Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 10

Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningsmarkmið og möguleikar á uppsögn Kaupmáttar- aukning meiri en í viðskiptalöndum SAMKOMULAG náðist um helgina um að setja sérstakt opnunarákvæði í kjarasamningana sem undirritaðir voru á mánudagskvöldið, ásamt skýringTjm, þar sem kveðið er á um viðbrögð ef kaupmáttur ráðstöfunar- tekna eykst ekki í samræmi við þró- un í helstu viðskiptalöndum. Samningsákvæðið er svohljóð- andi: „Samningsaðilar eru sammála um það markmið að stöðugleiki geti haldist í íslensku efnahagslífi. Samningsaðilar vænta þess að hagvöxtur og framleiðniaukning muni á næstu árum skapa forsendur fyrir því að launabreytingar skv. samningi þessum skili auknum kaupmætti. Út frá því er gengið að kaupmáttaraukning ráðstöfun- artekna verði marktækt meiri en að meðaltali í viðskiptalöndum okkar. Leiði ófyrirséð atvik til þess að fram- angreint mark náist ekki, þannig að þróunin frá upphafi samningstímans verði ekki með hliðstæðum hætti og í viðskiptalöndunum, skulu fulltrúar heildarsamtakanna leggja mat á þróunina og gera tillögur um við- brögð. Náist ekki samkomulag um viðbrögð geta stjórnir heildarsam- takanna sagt launalið samningsins lausum með fjögurra mánaða fyrir- vara. Komi til uppsagnar skv. fram- anskráðu falla niður þær áfanga- hækkanir sem ekki hafa komið til framkvæmda þegar uppsögn er til- kynnt." I skýringum við opnunarákvæðið, sem hagfræðingar ASÍ og VSÍ und- irrita, segir: „Samningnum fylgir minnisblað frá Þjóðhagsstofnun frá 24. mars 1997 um kjarasamninga, samningsmarkmið og viðbragðs- möguleika þar sem gerð er grein fyrir þróun kaupmáttar ráðstöfunar- tekna hér á landi undanfarin ár og horfur á samningstímanum í saman- burði við viðskiptalönd okkar. Reglulegt samráð Samningsákvæðið um samnings- markmið felur í sér að fulltrúar heildarsamtakanna skuli með reglu- bundnum hætti bera saman ráðstöf- unartekjur hér á landi og ráðstöfun- artekjur í helstu viðskiptalöndum. Gengið er út frá því að viðskipta- lönd verði vegin saman með við- skiptavog þeirri sem notuð er við gengisákvarðanir. Þær athuganir sem gerðar verða munu byggja á árinu 1996 sem grunnári og mun fyrsti samanburður liggja fyrir á fyrri hluta ársins 1998. Á grund- velli þessara athugana verður kann- að hvort markmið samningsins hafi gengið eftir á þeim tíma sem liðinn er. Fari svo að kaupmáttaraukning ráðstöfunartekna frá upphafi samn- ingstímans verði ekki með hliðstæð- um hætti og í viðskiptalöndunum ber samtökunum að freista þess að ná saman um tillögur um viðbrögð. Náist ekki samkomulag um við- brögð geta stjórnir heildarsamtak- anna, hvor um sig, sagt launalið samninganna lausum með fjögurra mánaða fyrirvara." VR bætir opnunar- ákvæði í samninga VERZLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur og samtök vinnuveit- enda hafa náð samkomulagi um að setja sams konar opnunarákvæði inn í kjarasamning aðila sem gerður var 10. mars sl. og er að finna í kjara- samningum sem VMSÍ, Dags- brún/Framsókn, Samiðn og Lands- samband verzlunarmanna eru með í sínum samningum. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, segir að ástæðu þessa mætti ekki síst rekja til nýlegra verðhækkana á brauði. Atkvæðagreiðsla um kjarasamn- ing VR hófst í fyrrakvöld og lýkur kjörfundi kl. 18 í dag. í gærkvöldi höfðu sjö hundruð félagsmenn kosið en fimmtán þúsund eru á kjörskrá. Éf færri en 20% félagsmanna, eða þijú þúsund manns, kjósa telst samningurinn samþykktur. Magnús segir að á félagsfundum að undanförnu hafi borið mikið á þeim misskilningi félagsmanna að samið hafi verið um sveigjanlegan dagvinnutíma frá 8 til 20. „Það hef- ur ekki verið samið um neina breyt- ingu á vinnutíma. Það er hins vegar heimilt að taka upp viðræður um vinnutíma í fyrirtækjasamningum." Morgunblaðið/Kristinn MJÓLK ekið í Bónusverslun í Reykjavík í gærmorgun Mjólkurdreifing af stað á ný Aðaláherslaá mjólk og rjóma PÖKKUN og dreifing á mjólk hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík kemst ekki í eðlilegt horft fyrr en eftir páska en lögð er aðaláhersla á að pakka söluhæstu afurðunum nú fyrir páska, nýmjólk, léttmjólk og rjóma. Mjólkurfræðingar sömdu við Vinnumálasambandið í gærmorgun og frestuðu þar með verkfalli, en það stóð í u.þ.b. átta klukkustundir. Verkfallið tafði ekki dreifingu á mjólk í gær. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, tjáði Morgun- blaðinu í gær að eftir rúmlega tveggja vikna stöðvun vegna verk- falls Dagsbrúnar tæki tíma að ná upp framleiðslu á öllum vörum og fylla verslanir. Því yrðu ýmsar sýrð- ar mjólkurvörur ef til vill ekki í boði fyrr en eftir páska. Pakkað var dálitlu af mjólk á mánudagskvöld sem fór í dreifíngu í gærmorgun. Haldið var í gær áfram og fullum afköstum náð þegar leið á morguninn. Guðlaugur Björgvinsson sagði að eftir svo langt hlé og þegar páskar væru framundan væri eftir- spurnin mikil. Spurning væri hvað mikið menn kæmust yfír fyrsta dag- inn, í byrjun væri lögð áhersla á söiu- hæstu tegundirnar, nýmjólk, létt- mjólk og ijóma, enda páskar fram- undan. „Búðimar eru að mestu leyti tómar hvað mjólkurvörur varðar og það tekur einhvem tíma að hafa allar vömr á boðstólum. Hugsaniegt er að fleiri dagar líði þar til fólk fer að fínna allar tegundir, til dæmis allar sýrðar mjólkurafurðir, það mun vafalaust dragast fram yfír páska,“ sagði Guð- laugur. Hvergi hellt niður Móttaka stöðvaðist í rúman hálfan mánuð. Framleiðendur á svæði Mjólkursamsölunnar, á Kjalarnesi, í Kjós, Borgarfirði, Mýrum og sunn- anverðu Snæfellsnesi, komu afurð- um sínum í Mjólkurstöðina í Búðar- dal og í Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi og þurftu bændur því ekki að hella niður mjólk meðan á verk- falli stóð. Úr þeirri mjólk hafa verið framieiddar ýmsar geymsluþolnar vörur, ostar og mjólkurduft. „Það á síðan eftir að fínna markað fyrir þessar vörur, markað sem greið- ir viðunandi verð, því þetta er fram- leiðsla umfram markað okkar. Það getur orðið þrautin þyngri og því hætt við að þessar vörur lendi á er- lendum markaði og þar er ekki borg- að hátt verð,“ sagði Guðlaugur enn- fremur og kvað menn telja þetta skárra en þurfa að hella mjólkinni niður. Mjólkurfræðingar sömdu Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélags íslands, sagði að kjarasamningur félagsins og Vinnu- málasambandsins væri á svipuðum nótum og samningarnir sem gerðir voru í fyrradag. Samningurinn færði mjólkurfræðingum 13-14% kaup- hækkun á samningstímanum, sem í er þijú ár. Mjólkurfræðingar hefðu lagt talsverða áherslu á menntamál og aldurshækkanir og þeir hefðu náð þar vissum áfanga. Geir sagðist almennt vera sáttur við þennan samning og mælt með að hann yrði samþykktur. Mjólkur- fræðingar hefðu reyndar ekki ætlað sér að semja til svo langs tíma, en fallist á þriggja ára samning gegn því að fá nokkrar breytingar á sér- kjörum. Atkvæðagreiðslu um samn- inginn á að vera lokið 15. apríl. „Efnislega eins og VR samningurinn ‘4 Tekist á um yfir- vinnuálag SAMNINGAR eru ekki í aug- sýn í kjaraviðræðum Félags bókagerðarmanna og viðsemj- enda, að sögn Sæmundar Árna- sonar, formanns félagsins. „Okkur standa til boða sömu prósentuhækkanir og aðrir hafa samið um að undanfömu. Ekki hefur þó tekist að ganga frá kjarasamningi en við erum með sömu kröfu og verkalýðs- hreyfingin hefur verið með um að færa taxta nær greiddu kaupi. Hins vegar erum við ekki ánægð með það sem við höfum fengið í hendurnar vegna þess að því fylgir sú krafa frá atvinnurekendum að færa aukavinnuálag úr 100% í 80%,“ segir Sæmundur. Kjaradeilunni hefur ekki ver- ið vísað til ríkissáttasemjara. ÞESSI samningur er efnislega sá sami og VR gerði við vinnuveitend- ur 10. þessa mánaðar. Við fögnum að sjálfsögðu að samningar skuli hafa tekist og hægt er að létta af verkföllum,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, um kjara- samningana sem gerðir voru sl. mánudagskvöld. Hann sagðist ekki geta svarað því hvort þessir samn- ingar kæmu til með að hafa áhrif á atkvæðagreiðslur um þá samn- inga sem VR hefur gert. Magnús sagðist leggja mikla áherslu á að vinnuveitendur gerðu ekki tilraun til að velta kauphækk- unum út í verðlagið. Þeir þyrftu ekki á því að halda og þess vegna myndi það fara mjög illa í verka- lýðshreyfinguna ef þeir gerðu það. „Okkar samningar og þessir eru innan þeirra marka sem opinberar tölur sögðu til um að stöðugleikinn ætti að þola. Honum er ekki stefílt í hættu með þessu. Ef hins vegar það gerist að fyrirtæki fara að hækka vöru og þjónustu, sem er ekki í takt við það sem búið var að segja að atvinnulífið þyldi, þá eru fyrirtækin að stofna stöðugíeik- anum í hættu. Kjarasamningamir gera það ekki. Það er mikil ögrun við stöðugleikann ef vinnuveitendur ætla að leyfa sér í skjóli þess að þeir hafi þurft að taka á sig nokkr- ar launahækkanir, að hækka verð á vöru og þjónustu." Gæti haft áhrif á atkvæðagreiðslu Iðju Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Iðju, sagði að kjarasamningarnir hefðu trúlega áhrif á atkvæða- greiðslu félagsmanna Iðju um samning sem Iðja gerði við vinnu- veitendur 10. mars. sl. Áhrifin yrðu hugsanlega þau að auka líkur á að samningurinn yrði felldur. Stefnt er að því að ljúka talningu um samninginn 4. apríl. Guðmundur Þ. hafði ekki skoðað hina nýgerðu samninga þegar rætt var við hann og sagðist því eiga erfít.t með að tjá sig um þá í einstök- um atriðum. Iðjusamningurinn gildir til október 1999, en samningamir sem gerðir vom sl. mánudag gilda til 15. febrúar árið 2000. Guðmund- ur sagði að Iðja hefði ekki treyst sér til að gera svo langan samning. Iðja hefði einnig verið andvígt ákvæði um vinnustaðaþátt samn- inga og hafnað því að setja það inn í sinn samning. Þar væri gert ráð fyrir mjög rúmum ákvæðum um vin- nutíma. Iðja hefði hins vegar fallist á að setja inn í sinn samning þrengra ákvæði um sveigjanlegan vinnutíma. RSÍ svikið um gildistimann „Þórarinn V. Þórarinsson er að ijúfa ákveðið samkomulag við Raf- iðnaðarsambandið með þessum samningum. Við settum það skil- yrði fyrir því að við skrifuðum und- ir samninginn, að samningslok hjá okkur yrðu á öðrum tíma en hjá öðrum samtökum. í ljósi þess sem á undan er geng- ið viljum við alls ekki vera í sam- floti með öðrum við gerð kjara- samninga," sagði Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Guðmundur sagðist undrandi á þeirri kröfu sem vinnuveitendur höfðu uppi um að Dagsbrún og Framsókn aflýstu verkfalli áður en skrifað yrði undir nýjan samning. Hann sagðist ekki skilja orð fram- kvæmdastjóra VSÍ um að vinnu- veitendur vildu móta nýja hefð í sambandi við afboðun verkfalls. Þórarinn hefði skrifað undir kjara- samning við Rafiðnaðarsambandið án þess að setja fram kröfu um afboðun verkfalls þrátt fyrir að RSÍ hefði boðað verkfall með sama hætti og Dagsbrún og Framsókn. Þetta verkfall myndi skella á 4. apríl ef félagsmenn RSÍ felldu ný- gerða samninga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.