Morgunblaðið - 26.03.1997, Síða 36

Morgunblaðið - 26.03.1997, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ GUÐRÚN . ÞORBERGSDÓTTIR + Guðrún Þor- bergsdóttir fæddist í Hraunbæ í Álftaveri 26. mars 1941. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Eir 17. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðlaug Marta Gísladóttir, f. 4.9. 1903, d. 2.9. 1989, frá Norður-Hjá- *ieigu í Álftaveri, og Þorbergur Bjarna- son, f. 4.5. 1902, d. 22.11. 1994, frá Efri-Ey í Meðallandi. Þau hjón- in bjuggu allan sinn búskap í Hraunbæ í Álftaveri. Systkini Guðrúnar voru þrettán og kom- ust öll til fullorðinsára nema eitt sem fæddist andvana. Þau eru í aldursröð þessi: Þóra, f. 6.7. 1927, búsett í Vík, Bjarni, f. 4.8. 1928, býr í Hraunbæ, Gísli Guðni, f. 15.11. 1929, bú- settur á Seltjarnarnesi, Vil- hjálmur Þór, f.4.8.1931, d. 17.2. 1992, Guðrún Erla, f. 1.7. 1933 j*búsett í Skógum, Einar f. 25.10. 1934 býr í Axarfirði, Fjóla, f. 25.10. 1934, býr á Kirkjubæjar- klaustri, Guðlaug, f. 7.12. 1935, býr á Kirkjubæjarklaustri, Jón Þór, f. 27.4. 1937, býr í Reykja- Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfír þér. Biíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. J Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson.) í dag kveðjum við elskulega mágkona mína, Guðrúnu Þorbergs- dóttur. Á þessari stundu eins og að undanförnu rifjast upp óteljandi minningar um samverustundir okk- ar, sem allar eru bjartar og ylja 'm'ér, því þannig var mágkona mín. Ég man það ljóslega þegar við sáumst í fyrst skipti, ég var þá búsett vestur á ísfirði og í einni af heimsóknum mínum til Reykjavíkur kynnti Metúsalem bróðir minn unn- ustu sína fyrir mér. Ég hef eflaust horft á hana rannsóknaraugum, en strax geðjaðist mér mjög vel þessi stúlka sem var falleg og giæsileg og einstaklega bjart yfir henni, með þetta geislandi bros sem alltaf var svo stutt í. Síðan hafa fáar mann- eskjur staðið mér nær heldur en hún. Hún var fædd og uppalin í Hraunbæ í Álftaveri. Ung fór hún USkógaskóla, stundaði þar nám og "lauk þaðan landsprófi. Síðan lá ieið hennar ti! Reykjavíkur og þar vann hún við verslunarstörf og við hótel- störf í Hótel Reynihlíð í Mývatns- sveit. Síðan fór hún í húsmæðra- skólann á Laugarvatni og stundaði Sérfræðingar í hlómaskrevtin<>um við öll tækifæri |Í TRfc blómaverkstæði 1 I lllNNA I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis. sími 551 909« vík, Anna Sigríður, f. 23.7. 1938, býr í Austurhlíð í Skaft- ártungu, Kjartan, f. 17.10. 1944, býr í Neskaupstað, Sigurveig Jóna, f. 23.12. 1945, býr á Hvolsvelli. Guðrún giftist hinn 29.12. 1963 Metúsalem Björnssyni frá Svínabökkum í Vopnafirði, for- eldrar hans voru hjónin Björn Vig- fús Metúsalemsson og Ólafía Sigríður Einarsdóttir. Guðrún og Metúsalem eignuð- ust þrjú börn. 1) Linda, f. 31.8. 1963, maður hennar er Sigurð- ur Orn Sigurðsson og börn þeirra: Sigurður Atli, f. 31.3. 1988, og Arnar, f. 3.10. 1991. 2) Birna, f. 22.3. 1967, hennar maður er Guðmundur Erlends- son, barn þeirra er Guðrún Helga, f. 17.1. 1992. 3) Björn Vigfús, f. 15.10. 1974, sambýlis- kona hans er Helga Emilsdótt- ir, barn þeirra er Metúsalem, f. 24.5. 1995. Utför Guðrúnar fer fram frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. þar nám veturinn 1961-1962. Heimili Guðrúnar og Metúsalems hefur alltaf verið hér í Reykjavík, ævinlega með miklum myndarbrag, enda þau hjón höfðingjar heim að sækja og gestanauð oft mikil og allir velkomnir. Alltaf var það sjálf- sagt á árum okkar á íafirði að við byggjum hjá þeim þegar við komum í bæinn og móttökurnar alltaf jafn elskulegar. Guðrún var mjög myndarleg hús- móðir og vel verki farin, það var eins og allt léki í höndum hennar. Hún saumaði tískufatnað á sig og börnin, pijónaði og saumaði út eins og sjá má á heimili þeirra hjóna, en það prýða margir munir listilega unnir af henni. Hún var greind og vel að sér og sérlega skemmtileg kona, kát og glaðsinna. Skartkona var hún einnig, alltaf fín og vel til höfð. Guðrún var söngelsk og var ein af stofnfélögum Söngfélags Skaftfellinga og var ein af félögum kórsins á meðan heilsa hennar leyfði. Alltaf var jafngott að koma í heimsókn til Guðrúnar og oft gleymdum við okkur yfir spjalli og kaffíbolla langt fram á nótt. Þegar við vorum ungar konur áttum við börn á líku reki og við bárum okk- ur saman og skiptumst á skoðunum því umræðuefnin voru óþrjótandi. Hún var þessi hlýja kona sem auð- velt var að segja hug sinn. Við gerðum margt saman og fórum margt saman en minnisstæðust er mér ferð sem við fórum í saman fyrir tæpum átta árum. Það vorum við hjónin og Guðrún og Metúsalem og Bjössi sonur þeira. Ferðinni var heitið austur á hennar æskusstöðv- ar í Skaftafellssýslu. Þótt sá sjúk- dómur sem nú hefur lagt hana að velli hefði þá þegar sett mjög sitt mark á hana var hún hugrökk og dugleg eins og endranær. Á þessu ferðalagi var allt eins og best varð á kosið, sól skein í heiði alla daga og kvöldin voru hlý og yndisleg. Þarna var Guðrún í essinu sínu og við hlógum og skemmtum okkur yfir öllu sem gerðist, tímdum varla að fara að sofa á kvöldin og alltaf harkaði Guðrún af sér hversu þreytt sem hún var, það var ekki hennar eðii að kvarta. Síðustu árin voru henni erfið vegna veikinda hennar en maður hennar og börnin voru henni allt og þegar bamabömin fóm að koma eitt af öðru voru þau henni miklir gleðigjafar. Hún hafði líka alltaf einstakt yndi af því að umgangast MINNINGAR börn, starfaði um tíma sem dag- móðir á mean heilsa hennar leyfði. Síðustu tvö árin dvaldi Guðrún á Hjúkrunarheimilinu Eir þar sem hun naut umönnunar þess góða fólks sem þar starfar. Nú þegar vegir okkar skiljast um sinn er okkur hjónunum og dætrum okkar efst í huga þakklæti til þess- arar góðu konu fyrir alla þá vin- semd og hlýju sem hún hefur alltaf auðsýnt okkur. Við erum þakklát Guði fyrir að hafa verið samferða- menn hennar og þökkum henni samfylgdina. Blessuð sé minning Guðrúnar Þorbergsdóttur. Guðlaug Björnsdóttir. Meðan veðrið er stætt berðu höfuðið hátt og hræðist ei skugga á leið. Bakvið dimmasta él glitrar lævirkjans ljóð, upp um ljóshvolfin björt og heið. Þó steypist í gegn þér stormur og rep og þó byrðin sé þung sem þú berð. Þá stattu fast og vit fyrir víst að þú aldrei ert einn á ferð. (Höf. ókunnur) Kæra vinkona, þá er komið að leiðarlokum. Á síðustu árum eru sannarlega búin að dynja á þér mörg dimm él og stormurinn staðið í fangið en þú barst höfuðið hátt og tókst erfiðleikunum án þess að kvarta. Þú stóðst heldur ekki ein, við hlið þína stóðu eiginmaður og börn og gerðu allt sem í mannlegu valdi stóð til að létta þér byrðina. Það er aðdáunarvert og sýnir hví- líkt valmenni frændi minn er hvað hann hefur sýnt mikið þolgæði og fórnarlund á þessum árum meðan þú barðist við þennan sjúkdóm sem nú hefur sigrað að lokum. Ég mun alltaf minnast með gleði þeirrar stundar er Metúsalem frændi kynnti mig fyrir tilvonandi eiginkonu sinni. Bjarthærðri, elsku- legri stúlku með fallegt bros sem varð strax vinkona mín. Á þá vin- áttu hefur aldrei borið skugga öll þessi ár. Við gátum alltaf leitað hvor til annarrar í smásorgum hversdagsins. Deilt áhyggjum af börnunum og allri smáarmæðu og alitaf gátum við leyst úr málunum saman. Þó eru mér efst í minni all- ar þær gleðistundir sem við nutum saman. Með þér var svo auðvelt að hlæja og gleðjast. Upp í hugann streyma minning- ar, allar svo ljúfar og bjartar. Vin- átta okkar var mér svo óskaplega mikils virði. Að hafa átt þig að vini, elsku Gunna mín, fæ ég aldrei full- þakkað. Ég hugsa mér að einhvern tíma einhvers staðar á ókunnri strönd muni ég heyra glaðan hlátur þinn og ég mun verða fljót að taka undir. Kæri Deddi minn, Linda, Birna og Bjössi, ég er þátttakandi í sorg ykkar og einnig á ég með ykkur minningarnar um allar dýrmætu stundirnar sem komu og fóru. í framtíðinni getum við raðað þeim saman eins og geislabrotum. Æ, vertu sæl. Þú sefur vel og rótt. Hér sit ég einn og minningunni fagna og ég skal brosa og bjóða góða nótt, uns brosin dvína og mínar kveður þagna. (Stephan G. Stephansson) Guðlaug Pálsdóttir. í dag kveðjum við móðursystur mína Guðrúnu Þorbergsdóttur sem látin er langt um aldur fram. Gunna, eins og hún var ætíð köll- uð, hefur nú fengið hvíld eftir langa og erfiða baráttu við ólæknandi sjúkdóm. Það var erfitt að sáetta sig við að Gunna sem ætíð hafði verið stoð og stytta allra í fjölskyld- unni skyldi veikjast af svo alvarleg- um sjúkdómi fyrir rúmum áratug, sem nú hefur orðið henni að aldurt- ila. Gunna var þriðja yngst af þrettán systkinum frá Hraunbæ í Álftaveri. Heimili hennar og eiginmanns hennar Metúsalems Björnssonar stóð þessari stóru fjölskyldu ávallt opið og var gestrisni þeirra engin takmörk sett. Gestir þeirra og vinir fundu sig ávallt svo innilega vel- komna á heimili þeirra enda ríkti mikil samstaða hjá þeim hjónum um allar slíkar velgjörðir. Það sem einkenndi Gunnu var einstakur myndarskapur og dugnaður í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Heim- ili þeirra hjóna bar þess merki að Gunna lagði alúð í öll sín störf og ailur heimilisbragur vitnaði um háttvísi og innri kurteisi. Ég dvaldi hjá Gunnu og Dedda í þijá vetur þegar ég kom til náms til Reykjavíkur. Þau tóku mér eins og þau væru foreldrar mínir og er mér það ómetanlegt. Áfram hélt umhyggja þeirra í minn garð eftir að ég hafði stofnað heimili og eign- ast son. Gunna leit á það sem sjálf- sagðan hlut að gæta Bjarna Þórs, sem er jafnaldri Bjössa, á meðan við hjónin vorum í skólanum. Þann- ig var Gunna ailtaf reiðubúin að rétta hjálparhönd og fyrir það verð- ur seint fuilþakkað. Ég vil með þessum fátæklegu orðum þakka Gunnu fyrir allt það sem hún var mér og vil kveðja hana með þessum ljóðlínum Valdimars Briem. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég og fjölskylda mín sendum Dedda, Lindu, Birnu, Bjössa og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eyvindur Albertsson. Það hefur verið erfiður vetur fyrir okkur á MS-heimilinu, því að allt of margir skjólstæðingar okkar hafa fallið í valinn og það flest ungt fólk. Mánudaginn 17. mars kvaddi ein af „okkar“ fólki, hún Guðrún Þor- bergsdóttir. Ég kynntist henni betur en öðrum á MS-heimilinu því ég var fjögur ár sem aðstoð á heimili þeirra hjóna. Við urðum strax nánir vinir og vorum eins og gamlir sálufélagar og áttum heilmargt sameiginlegt og virtum hvor aðra að verðleikum. Guðrún var mjög fjölhæf kona og vel gerð af Guði í alla staði. Hand- verk hennar lofar meistarann eins og heimili hennar ber vott um. Hún var mjög músíkelsk og söng í kór Skaftfellinga um árabil. Hún var kát og skemmtileg og laðaði að sér fólk úr öllum áttum. Ég var svo lánsöm að upplifa tvö skemmtileg ferðalög með Guðrúnu og hennar eiginmanni sem hefur staðið eins og klettur við hlið hennar í hennar erfiða hlut- skipti. Hið fyrra var með féiagi húsa- smíðameistara til Akureyrar og það- an sólarlagsferð til Grímseyjar, hin var svo ferð um Snæfellsnes, báts- ferð um Breiðafjarðareyjar og heim- sókn til Hildibrands í Bjarnarnesi. Minningin um þessar ferðir okkar og aðrar eru mér mjög kærar því ég fann hvað Guðrún naut þess að geta verið þátttakandi. Síðustu árin hefur Guðrún dvalið á Eir og liðið vel og í vetur hefur hún verið mikið veik og smámsaman fór lífsneistinn að dvína. En ég held að hún vinkona mín hafi verið sátt, hún var trúuð kona og gat alitaf glatt okkur og + Pétur Björnsson fæddist 19. júní 1917. Hann lést 19. mars síðastliðinn. Útför Péturs verður gerð frá Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Okkur langar að skrifa nokkur orð um hann pabba, hann var yndislegur maður sem sagði fátt og hugsaði því meira. Hann veikt- ist fyrir fimm árum og fylgdumst við vel með líðan hans eftir það, þó ijarlægðin skildi okkur að. Ekki kvartaði hann frekar en fyrri dag- inn þótt allir sæju að honum liði blessað þó hún væri verr sett en við flest hin. Ég sendi hennar góða manni, börnum og þeirra fjölskyldum mínar einlægu samúðarkveðjur, minning þín lifir í hjarta mínu, far þú vel, Guðrún mín. Agnes. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessi heimtar gjöld. Ég kem eftir, kannski í kvöld með brotinn hjálm og sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar.) Þegar ég á efri árum lít yfír far- inn æviveg, fer ekki hjá því, að ákveðin atvik standi upp úr sem orðið hafa mér til hamingju. Þar vil ég fyrst nefna þegar ég tengdist eiginkonu minni, Erlu Þorbergsdótt- ur frá Hraunbæ í Álftaveri. A sam- band okkar hefur aldrei borið skugga. Faðir Erlu var Þorbergur Bjarnason bóndi í Hraunbæ. Þor- bergur var einstakur heiðursmaður. Þegar hann hafði klætt sig uppá eins og sagt er líktist hann fremur erlendum aðalsmanni en íslenskum bónda. Svo fáguð var framkoma hans öil. Guðlaug Marta Gísladóttir, kona hans, var líka frábær húsmóð- ir. Það er engin tilviljun að þijár eða fjórar dætur þeirra hjóna eru vinsæl- ar matráðskonur hér í nágrenni. Guðrún dóttir þeirra lauk námi 1958 frá Héraðsskólanum í Skógum. Guðrún bjó þijú ár hjá okkur hjón- um. Á þau nánu kynni bar aldrei skugga. Guðrún var ágæt náms- manneskja. Um skeið hugði hún á nám við handavinnudeild Kennara- skóla íslands. Þau áform runnu út í sandinn er hún kynntist eigin- manni sínum, Metúsalem Björns- syni, frá Svínabökkum í Vopnafirði. Metúsalem er byggingameistari að mennt. Þau giftust og eignuðust þijú mannvænleg börn, Lindu, Birnu og Björn. Öll hafa þau stofnað heim- ili og eru hinir mætustu þjóðfélags- þegnar. A yngri árum veiktist Guðrún af hinum illræmda MS-sjúkdómi. Aidr- ei var henni uppgjöf í huga. Hún brosti móti erfiðleikunum og sagði ætíð: „Þetta lagast, mér er óðum að batna.“ Guðrún tók að erfðum einstaka hæfileika foreldra sinna. Aidrei sá ég hana skipta skapi og ættingjar og vinir voru ætíð vel- komnir til gistingar og þáðu þar góðgerðir þeirra hjóna. Þegar Ey- vindur sonur okkar hóf nám við Verslunarskóla íslands, bauð Guð- rún honum að dvelja hjá þeim hjón- um. Er skemmst frá því að segja að Eyvindur bjó hjá þeim þar til hann hóf búskap og stofnaði sitt eigið heimili. Það eru þung örlög að missa heils- una á miðjum aldri. Guðrún bar sinn kross eins og sönn hetja. Aldrei vissi ég hana kveina eða kvarta. Að leið- arlokum votta ég Metúsalem og börnum þeirra hjóna innilega samúð mína, eiginkonu, barna okkar og afkomenda þeirra. Það er hveijum manni einstakt líflán að kynnast konu eins og Guðrúnu Þorbergsdótt- ur, en því meira að missa þegar leið- ir skilja. Albert Jóhannsson. ekki vel. Þegar minnst er á pabba er ekki annað hægt en að hugsa til yndislegu konunnar hans, henn- ar frænku eins og við köllum hana. Hún hefur staðið við hlið pabba eins og klettur á hveiju sem gekk. Við viljum þakka pabba fyrir samfylgdina með þessum fátæk- legu orðum og þakka sérstaklega hvað hann var alltaf góður við okkur öll. Við biðjum góðan Guð að hjálpa þeim og styrkja sem sakna hans, frænku, Hreini, Skúlu, Lóu og fjölskyldum þeirra. Rún og Ingólfur. PÉTUR BJÖRNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.