Morgunblaðið - 04.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. FEBRÚAR 1997 37 .
>
>
AÐSEMPAR GREIMAR
Matur í skóla
Laufey
Steingrímsdóttir
„I GRUNNSKÓLA
skulu nemendur eiga
kost á málsverði á
skólatíma". Þessa
skilmerkilegu klausu
er að finna í fjórðu
grein nýrra grunn-
skólalaga frá árinu
1995. Raunar voru
svipuð ákvæði í fyrri
grunnskólalögum án
þess að hátt væri um
það haft eða lagabók-
stafnum fylgt út í
æsar. Nú þegar sveit-
arfélög hafa tekið við
rekstri grunnskólans
og ný foreldraráð hafa
tekið til starfa við
hvern skóla gefst ef til vill lang-
þráð tækifæri til að bæta aðstöðu
nemenda og bjóða þeim hollan og
góðan mat á skólatíma.
Börn þurfa hádegismat
Hvers kyns umræða um skóla-
máltíðir hefur fram að þessu
strandað á þeirri einföldu
staðreynd að skólar
þéttbýli hafa flestir verið
tvísetnir og börn verið í
skóla á mismunandi
tímum. Nú er að verða
breyting hér á, skóladag-
urinn hefur lengst hjá yngri
börnum og allflestir nemendur
eru í skólanum fram yfir hádegi.
Einhvern veginn þarf því að leysa
matarmál nemenda, - svo mikið
er víst að börn og unglingar þurfa
hádegisverð ekki síður en annað
fólk. Hvort nauðsynlegt er að
bjóða ævinlega fullgilda heita
máltíð í hádeginu er hins vegar
önnur saga, að öllum líkindum er
hægt að leysa þessi mál á einfald-
ari hátt, þannig að flestum líki.
Góð heit máltíð er að vísu besti
kostur sem hægt er að hugsa sér,
en á hinn bóginn er léleg heit
máltíð síður en svo ákjósanlegur
kostur. Á mörgum vinnustöðum
er boðið upp á létta máltíð með
smáréttum, súpu, brauði, salati,
sýrðum mjólkurvörum o.s.frv., í
staðinn fyrir þunga, heita máltíð.
Svipað fyrirkomulag mætti hugsa
sér innan skólans, raunar er þegar
komin ágæt reynsla fyrir slíku
framboði í nokkrum grunnskólum.
skólans í þessum mál-
um skipta þá megin-
máli og geta jafnvel
haft afdrifaríkar af-
leiðingar fyrir heilsu
unglinganna.
Góð aðstaða til að
matast skiptir
miklu máli
Meðal yngri nem-
enda hefur lengi tíðk-
ast að kennari lesi
sögu meðan bömin
matast í kennslustof-
unni. Þannig hefur
nestistíminn verið
notaleg stund, bömin
verið í umsjá kennara
og ákveðinn tími ætlaður til mat-
arhlés í stundaskrá. Þetta ágæta
fýrirkomulag víkur þegar komið
er í efri bekki og þá þekkist jafn-
vel að nemendum sé hvorki ætlað-
ur tími né veitt aðstaða til að
matast. Gangar skólans eða sölu-
skálar í nágrenninu em einu
afdrepin sem þeim standa
til boða.
Það er greinilegt að í
þeim skólum þar sem
lítil eða engin aðstaða
er fyrir nemendur til að
kaupa mat og snæða í
þokkalegu umhverfi em
unglingar iðulega matarlitlir
allt þar til skóla lýkur síðdegis eða
seðja sárasta hungrið með sætind-
um. Jafnvel þótt samlokur og ann-
ar hoilur matur sé seldur um lúgu
Grunnskólum landsins
ber skylda til að veita
nemendum sómasam-
lega aðstöðu til að mat-
ast, segir Laufey Stein-
grímsdóttir, og hafa
aukþess á boðstólum
mat fyrir þá sem ekki
koma með nesti að
heiman.
Hvað borðar íslensk æska?
j
I
!
I
j
1
En hvað vitum við um matar-
æði barna og unglinga á íslandi?
Árið 1992 stóð Manneldisráð fyrir
ítarlegri könnun um land allt á
mataræði æskufólks á aldrinum
10-15 ára. Þar kom m.a. fram
að um 80% barna í þéttbýli undir
12 ára aldri koma ævinlega með
nesti að heiman, þá oftast samloku
og drykk, og allflest borða líka
morgunverð áður en lagt er af
stað í skólann. Annað er hins veg-
ar upp á teningnum meðal nem-
enda í efri bekkjum grunnskóla.
Þar fækkar bæði nestispökkum
og morgunverðum til muna, sér-
staklega meðal stúlkna - jafn-
framt því sem skóladagurinn leng-
ist. Rúmur þriðjungur stúlkna í
9. bekk kemur þannig í skólann
án þess að hafa borðað morgun-
verð a.m.k. einu sinni í viku eða
oftar. Könnunin sýnir líka að þeir
sem sleppa oft morgunverði borða
að jafnaði næringarsnauðara fæði
það sem eftir lifír dags, þar er
meira er um sælgæti og gosdrykki
en minna af hollum mat. Það skal
tekið fram að hér er ekki verið
að hvetja til þess að morgunverður
sé framreiddur í skólum landsins.
Hins vegar skipta þessar niður-
stöður nokkru máli þegar taka
skal ákvörðun um matarframboð
á vegum skólans. Það verður ein-
faldlega að gera ráð fyrir því að
hluti nemenda í efri bekkjum
grunnskóla komi bæði matarlaus
og nestislaus í skólann. Úrlausnir
í sjálfum skólanum nægir það
sjaldan í samkeppni við söluskála
og bakarí í grennd við skóla ef
aðstöðuna skortir til að setjast
niður og vera með félögunum
meðan borðað er. Notalegt afdrep
innan veggja skólans þar sem
nemendur geta komið saman og
borðað í hádegishléi gerir greini-
lega gæfumuninn.
Lokaorð
Á því leikur enginn vafí að
grunnskólum landsins ber skylda
til að veita nemendum sómasam-
lega aðstöðu til að matast og hafa
auk þess á boðstólum mat fyrir
þá sem ekki koma með nesti að
heiman. Samlokur, léttmjólk, sýrð-
ar mjólkurvörur, ávextir og hrátt
grænmeti, t.d. gulrætur, rófur og
tómatar, eru lágmarksframboð í
þessu efni. Þar fyrir utan eru heit-
ar súpur, salöt og heitir smáréttir
ákjósanleg viðbót, sérstaklega fyr-
ir nemendur í efri bekkjum. Þar
sem aðstaða er fyrir hendi, eins
og víða í stijálbýli, er eðlilegt að
bjóða heita máltíð í hádegi. Nauð-
synlegt er að nemendup hafi líka
aðgang að köldu drykkjarvatni og
drykkjarmálum til að minnka að-
sókn í sæta drykki. Hitt má ekki
gleymast að hæfilega langt hlé og
notalegt umhverfi til að matast
innan skólans skiptir ekki minna
máli en sjálfur matseðillinn.
Höfundur er forstöðumaður
Manneldisráðs.
MINNINGAR
GUÐRUN RAGNA
VALGEIRSDÓTTIR
+ Guðrún Ragna
Valgeirsdóttir
fæddist á Höfn í
Hornafirði 11. jan-
úar 1923. Hún lést
í Reykjavík 26. jan-
úar síðastliðinn.
Foreldrar Guðrún-
ar Rögnu voru Val-
geir F.G. Bjarnason
og Sólveig S. Jóns-
dóttir. Systur Guð-
rúnar Rögnu eru
Nanna Þóra, f. 11.1.
191?, d. 11.11.1939,
Ingibjörg, f. 12.9.
1918, og Vilborg, f.
25.11. 1925.
Guðrún Ragna giftist Hirti
Guðjónssyni, trésmið. Börn
Hjartar og Guðrúnar Rögnu
eru: Þórveig, f. 28.7. 1944,
starfsmaður við heilbrigðis-
ráðuneytið, búsett í Reykjavik
og á hún þijú börn; Pálína, f.
5.4. 1946, starfsmaður við
sjúkrahúsið á Húsavík, gift
Grétari Sigurðssyni og eiga þau
fjögur börn; Valgeir Gunnar,
f. 21.2. 1948, starfs-
maður við öryggis-
þjónustu á Höfn í
Hornafirði, kvænt-
ur Valdísi Ingi-
björgu Harðardótt-
ur og eiga þau þrjú
börn; Guðjón, f.
5.12. 1949, starfs-
maður við bón- og
bílþvott í Reykjavík,
en kona hans er
Kristjana Jensdóttir
og á hann tvær dæt-
ur; Kristján Már, f.
1.11. 1951, trésmið-
ur í Reykjavík,
kvæntur Ingibjörgu Höskulds-
dóttur og á hann fimm börn;
Signý Ingibjörg, f. 5.10. 1955,
húsmóðir í Reykjavík, og á hún
fjögur börn; Hjörtur Ragnar, f.
16.3. 1958, starfsmaður Pósts
og sima á Höfn í Hornafirði en
kona hans er Nanna Gunnars-
dóttir og eiga þau tvö börn.
Útför Guðrúnar Rögnu verður
gerð frá Laugameskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Öllum sem gráta arma þína réttu,
elskaði faðir vert.u þeirra styrkur
sjúkleikans bömum sára byrði léttu
sendu þeim ljós í trúarefans myrkur.
Kærleikur þinn af hjartans kærleik sprottinn
hann er vor hjálp í lífsins nauðum drottin.
(Guðrún frá Brautarhóli.)
Nú þegar við kveðjum vinkonu
og mágkonu setur okkur hljóð. Þó
ekki komi okkur á óvart andlát
hennar eftir undanfarin veikindi.
Þó held ég að við séum aldrei
viðbúin að missa vin eða sætta
okkur við dauðann, þó við vitum
að þetta er leiðin okkar allra og
allt líf sem fæðist hér á jörðu deyr.
En ekki er það að gangan hérna
megin grafar sé ávallt þrautalaus
eða dans á rósum.
Við þökkum fyrir lífið, fyrir vini
og skyldmenni, að fá að njóta ná-
vistar við þá. Ein af þeim var
Guðrún Valgeirsdóttir. Hún fædd-
ist á Höfn í Hornafirði. Þar voru
bernskuárin í faðmi góðrar fjöl-
skyldu í því ægifagra héraði.
Hvergi skín sól heitar og hvergi
blæs vindurinn kaldar ofan af jökl-
um og fjallaskörðum sem svo fal-
legt er að horfa til.
Þarna kynntist Gunna Hirti frá
Viðborði, sem varð maðurinn henn-
ar. Saman áttu þau börnin Þór-
veigu, Valgeir, Pálínu, Guðjón,
Kristján, Ingibjörgu og Hjört.
Hún hugsaði vel um fjölskyldu
sína og hélt þeim vel saman. Það
var um margt að hugsa því auðvit-
að bættist í hópinn, tengdabörn,
barnabörn og barnabamabörn.
Hún átti sínar hugsjónir og það
var að hlúa að fólki. Það var alltaf
mannmargt í kringum hana og þau
hjón bæði enda félagslynd og fram
úr hófí greiðasöm og gestrisin.
Fjölskylda Hjartar fór ekki var-
hluta af því þegar komið var í
heimsókn til Hornafjarðar, alltaf
tilbúin að skreppa að skoða æsku-
stöðvarnar og gera manni ferðina
skemmtilega. Man ég vel kátínu
hennar í einni slíkri ferð þegar
Hjörtur og Hlíf skriðu inn í fjárhús-
hellinn á Viðborði og þóttust þar
finna fjalir úr jötu frá því þau ól-
ust þar upp. Þá hló hún dátt, enda
var Gunna gamansöm og glettin,
glaðvær hlátur hennar og bros
hlýjaði manni alltaf um hjartaræt-
urnar.
Eitt sem mér fannst líka ein-
kenna þessa sterku konu var að
þegar hún talaði þá varð að svara,
það þýddi ekkert að koma sér hjá
því.
Eldhúsið hennar Gunnu á Höfn
var ekkert fullkomið af innrétting-
um eða tækjum en þar var mikið
eldað og bakað og það var sama
hve margir komu í mat, alltaf var
nóg og alltaf þessi íslenski kjarn-
góði matur. Stundum fannst manni
ýmislegt framandi svo sem selspik-
ið og kjötið sem feðgarnir og aðrir
Hornfirðingar stýfðu úr hnefa!
Kleinurnar, þær bestu sem hægt
var að fá, stórar, mjúkar og matar-
miklar. Hún veitti þetta allt af
rausn og ánægju og það var tilfell-
ið, hún nestaði mann líka út.
Gunna bar mikla umhyggju fyr-
ir fólki og þar á ég skuld að gjalda
því fáir hefðu hjálpað betur upp á
mig og mína þegar þess þurfti
með. Ef hún komst ekki sjálf til
aðstoðar þegar höfði varð ekki lyft
frá kodda sendi hún bara Hjört
sinn og hann bjargaði börnum og
búi í „Grænu höllinni“.
Þær voru ófáar ferðirnar sem
Gunna fór út „á sand“ um varptím-
ann og sótti björg í bú. Þetta var
ekki bara matbjörg heldur ferðalag
og alltaf dreif hún einhvern með
sér til að taka þátt í lífinu, komast
í snertingu við náttúruna og upp-
fylla þá athafnaþrá sem var henni
í blóð borin.
Margar ferðirnar var skroppið
út í Flatey á Mýrum, að Hoffelli
og Borg og inn í Lón. Þetta voru
sældarferðir með Gunnu.
Það var undarlegt hve athafna-
þrá hennar var mikil, unninn lang-
ur vinnudagur utan heimilis sem
innan. Tími gafst til hannyrða sem
og annars. Nú seinni árin prjónaði
hún og heklaði á smáfólkið sitt.
Af þessu sést að hlutur Gunnu í
lífinu var býsna stór.
Flutningur frá Höfn til Reykja-
víkur fyrir fáum árum hlýtur að
hafa tekið á þau hjón þó ekki væri
fjargviðrast yfir því. Það er ekkert
létt fýrir fullorðið fólk að flytja al-
veg í nýtt umhverfi, burtu frá þeirri
náttúru sem hentaði þeim ágæt-
lega. En þau höfðu góða aðlögunar-
hæfileika og undu sér vel í Miðtún-
inu þrátt fýrir veikindastríð. Þau
gerðu þó ýmislegt til tilbreytingar
til að létta sér upp og veit ég að
ferðimar með Bergmálshópnum
austur að Hlíðardalsskóla vora þeim
góðar.
Þegar við fjölskylda Hlífar, syst-
ur Hjartar, kveðjum hana nú, þessa
Fylgstu meb í
Kaupmannahöfn
Morgunblabib
fæst á Kastropflugvelli
og Rábhústorginu
fHutðimhlahih
-kjarni málsinsl
hetju hversdagsins, þá er söknuður
yfír of stuttri samveru og þakklæti
fyrir góða samveru, elsku og
tryggð efst í huga. Eftir er tóm
sem ekki verður fyllt en við höfum
margs að minnast og margt lært
af Guðrúnu Valgeirsdóttur.
Hirti, sem misst hefur mest, eig-
inkonu sína og félaga til margra
ára, vottum við dýpstu samúð. Ég
veit að hann verður studdur af
börnunum sínum og systrum á
þessum erfiðu stundum.
Fjölskyldan öll, dýpstu samúðar-
kveðjur. Guð styrki ykkur því hann j
leggur líkn með þraut.
Veri Guðrún Valgeirsdóttir Guði
falin og kært kvödd.
Pálína Tómasdóttir. t
Látin er í Reykjavík fyrrverandi
tengdamóðir mín, Guðrún Ragna
Valgeirsdóttir, eftir langt og erfitt
helstríð. Ég sem rita þessar línur
kynntist þeim hjónum Guðrúnu og
manni hennar Hirti Guðjónssyni
er ég kvæntist elstu dóttur þeirra
árið 1962. Þau voru bæði fædd í
Austur-Skaftafellssýslu og bjuggu
þar mest allan búskap sinn, lengst
af á Höfn í Hornafirði og eignuðs-
ut þau sjö börn er öll lifa móður
sína. Ég ætla ekki að rekja sevifer-
il hennar né þeirra, heldur einung-
is að þakka henni fyrir allar S
ánægjulegu stundirnar er við átt-
um saman, hlýhug hennar, hjálp-
semi og vinarþel til mín og minna
er aldrei bar skugga á.
Það þurfti stefnufestu, hugrekki
og sjálfsafneitun að koma upp stór-
um bamahópi í þá daga sem nú
til dags og sérstaklega þar sem
húsbóndinn gekk aldrei heill til
skógar, þjáðist mjög af asma sem
hamlaði honum oft frá vinnu. Guð-
rún varð því að leggja sinn skerf
til vinnu utan heimilisins jafnframt 1
því að sinna heimilisstörfum á
mannmörgu heimili. Faðir minn
sagði er hann minntist verka henn-
ar: „Það kemst enginn í fötin henn-
ar Guðrúnar,“ er þau mál bar á
góma. Guðrún var ein þeirra mörgu
sem vinna störf sín í kyrrþey, sem
sjaldan er getið um en allir njóta
ávaxtanna af verkum þeirra. Boð-
beri er skærast skín, sem yljar upp
umhverfi sitt til verndar íslensku
mannlífi.
Ég vil gera orð systur hennar,
Ingibjargar, að mínum er hún rit-
aði til mín um jólin: „Já, lífið geng-
ur sinn vanagang, menn koma og
fara, en sumir menn eru birtugjaf-
ar, hlaðnir einhveiju dularfullu ljós-'
magni sem yljar og gleður alla er
umgangast þá. Systir mín Gunna
bar slíkt með sér hvert sem leið
hennar lá.“
Nú er hún horfin sjónum okkar
yfír móðuna miklu, til þess heims
er hún trúði á, þangað sem allir
hverfa til fyrr eða síðar. Trú, von
og kærleikur voru hennar aðals-
merki.
Ljósgeisli augna þinna er slokkn-
aður. En megi það Ijós, sem þú
tendraðir í brjóstum barna þinna,
vina og samferðamanna, verða að
gróðursprota fyrir betra lífi á þess-
ari jörð frá þeirri moldu er allir eru
sprottnir frá. v
Hirti Guðjónssyni, eftirlifandi
bömum þeirra og öðrum aðstand-
endum, sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hún á góða heimkomu vísa.
„Hvíl í friði mæta móðir.“
Eyjólfur Magnússon.
JIIIIIIIXII,
Grfidrykkjur
*
P E R L A N
Slmi 562 0200
iiiiiiiiiir