Morgunblaðið - 26.03.1997, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans,
á fundi Verslunarráðs um uppstokkun á fjármálamarkaði
Þátttöku ríkisins lýk-
uránæstu 4—7 árum
ÞÁTTTÖKU ríkisins á fjármála-
markaði mun ljúka á næstu 4-7
árum. Fyrst verður seldur þriðj-
ungshluti í ríkisviðskiptabönkun-
um og 49%
hluti a.m.k. í
flárfestingar-
banka ef
stofnaður
verður. Þáttur
í þessu verður
væntanlega
grundvallar-
endurskipu-
lagning og
breyting á
húsnæðislánakerfinu, væntan-
lega með tilfærslu þess til banka-
kerfisins. Jafnframt mun frelsi í
lífeyrissparnaði aukast samhliða
því sem ný hugsun ryður sér þar
til rúms.
Þetta kom m.a. fram í máli
Kjartans Gunnarssonar, for-
manns bankaráðs Landsbank-
ans, á morjgunverðarfundi Versl-
unarráðs Islands í gær sem bar
yfirskriftina „Uppstokkun á
fjármálamarkaðnum". Kjartan
lýsti þar ennfremur þeirri skoð-
un sinni að næsta stórverkefnið
á sviði endurskipulagningar fjár-
málamarkaðarins á Islandi, eftir
að rikisviðskiptabönkunum hef-
ur verið breytt í hlutafélög, hlyti
að vera að kanna frekar mögu-
Kjartan
Gunnarsson
leika á nánari samvinnu og
samruna fyrirtækja á þessum
markaði og væri þá ekki ein-
vörðungu um að ræða bankana
sjálfa heldur einnig önnur fjár-
málafyrirtæki þeim tengd eða
í eigu þeirra.
Ríkisfyrirtæki eiga ekki að
vera steinrunnar stofnanir
Kjartan varði í ræðu sinni
þá ákvörðun Landsbankans að
ganga til samninga um kaup
og kauprétt á hlutabréfum
Eignarhaldsféjags Brunabóta-
félagsins í VÍS og sagði m.a.
um þá ákvörðun: „Sá sem tekur
að sér forystustörf i fyrirtæki
í eigu skattgreiðenda hefur
raunveruiega bara eina skyldu
gagnvart fyrirtækinu og skatt-
greiðendunum. Honum ber að
leggja sig allan fram um það
að reka fyrirtækið eins vel og
hann getur. Honum ber að
tryggja að allir möguleikar
fyrirtækisins til þess að stækka
og eflast séu nýttir. Ef menn
gera þetta ekki þá eru menn
raunverulega að svíkja umbjóð-
endur sína.
Kjartan kvaðst verða svolítið
var við það viðhorf að mörgum
fyndist að það væri algjörlega
óforsvaranlegt og óþolandi að
ríkisfyrirtæki tækju jafn afger-
andi forystu í uppstokkun og
umskiptum á fjármálamarkaðn-
um á Islandi eins og Landsbank-
inn hefði gert með kaupum sín-
um á hlut Brunabótafélagsins í
VÍS. „Það er eins og margir sem
gagnrýna þá ráðstöfun telji að
ríkisfyrirtæki eigi að vera stein-
runnar stofnanir sem megi helst
ekkert gera nema drabbast nið-
ur. Ég tel að þetta sé mjög rangt
viðhorf. Það er eðlilegt að reynt
sé að reka ríkisfyrirtæki eins vel
og kostur er, ekki síst þau fyrir-
tæki sem eru í samkeppni.
Landsbankinn er í samkeppni
við annan ríkisbanka, við einka-
banka og við sparisjóði, hann er
ekki einokunarfyrirtæki. Það
geta allir keppt við Landsbank-
ann í því að lána peninga og það
geta margir keppt við hann í því
að ávaxta peninga. Hann er við-
skiptafyrirtæki, hann er ekki
stofnun. Þessi ákvörðun var við-
skiptalegs eðlis og framhald
hennar verður líka viðskiptalegs
eðlis. Ég held þess vegna að það
hefði verið stórlega og alvarlega
ámælisvert af stjórnendum
Landsbankans, sem hafa nú um
fjögurra ára skeið unnið mark-
visst að því að taka þátt í starf-
semi á sviði líftrygginga og lífey-
ristrygginga, að láta tækifæri
af þessu tagi fram hjá sér fara.“
Einar Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra, um
kaup Landsbankans á hlut Brunabótar í VÍS
Forræði og ábyrgð ríkis
ins forsenda kaupanna
EINAR Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Sjóvár-Almennra trygginga,
segir það deginum ljósara að for-
senda fyrir kaupum Landsbank-
ans á hlut í VÍS
hafi verið sú
að bankinn sé
á forræði og
ábyrgð ríkis-
ins.
„Þetta var
pólitísk
ákvörðun sem
er stefnumark-
andi og hefur
fordæmisgildi
fyrir þá þróun sem hér mun verða
til mjög langrar framtíðar. Það
er í raun á valdi stjórnvalda að
marka stefnuna því spumingin
hlýtur að snúast um það hvort
öðrum standi svipað til boða komi
fram óskir þar að lútandi. Við sem
stöndum utan við verðum að laga
okkur að þessari þróun,“ sagði
hann m.a. á morgunverðarfundi
Verslunarráðs sem haldinn var í
gær.
Einar gagnrýndi einnig harð-
lega meðferð kaupverðsins í
reikningum Landsbankans. „Ekk-
ert félag annað en það sem heyr-
ir beint undir forsjá opinberra
aðila og er í þeirra eigu hefði
verið látið komast upp með aðra
eins lagalega og bókhaldslega
loftfimleika eins og Landsbankinn
fær að gera með þessum kaupum
í VÍS. Með því að gera samning
um einhvem kauprétt á hlutabréf-
um til nokkurra ára, þegar aug-
ljóslega er um að ræða skuld-
bindingu af hálfu bankans um
að tryggja sölu og söluverð þess-
ara bréfa til þriðja aðila geti
hann ekki sjálfur klárað málið,
þá er litið svo á að ekkert hafi
í raun farið fram. Engu að síður
á bankinn að fá yfirráðarétt allra
bréfanna. Álengdar situr banka-
eftirlitið hjá með hendur í skauti.
Ég hefði haft gaman af að sjá
svipinn á okkar eftirlitsaðila,
Vátryggingaeftirlitinu, hefðum
við lagt samsvarandi mál á þess
borð,“ sagði hann.
Þá lýsti Einar einnig skoðun-
um sínum á stöðu Eignarhalds-
félags Brunabótafélagsins og
benti á að sameigendur félags-
ins væru tilgreindir í lögum
vátryggingatakarnir, þ.e. við-
skiptavinir félagsins, sem er
einkenni gagnkvæms trygg-
ingafélags og síðan svonefndur
sameignarsjóður. „Eignarrétt-
indi sameigendanna eru hins
vegar gerð óvirk nema til slita
komi á félaginu. Þetta skiptir
miklu máli í ljósi þeirrar um-
ræðu sem orðið hefur um fram-
tíð Brunabótar í kjölfar sölu á
öllum eignarhlutum félagsins
sem lýtur að vátrygginga-
rekstri.
í sjálfu sér er vel fram-
kvæmanlegt að breyta gagn-
kvæmu tryggingafélagi í hluta-
félag og get ég nefnt dæmi frá
Danmörku þar sem trygginga-
félagið Topdanmark fór í gegn-
um slíka formbreytingu og voru
hluthafar um 500 þúsund í byrj-
un með lágmarkshlut 500 ís-
lenskar krónur. Hér var sú leið
ekki valin heldur fer í raun fram
eignaupptaka allra þeirra sem
viðskipti áttu við Brunabót, þar
sem eignaréttindin eru óvirk,
nafnið tómt. Það er verið að
færa þessar eignir hægt og bít-
andi til sameignarsjóðsins sem
sveitarfélögin fá í sinn hlut ef
félaginu verður slitið.“
„Greiðir ekki krónu í skatt“
Þá vakti Einar athygli á því
að Eignarhaldsfélagið skil-
greindi sjálft sig undir ákvæði í
lögum um tekju- og eignarskatt
sem kveður á um að sveitarfélög
og fyrirtæki og stofnanir sem
þau reka skuli vera undanþegin
tekju- og eignarsköttum. „Þetta
þykir mér með ólíkindum.
Hvorki er félagið í eigu sveitar-
félaganna né er það á ótakmark-
aða ábyrgð sveitarfélaganna,“
sagði hann. Benti hann á að
hefði hlutafélag selt Landsbank-
anum hlutinn í VÍS á 3.500 millj-
ónir næmi söluhagnaður miðað
við raunverulega bókfært verð
bréfanna nálægt 3 þúsund millj-
ónum. Það þyrfti ekki glöggan
mann til þess að reikna það út
að tekjuskattur til ríkissjóðs
næmi nálægt 1.000 milljónum
króna. Eignarhaldsfélag Bruna-
bótafélagsins myndi hins vegar
ekki greiða eina einustu krónu
í skatt af sínum söluhagnaði.
Einar
Sveinsson
Eignarhlutur vestfirskra
sjávarútvegs-
fyrirtækja í SH
Eign
hlutfall (%) milljónirkr.
Hraðfrystuhús Norðurtangans hf., ísafirði 6,7 455,0
íshúsfélag ísfirðinga hf. ísafirði 6,6 448,0
Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal 3,67 249,0
Frostí hf., Súðavík 3,19 216,6
Oddi hf., Patreksfirði 0,21 14,2
Fiskiðjan Freyja hf., Suðureyri 0,14 9,5
Sund hf., ísafirði 0,13 8,8
Bakki hf., Bolungarvík 0,088 5,9
Gunnvör hf., ísafirði 0,045 3,0
20,773 1.410,0
Níu vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki
Eiga 1,
arða
ísafirði. Morguilblaðið.
EINS og greint var frá hér í blað-
inu nýverið hefur Lífeyrissjóður
verslunarmanna keypt eignarhlut
Hraðfrystihússins Norðurtanga hf.
á ísafirði í Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna. Kaupin eru gerð með fyr-
irvara um forkaupsrétt stjórnar og
hluthafa Sölumiðstöðvarinnar en
síðla árs í fyrra var tekin ákvörðun
um að breyta Sölumiðstöðinni úr
samvinnufélagi í lokað hlutafélag
og hefur félagið sjálft og einstaka
hluthafar forkaupsrétt að hlutum
séu þeir seldir.
Hlutur Norðurtangans í Sölumið-
4 millj-
ÍSH
stöð hraðfrystihúsanna var 6,7% og
var söluverð 455 milljónir króna.
Miðað við sama gengi hlutabréfa
nemur hlutur níu vestfirskra fyrir-
tækja í Sölumiðstöðinni rúmum 1,4,
milljörðum króna. Á meðfylgjandi
töflu má sjá hvernig hlutur vest-
firsku sjávarútvegsfyrirtækjanna í
SH skiptist:
Framangreind hlutafjáreign er
miðað við 31. desember 1995 en
einhveijar breytingar munu hafa
átt sér stað á eignarhaldi síðan þá,
meðal annars milli íshúsfélags ís-
firðinga og Gunnvarar hf.
Aukinn hagnaður hjá
Mjólkurbúi Flóamanna
HAGNAÐUR af reglulegri starfsemi
Mjólkurbús flóamanna nam 115,6
milljónum króna á síðasta ári en
68,2 milljónum árið áður. Þessi
bætta afkoma er m.a. rakin til hag-
ræðingar vegna lokunar Mjólkur-
samlags Borgfirðinga á sl. ári og
fleiri aðgerða. Þá hækkaði verð þann
1. febrúar á sl. ári, en fram til þess
tíma hafði verðið ekki hækkað síðan
1992, þrátt fyrir umtalsverðar
kostnaðarhækkanir, að því er fram
kemur í frétt frá félaginu.
Heildartekjur námu 2.195 milljón-
um og hækkuðu um 7,8% á milli
ára. Rekstrargjöld án fjármagnsliða
og skatta námu 2.119 milljónum
hækkuðu 6,4% milli ára. Hagnaður
fyrir fjármagnsliðj nam 76,3 milljón-
um. Til ráðstöfunar skv. rekstrar-
reikningi er 72,2 milljóna hagnaður.
Greiddur verður arður til framleið-
enda að fjárhæð 29,9 milljónir, en
þar af 7,3 milljónir lagðar í stofn-
sjóð. Vextir í stofnsjóð og varasjóð
nema 22,7 milljónum og í varasjóð
eru lagðar 19,2 milljónum.
Eigið fé nam 1.592,1 milljónum í
árslok eða 85,57% af heildareigrium
og hækkað á árinu um 5,33%.
Veltufé frá rekstri var 185 milljónir
og hækkaði um 57 milljónir milli ára.
Innlögð mjólk nam 26,5 milljónum
lítra, en að auki var keypt prótein-
ríkt undanrennuþykkni (Kvarg) frá
Mjólkursamlagi KEA. Að því með-
töldu voru 37,0 milljónir lítra til ráð-
stöfunar. Flutningar á mjólk frá
framleiðendum gengu vel á árinu
og skila hagræðingaraðgerðir und-
angenginna ára þeim árangri að
flutningskostnaður lækkar fimmta
árið í röð. Er hann nú 3,83% af
skráðu grundvallarverði.
Undir lok ársins fékk MBF vottun
frá vottunarstofunni Túni ehf. til að
taka á móti, vinna og dreifa lífræn-
um mjólkurvörum. Er MBF fyrst
afurðastöðva í mjólkuriðnaði til að
hljóta slíka vottun.
Nýr stjómarfor-
maður Tæknivals hf.
• EINAR Kristinn Jónsson var
kjörinn stjórnarformaður Tæknivals
hf. á fyrsta fundi nýrrar stjórnar
fyrirtækisins eftir
aðalfund í síðustu
viku. Einar Kristinn
tekur við stjórnar-
formennsku af Ey-
steini Helgasyni,
framkvæmdastjóra
Plastprents hf.
Einar Kristinn
lauk námi frá
Verslunarskóla Is-
lands 1977 og námi frá viðskipta-
deild Háskóla íslands af endurskoð-
unarsviði 1981. Hann er rekstrarhag-
fræðingur MBA á sviði stefnumótun-
ar og framkvæmdastjórnar fyrir-
tækja frá IMB (áður IMEDE) í
Lausanne í Sviss 1987. Einar Krist-
inn starfaði við endurskoðun hjá
KPMG Endurskoðun hf. 1979-1981.
Hann var sölu- og innkaupastjóri hjá
Pennanum sf. 1981-1984, fram-
kvæmdastjóri SÁÁ 1984-1986 og
fjármálastjóri hjá Smjörlíki hf./Sól
hf. 1988-1994. Samhliða framhalds-
námi erlendis sinnti Einar ráðgjaf-
arverkefnum í Sviss og Þýskalandi
árið 1987. Frá 1994 hefur Einar
gegnt ýmsum ráðgjafar- og stjóm-
unarstörfum sem framkvæmdastjóri
og aðaleigandi Markviss ehf., fjár-
mála- og rekstrarráðgjöf og setið í
stjórn fjölmargra fyrirtækja, þ.m.t.
Búlandstinds hf., Tanga hf., Odda
hf., Þórsbergs hf. og íslenskrar
margmiðlunar hf. Einar Kristinn er
kvæntur Kristínu Einarsdóttur kaup-
manni og eiga þau tvö börn.
Á aðalfundi Tæknivals hf. voru
kjörnir í stjóm auk Einars Kristins,
þeir Rúnar Sigurðsson, Ómar Örn
Ólafsson, Gylfi Arnbjörnsson og
Gunnar Þór Gíslason.