Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 8

Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 8
8 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA Siv mín, þú ferð létt með að svolgra úr þessum kaleik líka. . . Deilt um framtíð Miklu- brautar í skipulag’snefnd FRESTAÐ var afgreiðslu skýrslu um skipulag Miklubrautar á síðasta fundi skipulagsnefndar Reykjavíkur og kaflanum um loft- og hávaða- mengun var vísað til heilbrigðis- nefndar. í bókun borgarfulltrúa Reykjavíkurlista segir að lagning Miklubrautar í stokk sé verulega til bóta fyrir íbúa en í bókun borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks segir að ef gatan verði lögð í stokk myndi um- ferðin færast inn í nærliggjandi íbúðahverfi. I bókun borgarfulltrúa Reykjavík- urlista segir meðal annars, að skylt sé að stíga fyrstu skrefin í þá átt að sporna við óheftri aukningu einkabíla í borginni. Þess vegna sé í aðalskipulagi gert ráð fyrir tiltölu- lega lítilli aukningu umferðarrýmis vestan Elliðaáa. Ahersla verði lögð á að aðalgatnakerfið verði lagfært til muna í því skyni að fækka um- ferðarslysum og draga úr mengun. í mótsögn við eigin lausnir Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bókuðu mótmæli gegn tillögu Reykjavíkur- lista um uppbyggingu Miklubrautar, sem sé meginumferðaræð í Reykja- vík. Bent er á að fulltrúar Reykjavík- urlista séu í sínum sérbókunum í mótsögn við þær lausnir sem þeir leggi til að fylgt verði. Sérstaklega eigi þeir erfítt með að gera upp hug sinn um hvort gatnamót við Kringlu- mýrarbraut eigi að vera ljósastýrð eða mislæg. Sjálfstæðismenn leggi til að arðbærasti kosturinn verði val- inn með þeirri breytingu þó að Miklu- brautin verði ekki lögð í rör eða stokk vestast og að gatnamót við Kringlu- mýrarbraut og Skeiðarvog verði mis- læg. Fram kemur að lagning Miklu- brautar í stokk að Snorrabraut muni draga úr hávaða og loftmengun við götuna en aðgengi að Hlíðunum myndi versna og umferð flytjast yfír á íbúðargötur. Leita þyrfti annarra lausna við mengunarvandanum hvort sem þær fælu í sér kaup á íbúðum við götuna eða ekki. í bókun Reykjavíkurlista segir meðai annars að tillögur varðandi Miklubraut séu byggðar á skýrslu og nákvæmri úttekt, sem unnin sé í samræmi við sambærilegar for- sendur í umferðarskipulagi og verið hafi. Bent er á að mislæg gatnamót í íbúðahverfí í nágrenni miðbæja séu vandleyst hvað varðaði umhverfis- sjónarmið. Lagning Miklubrautar í stokk að vestan sé veruleg bót fyrir þau hús sem búa við mestu loft- og hávaða- mengunina og bæti aðgengi að úti- vistarsvæðinu á Miklatúni. Sam- kvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir grænu svæði, þar sem nú sé stór og fjölfarin umferðaræð. Nánari út- færsla bíði deiliskipulags sem unnið verði í samvinnu við íbúa. Kynslóðareikningar til hliðsjónar við fjárlagagerð LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um gerð svokallaðra kynslóðareikninga til hliðsjónar við gerð fjárlaga og opin- berra áætlana. Flutningsmenn eru Steingrímur J. Sigfússon og Ög- mundur Jónasson, Alþýðubanda- lagi. í greinargerð með tillögunni seg- ir að kynslóðareikningar hafí verið gerðir á síðustu árum í Bandaríkj- unum, Japan, Þýskalandi, á Norður- löndum og víðar. í þeim er reynt að spá um líklega skattbyrði núlif- andi og komandi kynslóða og hvaða breytingar þurfi að gera í efnhags- málum til að jafna skattbyrði kyn- slóða. Meðal þess sem tekið er tillit til við útreikningana er afkoma hins opinbera, tilhögun tekjuöflunar og ráðstöfun tekna hins opinbera, breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar, raunvexti, hagvöxt, atvinnuástand og fyrirkomulag líf- eyrismála. í Bandaríkjunum hafa kynslóð- aútreikningar valdið töluverðum deilum um það hversu hratt eigi að minnka ríkissjóðshallann. Rannsóknir á 18. aldar frædum * Aljánda öldin - átök tveggja heimsmynda Næstkomandi laugardag verður í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu klukkan 13 haldin ráðstefna um stöðu rannsókna í 18. aldar fræð- um hér á landi. Fyrirlesarar verða Guðmundur Hálfdan- arson, sem talar um sagn- fræði, Vésteinn Ólason talar um bókmenntir, Gísli Sig- urðsson ræðir um þjóð- fræði, Svavar Sigurmunds- son ij'allar um málfræði og Inga Huld Hákonardóttir um kvennafræði. Að lokn- um erindum verða pail- borðsumræður sem fyrirles- arar taka þátt í auk Gunn- ars Harðarsonar, lektors í heimspeki. Ráðstefnan er öllum opin, fundarstjóri er Sveinn Ingvi Egilsson. Ráð- VéSteÍnn OlaSOn stefnunni lýkur klukkan 16.30. í fyrirlestrunum verður gerð grein fyrir rannsóknum á 18. aldar efni, hvað hefur verið tekið fyrir og hvernig til hefur tekist. Vésteinn Ólason tekur t.d. fyrir bókmenntir í „víðu“ samhengi. - Mér er ætlað að gefa þarna yfirlit yfír rannsóknir á bók- menntasögu," sagði Vésteinn. „Eg skal taka það fram að ég er ekki sérfræðingur í bókmenntum 18. aldar en hef samt starfs míns vegna fylgst með því sem þar hefur verið að gerast. Það er nokk- uð sérstakt margt með 18. öldina, bókmenntasaga og almenn menn- ingarsaga eru þar mjög samflétt- aðar. A þessari öld fara nýjar hugmyndir að takast á við eldri heimsmynd. Hver er munurinn á hinni eldri og yngri heimsmynd - Eldri heimsmyndin er um- fram allt heimsmynd hins svokall- aða lútherska rétttrúnaðar, það eru lífsskoðanir og trúarhug- myndir sem við getum kynnst t.d. í Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar og Vídalínspostillu. Sam- kvæmt þessari heimsmynd er allt ráð mannsins og náttúran ! hendi Guðs. Jafnframt fléttast inn í þetta bæði lærðar og alþýðlegar hugmyndir um samhengi yfirnátt- úrlegra og náttúrlegra fyrirbæra og margs konar dulúð sem er okkur býsna framandi nú á dög- um. Upplýsingin á sér rætur í athugun á náttúrunni, í skynsem- ishyggju og trú á það að menn geti bætt líf sitt fyrir tilstilli upp- lýsingar, það er að segja vitneskju um heiminn og náttúruna og skiln- ings á náttúrulögmálum. Þess vegna má segja að Upplýsingar- bókmenntirnar séu að mjög miklu leyti uppeldis- og kennslubók- menntir, svo sem Búnaðarbálkur Eggerts Ólafssonar, Atli eftir Bjöm í Sauð- lauksdal eða rit þeirra Hannesar Finnssonar og Magnúsar Steph- ensen. Hvað er meginefni þíns fyrirlesturs. - Það er að vekja athygli á þeim miklu rannsóknum á þessu tímabili, sem hafa birst á undan- förnum árum. Raunar mætti telja upp margt af sviðum sem skarast við bókmenntasöguna, eins og t.d. rannsóknir Lofts Guttormssonar á fræðslumálum og alþýðumenn- ingu, rannsóknir Hjalta Hugason- ar á guðfræði og trúarlífi, Sveins Einarssonar á leiklistarsögunni og síðast en ekki síst rannsóknir Inga Sigurðssonar. Mitt efni er auðvit- að bókmenntirnar um fram allt Upplýsingin á sér rætur í at- hugun á nátt- úrunni. ► Vésteinn Ólason er fæddur á Hornafirði árið 1939. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Laugarvatni árið 1959 og meistaraprófi í íslenskum fræðum árið 1968. Doktors- prófi lauk hann árið 1983, hvoru tveggja frá Háskóla Is- lands. Hann hefur starfað við háskólakennslu og fræðistörf síðustu 30 árin. Nú er hann prófessor í íslenskum bók- menntum við HÍ. Hann er kvæntur Unni A. Jónsdóttur kennara. Þau eiga tvö börn. og þar fer mest fyrir því sem Matthías Viðar Sæmundsson hef- ur verð að gera. Reyndar hafa mjög margir af nemendum hans skrifað prófritgerðir um efni frá þessum tíma. Eg gæti nefnt sem dæmi ritgerð Maríu Önnu Þor- steinsdóttur, Tveggja heima sýn, um sögu Ólafs Þórhallasonar. Það er að mínum dómi mjög merkileg rannsókn á stórmerkilegu bók- menntaverki sem nánast ekkert hefur verið rannsakað til þessa og leiðir í ljós sérstæða samteng- ingu hugmynda Upplýsingarinnar og hefðbundins íslensks sagna- arfs. Sagan er eftir Eirík Laxdal og hana má telja fyrstu íslensku skáldsöguna. Hvað er það helst sem Matthías Viðar hefur leitt í Ijós með rann- sóknum sínum? - Matthías hefur glímt mikið við einmitt átök þessara tveggja heimsmynda sem ég gat um áðan. Annars vegar í því sem hann hef- ur skrifað um galdra og hug- myndaheim fyrri tíðar og síðan um verk Upplýsingarmanna í mjög rækilegum kafla í þriðja bindi íslenskrar bókmenntasögu, sem kom út núna fyrir stuttu. Matthías reynir að sýna fram á hvernig hugmyndir einstakling- anna um sjálfa sig eru að breytast í þeim bók- menntum sem samdar eru á þessu tímabili, ekki síst í sjálfsævisögulegum bókmenntum og draga fram sér- stakar mótsagnir sem eru áber- andi hjá íslenskum höfundum. Upplýsingin barst hingað seint og átti nokkuð erfítt uppdráttar sem eðlilegt var vegna þess að hún barst hér inn í nánast örbjarga samfélag. Vitanlega mun ég reyna að koma að fleiri efnum en þessum tveimur verkum sem ég er búinn að nefna því margt fleira um þenn- an tíma verðskuldar að því sé gaumur gefínn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.