Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 45 I I I > ) ) > > > » ■ - 5 i J 9 I I 9 i I f Linsan 25 ára SUS álykt- ar um ÁTVR „STJÓRN Sambands ungra sjálf- stæðismanna fagnar þeim hugmynd- um sem koma fram í nýrri stefnu- mótaskýrslu sljómar Áfengis- og tób- aksverslunar ríkisins. Tillögur stjórn- arinnar fela í sér að stigin verða ákveðin skref í fijálsræðis- og um- bótaátt í málefnum fyrirtækisins og verslun með áfengi og tóbak hér á landi,“ segir í ályktun stjómar. „SUS hefur ítrekað lýst þeirri stefnu sinni að ríki eigi alfarið að hætta fyrirtækjarekstri og koma á heilbrigðu samkeppnisumhverfi á þessu sviði. Stjóm SUS hvetur því ríkisstjómina að leggja niður ÁTVR og afnema ríkiseinokunina. Núverandi haftafyrirkomulag er hvort tveggja í senn óskynsamlegt og óréttlátt. Það er til dæmis óþol- andi að sveitarfélög skuli áram sam- an, jafnvel áratugum saman, þurfa að bíða eftir því að forsvarsmönnum einokunarfyrirtækisins þóknist að setja þar upp áfengisútsölur, jafnvel þótt þau fullnægi öllum skilyrðum fyrir uppsetningu slíkra verslana. Sömuleiðis er það óviðunandi fyrir innflutningsfyrirtæki að eiga allt und- ir duttlungum forsvarsmanna ÁTVR. Einokunarverslun og opinber höft era sá arfur frá gamalli tíð sem síst er ástæða að halda í og hagsmunir al- mennings kalla á breytingar þegar í stað. Viðbrögð Framsóknarflokksins við þessum tillögum era óskiljanleg og lýsa best því að sá flokkur er enn á ýmsum sviðum í fjötram fortíðar.“ Hressingar- ganga í Reykjavík FERÐAFÉLAG íslands stendur fyrir hressingargöngum frá Mörkinni 6, félagsheimili Ferðafélagsins, og verða þær farnar annan hvem þriðjudag yfir vetrarmánuðina og oftar ef áhugi er mikill. Þetta era stuttar göngur þar sem gengið verður í 1 klst. um eitthvert af útivistarsvæðum borgarinnar; er fyrsta gangan nú á þriðjudagskvöldið 4. febrúar kl. 20 og er farið um Soga- mýri í Elliðaárdal. Ferðafélagið vill með göngunum hvetja almenning til að hreyfa sig reglulega og mæta síðan í aðrar ferð- ir félagsins en Ferðafélagið skipu- leggur hátt í þijú hundrað styttri og lengri ferðir yfir árið og í flestum þeirra skipa útivera og gönguferðir hæstan sess. Að lokinni göngu kl. 21-22 er opið hús í félagsheimilinu og verður þar hægt að nálgast ferðaáætlun Ferðafélagsins 1997. Björgunarhundamynd Ekki á vegum björgunar- sveita MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi athugasemd frá Kvik- myndafélaginu Pamelu vegna at- hugasemdar frá Björgunarhundasveit íslands í blaðinu 31. janúar sl. „Kvikmyndafélagið Pamela stóð að gerð fræðslu- og heimildarmyndar um leitarhunda og naut þar góðrar sam- vinnu einstaklinga og ýmissa félaga um land allt sem tengjast hundabjörg- un. Þar á meðal félaga úr Leitarhund- um Slysavamafélags íslands. Verkið naut einnig stuðnings fjölda fyrir- tækja sem gerðu mögulegt að fram- kvæma það og nú er í undirbúningi bæklingur með frekari fróðleik um hundabjörgun. .. Myndin er hins vegar ekki gerð á vegum Björgunarhundasveitar ís- lands eða Leitarhunda Slysavamafé- lagsins og bera þessi félög enga fjár- hagslega ábyrgð á verkinu. Tilefni athugasemdar Björgunarhundasveit- arinnar er óljóst, hvort sem það er vegna gerðar myndarinnar og inni- halds, aðstandenda, faglegrar þekk- ingar eða málefnisins.“ Fræðslufund- ur um snjó- flóðahættu BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavamafélags Islands stendur fyrir opnum fræðslufundi um mat á snjóflóðahættu fyrir ferða- og fjalla- menn í Reykjavík fimmtudaginn 6. febrúar. Athugið breytta dagsetn- ingu. Fundurinn verður haldinn í húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykja- vík við Flugvallarveg. Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum dýpri skilning á eðli snjóþekjunnar, breytingum á henni og kynna mönnum rétt leiðarval með tilliti til snjóflóðahættu. Einnig verður fyallað um notkun snjóflóðaýlna. Allir þeir sem ferðast mikið að vetri til, hvort sem er gangandi, á vélsleðum eða á öðram farartækjum era hvattir til að mæta. Þátttökugjald er 1000 kr. og er fræðslurit um mat á snjóflóðahættu innifalið í þátttöku- gjaldinu. Á ÞESSU ári heldur gleraugna- verslunin Linsan upp á 25 ára afmæli sitt. Linsan er stofnuð árið 1972 af þeim hjónum Berg- steini Stefánssyni og Eddu Ní- els. í 25 ár hefur Linsan boðið upp á helstu nýjungar á sviði gleraugna, segir í fréttatil- kynningu. Til að auka enn þjónustuna hefur Linsan nú hafið sölu á snertilinsum. Myndin var tekin við opnun linsudeildar þar sem SAMTÖK Samvinnuverslana og Áfengishópur Félags íslenskra stórkaupmanna hafa sent frá sér ályktanir þar sem breyttum við- horfum í rekstri ÁTVR er fagnað. í ályktun samvinnuverslana seg- ir: „Það er skoðun stjórnar SSV að tímabært sé að leyfa sölu á bjór og léttum vínum í dagvöru- verslunum. Það er réttlætismál að allir íbúar geti gengið að sömu þjónustu hvar sem þeir búa á land- inu. Ljóst er að verslanir í smærri byggðarlögum hafa átt undir högg að sækja. Til staðar eru vel búnar verslanir með hæfu starfsfólki. Enginn efast um gildi þess fyrir íbúa á minni stöðum að hafa greið- an aðgang að dagvöruverslun. Nauðsynlegt er að auka verslun mátun á snertilinsum fer fram með aðstoð nýjustu tækni. Daníel Edelstein, sjóntækja- fræðingur, sér um mátun á lins- unum, Daníel er lengst til vinstri á myndinni en með hon- um eru Sigrún R. Bergsteins- dóttir, Ragnheiður Guðnadótt- ir, Bjarni Jóhannesson, sjón- tækjafræðingur, Brigitte Lút- hersson, Kristbjörn Olafsdóttir og eigandinn Edda Níels. þeirra verslana sem vilja þjóna fámennari byggðarlögum. Eitt af þeim verkefnum sem þær geta tek- ið að sér er sala á bjór og létt- víni,“ segir í ályktuninni. _ í ályktun svonefnds Áfengis- hóps Félags íslenskra stórkaup- manna er lýst yfir ánægju með þau breyttu viðhorf sem átt hafa sér stað í rekstri ÁTVR með tilkomu stjórnar stofnunarinnar. „Hópur- inn fagnar þeim vindum fijálsræð- is sem nú virðast leika um sali stofnunarinnar og lýsa sér bæði í þeirri viðleitni að kanna á hlutlæg- an hátt viðhorf viðskiptavina til starfsemi stofnunarinnar og ekki síður að leggja þau viðhorf til grundvallar breytingum á starf- semi hennar." Hestamenn ræða sýningar sumarsins HROSSARÆKTARSAMTÖK Suð- urlands gangast fyrir fræðslufundum þessa dagana þar sem Kristinn Huga- son ræðir sýningarhaldið á komandi sumri. Páll Imsland flytur erindi um rannsóknir sem hann hefur gert á lit- föróttum hrossum, erfðum og ein- kennum. Þá munu þeir Kristinn Guðnason formaður samtakanna og Jón Vilmundarson framkvæmdastjóri ræða og kynna starf samtakanna í nútíð og framtíð. í kvöld verður fundur á Hótel Sel- fossi og hefst hann klukkan 21 . Á morgun, miðvikudag, verður fundur í félagsheimili Fáks á Víðivöllum og hefst sá fundur klukkan 20.30. Fyrirlestur í guðfræðideild DR. ESHETU Abete, rektor presta- skóla lúthersku kirkjunnar í Eþíópíu, EECMY, flytur opinberan fyrirlestur í boði guðfræðideildar Háskóla ís- Iands, fimmtudaginn 6. febrúar nk. kl. 10 í Háskólakapellunni. Fyrirlesturinn sem verður fluttur á ensku nefnist: „Theological education in the Ehtiopian Evangelical Church Mekane Yesus.“ EESMY er lútherska kirkjan sem stofnuð var upp úr starfí lútherskra kristniboðsfélaga í Eþíópíu og hafa íslenskir kristniboðar starfað þar á hennar vegum. Dr. Abete hefur kennt við prestaskóla EECMY und: anfarin ár og er nú rektor skólans. í vetur hefur hann kennt við Kristni- boðsháskólann í Ijellhaug í Osló. Fræðslukvöld um fötlun FFA, fræðsla fyrir fatlaða og að- standendur, sem Landssamtökin Þroskahjálp, Sjálfsbjörg, Styrktar- félag lamaðra og fatlaðra og Styrkt- arfélag vangefinna standa að, heldur fræðslukvöld fyrir afa og ömmur fatl- aðra bama þriðjudaginn 4. febrúar kl. 20 í sal Félags íslenskra hjúkran- arfræðinga, Suðurlandsbraut 22. Steingerður Sigurbjömsdóttir, bamalæknir á Greiningar- og ráðgjaf- arstöð ríkisins mun fjalla um mismun- andi fötlun. Á eftir verður kaffi, umræður og fyrirspumir. Skráning þátttöku er hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Hjálpræðisherinn Samkomur í vikunni ÞAU hjónin Anne og Daníel Óskars- son era nú stödd á íslandi en tæp tvö ár eru liðin frá því þau héldu af landi brott til Norður-Noregs þar sem þau nú gegna forystuhlutverki innan Hj álpræðishersins. Þau hjónin hafa haldið samkomur í Reykjavík um helgina og munu áfram halda samkomur í Herkastal- anum á þriðjudag, miðvikudag og fímmtudag kl. 20.30. Síðan fara þau norður til Akureyrar þar sem þau munu hafa samkomur á hemum, Hvannavöllum 10, föstudag og laug- ardag kl. 20.30 og á sunnudag kl. 17. Öllum er heimill aðgangur. LEIÐRÉTT Starfsheiti leiðrétt í FRÉTT í sunnudagsblaðinu um ljóðaflutning með tali og táknum í Listaklúbbi Leikhúskjallarans stóð að Jóhanna Þorvaldsdóttir væri for- stöðumaður Samskiptamiðstöðvar- innar. Jóhanna er þar deildarstjóri, en forstöðumaður er Valgerður Stef- ánsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Rangt föðumafn í MYNDARTEXTA í sunnudagsblað- inu er Brynhildur Björnsdóttir rang- lega sögð Daníelsdóttir. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Úr dagbók lögreglunnar Olvun, fíkniefni, innbrot o g árásir 31. janúar til 3. febrúar. AF BÓKUNUM helgarinnar era 25 innbrot, 10 þjófnaðir, 17 eign- arspjöll og 3 líkamsmeiðingar. Af- skipti voru höfð af 40 manns vegna ölvunar á almannafæri og vista þurfti 51 í fangageymslunum um helgina, bæði vegna þess og ann- arra mála. Talsvert var kvartað yfir hávaða og ónæði, eða 34 sinn- um. Flest tilvikanna vora vegna hávaða frá fólki að næturlagi í íjöl- eignahúsum. Þá var tilkynnt um 10 mál vegna heimilisófriðar. í tveimur þeirra hafði eiginkona eða sambýliskona verið beitt ofbeldi. Fjórtán ökumenn, sem stöðvaðir voru, era granaðir um ölvunarakst- ur og 11 vora kærðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, utan þeirra sem nýgangsettar eftirlitsmyndavélar stóðu að slíkum brotum. Tilkynnt umferðaróhöpp urðu 36 talsins. Meiðsli á fólki urðu í 4 tilvikum. Fíkniefni komu við sögu í fjóram málum helgarinnar. Innbrot í bfla, sumarbústaði, íbúðir og fyrirtæki í innbrotum um helgina var m.a. brotist inn í bifreiðir við Sel- braut, Skipholt og Fjarðarsel. Brot- ist var inn í sumarbústaði við Rauðavatn, íbúð við Vitastíg, bíla- leigu í Skeifunni, hús og þijár verslanir við Laugaveg, fyrirtæki við Laugaveg og Drafnarfell, kjóla- leigu við Faxafen, sölutum við Langholtsveg, geymslu við Laugar- nesveg, hárgreiðslustofu við Berg- staðastræti, þjálfunaraðstöðu við Seljaveg, hús við Bókhlöðustíg, hús við Ægisíðu, skóla við Skólabraut og verslun við Skipholt. Lögreglumenn fluttu mann á lögreglustöð vegna gruns um með- höndlun fíkniefna sl. fóstudag. Þá tóku lögreglumenn á eftirlitsferð í Elliðaárdal á föstudag (jftir manni er tengst hefur fíkniefnamálum. Þeir handtóku manninn. Skammt frá staðnum fannst plastpoki sem innihélt u.þ.b. 75 g af amfetamíni. Á laugardag var bifreið ekið á staur við Vesturlandsveg. Flytja þurfti einn aðila á slysadeild með sjúkrabifreið. Undir morgun á laugardag tóku menn á grænum Benz upp pilt í Tryggvagötu, óku honum inn á Holtaveg, börðu hann þar og hentu honum út. Um minniháttar áverka reyndist vera að ræða. Þá braut maður rúðu í biðstöð SVR við Hafnarstræti snemma á sunnu- dagsmorgun. Hann var handtekinn í Bankastræti. Reyndist maðurinn þá vera skorinn á hendi og var því fluttur á slysadeild en síðan til vist- unar í fangageymslu. í húsleit lögreglunnar í húsi við Vitastíg á sunnudag var lagt hald á þýfí og fíkniefni. Silast áfram á vinstri akrein Þegar umferð er mikil er hvim- leitt að sjá ökumenn silast áfram á vinstri akrein tveggja akreina akbrauta eða fleiri. Okumönnum, sem ekki vita, er bent á að vinstri akreinin er ætluð til framúrakst- urs. Þeir eiga að öllu jöfnu að halda sig hægra megin nema þeir vilji nýta vinstri akreinina til fra- múraksturs eða ef ætlunin er að beygja til vinstri á næstu gatna- mótum. Ökumenn þurfa að taka sig verulega á í þessu máli ef umferðin á að geta gengið greið- legar fyrir sig. í framhaldi af umfjöllun um rán í verslunum er rétt að minna eig- endur sölutuma og myndbanda- leigna, sem opnar eru frameftir á kvöldin, að huga sérstaklega að aldri afgreiðslufólks og hvemig staðið er að varðveislu innkomunn- ar. Þá er þeim og bent á að koma sér upp eftirlitsmyndavélabúnaði eða gera aðrar þær ráðstafanir er aukið geta öryggi starfsfólks. Löggæslumyndavélar við um- ferðarljósastýrð gatnamót vora teknar í notkun í borginni sl. föstu- dag. Reykjavíkurborg hafði sett upp þennan búnað í samstarfí við dómsmálaráðuneytið og Umferðar- ráð og afhent lögreglunni hann til umsjónar og reksturs. Markmiðið með starfrækslu myndavélanna er að draga úr líkum á akstri gegn rauðu ljósi og reyna þannig að fækka umferðarslysum á gatna- mótum. Rétt er að minna á að myndir verða einungis teknar af þeim sem bijóta af sér. Aðrir verða látnir afskiptalausir. Samtök samvinnu- verslana o g stór- kaupmenn fagna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.