Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 60
MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Handtekinn vegna láts Hlöðvers S. Aðalsteinssonar Játar að hafa skotið í átt að hinum látna UNGUR Hafnfirðingur, 24 ára gamall, játaði við yfirheyrslur hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins í gær- kvöldi að hafa skotið úr byssu í áttina að Hlöðveri S. Aðalsteins- syni, 55 ára gömlum Hafnfirðingi, aðfaranótt 29. desember sl., á víða- vangi skammt frá Krýsuvíkurvegi. Hlöðver fannst látinn morguninn eftir með skotsár af völdum hagla- byssu og aðra áverka, sem þóttu minniháttar. Þórir Oddsson vara- ** rannsóknarlögreglustjóri ríkisins sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að að baki þessa máls lægi geysiviðamikil rannsókn fjölda rannsóknarlögreglumanna, og m.a. hefði verið sent sýni til DNA-rann- sóknar í Noregi. Hlöðver S. Aðalsteinsson var ein- hleypur og búsettur við Álfaskeið í Hafnarfirði. Hann fór að heiman frá sér um klukkan fjögur aðfaranótt sunnudagsins 29. desember sl. á jeppabifreið sinni Lada Sport, hvítri ^ að íit, árgerð 1994. Vegfarandi kom v að honum látnum við Krýsuvíkuveg um klukkan 10.30 um morguninn. Jeppinn fannst síðar um daginn við Heijólfsgötu í Hafnarfirði, allfjarri þeim stað sem Hlöðver fannst á. Samkvæmt niðurstöðu krufningar urðu nokkrir samverkandi þættir valdir að dauða Hlöðvers, svo sem mikill blóðmissir vegna skotsárs á handlegg eftir haglabyssu, lost- ástand af völdum blóðmissis, auk þess sem staðfest var að Hlöðver hafði verið veill fyrir hjarta. Sýni send til DNA-rann- sóknar í Noregi Umfangsmikil rannsókn hófst þegar í stað. Fljótlega var Hafnfirð- ingurinn ungi handtekinn, því í ljós kom að á heimili Hlöðvers var tæki sem skráir símtöl, og voru nokkur símtöl skráð þeirra á milli. Maður- inn neitaði alfarið að vita nokkuð um ferðir Hlöðvers um nóttina og var honum sleppt. Til stóð að óska eftir gæsluvarðhaldi yfir manninum en hætt var við það. í fórum unga mannsins fannst haglabyssa. Umfangsmikil og ein- stæð rannsókn tæknideildar RLR hefur leitt í ljós að högl sem fund- ust á vettvangi voru úr byssunni. Loks fundust sýni í bíl Hlöðvers sem send voru til DNA-rannsóknar í Noregi. Bárust munnlegar niður- stöður fyrir helgi og staðfestar nið- urstöður bárust RLR í gær. Sam- kvæmt þeim eru yfirgnæfandi líkur á því að ungi maðurinn hafi verið í jeppa Hlöðvers heitins. Ungi maðurinn var handtekinn um klukkan 16 í gær eftir að niður- stöður DNA-rannsóknarinnar lágu fyrir. í gærkvöldi játaði hann síðan að hafa farið með Hlöðver á bíl hans um nóttina og hleypt úr byss- unni í áttina að honum. Að því búnu ók hann brott á bifreið Hlöð- vers. Ekki liggur fyrir hver var ástæða þess að ungi maðurinn hleypti af byssunni í áttina að Hlöð- ver. Hann verður yfirheyrður áfram í dag. RLR mun ennfremur í dag gera kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum. Forsætisráðherra um þátttöku í Evrópska myntbandalaginu Ekki hagur af aðild DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra telur að íslendingar hafi ekki hag af því að gerast aðilar að Evrópska myntbandalaginu. Þetta kom fram í svari forsætisráðherra við fyrirspurn Kristínar Ástgeirsdóttur, þingmanns Kvennalista, á Alþingi í gær. Kristín fagnaði afstöðu forsætisráðherra og tók undir hana. „Það yrði til þæginda fyrir okkur sem ferðamenn ef af myntbandalagi yrði í Evrópu," sagði Davíð. „Það gæti líka að mörgu leyti verið þægi- legt fyrir okkur í viðskiptum, hins vegar gæti verið að samkeppnin yrði erfiðari á einhveijum sviðum. Það blasir hins vegar við í mínum huga að það er algerlega klárt að ísland hefur ekki hagsmuni af því að ger- ast aðili að myntbandalaginu." Davíð benti á að andstaða væri við myntbandalagið meðal almenn- ings í Evrópu, til dæmis í Þýska- landi og Svíþjóð, en útilokaði þó ekki að af því yrði. Hann sagði að EFTA-ríkin væru að heija könnun á áhrifum myntbandalags á EFTA sem heild, en einnig hefði Seðlabankinn þegar hafíð athugun á áhrifum þess fyrir ísland sérstaklega. Morginblaðið/Golli A fömum vegi í Fagradal 465 mál á fimm árum vegna meintrar kynferðilsegrar misnotkunar 50 böm þyrftu árlega á sér- hæfðri meðferð að halda Ráðherra um sam- einingu VES og ESB Aukaaðild ekki haldið áfram - > HALLDOR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segist ekki hafa trú á að ísland yrði áfram aukaaðildarríki Vestur-Evrópusambandsins ef VES yrði sameinað Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli ráðherrans á fundi samtaka ungra miðjumanna á Norðurlöndum (NCF). „Samband VES við ESB hefur orðið tilefni heitra umræðna, þar sem mörg ESB-ríki hafa áhuga á að VES verði sameinað ESB,“ sagði Halldór. „Afstaða íslands til málsins er alveg skýr: Við erum andvígir því að VES verði hluti af ESB. Varðveita verður * stofnanalegt sjáifstæði VES. Ég held að aukaaðild okkar yrði ekki haldið áfram, ef VES rynni inn í ESB. Verkefni VES á fyrst og fremst að vera að bæta NATO upp og styrkja möguleika bandalagsins á að gæta sameiginlegs öryggis okkar með því að leggja áfram áherzlu á tengsiin , yfir Atlantshafíð." ■ Ekki árásarbandalag/31 BARNAVERNDARNEFNDIR hafa á síðastliðnum fímm árum fengið 465 mál til meðferðar vegna meintr- ar kynferðislegrar misnotkunar og eiga þar hiut að máli 560 böm yngri en 16 ára. í einhveijum tilvikum eru þolendur fleiri en einn vegna sama ofbeldismanns. Þetta kom fram á Alþingi í svari félagsmálaráðherra við fyrirspum Jóhönnu Sigurðar- dóttur um kynferðislega misnotkun á börnum. Talið er að ekki færri en 50 börn þyrftu árlega á sérhæfðri meðferð að halda vegna kynferðisofbeldis, en að sögn félagsmálaráðherra er ekki hægt að fullyrða að öllum böm- um sem hafa orðið fyrir kynferðis- legu ofbeldi sé tryggður stuðningur og meðferð af hálfu opinberra aðila. Engin hópmeðferð stendur þessum bömum til boða og áfallameðferð og langtimameðferð er sjaldnast skipulögð af bamaverndarnefndum, enda séu lagaskyldur á því sviði óljósar. Þá séu biðlistar hjá bama- og unglingageðdeild Landspítalans. Um 50% mála fá Iögreglurannsókn I svari félagsmálaráðherra kemur m.a. fram að úrskurðað hefur verið í um 10 málum af hálfu bamavernd- amefnda og mun þeim öllum hafa verið skotið til fullnaðarúrskurðar Barnavemdarráðs. Álykta megi að bamaverndarnefndir kæri til lög- reglu í um 30-40% af heildarfjölda þeirra mála sem þær hafa til með- ferðar, en ætla megi að hlutfall þeirra mála sem fái lögreglurann- sókn sé mun hærra, eða um 50%, þar sem fleiri aðilar en bamavernd- amefndir geti verið kærendur, t.d. aðstandendur bams. Ríkissaksóknari hefur birt ákæru í 45 málum á síðastliðnum fímm árum eða í rúmlega þriðjungi þeirra mála sem til hans var vísað af RLR eða einstökum lögregluembættum á tímabilinu, og er vitað að sakfelit hefur verið í að minnsta kosti 30 málanna. Nær undantekningarlaus forgangur Hjá mörgum stærri sveitarfélög- um landsins er beitt ákveðnum að- ferðum við könnun mála vegna meintrar kynferðislegrar misnotk- unar á börnum og nær undantekn- ingarlaust hafa slík mál forgang og eru sérstök teymi sérfræðinga víða kölluð til. Langoftast er um að ræða samstarf við lögreglu og heilbrigðis- stofnanir, og á stærri stöðum er sérstök aðstaða til viðtala og mynd- bandsupptökutæki fyrir hendi, en slík aðstaða auðveldar bami yfir- heyrslu og dregur úr þörf á endur- tekningu vitnisburðar. í svari félagsmálaráðherra kemur fram að ekki fari undantekninga- laust fram leit til að ganga úr skugga um hvort grunaður maður hafi í fórum sínum klámefni eða hafí dreift slíku efni, en lögregluyf- irvöld geri það komi fram tilefni til slíks. Búast megi við breytingu á þessu í ljósi nýrra ákvæða í hegning- arlögum um bann við vörslu barna- kláms er tóku gildi um síðastliðin áramót. Svar félagsmálaráðherra byggist að mestu leyti á upplýsingum frá Barnaverndarstofu sem í tilefni fyr- irspurnarinnar gerði sérstaka könn- un á þeim þáttum sem spurt var um. Leitað var til allra barnavernd- arnefnda og þeirra félagsmála- nefnda sem fara með bamaverndar- mál, og ennfremur var aflað upplýs- inga hjá Barnaverndarráði, sýslu- mannsembættum, Lögreglunni í Reykjavík, Rannsóknarlögreglu rík- isins og embætti Ríkissaksóknara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.