Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 17 NEYTENDUR Kaffihúsið Puccini Þar sem kaffiboll- inn er í fyrirrúmi KAFFIHÚSIÐ Puccini kúrir í pínu- litlu húsi ofarlega við Vitastíginn. Á efri hæðinni snarkar í arninum og gestir sitja í hádeginu við eldinn og oma sér á kaffibolla. Klassísk tónlist- in truflar ekki niðursokkna gestina og kertaljós loga á borðum. Það er reyndar einkenni allra svokallaðra Bamie’s kaffihúsa í heiminum að vera í litlum og hlýlegum húsakynn- um þar sem kaffibollinn skipar fyrsta sætið og andrúmsloftið á að vera rólegt. Puccini er hluti af bandarísku kaffihúsakeðjunni Bamie’s coffie & tea company sem hóf starfsemi í litlu húsnæði í miðborg Orlando á síðasta áratug. Í dag skipta kaffi- og veit- ingahúsin með þessu nafni hundruð- um og útibú em ekki einungis í Bandaríkjunum heldur víða um heim. Tilviyun að farið var í kaffihúsarekstur „Það var eiginlega tilviljun sem réð því að ég fékk umboðið," segir Öm Þorvarðarson einn af eigendum Puccini. „Ég var á ferð um Bandarík- in og rakst á svona kaffihús. Þegar ég fór heim var kaffi þaðan í fartesk- inu, ég var hvattur til að hafa sam- band og fá umboðið og sló tii.“ Það tók Öm og meðeigendur hans nokk- urn tíma að finna nógu lítið og hent- ugt hús fyrir kaffihúsið en þegar það var fundið var ekki eftir neinu að bíða. „Við rifum niður allt úr húsinu og má segja að við höfum endur- byggt það áður en við opnuðum í haust. Þó að gæðaeftirlit fyrirtækis- ins sé mjög strangt fengum við nokk- uð frjálsar hendur við hönnun hús- næðisins. Þeir sendu síðan starfs- mann sinn hingað fyrir jólin án þess að láta okkur vita til að taka út starf- semina og það var ekki fyrr en þeir höfðu samband við okkur í janúar að við vissum af því að hann he.fði verið hér. 60 kaffitegundir Örn segir að kaffihúsin erlendis bjóði gestum sínum upp á um sextíu kaffítegundir, sama fjölda af teteg- undum og tíu mismunandi kakó- blöndur. Til stendur að auka úrvalið á Puccini en enn sem komið er eru kaffitegundimar 26 og 12 mismun- andi tetegundir. „Við bjóðum gestum kaffi hússins „Bamie’s special" sem er hellt uppá með gamaldags aðferð en hinar tegundirnar eru í pressu- könnum." Bróðir Arnars, Hjalti Þorvarðar- son, sér um daglegan rekstur en hann er matreiðslumaður. „Hann sér til þess að viðskiptavinir geti fengið sér súpu og brauð í hádeginu og auk þess er boðið upp á bökur, kökur og brauð.” Öm segir að kaffihúsakeðjan sé reyndar með sína eigin uppskrifta- bók og stendur til að baka uppúr henni með tímanum. Jazzkaffi á döfinni Það er ýmislegt annað á döfinni, von á nýju eðalkaffi 100% Jamaica blue mountain og einnig jazzkaffi. „Jazzkaffið kom á markað í haust og sló í gegn vestra. í kjölfarið var stofnaður jazzklúbbur Bamie’s og með hvetjum 500 gramma kaffi- pakka fylgir geisladiskur og jazz- tímarit. Það sama verður upp á ten- ingnum hér, kaffinu fylgir þessi glaðningur og við erum að velta fyr- ir okkur uppákomum tengdum jazzi þegar kaffíð kemur til landsins.” Við fengum að glugga í upp- skriftabók Bamie’s og rákumst þar á eftirfarandi uppskrift. Beikon- og ostoboilur Miðað er við bandarisk bollamól (sem eru stærri en við eigum að venjast) 1 ^bollar hveiti 2 '/stsk. lyftiduft 'Atsk. salt ’/sbolli sterkur ostur 2 msk sykur 10 sneiðar beikon, steikt og mulið 1 stórt lausþeytt egg lúbolli mjólk V3bo11i grænmetisolía Blandið saman í skál hveiti, lyfti- dufti, salti, osti, sykri og beikoni. Bætið út í eggjum, mjólk og olíu og hrærið í uns blandan er orðin jöfn og blaut. Setjið deigið í vel smurð lítil pappaform (muffinsform) og rúmlega hálffyllið þau. Bakið við 200°C í 20-22 mínútur eða þangað til kökumar eru orðnar gylltar. ■ Morgunblaðið/Ámi Sæberg BRÆÐURNIR Örn og Hjalti Þorvarðarsynir sem reka kaffihús- ið Puccini ásamt eiginkonu Hjalta, Ernu Eyjólfsdóttur, og for- eldrum, Þorvarði Þorvarðarsyni og Erlu Lýðsson Hjaltadóttur. ppfiSB með bragðið i huga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.