnað verulega að undan- fömu nam tap félagsins 200 millj- ónum franskra franka, eða sem samsvarar rúmum 2,5 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjárhags- ári. Þetta er þó umtalsverður bati frá árinu 1993 er tap félagsins nam 8 milljörðum franka, eða um 103 milljörðum íslenskra króna. Hins vegar jókst tapið af rekstri Air France Europe á síðasta ijárhags- ári og nam 800 milljónum franka í stað 660 milljón franka árið þar á undan. Þá er ekki fyrirsjáanlegt að hagn- aður verði af rekstri félagsins á næsta fjárhagsári sem lýkur í mars 1998 og því þykir sýnt að Christian Blanc eigi mikið verk fyrir höndum í því að sannfæra væntanlega fjár- festa um verðleika fyrirtæksins. Það er talið lykilatriði, hvað áhuga fjárfesta varðar, að félagið geti sýnt fram á að það muni ná að standa við þá áætlun að hagnaður af rekstri félagsins nái 2 milljörðum franka, eða tæpum 26 milljörðum íslenskra króna, á rekstrarárinu 1999-2000. Góður árangur undír sljórn Blancs Air France hefur hins vegar vegnað vel undir stjórn Christians Blancs. Hann tók við stjómartaum- um fyrirtækisins í kjölfar verkfalls starfsmanna þess, sem varði frá október 1993 fram í aþríl 1994. Hann hrinti í framkvæmd víðtækri björgunaráætlun, með samþykki starfsmanna, sem hefur leitt af sér 30% framleiðniaukningu innan fyr- irtækisins á undanfömum 3 ámm. Laun starfsmanna voru fryst og framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins samþykkti endurfjár- mögnun fyrirtækisins upp á 20 milljarða franka, eða sem samsvar- ar 258 milljörðum íslenskra króna. Árangurinn hefur heldur ekki látið á sér standa. Auk fyrmefndrar framleiðniaukningar hefur nýting á flota félagsins batnað um 14% og rekstrarkostnaður hefur lækkað um 20%. Ennfremur er stefnt að því að lækka rekstrarkostnað fyrirtæk- isins enn frekar, en hann er enn hlutfallslega öllu hærri en hjá öðr- um evrópskum flugfélögum, og um 40% hærri en hjá bandarískum keppinautum félagsins. Bretar á þrösk- uldi stafrænn- ar byltingar London. Reuter. HELZTU sjónvarpsfyrirtæki í Bret- landi vinna að áætlunum um sjón- varpsbyltingu með stafrænni tækni, sem mun veita áhorfendum aðgang að hundmðum rása og gagnvirkri þjónustu, svo sem bankaviðskiptum og innkaupum. Nýtt stafrænt tímabil í sjón- varpstækni hefur færzt nær í Bret- landi á aðeins nokkmm dögum. Greiðslusjónvarpsrekandinn British Sky er sagður vinna að áætlunum um að taka upp 200 rása gervi- hnattarþjónustu síðla árs 1997. BSkyB hefur tilkynnt að fyrir- tækið muni ásamt stöðvum óháða sjónvarpskerfísins ITV, Carlton og Granada, sækja um leyfí til að út- vega efni í 15 rásir fyrir stafrænar jarðstöðvar, DTT. Sameignarfyrirtæki þeirra mun einnig flytja áskriftarrásir BBC auk helztu íþróttaviðburða og Holly- wood kvikmynda. DTT-jarðstöðvar munu taka til starfa um mitt ár 1998. Á þeim verða um 30 rásir, þar á meðal BBCl, BBC2, ITV and Channel 4, sem senda munu með stafrænni tækni. Kaplasjónvarpsfyrirtæki hyggj- ast einnig taka upp stafræna tækni til að keppa við gervihnattasjónvarp BSkyB. Notendur stafrænna stöðva þurfa að koma sér upp kassa, sem þeir koma fyrir ofan á sjónvarps- tækinu til að taka á móti sending- um, afrugla þær, leita að rásum og borga fyrir þætti eða þjónustu. Leitað að samstarfsaðilum Sjónvarpsstöðvar leita að sam- starfsaðilum til að greiða niður verðið á kössunum þannig að þeir kosti um 20.000 krónur. Búizt er við að sjónvarpsviðtæki með inn- byggðum afruglurum komi á mark- að eftir tvö ár. Hin nýja tækni hefur þegar verið tekin upp í Bandaríkjunum, Suður- Afríku og nokkrum Evrópulöndum. Bretar eru hins vegar einu braut- ryðjendur DTT. Á rúmlega 75% brezkra heimilda eru hvorki kapla- né gervihnattasjónvarp. Reuter með áhuga áDowJones New York. Reuter. REUTERS Holdings Plc hefur látið í ljós hug á að kaupa keppinautinn Dow Jones & Co Inc, sameinast honum eða koma á fót sameignar- fyrirtæki með honum að sögn bandaríska viðskiptaritsins Busi- ness Week. Blaðið segir að Reuter hafí Ieitað hófanna hjá nokkrum „ráðandi hluthöfum“ í Dow Jones og látið í ljós áhuga á samkomulagi. Talsmaður Reuters vildi ekkert um málið segja. Talsmaður Dow Jones, Roger May, varðist einnig allra frétta. May kallaði fréttina „hreinar vangaveltur" og sagði að með „ráð- andi hluthöfum" væri átt við afkom- endur stofnandans, Clarence Barr- on, sem hann kvað ekki beinlínis tilheyra fyrirtækinu. Úthafsveiðikvótanum skipt í Þýskalandi Yiðbót af þorski skipt jafnt milli MHF og DFFU ÁKVÖRÐUN hefur verið tekin um það hvernig úthafsveiðikvóti Þjóð- veija á þessu ári skiptist í megin- dráttum og verður farið eftir skipt- ingu ársins 1996 utan hvað útgerð- in Mecklenburger Hochseefíscherei fær hlutfallslega meira af viðbót, sem Evrópusambandið veitti Þjóð- veijum af þorskkvóta. „Ég get ekki greint frá magni upp á tonn,“ sagði Uwe Link, stjórnsýslufulltrúi í Landbúnaðar- og matvælastofnun Þýskalands. „Við eigum enn eftir að ákveða hvernig því verður nákvæmlega háttað. Málið er hins vegar þannig vaxið að í grundvallaratriðum verður kvótanum skipt eins og á síðasta ári, 1996, og Mecklenbur- ger Hochseefischerei fær hlutfalls- lega meira af þeim þorskkvóta, sem er umfram Þýskalandskvóta síðasta árs.“ Að sögn Links skiptist það, sem eftir er af viðbótinni við þorskkvót- ann þegar bátaflotinn hefur fengið sinn hluta, jafnt milli Mecklenburg- er Hochseefischerei, dótturfyrir- tækis Útgerðarfélags Akureyrar, og Deutsche Fischfang Union (DFFU), sem er að meirihluta í eigu akureyrska útgerðarfélagsins Sam- heija. Kvaðst hann telja að viðbótin til hvors fyrirtækis væri á milli 900 og 1.000 tonn af þorski. Samkomulag um grundvallaratriði „Við erum eins og stendur að ákveða hvernig magninu verður skipt," sagði Link. „Við höfum að- eins náð samkomulagi um grund- vallaratriðin. Ég get ekkert sagt um það hvað kemur í hlut einstakra fyrirtækja." Kvað hann aflamark annarra tegunda, þar á meðal karfa, vera með sama hætti og á liðnu ári. Stjómendur Mecklenburger hafa verið óánægðir með skiptingu kvót- ans á liðnum árum og viljað fá meira í sinn hlut. Fyrirtækið stefndi Landbúnaðar- og matvælastofnun- inni vegna kvótaskiptingar síðasta árs. Varð niðurstaðan sú að rök- stuðningi fyrir skiptingunni hefði verið ábótavant. Skiptingunni sjálfri var hins vegar ekki hnikað. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins nemur viðbótarúthlutunin í Barentshafí tvö þúsund tonnum. Af því fær þýska togaraútgerðin 1.920 tonna kvóta en 80 tonnum var úthlutað til þýskra bátaútgerða. Viðbótarkvótinn skiptist jafnt á milli útgerðarfyrtækjanna Mechlen- burger og DFFU, og fær hvor um sig 960 tonn í sinn hlut. Mecklenburger fær meira Úthafsveiðikvóti Mechlenburger í Barentshafí er því 2.260 tonn á þessu ári en kvóti fyrirtækisins þar í fyrra var 1.300 tonn. Kvóti DFFU var hins vegar 6.200 tonn í fyrra og verður með viðbótinni nú 7.160 tonn. Þýskaland hefur á þessu ári 10.320 tonna heildarþorskkvóta á Barentshafssvæðinu, 4.150 tonn við norður-Noreg, auk 855 tonna ýsu- kvóta, og 6.170 tonn við Svalbarða. Þorskkvótinn á þessu svæði var í fyrra 8.320 tonn. Hólmaborgin SU með metloðnutúr í einni veiðiferð Fékk 1.800 tonn af loðnu á 18 tímum HÓLMABORGIN SU 11 kom til heimahafnar á Eskifírði snemma í gærmorgun með stærsta loðnufarm, sem íslenskt fískiskip hefur fengið í einni og sömu veiðiferð. Skipið landaði 1.800 tonnum af loðnu í bræðslu og eru menn eystra mjög bjartsýnir á loðnuveiðina næstu vik- umar svo fremi sem veður helst skaplegt og hamlar ekki veiðum. Skipið var samtals 18 klukkustund- ir að veiðum og fékk því um 100 tonn á klukkustund. Aflaverðmæti farmsins er um 11,6 milljónir króna. „Við vorum að veiðum um það bil átta sjómílur suðaustur af Papey þar sem stór hluti loðnuflotans var líka að athafna sig og fá góð köst. Fómm út síðastliðið laugardags- kvöld, en komum þá bara beint út í brælu. Við gátum þar af leiðandi ekkert byijað að kasta fyrr en klukkan 9 á sunnudagsmorguninn. Þá var komið skaplegt veð- ur, en svo brældi aftur að- faranótt mánudags og þess vegna komum við inn. Ánn- ars hefðum við haldið áfram upp í 2.500-2.600 tonn sem er burðargeta skipsins,“ sagði Þorsteinn Kristjáns- son, skipstjóri á Hólmaborg- inni, sem er langburðar- mesta loðnuskip flotans eftir lengingu í Póllandi í nóvem- ber sl. Aðeins ber á átu í loðnunni „Loðnan er orðin mjög góð. Við emm ekkert famir að hugsa um Japanstímann ennþá enda hefur aðeins borið á átu í loðnunni sem er bann- orð fyrir frystinguna. Hún virðist vera að næra sig greyið alveg fram eftir öllu. Við höfum verið að frysta alla þá loðnu, sem kemur átulaus, en Japansfrystingin byijar ekki fyrr en um miðjan febrúar, að ég tel. Það ríkir mikil bjartsýni hér vegna Japanstímans ef veður hamlar ekki. Það er ömgglega mikil loðna á ferð- inni á þessum slóðum. Hún sígur Aflaverðmæti upp á 11,7 milljónir króna þarna upp að landinu og fer svo vestur með suðurströndinni. Hún virðist ætla að koma þarna upp á Lónsbugt og svo liggur leið hennar þessa hefðbundnu gönguleið loðn- unnar á hrygningarslóðir. Það er reyndar svolítið misjafnt hvar hún er að hrygna. Hún hrygnir reyndar mjög víða, en fyrsta ganga virðist ganga alveg vestur undir Snæfells- nes til að hrygna,“ sagði Þorsteinn. Fjögurra tíma stím á miðin Hann sagði að miðað við stað- setningu loðnunnar núna væri um fjögurra klukkustunda stím fyrir Hólmaborgina á miðin, en svo myndi það smálengjast með hveijum deg- inum sem liði. Allur farmurinn fór í bræðslu, en auk Hólmaborgarinnar landaði loðnuskipið Jón Kjartansson um 1.100 tonnum á Eskifirði í gær. Afkastageta loðnubræðslunnar á Eskifírði er um þúsund tonn á sólar- hring. „Þegar mikið berst að fer verðið að brenglast. Framboð og eftirspurn vill ráða ferðinni." Þorsteinn sagði að „nýja“ skipið reyndist afar vel eftir lenginguna. Engir byijunarörðugleikar hefðu komið í Ijós og því væru menn ánægðir með hvernig til hafi tekist. „Við erum búnir að vera að, meira og minna, frá því að skipið kom til landsins. Vorum með flottroll fyrst þar sem að loðnan stóð bæði djúpt og var dreifð, en erum komnir með nót núna, þar sem hún er nú komin í nótafæri. Það er bara kastað á heilu torfurnar. Stærsta kastið hjá okkur í þessum túr var 400 tonn,“ sagði Þorsteinn. Hólmaborgin hélt rakleiðis á miðin á ný eftir að búið var að landa seinnipartinn í gær. „Við sætum færis með að ná fleiri köstum í nótt enda á hann að lægja aftur.“ Bagalegt að missa úr í mokveiði Annað skip í eigu Hrað- frystihúss Eskifjarðar, Guð- rún Þorkelsdóttir SU, hefur að undanfömu verið í leng- ingu i Póllandi og segist Þor- steinn hafa að miklu leyti alið manninn þar síðustu vik- urnar. Að lengingu lokinni eykst burðargeta skipsins úr 700 i 1.000 tonn. „Fram- kvæmdimar við skipið hafa tekist vel að öðm leyti en því að Pólveijamir em komnir langt fram yfír umsaminn verktíma. Guðrún Þorkels- dóttir átti að vera tilbúin um miðjan desember, en síðasta loforð hljóðaði upp á 10. febr- úar. Vonandi stenst það svo skipið geti byijað að veiða um miðjan febrúar. Við emm á ell- efta tíma í sambandi við loðnuveið- arnar. Það er alltaf bagalegt að missa úr í mokveiði, ekki bara fyrir fyrirtækið, heldur ekki síður fyrir blessaða mennina, sem bíða eftir skipinu. Eins og staðan er í dag fer ég í einn túr í viðbót með Hólmaborg- ina og svo ætla ég að drífa mig til Póllands til þess að loka reikningun- um,“ segir Þorsteinn. ÞORSTEINN Kristjánsson, skipstjóri á Hólmaborginni SU ásamt forstjóra hraðfrysti- húss Eskifjarðar, Aðalsteini Jónssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.