Morgunblaðið - 26.03.1997, Síða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Framlag Sementsverksmiðj-
unnar hf. til umhverfisverndar
UMRÆÐAN síð-
ustu daga og vikur um
mengun frá stóriðju
hefur hvatt undirrit-
aðan til þess að stinga
niður penna og skýra
frá því, sem gert hefur
verið í umhverfismál-
um Sementsverk-
smiðjunnar síðastl-
iðna tvo til þijá ára-
tugi.
Sementsverksmiðj-
an er stóriðja af
minnstu gerð. Lega
verksmiðjunnar er
ákaflega viðkvæm og
óheppileg inni í miðj-
um Akranesbæ, þar
sem auk þess er allstór fiskimjöls-
verksmiðja. íbúðabyggð er aðeins
í nokkurra hundruð metra fjar-
lægð frá þessum verksmiðjum.
íbúar Akraness hafa að sjálfsögðu
kvartað yfir mengun frá verk-
smiðjunum gegnum árin, en mjög
iniklum fjármunum hefur verið
varið í mengunarvarnir í þeim
báðum, þannig að mengun er nú
hverfandi miðað við fyrri tíð. Sem-
entsverksmiðjan fékk sitt fyrsta
starfsleyfi árið 1972. Það var svo
endumýjað 1981 og aftur árið
1994, þegar verksmiðjan fékk leyfi
til þess að brenna úrgangsolíu í
stað kola að hluta til.
Aðalmengunarvaldamir í Sem-
entsverksmiðjunni eru hávaði, ryk
og koltvíoxið (C02). Hávaðameng-
un er tæknilega erfitt að fást við,
en vegna nágrennisins við íbúða-
byggð er mjög nauðsynlegt að
draga sem mest úr henni. Helst
er að skerma hávaðavaldinn af og
hefur það verið gert með þokka-
legum árangri.
Mikið ryk myndast við brennslu
og mölun sementsins. Rykmagnið
í ofninum er 15-20 tonn á dag.
Rykið er hreinsað í sérstökum
ryksíum, þar sem hreinsunin fer
fram með háspenntu
rafmagni. Útblást-
urinn fer svo út um
68 metra háan skor-
stein. Hreinsigetan
var í upphafi 450
mg/m3, en er nú undir
100 mg/m3 útblásturs.
A næstu árum stefnir
Sementsverksmiðjan
að því að minnka ryk-
magnið í 50 mg/m3,
sem er það mark, sem
nýjum sementsverk-
smiðjum verður gert
að uppfylla í framtíð-
inni í Evrópu. Þessi
þróun er dæmigerð
fyrir nútíma mengun-
arvarnir, þar sem kröfur um
mengun eru stöðugt í endurskoðun
og hertar með tímanum. Að
fengnu starfsleyfi 1994 hóf Sem-
entsverksmiðjan svifryksmælingar
umhverfis verksmiðjuna í sam-
vinnu við Hollustuvernd ríkisins,
til þess að kanna útbreiðslu ryks-
ins frá útblæstri hennar. Ekki
hefur verið hægt að greina hlut
verksmiðjunnar í svifrykinu og
virðist jarðvegsryk vera þar ráð-
andi. Mælingar á þungmálmum í
svifrykinu sýna hliðstæða niður-
stöðu. Það ryk, sem til fellur í
ryksíum ofnsins, hefur verið notað
í fyllingar undir jarðveg eða urðað
á annan hátt. Það samanstendur
af skeljasandsmélu, sementsryki
og alkalísöltum.
Útblástursloftið frá ofninum er
um 50.000 m3 á klst. Auk and-
rúmslofts er í því talsvert af koltví-
oxíði og vatnsgufu. Hverfandi
magn er af köfnunarefnisoxíðum
og brennisteinstvíoxíði. Brenni-
steinstvíoxíð myndast þó í ofnin-
um, en það binst brenndu kalki
og alkalíoxíðum úr sementshrá-
efnunum og verður hluti af sem-
entinu. Á hverri klukkustund ijúka
um 10 tonn af vatnsgufu og um
Það er rökrétt ákvörðun
Sementsverksmiðjunn-
ar, segir Guðmundur
Guðmundsson, að
sækjast eftir brennslu
úrgangsefna.
12 tonn af koltvíoxíði upp úr skor-
steininum. Sementsverksmiðjan
nýtir um 10% af orku vatnsguf-
unnar til upphitunar, en þarna fer
mikil orka til spillis.
Koltvíoxíð myndast að jöfnum
hlutum úr skeljasandinum og elds-
neytinu, sem er aðallega kol. Eng-
in nothæf hreinsitæki eru til fyrir
koltvíoxíð, svo að annarra leiða
verður að leita, ef minnka á meng-
unaráhrif þess. Sl. 25 ár hefur
Sementsverksmiðjan blandað
saman við sementið líparíti og síð-
ar kísilryki frá ísl. járnblendifélag-
inu. Er þessi íblöndun nú 10% af
þyngd alls sements frá verksmiðj-
unni, sem minnkar þörf fyrir sama
magn af sementsgjalli í sementið
og um leið minnkar árlegt út-
streymi koltvíoxíðs um 10%. Enn
er unnið að því að auka íblöndun
óbrenndra efna í sementið og eru
likur á að takist að auka þau um
önnur 10%.
Rannsóknir, sem staðið hafa
yfir í 2-3 áratugi hafa sýnt ótví-
rætt, að sementsofnar og þá sér-
staklega langir votofnar eins og
ofn Sementsverksmiðjunnar, eru
mjög heppilegir til þess að eyða
úrgangsefnum. Skýring þessa er
hátt hitastig í ofninum (um 1450
°C), svo og mikið efnismagn, lang-
ur viðverutími og heppileg efna-
samsetning í honum. Sements-
verksmiðjan fékk starfsleyfi til
brennslu úrgangsolíu og nokkurra
lífrænna leysiefna árið 1994. Árið
1996 eyddi verksmiðjan 5.600
tonnum af úrgangsolíu og sparaði
þannig innflutning á 7.600 tonn-
um af kolum, rúmlega helming
kolaþarfar ársins. Fleiri orkurík
úrgangsefni en olía eru vandamál
hér á landi. Má þar nefna ónýta
hjólbarða, rúllubaggaplast og
pappír sem dæmi. Sementsverk-
smiðjan hefur hug á að spreyta
sig á eyðingu þessara efna.
Brennsla fastra úrgangsefna
krefst kostnaðarsamra breytinga
á ofninum og hún stendur ekki
undir sér fjárhagslega. Erlendis
er sett á umhverfisgjald, til þess
að standa undir söfnun og eyðingu
þessara efna og er það mál nú í
skoðun hérlendis.
Á alþjóðavettvangi og einnig
hér á landi hafa menn sett sér
takmörk um minnkun á útstreymi
koltvíoxíðs á áratugnum 1990-
2000. Ríkisstjórn íslands setti sér
það mark að minnka magnið um
100.000 tonn á þeim tíma. Einnig
er talið líklegt að eldsneyti verði
skattlagt í framtíðinni. Rætt hefur
verið um í því samhengi að nýting
orku úr úrgangsefnum komi til
frádráttar, þegar minnkunin er
reiknuð út og verði einnig undan-
þegin skatti. Verði sú raunin hefur
Sementsverksmiðjan lagt stóran
skerf, til þess að markmið ríkis-
stjórnarinnar náist. Því er það rök-
rétt ákvörðun Sementsverksmiðj-
unnar að sækjast eftir brennslu
úrgangsefna. Verksmiðjan fær
með því tvöfalt hlutverk, meðan
hún framleiðir sement stuðlar hún
að umhverfisvernd og sparar þjóð-
félaginu byggingu á dýrum eyð-
ingarstöðvum fyrir úrgang. Aðal-
vandamálið við brennslu úrgangs-
efna er næsta umhverfi. Sérstak-
lega á Sementsverksmiðjan hér
við mikinn vanda að etja vegna
legu sinnar inni í miðjum Akra-
nesbæ. Því verður hún að treysta
mjög á skilning næstu nágranna
Guðmundur
Guðmundsson
ITALSKIR
SKÓR
VORLÍNAN
1997
38 ÞREP
LAUGAVEGI 76 - SÍMI 551 5813
Furðuleg viðbrögð
Athugasemdir við yfirlýsingar sjávarútvegsráðherra um
tillögur Samtaka iðnaðarins til sveiflujöfnunar
SAMTÖK iðnaðar-
ins kynntu á nýliðnu
Iðnþingi tillögur að
sveiflujöfnun í efna-
hagslífinu. Tillögurn-
ar eru byggðar á
vinnu hagvaxtar-
nefndar Samtakanna
sem gaf þær út í sér-
stakri skýrslu undir
heitinu Nýting nátt-
úruauðlinda og staða
samkeppnisgreina.
Hér er um að ræða
margra mánaða vinnu
aðila innan Samtak-
anna sem lítur nú
dagsins ljós. í skýrsl-
unni er gert ráð fyrir
fimm mismunandi aðgerðum sem
leiða skulu til viðvarandi sveiflu-
jöfnunar hér á landi. Ein af þeim
er gjaldtaka fyrir veiðiheimildir.
Hvorki er hér tilefni né ráðrúm
til þess að færa rök fyrir þeim
röksemdum sem liggja að baki því
að Samtökin leggja svo ríkulega
áherslu á að stjórnvöld grípi til
viðeigandi aðgerða til þess að
jafna sveiflur í efnahagslífinu.
Þeir sem vilja kynna sér þau rök
er bent á skýrsluna sjálfa og einn-
ig aðra skýrslu sem gefin var út
haustið 1994 af iðnaðar- og við-
skiptaráðuneytinu um starfsskil-
yrði iðnaðar. Það skal
aðeins áréttað að
sveiflujöfnun er for-
senda þess að hér á
landi geti þrifist heil-
brigt atvinnulíf eins
og í öðrum saman-
burðarlöndum okkar.
Samtök iðnaðarins
hafa um árabil lagt
ríkulega áherslu á að
halda úti málefnalegri
umræðu um nauðsyn
sveiflujöfnunar. Á
undanförnum árum
hafa æ fleiri hér á
landi skilið nauðsyn
jöfnunar hagsveiflna,
hagfræðingar, fulltrú-
ar sjávarútvegsfyrirtækja og al-
menningur. Umræðan hefur orðið
skynsamlegri, málefnalegri og
markvissari með tímanum.
Ráðherra flýr
málefnalega umræðu
Af þessum ástæðum hefur mér
þótt skjóta skökku við hve mál-
flutningur útvegsmanna sem og
háttvirts sjávarútvegsráðherra,
Þorsteins Pálssonar, hefur verið
fjarri því að vera vitrænn. Þessar
áhyggjur lét ég í ljós í örstuttu
fréttaviðtali á Stöð 2 sl. föstudag.
í ljósi þess má heita í hæsta máta
furðulegt hvernig háttvirtur sjáv-
arútvegsráðherra bregst við í
sama fréttatíma þegar bornar eru
undir hann niðurstöður hagvaxtar-
nefndar Samtaka iðnaðarins.
Hann talar um að iðnaðurinn sé
Sveiflujöfnun er for-
senda þess, segir Har-
aldur Sumarliðason,
að hér geti þrifist heil-
brigt atvinnulíf.
með þessum hætti að ráðast á og
veikja sjávarútveginn! Margt ann-
að í máli ráðherra er jafnfjarri
skynsemi.
Annaðhvort hefur ráðherrann
ekki kynnt sér tillögur Samtak-
anna nógu vel eða hann er vísvit-
andi að tala um hug sér. Markmið
Samtakanna með tillögum til
sveiflujöfnunar hefur það alls ekki
að markmiði að spilla fyrir sjávar-
útveginum heldur að treysta til
langframa sem hagstæðust skil-
yrði atvinnulífsins, þ.m.t. sjávarút-
vegsins. Þetta hlýtur háttvirtur
sjávarútvegsráðherra að vita og
við þessum atriðum vilja Samtök
Haraldur
Sumarliðason
og bæjaryfirvalda, ef hún kemur
til með að takast á við eyðingu
fastra úrgangsefna. Með réttri
tækni á að vera hægt að halda
óþægindum næsta nágrennis í lág-
marki og vönduð nágrannakynn-
ing er nauðsynleg. Rétt er að geta
þess hér, að mengun frá verk-
smiðjunni minnkar fremur en hitt
við brennslu þessara úrgarigsefna.
Gróður vinnur koltvíoxíð úr loft-
inu og bindur kolefnið úr því en
skilar súrefni til andrúmsloftsins.
Gróður er því náttúruleg vöm gegn
uppsöfnun koltvíoxíðs í andrúms-
loftinu og hættunni á gróðurhúsa-
áhrifum. Sementsverksmiðjan hef-
ur skoðað þann möguleika lauslega
að nota koltvíoxíð frá verksmiðj-
unni í gróðurhúsum, sem staðsett
væru á verksmiðjulóðinni. Þetta er
tæknilega hægt en ekki hag-
kvæmt. En Sementsverksmiðjan
hefur afmarkað svæði í skipulagi
verksmiðjunnar bæði fyrir gróður-
hús og fískrækt, ef það yrði hag-
kvæmur kostur í framtíðinni.
Almenn ræktun skóglendis er
þó metnaðarfyllsta aðgerðin í
þessu samhengi. Hin gífurlega
gróðureyðing hérlendis er í raun
mengun og er það umhugsunar-
efni hversu lítil athygli beinist að
þessu mikilvæga máli miðað við
umræðuna um stóriðju og virkjan-
ir. Virðist umhverfismat þá ekki
eins nauðsynlegt. íslenskur iðnað-
ur, sérstaklega þau fyrirtæki, sem
láta frá sér koltvíoxíð, ættu að
skoða það í alvöru að styðja við
eða stunda skógrækt, en fá í stað-
inn undanþágu frá orkuskatti. Það
myndi gefa iðnaðinum góða
ímynd. Skógræktaraðgerðir ís-
lenska járnblendifélagsins eru hér
góð byijun og fyrirmynd, en hafa
ekki farið hátt í mengunarumræð-
unni um þá verksmiðju. Sements-
verksmiðjan hefur kannað lítillega
kostnað við skógrækt. Hann er
um kr. 250.000 á hektara og ann-
að eins kostar að girða hann. Girða
verður vegna búfénaðar og mikils-
vert er að leysa það vandamál, ef
ráðist verður í miklar skógræktar-
aðgerðir, því að um mikla fjár-
muni er að tefla. .
Höfundur er tæknilegur ráðgjafi
Sementsverksmiðjunnar hf.
iðnaðarins fá viðbrögð hjá stjórn-
völdum. Ávæningur um öfund og
árásargirni hjálpar umræðunni
ekki neitt heldur opinberar einung-
is málefnafátækt þeirra sem þann-
ig tala.
Sameiginlegir
hagsmunir í húfi
Það er rétt hjá háttvirtum sjávar-
útvegsráðherra að iðnaður og sjáv-
arútvegur eiga að vinna saman af
þeirri einföldu ástæðu að hagsmun-
ir þeirra liggja saman. Samtök iðn-
aðarins hafa lengi barist fyrir því
að horft væri á atvinnulífíð sem
eina heild en það ekki sundrað í
ímyndaða höfuðatvinnuvegi og
stuðningsgreinar. Þessi hugsun
þokast áfram enda eiga iðnfyrir-
tæki og sjávarútvegsfyrirtæki,
bæði stór og smá, gott samstarf
um allt land. Þetta samstarf má
styrkja enn frekar með sameigin-
legri vinnu iðnaðar og sjávarútvegs
um raunhæfar aðgerðir til sveiflu-
jöfnunar. Sjávarútvegurinn hefur
hins vegar hingað til kosið að
hreyta ónotum í hugmyndir iðnað-
arins. Og nú bætir sjávarútvegs-
ráðherra um betur og gefur tillög-
um hagvaxtarnefndar Samtakanna
langt nef, augljóslega án þess að
hafa kynnt sér þær til hlítar.
Næst þegar háttvirtur sjávarút-
vegsráðherra lýsir skoðun sinni á
sveiflujöfnun væri ávinningur að
því, bæði fyrir iðnað og sjávarút-
veg, að fá að heyra gild rök hans
með eða gegn tillögum Samtaka
iðnaðarins.
Höfundur er formaður Samtaka
iðnaðarins.