Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SVONA Siv mín, þú ferð létt með að svolgra úr þessum kaleik líka. . . Deilt um framtíð Miklu- brautar í skipulag’snefnd FRESTAÐ var afgreiðslu skýrslu um skipulag Miklubrautar á síðasta fundi skipulagsnefndar Reykjavíkur og kaflanum um loft- og hávaða- mengun var vísað til heilbrigðis- nefndar. í bókun borgarfulltrúa Reykjavíkurlista segir að lagning Miklubrautar í stokk sé verulega til bóta fyrir íbúa en í bókun borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks segir að ef gatan verði lögð í stokk myndi um- ferðin færast inn í nærliggjandi íbúðahverfi. I bókun borgarfulltrúa Reykjavík- urlista segir meðal annars, að skylt sé að stíga fyrstu skrefin í þá átt að sporna við óheftri aukningu einkabíla í borginni. Þess vegna sé í aðalskipulagi gert ráð fyrir tiltölu- lega lítilli aukningu umferðarrýmis vestan Elliðaáa. Ahersla verði lögð á að aðalgatnakerfið verði lagfært til muna í því skyni að fækka um- ferðarslysum og draga úr mengun. í mótsögn við eigin lausnir Fulltrúar Sjálfstæðisflokks bókuðu mótmæli gegn tillögu Reykjavíkur- lista um uppbyggingu Miklubrautar, sem sé meginumferðaræð í Reykja- vík. Bent er á að fulltrúar Reykjavík- urlista séu í sínum sérbókunum í mótsögn við þær lausnir sem þeir leggi til að fylgt verði. Sérstaklega eigi þeir erfítt með að gera upp hug sinn um hvort gatnamót við Kringlu- mýrarbraut eigi að vera ljósastýrð eða mislæg. Sjálfstæðismenn leggi til að arðbærasti kosturinn verði val- inn með þeirri breytingu þó að Miklu- brautin verði ekki lögð í rör eða stokk vestast og að gatnamót við Kringlu- mýrarbraut og Skeiðarvog verði mis- læg. Fram kemur að lagning Miklu- brautar í stokk að Snorrabraut muni draga úr hávaða og loftmengun við götuna en aðgengi að Hlíðunum myndi versna og umferð flytjast yfír á íbúðargötur. Leita þyrfti annarra lausna við mengunarvandanum hvort sem þær fælu í sér kaup á íbúðum við götuna eða ekki. í bókun Reykjavíkurlista segir meðai annars að tillögur varðandi Miklubraut séu byggðar á skýrslu og nákvæmri úttekt, sem unnin sé í samræmi við sambærilegar for- sendur í umferðarskipulagi og verið hafi. Bent er á að mislæg gatnamót í íbúðahverfí í nágrenni miðbæja séu vandleyst hvað varðaði umhverfis- sjónarmið. Lagning Miklubrautar í stokk að vestan sé veruleg bót fyrir þau hús sem búa við mestu loft- og hávaða- mengunina og bæti aðgengi að úti- vistarsvæðinu á Miklatúni. Sam- kvæmt tillögunni sé gert ráð fyrir grænu svæði, þar sem nú sé stór og fjölfarin umferðaræð. Nánari út- færsla bíði deiliskipulags sem unnið verði í samvinnu við íbúa. Kynslóðareikningar til hliðsjónar við fjárlagagerð LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um gerð svokallaðra kynslóðareikninga til hliðsjónar við gerð fjárlaga og opin- berra áætlana. Flutningsmenn eru Steingrímur J. Sigfússon og Ög- mundur Jónasson, Alþýðubanda- lagi. í greinargerð með tillögunni seg- ir að kynslóðareikningar hafí verið gerðir á síðustu árum í Bandaríkj- unum, Japan, Þýskalandi, á Norður- löndum og víðar. í þeim er reynt að spá um líklega skattbyrði núlif- andi og komandi kynslóða og hvaða breytingar þurfi að gera í efnhags- málum til að jafna skattbyrði kyn- slóða. Meðal þess sem tekið er tillit til við útreikningana er afkoma hins opinbera, tilhögun tekjuöflunar og ráðstöfun tekna hins opinbera, breytingar í aldurssamsetningu þjóðarinnar, raunvexti, hagvöxt, atvinnuástand og fyrirkomulag líf- eyrismála. í Bandaríkjunum hafa kynslóð- aútreikningar valdið töluverðum deilum um það hversu hratt eigi að minnka ríkissjóðshallann. Rannsóknir á 18. aldar frædum * Aljánda öldin - átök tveggja heimsmynda Næstkomandi laugardag verður í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu klukkan 13 haldin ráðstefna um stöðu rannsókna í 18. aldar fræð- um hér á landi. Fyrirlesarar verða Guðmundur Hálfdan- arson, sem talar um sagn- fræði, Vésteinn Ólason talar um bókmenntir, Gísli Sig- urðsson ræðir um þjóð- fræði, Svavar Sigurmunds- son ij'allar um málfræði og Inga Huld Hákonardóttir um kvennafræði. Að lokn- um erindum verða pail- borðsumræður sem fyrirles- arar taka þátt í auk Gunn- ars Harðarsonar, lektors í heimspeki. Ráðstefnan er öllum opin, fundarstjóri er Sveinn Ingvi Egilsson. Ráð- VéSteÍnn OlaSOn stefnunni lýkur klukkan 16.30. í fyrirlestrunum verður gerð grein fyrir rannsóknum á 18. aldar efni, hvað hefur verið tekið fyrir og hvernig til hefur tekist. Vésteinn Ólason tekur t.d. fyrir bókmenntir í „víðu“ samhengi. - Mér er ætlað að gefa þarna yfirlit yfír rannsóknir á bók- menntasögu," sagði Vésteinn. „Eg skal taka það fram að ég er ekki sérfræðingur í bókmenntum 18. aldar en hef samt starfs míns vegna fylgst með því sem þar hefur verið að gerast. Það er nokk- uð sérstakt margt með 18. öldina, bókmenntasaga og almenn menn- ingarsaga eru þar mjög samflétt- aðar. A þessari öld fara nýjar hugmyndir að takast á við eldri heimsmynd. Hver er munurinn á hinni eldri og yngri heimsmynd - Eldri heimsmyndin er um- fram allt heimsmynd hins svokall- aða lútherska rétttrúnaðar, það eru lífsskoðanir og trúarhug- myndir sem við getum kynnst t.d. í Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar og Vídalínspostillu. Sam- kvæmt þessari heimsmynd er allt ráð mannsins og náttúran ! hendi Guðs. Jafnframt fléttast inn í þetta bæði lærðar og alþýðlegar hugmyndir um samhengi yfirnátt- úrlegra og náttúrlegra fyrirbæra og margs konar dulúð sem er okkur býsna framandi nú á dög- um. Upplýsingin á sér rætur í athugun á náttúrunni, í skynsem- ishyggju og trú á það að menn geti bætt líf sitt fyrir tilstilli upp- lýsingar, það er að segja vitneskju um heiminn og náttúruna og skiln- ings á náttúrulögmálum. Þess vegna má segja að Upplýsingar- bókmenntirnar séu að mjög miklu leyti uppeldis- og kennslubók- menntir, svo sem Búnaðarbálkur Eggerts Ólafssonar, Atli eftir Bjöm í Sauð- lauksdal eða rit þeirra Hannesar Finnssonar og Magnúsar Steph- ensen. Hvað er meginefni þíns fyrirlesturs. - Það er að vekja athygli á þeim miklu rannsóknum á þessu tímabili, sem hafa birst á undan- förnum árum. Raunar mætti telja upp margt af sviðum sem skarast við bókmenntasöguna, eins og t.d. rannsóknir Lofts Guttormssonar á fræðslumálum og alþýðumenn- ingu, rannsóknir Hjalta Hugason- ar á guðfræði og trúarlífi, Sveins Einarssonar á leiklistarsögunni og síðast en ekki síst rannsóknir Inga Sigurðssonar. Mitt efni er auðvit- að bókmenntirnar um fram allt Upplýsingin á sér rætur í at- hugun á nátt- úrunni. ► Vésteinn Ólason er fæddur á Hornafirði árið 1939. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Laugarvatni árið 1959 og meistaraprófi í íslenskum fræðum árið 1968. Doktors- prófi lauk hann árið 1983, hvoru tveggja frá Háskóla Is- lands. Hann hefur starfað við háskólakennslu og fræðistörf síðustu 30 árin. Nú er hann prófessor í íslenskum bók- menntum við HÍ. Hann er kvæntur Unni A. Jónsdóttur kennara. Þau eiga tvö börn. og þar fer mest fyrir því sem Matthías Viðar Sæmundsson hef- ur verð að gera. Reyndar hafa mjög margir af nemendum hans skrifað prófritgerðir um efni frá þessum tíma. Eg gæti nefnt sem dæmi ritgerð Maríu Önnu Þor- steinsdóttur, Tveggja heima sýn, um sögu Ólafs Þórhallasonar. Það er að mínum dómi mjög merkileg rannsókn á stórmerkilegu bók- menntaverki sem nánast ekkert hefur verið rannsakað til þessa og leiðir í ljós sérstæða samteng- ingu hugmynda Upplýsingarinnar og hefðbundins íslensks sagna- arfs. Sagan er eftir Eirík Laxdal og hana má telja fyrstu íslensku skáldsöguna. Hvað er það helst sem Matthías Viðar hefur leitt í Ijós með rann- sóknum sínum? - Matthías hefur glímt mikið við einmitt átök þessara tveggja heimsmynda sem ég gat um áðan. Annars vegar í því sem hann hef- ur skrifað um galdra og hug- myndaheim fyrri tíðar og síðan um verk Upplýsingarmanna í mjög rækilegum kafla í þriðja bindi íslenskrar bókmenntasögu, sem kom út núna fyrir stuttu. Matthías reynir að sýna fram á hvernig hugmyndir einstakling- anna um sjálfa sig eru að breytast í þeim bók- menntum sem samdar eru á þessu tímabili, ekki síst í sjálfsævisögulegum bókmenntum og draga fram sér- stakar mótsagnir sem eru áber- andi hjá íslenskum höfundum. Upplýsingin barst hingað seint og átti nokkuð erfítt uppdráttar sem eðlilegt var vegna þess að hún barst hér inn í nánast örbjarga samfélag. Vitanlega mun ég reyna að koma að fleiri efnum en þessum tveimur verkum sem ég er búinn að nefna því margt fleira um þenn- an tíma verðskuldar að því sé gaumur gefínn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.