Morgunblaðið - 26.03.1997, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Líkamshlutar finnast í
plastpokum í Belgíu
Brussel. Reuter.
BELGÍSKA lögreglan kvaðst á
sunnudag hafa fundið líkamshluta
að minnsta kosti þriggja kvenna í
tíu ruslapokum úr piasti í bænum
Cuesmes í suðurhluta Belgíu.
Talsmaður lögreglunnar sagði
að lögreglumaður hefði fundið
plastpokana fyrir tilviljun undir brú
yfir járnbraut frá Brussel til París-
ar. I pokunum voru útlimir og einn
bolur og talið er að það taki að
minnsta kosti háifan mánuð að
bera kennsl á konurnar.
Lögreglan bar í gær til baka frétt-
ir um að hún hefði fundið morð-
ingja kvennanna. Ekki var talið að
líkin tengdust bamaníðingamálinu,
sem hefur valdið miklum óhug með-
al Belga síðustu níu mánuði. Lík
fimm ungra stúlkna hafa fundist frá
því í ágúst og tveir menn verið hand-
teknir vegna málsins.
Lögreglan lokaði stóru svæði
umhverfis brúna og hundar voru
látnir leita að frekari vísbendingum.
Höfuðkúpa gamals manns fannst
einnig í plastpoka í þorpinu Merel-
beke í vesturhluta landsins og ekki
var talið að sá fundur tengdist
morðmálinu í Cuesmes.
BELGÍSKIR lögreglumenn fjarlægja plastpoka með líkamshlut-
um a.m.k. þriggja kvenna af fundarstað við bæinn Cuesmes.
Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST !
Þvotlavél, 1000 snúninga.
Rétt verð kr. 63.900,-
Þurrkari, 5 kg.
Rétt verð kr. 37.000.
(Réttverðkr. 106,900.-)
Þvottavél, 1200 snúninga.
Rétt verð kr. 69.900.-
Þurrkari, 5 kg.
Rétt verð kr. 37.000.
(Rétt verð kr. 146,800.-)
Uppþvottavél, 12manna.
Rétt verð kr. 69.900,-
ísskápur, 261 L, frystir að neðan.
H:167 B:55 D:64.
Rétt verð kr.76.900.-
HEIMSKRINGLAN, KRINGLUNNI, REYKJAVÍK.S.G.BÚÐIN, KJARNANUM,
SELFOSSI, JÓKÓ, AKUREYBI, VARAHLUTAVERSLUNIN VÍK, NESKAUPSSTAB,
RAFMÆTTI, MIÐBÆ, HAFNARFIRDI. REYNISSTAÐUR, VESTMANNAEYJUM.
KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, HÚSAVÍK.
HEKLA
LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVIK * SIMI 569 5 775
Forsætisráð-
herra rit-
skoðar ræðu
Danadrottn-
ingar
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
RÆÐU Margrétar Þórhildar
Danadrottningar í veislu í vik-
unni fyrir Guntis Ulmanis for-
seta Lettlands
var að vanda
sjónvarpað
beint og þar
sem drottning-
in talaði á
ensku var ræð- )
an textuð. ,
Textinn og
ræðan fóru
hins vegar ekki
saman og í Ijós kom að Poul
Nyrup Rasmussen forsætisráð-
herra hafði strikað út nokkrar
setningar, sem þegar voru
komnar í sjónvarpstextann.
Fyrir bragðið er drottningin í
óþægilegri stöðu, efasemdir )
eru um stefnu dönsku stjórnar- |
innar í málefnum Eystrasalts-
ríkjanna og sambandsleysi ut-
anríkis- og forsætisráðuneytis-
ins er lýðum ljóst.
Að venju var ræða drottning-
ar samin í utanríkisráðuneyt-
inu. Þar sagði að Lettland hefði
orðið fyrst Eystrasaltslandanna
til að sækja um ESB-aðild og
þá ósk styddu Danir. Síðan l
sagði að Danmörku væri í mun
að tryggja Lettlandi og hinum
Eystrasaltslöndunum sömu
möguleika varðandi stækkun
Nato og hinum Austur- og Mið-
Evrópulöndunum. Þessari
grein og að Danir styddu ósk
Lettlands um aðild að ESB tók
Nyrup eftir á síðustu stundu
og strikaði út. Ræðan hafði þó j
legið í forsætisráðuneytinu og i
var samþykkt af hirðinni. En
þar sem ræðan var komin í r
hendur blaðamanna og textun-
in var tilbúin komst allt upp.
Vildi hlífa drottningunni
Forsætisráðherra segist hafa
gert þetta til að hlífa drottning-
unni við að taka afstöðu í við-
kvæmu og umdeildu máli. Aðr-
ir benda á að í útstrikuðu setn-
ingunum komi aðeins fram
stefna stjómarinnar, sem venja F
sé að drottningin tjái við þessar
aðstæður. Viðbrögð Nyrups
þykja enn eitt dæmi um klaufa-
lega málsmeðferð hans og þótt
hann neiti því að danska stjórn-
in hafi skipt um skoðun velta
menn því nú fyrir sér hvaða
pólitískar hræringar liggi hér
að baki. Hefur hann harmað
að drottningin skyldi dragast
að ósekju inn í deilur sem út- I
strikunin hefur leitt til.
Paul Nyrup