Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 56

Morgunblaðið - 06.02.1997, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP JÓHANN, Edda Heiðrún og Ingvar búa sig undir að tökur hefjist. EDD A Heiðrún Bachman leikur eiganda undirfataverslunar. EGILL Eðvarðsson, upptökustjóri, og Jóhann Sigurðarson, leikstjóri, bera saman bækur sínar. Gluggað í gamlar skræður ÖKUR fara fram í Saga Film um þessar mundir á Fornbókaversluninni, nýjum sjónvarpsþáttum sem sýndir verða um páskana á Stöð 2. „Hugmyndin að þáttunum kviknaði fyrir sex til sjö árum,“ segir Jóhann Sigurðarson, leik- stjóri, en handritsgerð var í höndum hans og Guðmundar Ólafssonar, sem fer með stórt hlutverk í þáttun- um. „Ég ráðfærði mig við aðra og niðurstaðan varð sú að mönnum leist vel á hugmyndina,“ heldur Jóhann áfram. „Eg fékk þess vegna Guðmund Ólafsson í lið með mér og fengum við handritsstyrk frá Menningarsjóði útvarpsstöðva. í fyrra fengum við svo framleiðslu- styrk úr sama sjóði, sem hljóðaði upp á 3,5 milljónir, og tók Saga Film verkefnið að sér.“ Ógiftur sérvitur sælkeri Jóhann segist vissulega hafa verið tíður gestur í fornbókabúðum, en það hafi þó ekki gert útslagið um staðarvalið. „Þættir af þessu tagi geta gerst hvar sem er, á heilsuhæl- um, í bókabúðum eða á bílaverk- stæðum. Líklega er algengast að þeir gerist á heimilum," segir hann. „Fornbókaverslun er hins vegar skemmtilegur bakgrunnur fyrir þættina vegna þess að sífellt er hægt að flétta inn í söguþráðinn tilvitnunum í bækur, blöð og tíma- rit. Það styður hvert annað í heil- stæðri mynd af fólkinu og um- hverfi þess.“ Rögnvaldur Hjördal og Björn ísleifsson eru eigendur fornbóka- verslunarinnar og eru leiknir af Ingvari Sigurðssyni og Guðmundi Ólafssyni. „Rögnvaldur er ógiftur sérvitringur sem leggur mikla rækt við andlegu hliðina," segir Jóhann. „Hann er meðlimur í sælkera- klúbbi, ferðast um allan heim og hefur ákveðinn og afgerandi stíl.“ Björn er andstæða hans, á konu og börn og stendur í stöðugu basli við að láta enda ná saman. Hann þarf oft að bregða sér úr vinnunni til að sinna heimilisstörfunum eða sækja bömin í leikskólann. Vafasöm viðskipti í næsta húsi við hliðina á forn- bókaversluninni er undirfataverslun og er eigandi hennar Ester Ákadótt- ir, sem leikin er af Eddu Heiðrúnu Bachman. „Hún er einstæð og sjálf- Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Ólafsson í þungum þönkum. stæð kona í atvinnurekstri sem berst fyrir tilveru sinni,“ segir Jó- hann. „Á sama tíma er hún ákaf- lega draumlynd manneskja." Danni, einn af fastagestum forn- bókaverslunarinnar, er leikinn af Steini Ármanni Magnússyni. Hann er að skjóta sig í Ester og má lýsa sambandi þeirra þannig að þau séu stundum saman og stundum sund- ur. Hann hefur átt undir högg að sækja um ævina og kemur fyrir að hann eigi í vafasömum viðskiptum. Alltaf eitthvað til að rannsaka Laddi er í hlutverki rannsóknar- lögreglumanns sem heimsækir verslunina reglulega og segir sögur af atburðum næturinnar. „Hann lif- ir sig inn í starfið fram í fingur- góma og finnst allt grunsamlegt," segir Laddi og blandar sér í sam- ræðurnar. Hvað er hann þá að rann- saka? spyr blaðamaður. „Það má alltaf finna eitthvað til að rann- saka,“ svarar Laddi með tvíræðu brosi. Eilífðarstúdentinn Jón stúd er einnig fastagestur í fornbókaversl- uninni. „Hann er eins og margmiðl- unardiskur um skáldskap og þjóð- háttafræði,“ segir Hjálmar Hjálm- arsson, sem fer með hlutverk hans í þáttunum. „Hann er að ljúka við langa ritgerð um draugasögur, sem gengur heldur treglega, enda eru alltaf nýjar og nýjar upplýsingar að koma í ljós.“ Svarar bleiku spurningunum Skyndilega bregður Hjálmar sér í hlutverk Jóns stúds, teygir sig inn STÓR- ÚTSALA Frábærir KHANtfDK vetrarhjólbarðar! 145R12 •5rt«9- 3.113 stgr 155R12 -6:969- 3.233 stgr 135R13 4399- 2.990 stgr 145R13 -s^ee- 3.120 stgr 155R13 -5309- 3.233 stgr 165R13 -5330- 3.320 stgr 175/70R13 3.590 stgr 175R14 -fr439- 3.850 stgr 185R14 -7 rrnn -rrrutr 4.280 stgr 185/60R14 195/60R14 175/70R14 185/70R14 185/65R15 195/65R15 &em &840' 4.367 stgr 4.660 stgr 4.193 stgr 4.127 stgr 4.657 stgr 5.300 stgr Jeppadekk 25% afsl. 235/75 R15 kr.4úrfÖ0 kr. 8.025 stgr. • 30-9.50 R15 kr. JÁÆSOkr. 8.737 stgr. 31-10.50 R15 kr.4&65&kr. 9.487 slgr. • 33-12.50 R15 kr. 4á65frkr. 11.662 NYBARÐI GOÐATÚNI 4-6, GARÐABÆ SÍMI 565 86 00 Sendum í póstki\öi SKÚTUVOGI2 SÍMI 568 30 80 fyrir afgreiðsluborðið og dregur fram bók sem hann segir að væri áreiðanlega í sérstöku uppáhaldi hjá Jóni. Blaðamanni þykir hún vera í þurrari kantinum, en um er að ræða Hæstarréttardóma frá árinu 1944. Hjálmar þreifar hins vegar á bókinni og opnar hana svo, að því er virðist af mikilli innlifun, bendir á einn dóminn og segir: „Jón hefði einmitt gaman af þessum dómi.“ Hann réttir blaðamanni bókina sem sér að um er að ræða mál sem var tilkomið vegna þess að Hálfdán Kristjánsson var kallaður „striga- kjaftur" og um hann var sagt: „En Dána gamla þótti sopinn góður, og þurfti oft að endurreisa hann.“ „Þetta er einmitt þjóðlegur fróð- leikur í anda Jóns stúds," segir Hjálmar. „Hann hefur gaman af því að grúska í gömlum skræðum og leita að einhverju bitastæðu.“ „Enda veit hann allt,“ segir Jó- hann. „Hann getur meira að segja líka svarað bleiku spurningunum [í Trivial] og veit meira en Ester um kóngafólkið þótt Ester kaupi alltaf Hello.“ Erfiðleikar sem Bond á við að etja Pierce Brosnan ► TÖKUR á nýrri kvikmynd um James Bond eiga að hefj- ast í febrúar. Samt á ennþá eftir að finna leikara í hlut- verk helsta ill- mennis myndar- innar. Efst á óska- listanum voru Sean Connery, sem sjálf- ur lék 007 á sínum tíma, og Terence Stamp. Þeir voru ekki til viðræðu. Anthony Hopkins, sem lengi hefur sýnt áhuga á að leika and- stæðing Bonds, var önnum kafinn. Þetta eru ekki einu erfið- leikarnir sem upp hafa kom- ið. Áætlað hafði verið að tök- ur færu fram í Leavesden- kvikmyndaverinu, en George Lucas hefur nú hrifsað það til sín fyrir framhald á myndaröðinni um Stjörnu- stríð. Þurftu því Roger Spottiswoode, leikstjóri, og aðstandendur Bond-myndar- innar að byrja upp á nýtt í St. Albans. Talsmaður Eon, sem fram- leiðir Bond-myndina, sagði í samtali við fréttamenn að þrátt fyrir þetta yrði staðið við fyrri áætlanir um að frumsýna myndina um næstu jól. Hann sagði að nokkrir góðir og virtir leikarar kæmu til greina í hlutverk þorparans, en enn ætti eftir að ganga frá samningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.