Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.03.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Líkamshlutar finnast í plastpokum í Belgíu Brussel. Reuter. BELGÍSKA lögreglan kvaðst á sunnudag hafa fundið líkamshluta að minnsta kosti þriggja kvenna í tíu ruslapokum úr piasti í bænum Cuesmes í suðurhluta Belgíu. Talsmaður lögreglunnar sagði að lögreglumaður hefði fundið plastpokana fyrir tilviljun undir brú yfir járnbraut frá Brussel til París- ar. I pokunum voru útlimir og einn bolur og talið er að það taki að minnsta kosti háifan mánuð að bera kennsl á konurnar. Lögreglan bar í gær til baka frétt- ir um að hún hefði fundið morð- ingja kvennanna. Ekki var talið að líkin tengdust bamaníðingamálinu, sem hefur valdið miklum óhug með- al Belga síðustu níu mánuði. Lík fimm ungra stúlkna hafa fundist frá því í ágúst og tveir menn verið hand- teknir vegna málsins. Lögreglan lokaði stóru svæði umhverfis brúna og hundar voru látnir leita að frekari vísbendingum. Höfuðkúpa gamals manns fannst einnig í plastpoka í þorpinu Merel- beke í vesturhluta landsins og ekki var talið að sá fundur tengdist morðmálinu í Cuesmes. BELGÍSKIR lögreglumenn fjarlægja plastpoka með líkamshlut- um a.m.k. þriggja kvenna af fundarstað við bæinn Cuesmes. Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST ! Þvotlavél, 1000 snúninga. Rétt verð kr. 63.900,- Þurrkari, 5 kg. Rétt verð kr. 37.000. (Réttverðkr. 106,900.-) Þvottavél, 1200 snúninga. Rétt verð kr. 69.900.- Þurrkari, 5 kg. Rétt verð kr. 37.000. (Rétt verð kr. 146,800.-) Uppþvottavél, 12manna. Rétt verð kr. 69.900,- ísskápur, 261 L, frystir að neðan. H:167 B:55 D:64. Rétt verð kr.76.900.- HEIMSKRINGLAN, KRINGLUNNI, REYKJAVÍK.S.G.BÚÐIN, KJARNANUM, SELFOSSI, JÓKÓ, AKUREYBI, VARAHLUTAVERSLUNIN VÍK, NESKAUPSSTAB, RAFMÆTTI, MIÐBÆ, HAFNARFIRDI. REYNISSTAÐUR, VESTMANNAEYJUM. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA, HÚSAVÍK. HEKLA LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVIK * SIMI 569 5 775 Forsætisráð- herra rit- skoðar ræðu Danadrottn- ingar Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. RÆÐU Margrétar Þórhildar Danadrottningar í veislu í vik- unni fyrir Guntis Ulmanis for- seta Lettlands var að vanda sjónvarpað beint og þar sem drottning- in talaði á ensku var ræð- ) an textuð. , Textinn og ræðan fóru hins vegar ekki saman og í Ijós kom að Poul Nyrup Rasmussen forsætisráð- herra hafði strikað út nokkrar setningar, sem þegar voru komnar í sjónvarpstextann. Fyrir bragðið er drottningin í óþægilegri stöðu, efasemdir ) eru um stefnu dönsku stjórnar- | innar í málefnum Eystrasalts- ríkjanna og sambandsleysi ut- anríkis- og forsætisráðuneytis- ins er lýðum ljóst. Að venju var ræða drottning- ar samin í utanríkisráðuneyt- inu. Þar sagði að Lettland hefði orðið fyrst Eystrasaltslandanna til að sækja um ESB-aðild og þá ósk styddu Danir. Síðan l sagði að Danmörku væri í mun að tryggja Lettlandi og hinum Eystrasaltslöndunum sömu möguleika varðandi stækkun Nato og hinum Austur- og Mið- Evrópulöndunum. Þessari grein og að Danir styddu ósk Lettlands um aðild að ESB tók Nyrup eftir á síðustu stundu og strikaði út. Ræðan hafði þó j legið í forsætisráðuneytinu og i var samþykkt af hirðinni. En þar sem ræðan var komin í r hendur blaðamanna og textun- in var tilbúin komst allt upp. Vildi hlífa drottningunni Forsætisráðherra segist hafa gert þetta til að hlífa drottning- unni við að taka afstöðu í við- kvæmu og umdeildu máli. Aðr- ir benda á að í útstrikuðu setn- ingunum komi aðeins fram stefna stjómarinnar, sem venja F sé að drottningin tjái við þessar aðstæður. Viðbrögð Nyrups þykja enn eitt dæmi um klaufa- lega málsmeðferð hans og þótt hann neiti því að danska stjórn- in hafi skipt um skoðun velta menn því nú fyrir sér hvaða pólitískar hræringar liggi hér að baki. Hefur hann harmað að drottningin skyldi dragast að ósekju inn í deilur sem út- I strikunin hefur leitt til. Paul Nyrup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.