Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.02.1997, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP JÓHANN, Edda Heiðrún og Ingvar búa sig undir að tökur hefjist. EDD A Heiðrún Bachman leikur eiganda undirfataverslunar. EGILL Eðvarðsson, upptökustjóri, og Jóhann Sigurðarson, leikstjóri, bera saman bækur sínar. Gluggað í gamlar skræður ÖKUR fara fram í Saga Film um þessar mundir á Fornbókaversluninni, nýjum sjónvarpsþáttum sem sýndir verða um páskana á Stöð 2. „Hugmyndin að þáttunum kviknaði fyrir sex til sjö árum,“ segir Jóhann Sigurðarson, leik- stjóri, en handritsgerð var í höndum hans og Guðmundar Ólafssonar, sem fer með stórt hlutverk í þáttun- um. „Ég ráðfærði mig við aðra og niðurstaðan varð sú að mönnum leist vel á hugmyndina,“ heldur Jóhann áfram. „Eg fékk þess vegna Guðmund Ólafsson í lið með mér og fengum við handritsstyrk frá Menningarsjóði útvarpsstöðva. í fyrra fengum við svo framleiðslu- styrk úr sama sjóði, sem hljóðaði upp á 3,5 milljónir, og tók Saga Film verkefnið að sér.“ Ógiftur sérvitur sælkeri Jóhann segist vissulega hafa verið tíður gestur í fornbókabúðum, en það hafi þó ekki gert útslagið um staðarvalið. „Þættir af þessu tagi geta gerst hvar sem er, á heilsuhæl- um, í bókabúðum eða á bílaverk- stæðum. Líklega er algengast að þeir gerist á heimilum," segir hann. „Fornbókaverslun er hins vegar skemmtilegur bakgrunnur fyrir þættina vegna þess að sífellt er hægt að flétta inn í söguþráðinn tilvitnunum í bækur, blöð og tíma- rit. Það styður hvert annað í heil- stæðri mynd af fólkinu og um- hverfi þess.“ Rögnvaldur Hjördal og Björn ísleifsson eru eigendur fornbóka- verslunarinnar og eru leiknir af Ingvari Sigurðssyni og Guðmundi Ólafssyni. „Rögnvaldur er ógiftur sérvitringur sem leggur mikla rækt við andlegu hliðina," segir Jóhann. „Hann er meðlimur í sælkera- klúbbi, ferðast um allan heim og hefur ákveðinn og afgerandi stíl.“ Björn er andstæða hans, á konu og börn og stendur í stöðugu basli við að láta enda ná saman. Hann þarf oft að bregða sér úr vinnunni til að sinna heimilisstörfunum eða sækja bömin í leikskólann. Vafasöm viðskipti í næsta húsi við hliðina á forn- bókaversluninni er undirfataverslun og er eigandi hennar Ester Ákadótt- ir, sem leikin er af Eddu Heiðrúnu Bachman. „Hún er einstæð og sjálf- Morgunblaðið/Golli GUÐMUNDUR Ólafsson í þungum þönkum. stæð kona í atvinnurekstri sem berst fyrir tilveru sinni,“ segir Jó- hann. „Á sama tíma er hún ákaf- lega draumlynd manneskja." Danni, einn af fastagestum forn- bókaverslunarinnar, er leikinn af Steini Ármanni Magnússyni. Hann er að skjóta sig í Ester og má lýsa sambandi þeirra þannig að þau séu stundum saman og stundum sund- ur. Hann hefur átt undir högg að sækja um ævina og kemur fyrir að hann eigi í vafasömum viðskiptum. Alltaf eitthvað til að rannsaka Laddi er í hlutverki rannsóknar- lögreglumanns sem heimsækir verslunina reglulega og segir sögur af atburðum næturinnar. „Hann lif- ir sig inn í starfið fram í fingur- góma og finnst allt grunsamlegt," segir Laddi og blandar sér í sam- ræðurnar. Hvað er hann þá að rann- saka? spyr blaðamaður. „Það má alltaf finna eitthvað til að rann- saka,“ svarar Laddi með tvíræðu brosi. Eilífðarstúdentinn Jón stúd er einnig fastagestur í fornbókaversl- uninni. „Hann er eins og margmiðl- unardiskur um skáldskap og þjóð- háttafræði,“ segir Hjálmar Hjálm- arsson, sem fer með hlutverk hans í þáttunum. „Hann er að ljúka við langa ritgerð um draugasögur, sem gengur heldur treglega, enda eru alltaf nýjar og nýjar upplýsingar að koma í ljós.“ Svarar bleiku spurningunum Skyndilega bregður Hjálmar sér í hlutverk Jóns stúds, teygir sig inn STÓR- ÚTSALA Frábærir KHANtfDK vetrarhjólbarðar! 145R12 •5rt«9- 3.113 stgr 155R12 -6:969- 3.233 stgr 135R13 4399- 2.990 stgr 145R13 -s^ee- 3.120 stgr 155R13 -5309- 3.233 stgr 165R13 -5330- 3.320 stgr 175/70R13 3.590 stgr 175R14 -fr439- 3.850 stgr 185R14 -7 rrnn -rrrutr 4.280 stgr 185/60R14 195/60R14 175/70R14 185/70R14 185/65R15 195/65R15 &em &840' 4.367 stgr 4.660 stgr 4.193 stgr 4.127 stgr 4.657 stgr 5.300 stgr Jeppadekk 25% afsl. 235/75 R15 kr.4úrfÖ0 kr. 8.025 stgr. • 30-9.50 R15 kr. JÁÆSOkr. 8.737 stgr. 31-10.50 R15 kr.4&65&kr. 9.487 slgr. • 33-12.50 R15 kr. 4á65frkr. 11.662 NYBARÐI GOÐATÚNI 4-6, GARÐABÆ SÍMI 565 86 00 Sendum í póstki\öi SKÚTUVOGI2 SÍMI 568 30 80 fyrir afgreiðsluborðið og dregur fram bók sem hann segir að væri áreiðanlega í sérstöku uppáhaldi hjá Jóni. Blaðamanni þykir hún vera í þurrari kantinum, en um er að ræða Hæstarréttardóma frá árinu 1944. Hjálmar þreifar hins vegar á bókinni og opnar hana svo, að því er virðist af mikilli innlifun, bendir á einn dóminn og segir: „Jón hefði einmitt gaman af þessum dómi.“ Hann réttir blaðamanni bókina sem sér að um er að ræða mál sem var tilkomið vegna þess að Hálfdán Kristjánsson var kallaður „striga- kjaftur" og um hann var sagt: „En Dána gamla þótti sopinn góður, og þurfti oft að endurreisa hann.“ „Þetta er einmitt þjóðlegur fróð- leikur í anda Jóns stúds," segir Hjálmar. „Hann hefur gaman af því að grúska í gömlum skræðum og leita að einhverju bitastæðu.“ „Enda veit hann allt,“ segir Jó- hann. „Hann getur meira að segja líka svarað bleiku spurningunum [í Trivial] og veit meira en Ester um kóngafólkið þótt Ester kaupi alltaf Hello.“ Erfiðleikar sem Bond á við að etja Pierce Brosnan ► TÖKUR á nýrri kvikmynd um James Bond eiga að hefj- ast í febrúar. Samt á ennþá eftir að finna leikara í hlut- verk helsta ill- mennis myndar- innar. Efst á óska- listanum voru Sean Connery, sem sjálf- ur lék 007 á sínum tíma, og Terence Stamp. Þeir voru ekki til viðræðu. Anthony Hopkins, sem lengi hefur sýnt áhuga á að leika and- stæðing Bonds, var önnum kafinn. Þetta eru ekki einu erfið- leikarnir sem upp hafa kom- ið. Áætlað hafði verið að tök- ur færu fram í Leavesden- kvikmyndaverinu, en George Lucas hefur nú hrifsað það til sín fyrir framhald á myndaröðinni um Stjörnu- stríð. Þurftu því Roger Spottiswoode, leikstjóri, og aðstandendur Bond-myndar- innar að byrja upp á nýtt í St. Albans. Talsmaður Eon, sem fram- leiðir Bond-myndina, sagði í samtali við fréttamenn að þrátt fyrir þetta yrði staðið við fyrri áætlanir um að frumsýna myndina um næstu jól. Hann sagði að nokkrir góðir og virtir leikarar kæmu til greina í hlutverk þorparans, en enn ætti eftir að ganga frá samningum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.