Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 1
72 SÍÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
71.TBL. 85.ÁRG.
MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuter
Bush stekk-
ur í fallhlíf
GEORGE Bush, fyrrverandi for-
seti Bandaríkjanna, stökk í fallhlíf
yfir eyðimörk í Arizona í gær og
efndi þar með loforð sem hann
gaf eftir fyrsta failhlífarstökk sitt
þegar herflugvél hans var skotin
niður yfír Kyrrahafi í síðari heims-
styijöldinni. Bush, sem er 72 ára,
stökk úr flugvél í um 3.800 metra
hæð og lendingin gekk að óskum.
Tveir sérfræðingar í fallhlífar-
stökki höfðu þjálfað forsetann
fyrrverandi og stukku með hon-
um. Hann var í fyrstu festur með
ólum við sérfræðingana en leyst-
ur frá þeim þegar fallhlíf hans
opnaðist.
Vextirnir
hækkaðir
Washington. Reuter.
SEÐLABANKI Bandaríkjanna
ákvað í gær að hækka skammtíma-
vexti viðskiptabanka í fyrsta sinn í
rúm tvö ár til að freista þess að
afstýra aukinni verðbólgu og draga
úr þenslu í efnahagnum.
Vextirnir voru hækkaðir um fjórð-
ung úr prósenti og verða 5,50%.
Líklegt er að ákvörðunin leiði til
hærri vaxta fyrir neytendur og fyrir-
tæki og sæti gagnrýni þingmanna,
sem telja hana ekki nauðsynlega.
Flokkur forseta Zaire reynir að semja um vopnahlé við uppreisnarmenn
Vill mynda
ríkisstjórn
með Kabila
Kinshasa. Reuter.
FLOKKUR Mobutu Sese Seko, for-
seta Zaire, kvaðst í gær vera reiðu-
búinn að „deila völdunum" með upp-
reisnarmönnum, sem hafa lagt undir
sig um þriðjung landsins. Fast var
lagt að Mobutu og Laurent Kabila,
leiðtoga uppreisnarmanna, að semja
um frið, en ekki var ljóst í gær hvort
Kabila féllist á myndun samsteypu-
stjórnar. Bandarikjamenn, Belgar
og Frakkar söfnuðu liði á landamær-
um Kongó og Zaire og undirbjuggu
brottflutning Vesturlandabúa í Zaire
versnaði ástandið.
Banza Mukalayi, varaformaður
flokks Mobutu, sagði að flokkurinn
myndi fyrst reyna að ná samkomu-
lagi við uppreisnarmennina um
vopnahlé og síðan yrði rædd myndun
samsteypustjórnar sem yrði við völd
fram að þingkosningum, sem stefnt
er að ekki síðar en í júlí. Uppreisnar-
mennirnir eru enn um þúsund km
austur af Kinshasa, höfuðborg Za-
ire, en þeir stefna nú á Shaba-hér-
að, sem er auðugt af málmum, og
hafa hingað til mætt lítilli mótstöðu
stjórnarhersins .
Að sögn suður-afrískra heimild-
armanna hefur Kabila faliið frá
kröfu um beinar viðræður við Mob-
utu og fallist á að semja við nefnd,
sem forsetinn skipaði. Skæruliða-
leiðtoginn væri hins vegar aðeins
reiðubúinn til að semja í eitt skipti
fyrir öll og niðurstaðan yrði að vera
afgerandi.
Friðarviðræður í Togo
Suður-afrískir sendierindrekar,
sem ræddu við Mobutu á sunnudag
og færðu honum nýjar friðartillögur
Reuter
GAMALL rúandískur flóttamaður hnígur niður eftir Hanga
göngu til þorps í Zaire, þar sem um 17.000 flóttamenn bíða
eftir matvælum frá hjálparstofnunum. Flóttamennirnir hafa
reikað um austurhluta Zaire í rúma fjóra mánuði og segjast
nú vilja snúa aftur til Rúanda sem allra fyrst.
sögðu að þeim yrði svarað innan
tveggja sólarhringa. Sá frestur rann
út í gærkvöldi.
Mobutu og Kabila hafa sent samn-
ingamenn til borgarinnar Lome í
Togo til að sitja sérstakan fund Ein-
ingarsamtaka Afríku (OAU), sem
hefst í dag. Háttsettir bandarískir
og franskir embættismenn eru einn-
ig komnir til Lome til að sitja fund-
inn. Hyggjast þeir reyna að koma í
veg fyrir að Zaire leysist upp.
Ekki þurfti heldur vitnanna við
um samstarf Bandaríkjamanna og
Frakka í Brazzaville, höfuðborg
Kongó. Á flugvellinum þar voru um
eitt þúsund bandarískir og franskir
hermenn ásamt belgískum.
Verið var að búa sveitirnar undir
að haida yfir Zaire-fljót til Kinshasa
þannig að hægt yrði að flytja nokk-
ur þúsund Vesturlandabúa, sem þar
eru búsettir, á brott versni ástandið
skyndilega.
Reuter
ALBANSKUR sjómaður rær í átt að brennandi báti í höfninni I Durres í Albaníu. Fólk sem reyndi
að flýja landið kveikti í gömlum bátum í höfninni eftir að þeim tókst ekki að ræsa vélar þeirra.
Moskvu. The Daily Telegraph.
BORÍS Nemtsov, nýr aðstoðar-
forsætisráðherra Rússlands,
hefur valdið titringi meðal
skriffinna í Kreml, sem eru
ekki hrifnir af þeim tilmælum
hans að þeir segi skilið við
útlendu eðalvagnana og aki
rússneskum bifreiðum.
Nemtsov hefur mælt með
því að embættismennirnir fái
Volgu-bíla, sem þykja harla
ótraustir og eru með svo stíf
stýri að þau reyna jafnvel á
handstyrk rússneskra lyft-
ingamanna. Meðmæli aðstoð-
arforsætisráðherrans ættu
ekki að koma á óvart því Volg-
urnar eru framleiddar í Nísní
Novgorod, þar sem hann var
héraðsstjóri áður en hann
gekk til liðs við stjórnina.
Deilt um Volg-
una í Kreml
Pavel Borodín, sem annast
öll bílakaup fyrir embættis-
mennina, er ekki ginnkeyptur
fyrir Volgunni. „Við keyptum
áður um 700 Volgur á ári,“
sagði hann. „Þar af biluðu 200
strax, 300 innan hálfs mánaðar
og afgangurinn á þremur vik-
um. Núna kaupum við bíla af
gerðinni Volvo, Saab, Audi og
Mercedes."
Verksmiðjan framleiddi eitt
sinn sérsmíðaðar Volgur eftir
pöntun í því skyni að sýna fram
á að þær jöfnuðust á við út-
lendu bílana. „Þegar ég opnaði
farangursgeymsluna duttu
afturljósin af,“ sagði Borodín.
„Þegar ég opnaði vélarhlífina
hrundu framljósin. Ég lokaði
hurðinni og hún datt af. Eftir
10.000 km bilaði gírkassinn."
Jeltsín á Mercedes
Borodín kann að ýkja galla
bílsins, en alkunna er að menn
þurfa oft að leggja mikið á sig
til að koma nýjum rússneskum
bílum í viðunandi ástand. Þeir
sem til þekkja segja að þess
vegna sé ráðlegt að kaupa
frekar góða notaða bíla, því
fyrri eigendur hafi þá leyst
by ij unarör ðugleikana.
Borís Jeltsín, forseta Rúss-
lands, er yfirleitt ekið til vinnu
í Mercedes en hann stígur
stundum í gamlan rússneskan
ZIL-bíl við formleg tækifæri.
Viktor Tsjernomyrdín notar
oftast Mercedes, en þegar
hann vill sýna að hann sé mað-
ur fólksins lætur hann taka
myndir af sér við eilífðariðju
rússneskra karlmanna - bard-
ús undir vélarhlíf Lödunnar
sinnar.
Albanía
Lögreglu-
þjónar
myrtir
Tirana. Reuter.
FJÓRIR lögreglumenn voru myrtir
í Albaníu í fyrrinótt, þrír þeirra í
borginni Vlore í suðurhlutanum sem
er á valdi uppreisnarmanna.
Lögreglumennirnir i Vlore voru
að elta stolna bifreið þegar vopnað-
ir menn í tveimur öðrum bílum sátu
fyrir þeim og hófu skothríð. Yfir-
völd staðfestu að fjórði lögreglu-
maðurinn hefði verið myrtur í Tir-
ana en vildu ekki veita frekari upp-
lýsingar um morðið.
ESB leggst ekki gegn íhlutun
einstakra ríkja
Stór hluti suðurhlutans er á valdi
vopnaðra uppreisnarmanna og
glæpahópa og ráðamenn í Albaníu
hafa óskað eftir aðstoð erlendra
ríkja við að koma á lögum og reglu
í landinu. Utanríkisráðherrar ríkja
Evrópusambandsins (ESB) sögðust
í gær ekki leggjast gegn því að
einstök ríki utan eða innan ESB
sendu hermenn til Albaníu í því
skyni að aðstoða við dreifingu hjálp-
argagna. Ráðherrarnir náðu þó ekki
samkomulagi um að senda fjölþjóð-
legar hersveitir til að koma á lögum
og reglu í landinu.
Tyrkir hafa þegar lýst því yfir
að þeir séu reiðubúnir að senda
hermenn til Albaníu. ítölsk _sjón-
varpsstöð skýrði frá því að ítalir,
Frakkar, Spánverjar og Portúgalir
vildu einnig senda þangað hermenn
ef samkomulag næðist um einhvers
konar íhlutun.