Morgunblaðið - 26.03.1997, Side 22

Morgunblaðið - 26.03.1997, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listahátíð í Toronto í sumar HAMRAHLÍÐARKÓRINN, Skólakór Kárnsess, leikhópurinn Bandamenn og Trio Nordica verða meðal íslenskra listamanna sem taka þátt í lista- hátíð í Kanada í sumar. íslenzkir rithöfundar verða á norrænni bókmenntahátíð í Toronto þeir Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason, Matthías Johannessen og Thor Vilhjálmsson. Átta norðlægustu þjóðir heims taka þátt í þessari listahátíð, sem haldin verður í Toronto í Kanada í júní í sumar, það eru þær þjóðir sem liggja næst norðurheimskautinu, Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Noregur, Rússland, Banda- ríkin (Alaska) og Kanada. Á þessari listahátíð, sem er hin fyrsta sinnar tegundar, er megináhersla lögð á tónlist, en einnig er um að ræða bókmenntir og nútímal- ist af ýmsu tagi. Hátíðin er haldin af frum- kvæði nýstofnaðs Norðurheimskautsráðs (Artic Council). Það var stofnað formlega á fundi, sem haldinn var í Kanada í september á síðasta ári og er ísland meðal stofnríkja ráðsins. Við undirritun stofnsamningsins sagði Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráherra meðal annars: „Stofnun ráðsins er afar þýðingarmikil í hugum íslendinga, - við lítum á það sem for- gangsverkefni og skyldu okkar að taka þátt í samvinnu með öðrum aðildarríkjum að ráðinu til þess að þróastarfsemi ráðsins í átt til vernd- unar umhverfisins í norðri.“ í stofnsamningnum er einmitt gert ráð fyrir að umhverfismál hafi forgang, en einnig verði lögð áhersla á að styrkja efnahagsstöðu þjóð- anna, félagslega velferð þegnanna og menning- ararfleifð ríkjanna. Listahátíðin á eftir að vekja verulega athygli, ekki eingöngu í Norður-Ameríku heldur einnig í Evrópu og gera má ráð fyrir að tugir milljóna manna muni fýlgjast með hátíðinni því kana- díska ríkisútvarpið tekur virkan þátt í hátíðinni og verður verulegum hluta hennar útvarpað um allt Kanada, til Bandaríkjanna og einnig til Evrópu í samvinnu við Evrópusamband útvarps- stöðva, EBU. Þá er ennfremur gert ráð fýrir að sjónvarpað verði frá sumum tónleikanna. íslendingafélagið í Toronto hefur sett á lagg- irnar sérstakan starfshóp sem hefur það hlut- verk að skipuleggja móttöku listamanna frá íslandi. Ennfremur hafa íslendingafélög annars staðar í Kanada og Bandaríkjunum sýnt áhuga á að fá einhveija listamannanna til sín og er undirbúningur að því hafinn. Orka lands oglita MYNPLIST Ilafnarborg MÁLVERK O.FL. Sigrún Harðardóttir/Elías B. Hall- dórsson. Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjud. til 7. apríl; aðgangur kr. 200 (gildir á báðar sýningar); sýningarskrá S.H. kr. 300. Á NEÐRI hæð menningarmið- stöðvar Hafnarfjarðar í Hafnar- borg standa nú yfir tvær sýningar listamanna, sem eiga það sameig- inlegt að líta til náttúrunnar um viðfangsefni sín, en vinna síðan að mestu úr þeim á óhlutbundinn hátt. Málverkið er ráðandi þáttur í sýningunum, en í báðum koma þó aðrir þættir inn sem auka á þá vídd myndlistarinnar, sem lista- fólkið leitast við að túlka. Þessi samanburður og um leið munur á efnistökum gerir það skemmtilega ferð fyrir listunnend- ur að kynna sér þessar sýningar, sem og þá þriðju sem fjallað verð- ur um sérstaklega. Sigrún Harðardóttir Listakonan vakti fyrst á sér at- hygli fyrir rúmum áratug þegar hún kom myndbandsverki fyrir í Öskjuhlíð í Reykjavík, og ári síðar þegar hún sýndi málverk og mynd- band í Galleríi Borg. Þá vann hún út frá manninum og andliti hans, þó úrvinnslan væri ekki endilega bundin við þann hlutveruleika. í sýningu sinni í Sverrissal finn- ur Sigrún sinn grunn í hverum landsins og þeirri orku og þrýst- ingi náttúrunnar, sem þeir eru tákn fyrir. Sýningunni hefur hún gefið yfirskriftina „hver/hvar“, og spilar hér saman ýmsum þeim þáttum sem verða áberandi við nánari skoðun þessa rymjandi fyrirbæris, og ber þar hæst hrynjandi hrin- grásar hljóðs annars vegar og kröftugra gufustróka og kyrrðar eftirvæntingarinnar hins vegar. Þetta er meðal annars gert með innsetningu myndbands og hljóð- upptöku sem hefur verið komið fyrir í þremur súlum á gólfi salar- ins, sem minna um margt á virkjun orkunnar, sem hér er fjallað um. Vegna þessa fylgja hljóð goshvers- ins gestum um salinn á meðan þeir skoða nánar málverk Sigrúnar sem tengjast hverum. Þijú af þessum verkum benda gestum á að í raun er ekki hægt að fanga jafn hverfult fyrirbæri og goshver í ákveðnu formi. Þann- ig leggur „Hver á lengd“ áherslu á með hvaða hætti ummerki hvera dreifast um sjóndeilarhringinn, „Hver á breidd“ vísar til umfangs þeirra, og „Hver á hæð“ til þess hvemig þeir rísa skyndilega úr engu og teygja sig til himins. Önn- ur málverk bera einungis heitið „Hverhyrningur" og visa til þess að í raun getur einn flötur aðeins sýnt örlítinn bút af því mikla sjón- arspili, sem gufuhver býður upp á. Málverkin eru í sem einföldustu formi samspil blárra, hvítra og gulra lita, sem búa við stöðuga spennu og innri átök. Hvítfýssandi hveragos ber við brennisteinsgula jörð umhverfís, og blár himinn tekst á við hvíta gufuna um yfír- ráðin í hveijum fleti fýrir sig. Gest- urinn getur fylgst með þessari baráttu frá einum fleti til annars, og þannig séð hvernig náttúruöflin og litirnir takast stöðugt á. Hér er unnið úr óstöðugu mynd- efni af krafti og útsjónarsemi, sem hentar viðfangsefninu vel. Orka landsins er listafólki óþijótandi við- fangsefni, og hér hefur skapandi listakona tekist á við það með eink- ar fijóum hætti. Elías B. Halldórsson í kaffistofu Hafnarborgar hefur verið settur upp nokkur fjöldi lí- tilla málverka og teikninga frá hendi Elíasar B. Halldórssonar. Elías er best kunnur fyrir ríkulega beitingu litanna í óhlutbundnu málverki og grófgerða svartlist þar sem þjóðsagnaminni hafa verið ráðandi viðfangsefni. Þessi litlu málverk bera vinnu- brögðum listamannsins gott vitni, en hér má fínna nokkra fleiri flokka viðfangsefna heldur en al- mennt hafa verið á sýningum hans. Þannig eru hér nokkrar vel upp- byggðar landslagsmyndir, þar sem formið og sterkir grænir litirnir lúta forminu ágætlega, eins og sést t.d. í „Berufjörður" og „Ljúfur blær“. í afstrakverkunum eru aðrir litir ráðandi, en orkan er hér sem oftar aðalsmerki myndverka Elíasar. Sem dæmi um slík verk má nefna „Hér sé Guð“ og „Kvöldsólar- brenna“. Veðrabrigði eru einnig nokkur þáttur í þessum verkum sem koma skemmtilega fyrir, t.d. „Þvali“ og „Þar sem blærinn er á ferð.“ Einn flokkur mynda hér kemur nokkuð á óvart, þar sem undirritað- ur minnist þess ekki að hafa séð slík verk Elíasar fyrr á sýningum, en það eru nokkrar módelmyndir af kvenfyrirsætum, þar sem einföld teikningin ræður ríkum. Þetta eru stílhreinar og vel unnar myndir, sem verða afar nánar í þeirri smæð, sem hér um ræðir. Allar sóma sér vel á veggjunum, og er „Fjarskin" gott dæmi um þá eiginleika, sem hér eru á ferðinni. Þessi litla sýning kemur þægi- lega á óvart, og ætti í raun skilið veigameira umhverfi til að verkin fengju notið sín til fulls. Eiríkur Þorláksson MYNDOST L i sta kot HUGMYNDAFRÆÐI Dröfn Guðmundsdóttir. Opið mánud.-föstud. 12-18. Laugard. 10-18. Sunnud. 14-18. Til 3. apríl. Aðgangur ókeypis. SÝNING Drafnar Guðmunds- dóttur fjallar um minni úr bernsku og nefnist „af mæli“. Hefst á tveim uppdráttum af Reykjavík, annars vegar frá 1947, en hins vegar frá 1997. Á þeim sér gesturinn svart á hvítu hvemig borgin hefur þan- ist út til allra átta nema helst til hafs, er þó ekki laust við það líka litið til framkvæmda meðfram strandlengjunni. Ennfremur hefur Dröfn í þráðbeinni láréttri línu rað- að upp miklum fjölda gylltra tvinnakefla um veggi innra rýmis sem visa sömuleiðis til fortíðar framrásar og tímalengda. Munur- inn er sá að form þeirra er jafnan eins, þrátt fyrir allar aðrar breyt- „Af mæli“ ingar, nýja tíma og uppstokkanir. Hið elsta er einnig frá 1947 eins og landa- kortið og síðan eitt fyrir hvert ár fram til 1996, þar leiðir kopar- þráðurinn í gyllta pijóna og bandhnykil. Loks er lífspijónið núna sem er digrara í ummáli og með laus- um þráði og vísar til hins ókomna. Þetta eru þannig skírskotan- ir til tímans og fram- rásarinnar, bems- kunnar og uppvaxtar- áranna, mömmu og ömmu listakonunnar. íðum pijón- anna, nálarinnar og saumavélar- innar er tengdust þeim frómu kon- um. „Lífið öllu langt af ber,/ lífi dufti þjónar,/ lífí birt- an löguð er,/ líf sér stakkinn pijónar. (Bjöm Gunnlaugs- son). Tvinnakeflin holdguðust í líki búka manna og dýra. Lang- ur ormur var gerður úr tíu, jafnvel tuttugu stykkjum, þeim raðað í myndir og þau mál- uð. Hver lögun hafði sitt gildi. Handleggir og fótleggir á dúkku úr aflöngum og mjó- um tvinnakeflum, hausinn úr stuttum og breiðum. Búkurinn vafinn með tuskum og leikfangið ómótstæðilega hafði svo gott sem fengið sjálfsvitund, var fullskapað. Uppdrættirnir herma frá fram- Dröfn Guðmundsdóttir rás byggðar og miklum umskipt- um, sem hafa þróast á markaðan en býsna einhæfan og óskipulegan hátt, nema á uppdráttunum. í öllu falli ef við höldum okkur við hið lífræna, organíska, og burtkústum reglustikunni. Hins vegar er tvinnakeflið háð ákveðnum klass- ískum staðli, svo þráðurinn haldist á því og breytist ekki. Lesa má sitthvað út úr þessari innsetningu, ekki aðeins fortíðar- þrá heldur og mun frekar hug- myndafræði í anda nútímans, sem réttilega höfðar ekki síður til eldri gilda en dagsins. Þannig séð hefði leiðsögn listakonunnar mátt vera skýrari og afdráttarlausari, því framkvæmdin virkar opin og tóm- leg í rýminu. Vekur upp fleiri spurningar en hún nær að svara um leið og áreitið verður full hrátt og almennt. Engu að síður er gjörningurinn verður allrar at- hygli, fullgildur og harla óvenju- legur á staðnum. Bragi Ásgeirsson Nýjar bækur • ALLTumnudd hefurverið endurútgefín. Bók þessi hefur víða verið notuð af fagmönnum jafnt sem leikmönnum en í henni er að fínna leiðbeiningar um austrænar og vestrænar nudd- aðferðir - heildarnudd, shiatsu og svæðanudd. Hallgrímur Þorsteinn Magn- ússon læknir ritar formála og þar segir m.a.: „Það eru nokkrir hlut- ir mjög merkilegir við þessa bók. Bókin leggur mjög mikla áherslu á hugarfar einstaklingsins, bæði hjá þeim sem nuddar og eins hjá þeim sem nuddið fær. Þetta kem- ur mjög vel heim og saman við rannsóknir sem gerðar hafa verið á nuddmeðferð þar sem það skiptir mjög miklu máli að gott samband skapist á milli beggja aðila til þess að nuddið gefi árangur." Útgefandi er Skjaldborg. Bók- in hefur verið uppsled um skeið en fæst nú íkiijuformi, leiðbein- andi útsöluverð er kr. 1.980. Bókin er 191 bls. með fjölda teikninga og ljósmynda ílit. Höfundur er Lucinda Lidell, Sara Thomas (heildarnudd), Carola Beresford Cooke (shiatsu) og Anthony Porter (svæðanudd). Jóhann G. Erlingsson þýddi. Muriel Spark verðlaunuð MURIEL Spark hefur hlotið bresku bókmenntaverðlaunin sem kennd eru við David Cohen en rithöfundarferill hennar spannar nú fjörutíu ár. Spark er höfundur tuttugu skáld- sagna, þar á meðal The Prime of Miss Jean Brodie sem vinsæl kvikmynd var gerð eftir árið 1969. Verðlaunin eru veitt fyrir langtíma störf í þágu bók- mennta og nema um 3.000.000 króna. Einnig fær verðlauna- hafínn að ráðstafa 1.000.000 króna til styrktar og eflingar ungum höfundum og valdi Spark að láta peningana renna til menntaskólans sem hún gekk í en fyrirmyndin að Miss Jean Brodie í fyrrnefndri skáld- sögu er sótt þangað. Leikrit um Papa sýnt í þjóð- leikhúsi Ira ÍRSKA leikritaskáldið Brian Fitzgibbon, sem búsett er hér á landi, hefur skrifað leikrit um Papana, írsku munkana sem sagðir eru hafa sest að á ís- landi áður en Hrafna-Flóki fann landið, og verður það frumsýnt í írska þjóðleikhúsinu, The Áb- bey Theatre, á þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní næstkom- andi. Brian sagði í samtali við Morgunblaðið að leikritið verði sýnt ásamt tveimur öðrum ein- þáttungum á einþáttungaviku í The Abbey Theatre. „Verkið fjallar um þijá einsetumenn á Islandi, samband þeirra hvers við annan og við landið. Leikrit- ið er upphaflega skrifað fyrir íslendinga en það kemur ekki að sök. Eg hef hins vegar ekki fengið nein viðbrögð frá ís- lenskum leikhúsum um að setja það á fjalirnar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.