Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ Bætt úr brýnni þörf með kennslu í íslensku á Þórshöfn * Utlendingar á skólabekk Þórshöfn - í grunnskólanum á Þórshöfn er jafn líflegt á kvöldin sem á daginn því haf- in er íslenskukennsla fyrir útlendingana í plássinu. Fréttaritari leit inn eitt kvöld- ið og voru þá í kennslustund Rússar, Pólverjar og Frakkar ásamt nemanda frá Svart- fjallalandi - allir að læra ís- Iensku með hjálp kennaranna Heiðrúnar Óladóttur og Erlu Jóhannesdóttur. Flestir útlendinganna vinna hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar en einnig eru tveir pólskir tónlistarkennarar og hjá véla- verkstæðinu Þistli vinna fjórir Pólveijar; rennismiðir og vél- virkjar að mennt. Námið gengur vel, að sögn kennar- anna en Rússarnir standa þó verr að vígi en hinar þjóðirnar því stafagerð þeirra er önnur. Aformað er að kennslustundir verði alls um 70 og ljúki stuttu fyrir páska. Kennslan fer fram á fjöl- breyttan og líflegan hátt og ýmislegt er tekið fyrir; klukk- an, stafrófið, tölur, dagar, matur að ógleymdum söng - en leikskólasöngurinn góði „höfuð, herðar, hné og tær“ kemur þarna að góðum notum. Málfræðin kemur einnig við sögu. Að sögn kennaranna, Heiðrúnar og Erlu, er þetta mjög skemmtilegt verkefni, nánast ævintýri og hópurinn duglegur og vinnusamur. Það kemur ekki á óvart því fólkið þykir almennt duglegt og sam- viskusamt í vinnu sinni hér á Þórshöfn. Á Þórshöfn voru samkvæmt Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir UTLENDINGAR í íslenskunámi ásamt kennurunum Erlu Jó- hannesdóttur og Heiðrúnu Óladóttur. íbúaskrá hinn 1. desember sl. 472 íbúar og eru útlendingar um 7% íbúanna, Pólveijar flestir eða fjórtán talsins. Það var því orðin brýn nauðsyn að þetta fólk fengi aðstoð við að læra íslensku og komast þar með betur inn í samfélagið hér og samlagast því heldur en að einangrast í sínum hópi vegna tungumálaörðugleika. Alltaf er hægt að sjá spaugi- legu hliðina á málunum, ekki síst á þorrablótum. í gaman- málum á þorrablóti Þórshafn- arbúa á dögunum var það haft á orði að trúlega væri fljót- legra að kenna þessum fáu Islendingum, sem eftir eru í þorpinu, pólsku eða rússnesku heldur en að standa fyrir ís- lenskunámskeiði! Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir MENNIN GARMIÐSTÖÐ rís í Hveragerði. Menningar- miðstöð rís í Hveragerði Hveragerði - Menningarmiðstöð í Hveragerði er hýsa mun sýn- ingarsal, ráðstefnuaðstöðu, vinnustofu fyrir listiðnað, list- munaverslun og veitingastofu er nú nær fokheld. Það er Einar Hákonarson myndlistarmaður og fjölskylda hans sem standa að byggingu hússins sem er stál- grindarhús, rúmir 900 fermetrar að stærð. Bygging hússins hófst um mitt síðasta sumar og er áætlað að starfsemi í húsinu geti hafist 1. júní. Aðspurður sagðist Einar byggja hugmynd sína um einkarekna menningarmiðstöð að mestu á erlendum fyrirmyndum. „Menningarmiðstöðvar svipaðar þessari eru til á Norðurlöndum. Það er, einkareknar utan stór- borgar. Samt er útfærsla mín á menningarmiðstöðinni í Hvera- gerði einstök þó víða væri leitað. Þetta á að vera lifandi menning- armiðstöð þar sem fólk getur komið og notið þess að skoða það sem hér verður til sýnis ásamt því að njóta veitinga í fögru um- hverfi.“ Húsið er staðsett við Austur- mörk, rétt við hlið Eden. Aðal- hönnuður hússins er Jón Róbert Karlsson á teiknistofunni Arko en byggingameistari er Guð- mundur Hervinsson. Fjárhagsáætlun ísafjarðarbæjar samþykkt samhljóða Ráðgert er að veija 217 milljónum króna í framkvæmdir ísafirði - Frumvarp að ijárhags- áætlun ísafjarðarbæjar og stofn- ana hans fyrir árið 1997, var sam- þykkt samhljóða á fundi bæjar- stjórnar sem haldinn var fimmtu- daginn 30. janúar. Mun þetta vera í fyrsta skipti í langan tíma sem fjárhagsáætlun bæjarfélagsins er samþykkt sam- hljóða enda mun vorhugur hafa verið í bæjarfulltrúum en sólin sást í fyrsta skipti í bænum þann dag og fengu því bæjarfulltrúar jafnt og margir aðrir Isfirðingar kaffí og rjómapönnukökur í tilefni dagsins. Skatttelg'ur bæjarins verða 718 milljónir króna Skatttekjur bæjarsjóðs eru sam- kvæmt áætluninni 718.482 millj. króna og rekstrargjöld eru áætluð 573.132 miilj. króna. Tekjuaf- gangur er því áætlaður 145.350 millj. kr. sem fara mun til fram- kvæmda og afborgana lána. Rekstrarútgjöld skiptast á eftir- farandi hátt eftir málaflokkum. Til yfírstjórnar bæjarfélagsins fara tæpar 62 millj. kr., 80 millj. fara til félagsþjónustu, 215 millj. fara til fræðslumála, 15 millj. til menningarmála og 40 millj. kr. til íþrótta- og æskulýðsmála. Til brunamála og almanna- varna eru áætlaðar tæpar 12 millj., 55 millj. til hreinlætismála, 14 millj. til skipulags- og bygg- ingamála, 7 millj. til gatna-, hol- ræsa- og umferðarmála, 18 millj. til almenningsgarða og útivistar, 800 þúsund kr. eru áætlaðar til heilbrigðismála og rúmar 5 millj. kr. eru áætlaðar til atvinnumála. Til annarra óskilgreindra mála fara rúmar 26 millj. 15 millj. kr. eru á rekstaráætlun til almenn- ingssamgangna og fjármagns- tekjur og gjöld eru áætluð rúmar 44 millj. kr. Áttatíu milljónir fara til byggingar nýs leikskóla Fjárfestingaráætlun fyrir árið 1997 gerir ráð fyrir framkvæmd- um fyrir um 217 millj. kr. og veg- ur þar þyngst bygging nýs leik- skóla en í þá framkvæmd eru áætlaðar 80 millj. kr. Þá er gert ráð fyrir 50 millj. kr. til gatna-, holræsa- og umferðarmála og 30 millj. kr. til uppbyggingar á Safna- húsi bæjarfélagsins, þ.e. gamla sjúkrahúsinu á ísafírði. Lukkuridd- arinn í Mý- vatnssveit Mývatnssveit - Leikdeild Ung- mennafélagsins Mývetnings frumsýndi írska gamanieikinn Lukkuriddarann eftir J.M. Synge í Skjólbrekku föstudags- kvöldið 31. janúar. Leikstjóri er Sigurður Hall- marsson._ Þýðandi verksins er Jónas Ámason. Undirleikari séra Öm Friðriksson. Leikendur voru ails þrettán og gerðu þeir yfirieitt sínum hlutverkum ágæt skil. Fjölmenni var og leiknum mjög vel tekið. Önnur sýning var sunnudaginn 2. febrúar og þriðja sýning er áætluð þriðju- daginn 4. febrúar kl. 21. Egilsstaðir 3 fíkniefna- málí janúar LÖGREGLAN á Egilsstöðum upplýsti þijú fíkniefnamál í jan- úarmánuði. Það er meiri fjöldi en áður eru dæmi um í einum mánuði, að sögn Úlfars Jóns- sonar varðstjóra. í stærsta málinu var lagt hald á 7 grömm af hassi á Egilsstaðaflugvelli og maður handtekinn. í annað skipti var lagt hald á um það bil gramm sem fannst við húsleit og í þriðja málinu var tekið gramm af hassi. Hveragerði Lýsa bæjar- fulltrúa án umboðs STJÓRN Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs í Hveragerði hefur lýst því yfir að á meðan bæjarfull- trúar þess slíti ekki samstarfi við H-listann í bæjarstjórn séu þeir ekki á neinn hátt í umboði Sjálfstæðisfélagsins Ingólfs vegna starfa þeirra að bæjar- stjórnarmálum í Hveragerði. Fulltrúar félagsins hafa frá 25. ágúst sl. verið í meirihluta- samstarfí við H-listann. Meiri- hlutinn er settur saman af fjór- um fulltrúum sjálfstæðismanna og þremur fulltrúum H-lista og er enginn í stjórnarandstöðu. Stjórn Ingólfs telur því ekki þörf á meirihlutasamstarfinu og hefur ítrekað mælst til þess við bæjarfulltrúana fjóra að slíta því. Gísli Páll Pálsson, forseti bæjarstjómar og einn fulltrú- anna fjögurra, segir að yfiriýs- ingar stjórnar sjálfstæðisfé- lagsins snerti hann ekki. „Með- an málefnasamningurinn er virtur af báðum aðilum teljum við enga ástæðu til að slíta sam- starfinu," segir Gísli Páll. Snælandsskóli - 200 Kópavogur GARÐYRKJUNÁMSKEIÐ Heimilisgarðurinn Fjölgun og uppeldi plantna Trjáklippingar Hönnun og skipulag garða Leiðbeinendur: Hafsteinn Hafliðason og Björn Jóhannsson. Innritun i símum: 564 1527, 564 1507 og 554 4391 kl. 18.00-21.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.